Morgunblaðið - 31.10.2020, Page 2

Morgunblaðið - 31.10.2020, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2020 fasteignaverdmat.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is „Samkvæmt okkar gögnum sýnist mér að u.þ.b. 15% þess gistirýmis sem er til staðar í Reykajvík séu nú opin. Það gefur mynd af því hversu alvarleg staðan er og nýtingin á þessu rými er í flestum tilvikum mjög takmörkuð,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmda- stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Samkvæmt sömu gögnum sést að fjórar stærstu hótelkeðjurnar hafa gripið til mismik- illa lokana að undanförnu. Þannig hefur Ice- landair Hotels haldið sex hótelum af níu opn- um. Hins vegar hafa Íslandshótel lokað 12 af 17 hótelum sínum, Kea Hotels sjö af 10, þar af sex af sjö hótelum í Reykjavík, og Center Hotels hafa lokað sex af átta hótelum. Nú síð- ast tilkynnti svo Hótel Saga að þar yrði skellt í lás frá og með 1. nóvember. Þetta hefur ver- ið mjög þungt en það er alveg ljóst að róð- urinn þyngist enn, nú þegar samkomutak- markanir hafa verið hertar enn frekar. „Mörg af hótelunum utan höfuðborgar- svæðisins hafa verið með opið um helgar þar sem fólki er boðið upp á gistingu auk kvöld- verðar af einhverju tagi. Veitingaþátturinn er nú í algjöru uppnámi og ekki hægt að standa við það sem lofað er samkvæmt tilboðunum. Það hefur orðið til þess að hóteli á borð við Geysi í Haukadal hefur verið lokað. Þá hafa hótelhaldarar einfaldlega gripið til þess ráðs að veita inneign eða endurgreiða þessa tilboðspakka sem þeir hafa verið að keyra á.“ Jóhannes Þór segir að veitingahúsin horfi einnig upp á enn frekari þrengingar vegna 10 manna hámarksins sem stjórnvöld hafa sett á samkomur. „Það er ljóst að veitingahús getur ekki rek- ið sig á tveimur starfsmönnum og átta gestum eða þremur starfsmönnum og sjö gestum.“ Hann segir að þetta sé m.a. alvarlegt högg fyrir veitingahúsin í Reykjavík, sem þó hafi hingað til ekki tapað jafn háu hlutfalli veltu sinnar og margir ferðaþjónustuaðilar úti um landið. „Veitingahúsin hafa getað haldið úti þjón- ustu inni á stöðunum en það er orðið mjög hæpið nú. Og þessar miklu takmarkanir í stað þess að skipa þeim að loka gera í raun illt verra í mörgum tilvikum því þau geta þar með ekki sótt um lokunarstyrki. Þeim er í raun gert að loka nær alveg, en uppfylla þó ekki skilyrðin til að geta fengið styrkinn.“ Jóhannes Þór segist þó bera þá von í brjósti að fyrirliggjandi frumvarp um stuðn- ing við atvinnulífið vegna hinna hertu aðgerða muni taka breytingum í meðförum þingsins og að tillit verði tekið til þeirra sem ekki er beinlínis meinað að starfa en sé gert það nær ómögulegt. Nú eru aðeins 54 dagar til jóla og segir Jóhannes Þór að veitingamenn hafi eðli- lega miklar áhyggjur af stöðunni sem uppi er. „Mörg veitingahús sækja 25-30% tekna sinna í desember. Vissulega halda allir í von- ina um að það verði búið að rýmka samkomu- takmarkanir upp í t.d. hundrað manns þegar kemur inn í desember en ef það gerist ekki eykur það enn á áfallið fyrir greinina.“ Spurður út í framhaldið og hvernig fyrir- hugaðar launahækkanir á grundvelli lífskjara- samninganna orki á hann stendur ekki á svari. „Ég hef sagt það um alllangt skeið og hef ekki skipt um skoðun við þessi nýjustu tíðindi að það er fullkomlega galið að ætla að halda launahækkunum til streitu. Það verður að fresta þeim nú þegar við siglum inn í dýpstu kreppu síðari tíma. Kjarasamningar eru gerð- ir til að skipta verðmætum sem orðið hafa til. Það er ekki hægt að skipta því sem ekki er til.“ Hann segist halda í vonina um að hægt verði að ná lendingu um þetta stóra hags- munamál en verkalýðshreyfingin hafi þó ekki viljað opna á þennan möguleika. „Ef það breytist ekki er boltinn hjá stjórn- völdum.“ 15% hótelrýmis í Reykjavík opin  Framkvæmdastjóri SAF segir veitingamenn enn halda í von um jólavertíð sem taki mið af aðstæðum  „Hreinlega galið“ ef fyrirhuguðum launahækkunum um áramót verði ekki slegið á frest að sinni Staða hótelanna um mánaðamótin sept./okt. 2020 • Northern Light Inn lokað • Kjarnalundur lokaður á Akureyri • Hótel Saga tilkynnti lokun 1. nóvember 2020 • Mikið um helgaropnanir á landsbyggðinni Icelandair Hotels Fjöldi hótela: 9. Lokuð: 3 • Alda, Canopy, Hilton og Natura í Reykjavík opin • Icelandair Hotel Akur- eyri og Icelandair Hotel Hérað á Egilsstöðum opin • Marina, Konsulat og Mývatn lokuð Íslandshótel Fjöldi hótela: 17. Lokuð: 12 • 5 hótel opin af 17: Grand Hótel, Fosshótel Jökulsár- lón, Húsavík, Stykkis- hólmur (helgaropnun) og Reykholt (helgaropnun) KEA Hotels Fjöldi hótela: 10 Lokuð: 7 • 6 hótel lokuð í Reykjavík af 7 • Gígur lokað • Hótel Borg, Katla og KEA Akureyri opin Center Hotels Fjöldi hótela: 8 Lokuð: 6 • Miðgarður og Plaza opin Ætla má að um 15% hótelgisti-rýmis í Reykjavík séu opin Guðni Einarsson gudni@mbl.is Fjölskylduhjálp Íslands ætlar að fjölga úthlutunardögum vegna höfð- inglegrar matargjafar Kaupfélags Skagfirðinga og dótturfyrirtækja sem ætla að gefa sem samsvarar 40.000 máltíðum til jóla. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjöl- skylduhjálparinnar, sagði að það yrði gert bæði í Reykjavík og Reykja- nesbæ. „Við erum að auglýsa eftir sjálf- boðaliðum. Okkur vantar karla og konur sem vilja koma og hjálpa okk- ur,“ sagði Ásgerður en senda má póst á hjalp@fjolskylduhjalp.is og bjóða fram aðstoð. Hún sagði að von væri á matvælum í næstu viku og Eimskip ætlaði að geyma þau í Sundafrosti. Mikil hjálp væri í því. Ásgerður sagði að fleiri hefðu haft samband og tilkynnt um aðstoð. Fisk- vinnslufyrirtæki fyrir vestan ætlar að senda nokkur bretti af fiski. Maður sem á fyrirtæki á Suðurnesjum hefur gefið Fjölskylduhjálpinni í Reykja- nesbæ jólamat fyrir 100 einstaklinga undanfarin ár. Nú ákvað hann að gefa matvæli fyrir 500 þúsund á mánuði í október, nóvember og desember. Aldrei upplifað svona tíma „Þetta er frábært framtak hjá KS og til fyrirmyndar. Vonandi verður það öðrum hvatning,“ sagði Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálp- arstarfi kirkjunnar. Hún kvaðst gera ráð fyrir því, samkvæmt frétt Morgunblaðsins í gær, að haft yrði samstarf við félagasamtök um þessa úthlutun. Vilborg benti á að fyrir jólin væru samstarfshópar um aðstoð víða um land. Þannig ynnu öll hjálpar- samtök í Árnessýslu saman og eins í Eyjafirði og víðar. Almennt er stuðn- ingur Hjálparstarfsins í formi inn- eignarkorta í verslunum en nú eru óvenjulegir tímar. „Almennt séð höfum við aldrei upplifað svona tíma eins og núna,“ sagði Vilborg. „Þetta er það erfiðasta sem ég hef séð vegna þess að það er svo flókið. Í bankahruninu gat fólk verið saman brjálað niðri í bæ, fundið sökudólginn og fengið útrás fyrir reiðina. Nú getur þú ekki bent á sökudólg, ert atvinnulaus, tekjulaus, einmana, einangraður og matarlaus. Þetta bætist ofan á óvissuna.“ Vilborg sagði að vonandi yrðu hert- ar sóttvarnaaðgerðir nú til þess að hægt yrði að mæta fólki fyrir jólin og veita því aðstoð. Mikil hjálp í matargjöfinni  Ástandið er mjög erfitt hjá mörgum Morgunblaðið/Eggert Mataraðstoð Hægt verður að hjálpa fleirum vegna framlags KS. Eftir að tilkynnt hafði verið um hertar sóttvarna- aðgerðir, sem taka gildi í dag, fóru að myndast biðraðir fyrir utan ýmsar verslanir á höfuðborgarsvæðinu, m.a. fyrir utan Vínbúðina í Skeifunni. Einnig voru raðir fyr- ir utan sumar matvöruverslanir og örtröð var í Ikea, sem nú hefur ákveðið að loka verslun sinni. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Biðraðir mynduðust við verslanir Robert Burke flotaforingi og yfir- maður bandaríska sjóhersins í Evr- ópu segir bandaríska herinn vera að íhuga aukna fjárfestingu hér á landi sem myndi fjölga þjónustusvæðum fyrir flotann við Íslandsstrendur. Herinn sé að kanna hvort „eitthvert verðmæti sé í litlu, varanlegu fót- spori frá Bandaríkjunum“ á Íslandi. Hann segir herinn líta sérstaklega til Austurlands þar sem slíkur staður væri „hentugri“ fyrir hernaðar- aðgerðir en t.d. höfuðborgarsvæðið, vegna nálægðar við svæðin þar sem rússneskir kafbátar athafna sig reglulega. Auk þess myndi slík að- staða geta stutt undir öflugri leit og björgun á hafsvæðum umhverfis Ís- land. Ekki er búið að ræða við íslensk yfirvöld um þessi áform en hug- myndinni hefur verið velt upp, að sögn Burkes. „Ég veit ekki hve mót- tækileg ríkisstjórnin ykkar er í þessu máli, svo við verðum að eiga það samtal.“ jonn@mbl.is Bandaríkjaher áhugasamur um aðstöðu á Austurlandi  Flotaforingi vill skoða varanlega aðstöðu hersins Flotaforinginn Robert Burke ræðir hugmyndirnar við stjórnvöld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.