Morgunblaðið - 31.10.2020, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 31.10.2020, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2020 B Æ J A R L I N D 1 4 - 1 6 2 0 1 K Ó P AV O G U R S Í M I 5 5 3 7 1 0 0 L I N A N . I S O P I Ð M Á N T I L F Ö S T U D A G A 1 1 - 1 8 I L A U G A R D A G A 1 1 - 1 6 Jólasendingin er komin Ragnar Árnason, prófessor em-eritus í hagfræði, ritaði í vik- unni afar athyglisverða grein um borgarlínuna svokölluðu. Hann benti á að miðað við markmiðin með borgarlínunni um að 12% ferða fari með almenn- ingsvögnum í stað þeirra 4% sem nota þá nú sé hug- myndin með borg- línunni „sú að leggja auknar tafir á 88-96% borgarbúa til að flýta för 4-12% þeirra. Þar að auki verða þessi 88-96% borgarbúa sem verða fyrir auknum töfum í umferðinni að borga þorrann af fjárfestingunni í borgarlínunni sem nemur tugum milljarða sem og rekstrartapið af strætisvögn- unum“.    Þetta eru auðvitað vafasömáform, en batna ekki þegar Ragnar hefur útskýrt að útreikn- ingar sem nýlega voru kynntir um þjóðhagslegt gildi borgarlínunnar og forsendur þeirra ganga ekki upp. Ragnar bendir á að það sé ekki rétt sem haldið var fram þegar skýrsla um meinta hag- kvæmni var kynnt að borgarlínan sé þjóðhagslega hagkvæm.    Þetta útskýrir hann á skýranhátt og segir jafnframt að þegar útreikningar hafa verið lagfærðir og forsendur færðar í raunsæisátt þá komi í ljós „að framkvæmdin hefur verulega nei- kvætt núvirði“.    Loks bendir Ragnar á að op-inber gögn bendi til þess að að á höfuðborgarsvæðinu séu all- margar framkvæmdir í sam- göngumálum sem hafi verulega jákvætt núvirði og muni nýtast öllum. Hvers vegna er ekki ráðist í þær fremur en óhagkvæma og ofurdýra borgarlínuna? Ragnar Árnason Óhagkvæm ofurframkvæmd STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Fulltrúar fimm stéttarfélaga starfs- manna álversins í Straumsvík og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Rio Tinto undirrituðu nýjan kjara- samning fyrir starfsmenn í fyrra- kvöld. Samningurinn gildir til 31. maí á næsta ári og er afturvirkur frá og með 1. júní sl. Samkomulag um þennan skammtímasamning náðist í seinustu viku en undirritun stéttar- félaganna var frestað þar sem félög- in vildu freista þess að ná samningi til lengri tíma eða í samræmi við gildistíma lífskjarasamninganna. ,,Þeir höfðu ekki heimild til að gera lengri samning“ Var boðuðum verkfallsaðgerðum þá frestað til 5. nóv. á meðan gerð yrði tilraun til að ná samningi til lengri tíma. Það tókst þó ekki og er samningurinn sem undirritaður var sl. fimmtudag óbreyttur. „Það eru engar viðbætur við þetta. Þetta er eingöngu árssamningur og er aftur- virkur frá 1. júní,“ segir Kolbeinn Gunnarsson, formaður Hlífar. Menn verði því að hefja viðræður fljótlega eftir áramót um kjarasamning sem taki við þegar samningurinn rennur út 1. júní nk. „Þetta er staðan núna og við ákváðum að taka bara þetta eina ár. Þeir höfðu ekki heimild til að gera lengri samning.“ omfr@mbl.is Skrifuðu undir nýjan samning  Stéttarfélögunum tókst ekki að ná fram lengri samningi en til eins árs Morgunblaðið/Árni Sæberg Straumsvík Samningar hafa tekist við starfsmenn Rio Tinto. „Vakin er athygli á því að borgin hefur nýlega farið í átak til að hvetja íbúa til að sniðganga pappírsbækl- inga en borgin fer sjálf gegn eigin hvatningu með því að dreifa pappír inn um allar lúgur óumbeðin.“ Þetta segja borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í fyrirspurn sem þeir lögðu fram á fundi ráðsins á fimmtudaginn. „Inn um lúgur borgarbúa er að berast litprentaður bæklingur útgef- inn af Reykjavíkurborg upp á 64 bls. um Græna plan borgarinnar og fast- eignaþróunarverkefni. Borgarstjóri lætur sér ekki nægja að upplýsa borgarbúa, heldur sendir hann bæklinginn í nágrannasveitarfélög Reykjavíkurborgar. Þetta er bruðl að mati borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins,“ segja þeir ennfremur. Borgarfulltrúarnir segja augljóst að Reykjavíkurborg sé komin langt út fyrir hlutverk sitt. Það sé ekki hlutverk borgarinnar að auglýsa Græna planið, sem ekki er búið að samþykkja, og fasteignaverkefni á kostnað útsvarsgreiðenda. Í þessu samhengi megi velta fyrir sér af hverju þeir sem eru að selja eldri fasteignir fái þá ekki sambærilega auglýsingu frá útsvarsgreiðendum. Þeir óska jafnfram eftir upplýs- ingum, m.a. um hvar og hvenær ákvörðun um útgáfu bæklingsins og auglýsinga var tekin og hvaða fjár- heimildir hafi legið fyrir ákvörð- uninni. Ennfremur hvort gerð bækl- ingsins og dreifing hafi farið í útboð. „Hver var heildarkostnaður við vinnslu blaðsins og auglýsinga og í hverju fólst hann?“ er spurt. Fyrirspurninni var vísað til um- sagnar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. sisi@mbl.is Telja að nýútgefinn bæklingur sé bruðl  Borgin fari gegn eigin hvatningu með því að dreifa pappír Reykjavík Bæklingnum var dreift víða á höfuðborgarsvæðinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.