Morgunblaðið - 31.10.2020, Page 4
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2020
Nánari upplýsingar
á skrifstofu Árborga í síma 482 4800, arborgir@arborgir.is
ÞorsteinnMagnússon lgf s. 894 2045
Þórir Ólafsson lgf s. 865 9774
Landsbankahúsið við Austurveg
á Selfossi til sölu
Fallegt og reisulegt hús í hjarta Selfossbæjar sem stendur á 7.312 m2 eignarlóð miðsvæðis á Selfossi.
Húsið er byggt fyrir starfsemi Landsbanka Íslands eftir grunnteikningu frá Guðjóni Samúelssyni
arkitekt og er tekið í notkun árið 1953. Eignin er heildina skráð 1.214 m2 og er í leigu að hluta og
fylgja þeir leigusamningar eigninni.
Eignin, sem er uppsteypt og hefur fengið gott viðhald í gegnum árin, skiptist í kjallara, tvær hæðir
og ris auk þess 77 m2 bílskúr. Lóðin er stór og býður uppá margvíslega nýtingu.
Frábært tækifæri fyrir fjárfesta að eignast þetta fallega og reisulega hús.
Alexander Gunnar Kristjánsson
alexander@mbl.is
Allt íþróttastarf og sviðslistir um allt
land eru óheimil. Þá eru krár,
skemmtistaðir og sundlaugar um
allt land lokuð. Veitingastaðir með
vínveitingaleyfi mega þó vera opnir
til klukkan 21. Sem fyrr er grímu-
skylda þar sem ekki er hægt að
tryggja tveggja metra reglu. Regl-
urnar fylgja í öllu tillögum sótt-
varnalæknis, ef frá er talið að sótt-
varnalæknir lagði til að tuttugu
mættu koma saman við útfarir, ekki
þrjátíu.
Í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar
sóttvarnalæknis til ráðherra segir að
síðustu daga hafi daglegur fjöldi
smita að undanskildum hópsmitum
verið um 13-28. Áhyggjuefni sé að
með svo mikið samfélagssmit kunni
að brjótast út nýjar hópsýkingar og
valda enn meira álagi á heilbrigðis-
kerfið.
Lilja Alfreðsdóttir menntamála-
ráðherra hefur sagt að nýjar reglur
um takmarkanir á efstu stigum
grunnskólans verði kynntar á morg-
un. Reglurnar muni gilda út skóla-
árið. „Allt samfélagið þarf að vinna
saman að því að kveða niður veiruna.
Við erum hins vegar að forgangs-
raða í þágu menntunar og skólahald
verður áfram. Það verða ákveðnar
takmarkanir fyrir efstu stig grunn-
skóla og framhaldsskóla,“ segir
Lilja.
Samhliða boðar ríkisstjórnin svo-
nefnda viðspyrnustyrki, sem ætlað
er að styðja við rekstur fyrirtækja á
næstu mánuðum. Katrín Jakobs-
dóttir forsætisráðherra segir í sam-
tali við mbl.is að frekari fjárútlát
væru vissulega íþyngjandi og að út-
haldið væri ekki endalaust.
„En staðan var góð fyrir þennan
faraldur og það hefur gert það að
verkum að við getum gert það sem
við höfum verið að gera,“ segir Katr-
ín. Hún segist telja að landsmenn
séu nú hálfnaðir með faraldurinn.
„Ef við horfum á það sem talað er
um úti í heimi og spár um bóluefni
ganga eftir þá er ekki ósanngjarnt
að segja: við erum hálfnuð í ánni.
Miðað við það held ég að með þeirri
stefnu að þjóna vel við almenning og
atvinnulíf muni þetta fara hratt og
vel af stað,“ segir Katrín.
Morgunblaðið/Eggert
Blaðamannafundur Ríkisstjórnin kynnti í Hörpu í gær hertar aðgerðir til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar. Fleiri fá að sækja jarðarfarir en lagt var til í minnisblaði.
Mikið samfélagssmit áhyggjuefni
Hertar sóttvarnareglur tóku gildi um allt land á miðnætti Hálfnuð í ánni segir forsætisráðherra
Helstu sóttvarnaráðstafanir frá 31. október
Störf ríkisstjórnar,
ríkisráðs, Alþingis
og dómstóla
Almennings-
samgöngur,
hópbifreiðar
og innan-
landsflug
Störf
viðbragðs-
aðila
Fjöldatakmarkanir
gilda ekki um
Íþróttir
óheimilar
30 manns að há-marki í útförum
en 10 í erfidrykkjum10 manna fjöldatak-mörkun meginregla
50 manna hámarks-fjöldi í lyfja- og
matvöruverslunum en
reglur um aukinn
fjölda með hlið-
sjón af stærð
húsnæðisins
10 manna fjöldatakmarkanir
eiga ekki við þegar fleiri búa á
sama heimili
Krám og skemmti-
stöðum lokað
Veitingastaðir með
vínveitingaleyfi
mega ekki hafa opið
lengur en til 21.00
GRÍMUSKYLDA þar sem ekki
er unnt að tryggja 2 metra ná-
lægðarmörk milli einstaklinga
sem ekki eru í nánum tengslum.
Börn fædd 2015 og síðar
undanþegin 2 metra reglu,
fjöldatakmörkun og grímu-
skyldu (gilti áður um börn fædd
2005 og síðar).
Sviðslistir
óheimilar
Sundlaug-
um lokað
Það eru vonbrigði að þurfa að til-
kynna ákvarðanir um hertar að-
gerðir, sagði Áslaug Arna Sigur-
björnsdóttir dómsmálaráðherra í
færslu á facebooksíðu sinni í gær-
kvöldi. Hún telur aðgerðirnar til
þess fallnar að ná tökum á faraldr-
inum eins skjótt og hægt er.
„Staðreyndin er einfaldlega sú að
þær aðgerðir sem hafa verið í gildi
að undanförnu virka ekki sem
skyldi,“ sagði hún.
Sigríður Á. Andersen, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, gerir athuga-
semdir við sóttvarnaaðgerðirnar.
„Minnisblað sóttvarnalæknis, þar
sem þessar hörðu aðgerðir eru
lagðar til, er lítið rökstutt og blaða-
mannafundur ríkisstjórnarinnar
bætti þar engu við,“ sagði hún í
samtali við mbl.is í gær.
Brynjar Níelsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, segist ekki
sannfærður um gildi aðgerðanna.
„Við verðum að taka með í reikn-
inginn hvaða áhrif það hefur á lýð-
heilsuna að fjöldi manns missi vinn-
una, komist ekki í nausðynlegar
aðgerðir og fleira þar fram eftir
götunum.“
Hann segir umræðuna á villigöt-
um. Allir þeir sem ekki fylgi þríeyk-
inu í öllum málum séu úthrópaðir
fyrir að vilja að fólk deyi, en það sé
af og frá. „Ég segi að við eigum að
einblína á þá sem eru í áhættuhóp-
um og nota mannskapinn og pen-
ingana í að verja þá,“ segir Brynjar.
Vonbrigði Ekki eru allir sammála um ágæti aðgerða stjórnvalda.
Sjálfstæðismenn
ekki á einu máli