Morgunblaðið - 31.10.2020, Page 10

Morgunblaðið - 31.10.2020, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2020 Eitt fallegasta hús Suðurlands til sölu Landsbankahúsið, Austurvegi 20, Selfossi er eitt þekktasta kennileiti bæjarins, byggt eftir teikningum Guðjóns Samúels- sonar fyrir Landsbankann. Eignin er skráð alls 1.214 m2. • Hluti hússins er skráður sem 56,5 m2 íbúð en hinir 1.080,5 m2 sem skrifstofuhúsnæði. Grunnflötur hverrar hæðar er um 340 m2. Húsið er byggt úr steinsteypu á árunum 1949–53 eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar. • Kjallari er með sérinngangi og þar er nú m.a. tæknirými, starfsmannaaðstaða, bankahvelfing og geymslur. Rými sem skráð er sem íbúð er í kjallara. Á fyrstu hæð er góð lofthæð. Jarðhæðin er að mestu opinn salur en þó er hluti hæðarinnar afstúkaðar skrifstofur. Á annarri hæð eru m.a. skrifstofur og salerni. Upprunalega var sú hæð innréttuð sem tvær íbúðir. Í risinu er m.a. nýlega innréttað veislueldhús og borðsalur. Frístandandi bílskúr er 77 m2, byggður árið 1949. • Húsið er vandað og hefur fengið gott viðhald í gegnum tíðina, utan sem innan. • Lóðin er 7.312 m2 eignarlóð sem gefur mikla möguleika. Framhluti lóðarinnar er malbikaður og frágenginn. Baklóð er gróin. Ekki er til deiliskipulag fyrir lóðina. Skv. aðalskipulagi er hluti lóðarinnar skilgreindur sem miðsvæði með nýtingarhlutfall í samræmi við það. Árni Hilmar Birgisson aðstoðarmaður fasteignasala 856 2300 arni@log.is Hallgrímur Óskarsson löggiltur fasteignasali 845 9900 halli@log.is Steindór Guðmundsson löggiltur fasteignasali 862 1996 steindor@log.is Sigurður Sigurðsson löggiltur fasteignasali 690 6166 sigurdur@log.is Nánari upplýsingar veita: Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Reykjavíkurborg hefur fengið fyrir- spurn um það hvort leyfi fáist til að reisa nýbyggingu á lóðinni Banka- stræti 3. Fyrir er á lóðinni friðað hús úr tilhöggnu grágrýti, reist árið 1881. Snyrtivöruverslunin Stella hefur verið rekin í húsinu síðan 1942, eða í 78 ár. Þessi lóð er í hjarta Reykjavíkur, steinsnar frá Stjórnarráðshúsinu. Á embættisafgreiðslufundi skipulags- fulltrúa í júlí í sumar var lögð fram fyrirspurn Stefáns Arnar Stefáns- sonar arkitekts um uppbyggingu á lóð nr. 3 við Bankastræti, sam- kvæmt uppdráttum Argos ehf. Fram kemur í greinargerð með fyrirspurninni að tillaga að deili- skipulagi fyrir reitinn var gerð 2005. Byggt á Stjórnarráðsreitnum Samkvæmt henni var heimilað að byggja um 1.310 m² á lóðinni Banka- stræti 3. Í nóvember 2018 fór fram samkeppni um nýja viðbyggingu og stækkun Stjórnarráðshússins, aust- ast á reitnum og að Bankastræti. Stækkunin skv. verðlaunatillögunni er um 1.200-1.500 m². Deiliskipulag vegna þessa var ekki gert og grenndarkynning hefur ekki farið fram, segir í greinargerðinni. Lóðarhafinn, Herbertsprent ehf., hyggst reisa fjögurra hæða nýbygg- ingu, alls 1.173 fermetra. Steinhúsið á lóðinni er 175 fermetrar. Við hönn- un nýbyggingar og skipulags á lóð- inni hefur verið horft til þess að skerða ekki ásýnd gamla steinhúss- ins við Bankastræti sem var friðlýst árið 2011 skv. lögum um húsafriðun. Stærðir og hlutföll nýbygginga taki mið af stærð gamla hússins og möguleikum innan lóðar og afstöðu til nálægra bygginga. Nýbyggingar geti tengst gamla húsinu á jarðhæð og 2. hæð en á 3. og 4. hæð sé mögu- legt að gera þrjár íbúðir í nýbygg- ingu á tveimur hæðum hverja um sig, miðbæjaríbúðir. Gluggar á gafli eru settir fram sem hugmynd, eld- traust gler sem veitt getur útsýni yf- ir miðbæinn en jafnframt brotið upp lokaðan brunagafl sem ella væri. Leitað var álits Minjastofnunar Íslands og fjallaði húsfriðunarnefnd um erindið. Fært var til bókar að nefndin telur fram komna hugmynd að nýbyggingu á baklóð Banka- strætis 3 yfirskyggja hið friðlýsta hús að umfangi og hæð, raska stærð- arhlutföllum og rýra ásýnd þess í umhverfinu. Telur nefndin ekki æskilegt að nýbyggingin nái lengra til vesturs en gafl gamla hússins. Bent er á að hlaðinn veggur, sem af- markar lóðina til vesturs, sé orðinn 100 ára gamall og er jafnframt áfast- ur hluti af hinu friðlýsta húsi. Legg- ur Minjastofnun til að tillaga að upp- byggingu á baklóð Bankastrætis 3 verði endurskoðuð með tilliti til þeirra ábendinga sem fram koma í bókun húsafriðunarnefndar. Fram kemur í greinargerð verk- efnisstjóra skipulagsfulltrúa að sam- kvæmt aðalskipulagi sé Bankastræti 3 á svæði sem skilgreint er sem M1a, Miðborgarkjarni. Á svæði M1a sé að finna lykil- stofnanir stjórnsýslu, menningar og mennta, líflegustu verslunargötur landsins, litríka flóru veitingastaða auk fjölbreyttrar sérfræðiþjónustu. Á jarðhæðum er verslunar-, veit- inga- og menningar-, félags- og þjónustustarfsemi opin almenningi í forgangi en á efri hæðum skrifstofu- og íbúðarhúsnæði auk gistiþjónustu. Unnið verður deiliskipulag Í ljósi þess að ekki er í gildi deili- skipulag fyrir lóðina Bankastæti nr. 3 og hversu hugmyndir þær sem lagðar eru fram í erindinu eru stórar og umfangsmiklar leggur verkefn- isstjórinn til að hafinn verði undir- búningur við gerð deiliskipulags fyr- ir reitinn, sem afmarkast af Lækjar- götu, Hverfisgötu, Ingólfsstæti og Bankastræti. Skipulagsfulltrúinn féllst á tillöguna og fól verkefna- stjóra að hefja undirbúning að deili- skipulagi. Vilja byggja hús í Bankastræti  Nýtt 1.173 fermetra hús í hjarta Reykjavíkur  Snyrtivöruverslunin Stella rekin þarna í 78 ár Morgunblaðið/Hari Bankastræti 3 Snyrtivöruverslunin Stella hefur verið í húsinu síðan 1942. Tölvumynd/Argos Nýbygging Húsið mun rísa norðan við hið friðaða hús í Bankastræti. Húsið í Bankastræti 3 var byggt 1881, fyrsta íbúðarhúsið í Reykjavík sem byggt var úr til- höggnu grágrýti með svipuðum hætti og Alþingishúsið. Líklega unnu sömu iðnaðarmenn að byggingunni, steinsmiðirnir Lyders og Julius Schau. Húsið var byggt fyrir Sigmund Guð- mundsson prentara sem rak þar prentsmiðju sína. Árið 1883 eignaðist Sigurður Kristjánsson prentsmiðjuna og var rekin bókaverslun og útgáfa í húsinu undir hans nafni fram til 1985. Í bakhúsi rak Herbert sonur Sig- mundar prentsmiðju (1929- 1931), sem kennd var við eig- anda sinn. 1931 tók sonur Her- berts, Haukur, við keflinu en frá 1977-2008 rak ekkja Hauks, Ása Ársælsdóttir, starfsemina og eftir hennar dag hefur verslunin Stella verið í umsjón dóttur þeirra, Eddu Hauksdóttur. Landsbanki Íslands hóf starf- semi sína í húsinu við stofnun árið 1886 en flutti fljótlega í hús sitt við Austurstræti. Engu að síður dregur Bankastræti nafn sitt af þeirri starfsemi sem hófst í húsinu. Úr tilhöggnu grágrýti BANKASTRÆTI 3

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.