Morgunblaðið - 31.10.2020, Side 6

Morgunblaðið - 31.10.2020, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2020 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Melrakkaslétta er skilgreind sem mikilvægt fuglasvæði. Í umhverf- ismati fyrir stóran vindorkugarð Qair Iceland ehf. þar er því sérstök áhersla lögð á að safna gögnum um fuglalíf með það að markmiði að forðast eða draga úr áhrifum vind- myllanna á fugla. Qair Iceland ehf. er dótturfyrir- tæki franska fyrirtækisins Qair SA (áður Quadran) sem sérhæfir sig í þróun, fjármögnun, byggingu og rekstri endurnýjanlegra raforku- vera um allan heim. Íslenska félag- ið er með mikil áform um virkjun vindorku á Íslandi og tilkynnti níu þannig verkefni til umfjöllunar hjá verkefnisstjórn fjórða áfanga rammaáætlunar. Að sögn Tryggva Þórs Herbertssonar framkvæmda- stjóra er vindorkugarður á Sól- heimum í Dölum lengst kominn og væntanlega hægt að hefja fram- kvæmdir vorið 2022, að því gefnu að leyfi fáist. Nú er verið að vinna að umhverf- ismati fyrir tvö vindorkuver, í Með- allandi og að Hnotasteini á Hóla- heiði. Þessi þrjú áform um vindorkuver eru samtals 475 mega- vött að stærð, nærri tvöfalt uppsett afl Búrfellsstöðvar. Verkefnið á Hólaheiði er það stærsta sem Qair Iceland ehf. er með á prjónunum, 190 til 200 MW sem slagar upp í uppsett afl Hrauneyjafossstöðvar Landsvirkjunar Truflar ekki neinn Qair hefur kynnt tillögu að mats- áætlun sem er fyrsta stig umhverf- ismats fyrir vindorkugarðinn að Hnotasteini. Þar kemur fram að áformað framkvæmdasvæði er við veginn þvert yfir Melrakkasléttu sem kallaður er Hófaskarðsleið. Rannsóknir til undirbúnings orku- versins fara fram á 33 ferkílómetra svæði úr landi jarðanna Presthóla og Efri-Hóla í Núpasveit. Tryggvi Þór segir að staðurinn henti vel fyrir vindorkugarð. Þar sé góður vindur og vindmyllurnar ekki að trufla neinn. Gert er ráð fyrir að þar verði reistar 34 vindmyllur í tveimur áföngum. Ekki hefur verið ákveðið hvaða gerð vindmyllu verður notuð en sú hugmynd gefin í skýrslunni að turnarnir að spaðamiðju verði 119 metra háir og spaðarnir 162 m í þvermál. Því megi gera ráð fyrir að spaðaendar fari hæst í um 200 m hæð frá jörðu en það slagar upp í þrefalda hæð Hallgrímskirkju- turns í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að um 100 starfsmenn verði við vinnu á svæð- inu á framkvæmdatíma. Þegar vindorkugarðurinn kemst í rekstur verða þar tveir til fjórir starfsmenn við eftirlit auk manna á vegum framleiðanda vindmyllanna sem mæta á staðinn og sinna árlegu við- haldi og viðgerðum. Fuglalífið áskorunin Rannsóknir eru mikilvægasti þáttur umhverfismatsins. Sett hef- ur verið upp veðurratsjá á fram- kvæmdasvæðinu. Ratsjármælir fyr- ir fuglarannsóknir verður settur upp í mars. Kerfi ratsjármæling- anna greinir hreyfingar fugla á framkvæmdasvæðinu og verður ratsjáin stillt þannig að stundum nemur hún flugleiðir fugla og stundum flughæð innan hættusviðs spaðanna. Alexandra Kjeld, umhverfis- verkfræðingur hjá Eflu verk- fræðistofu, segir að fuglalífið á Melrakkasléttu sé aðaláskorunin við staðsetningu þar. Því sé heil- mikið púður sett í rannsóknir á því sviði. Sambönd um allan heim Spurður um það hvort hægt verði að selja orkuna, segir Tryggvi Þór að ýmsir möguleikar séu á því. Hægt sé að fá nýja notendur, til dæmis gagnaver, eða annan orku- frekan iðnað. Bendir hann á að Qair starfi í tólf löndum, hafi mikil sambönd við orkukaupendur um allan heim og geti boðið þeim orku á mörgum stöðum. Þá sé einfalt að framleiða inn á kerfið í samkeppni við aðra framleiðendur. Áhersla á rannsóknir á fuglalífi  Franskt fyrirtæki hefur umhverfismat á stórum vindorkugarði við Hófaskarðsleið á Melrakka- sléttu  Slagar upp í afl Hrauneyjafossstöðvar  Ratsjár mæla vind og fylgjast með fuglalífi AFP Vindorka Víða eru umræður um mikilvægi endurnýjanlegrar raforku og um leið áhrif vindmylla á umhverfið. Þessi vindorkugarður er í Bretaníuhéraði í vesturhluta Frakklands. Franska fyrirtækið Qair undirbýr nokkra vindorkugarða hér á landi. Sá stærsti er á Hnotasteini á Melrakkasléttu. Raufarhöfn MELRAKKA- SLÉTTA HólaheiðiKópasker Þórshöfn Þistilfjörður Ö xa rf jö rð ur Fyrirhugaður vindorkugarður að Hnotasteini Hófaskarðsleið Presthólar Efri- Hólar Framkvæmda- svæði fyrir vindorkugarð Ísfisktogarinn Sturla GK landar yf- irleitt tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum, hjá Þorbirni hf. í Grindavík. Tólf eru í áhöfn. Það var svolítill brimsúgur þegar togarinn kom til hafnar á fimmtudag. Hrannar Jón Emilsson, útgerðar- stjóri ferskfiskskipa hjá Þorbirni hf., sagði að það hefðu verið þokkaleg aflabrögð upp á síðkastið. Þó setti leiðindaveður strik í reikninginn og þurftu menn að færa sig undan veðr- inu. Aflinn var blandaður í síðustu veiðiferð, karfi, þorskur, ýsa og ufsi. Fiskurinn fer til vinnslu hjá Þorbirni hf. Þar er aðallega unnið í salt og fiskur líka fluttur út ferskur. Þorsk- urinn úr þessari veiðiferð fór í ferskt. Markaðirnir sveiflast mikið og eftir- spurnin breytist sífellt. Auk Sturlu GK landa tvö línuskip ísfiski hjá Þor- birni hf. gudni@mbl.is Ljósmynd/Eyjólfur Vilbergsson Grindavík Sturla GK kom til hafnar á fimmtudaginn var og landaði blönd- uðum afla af bolfiski. Ísfisktogarinn landar venjulega tvisvar í viku. Þokkalegt fiskirí upp á síðkastið  Mikil sveifla á ferskfiskmörkuðum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.