Morgunblaðið - 31.10.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2020
Skipholti 29b • S. 551 4422
SKOÐIÐ
NETVERSLUN
LAXDAL.IS
Fylgdu okkur á facebook LAXDAL ER Í LEIÐINNI
GLÆSILEG
DÚNKÁPA
m/hettu
Kr. 64.900
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.isEngjateigi 5 // 581 214 // hjahrafnhildi.is
SKOÐIÐ
hjahrafnhildi.is
MOSMOSH DAGAR
29. OKTÓBER – 1. NÓVEMBER
20%
AFSLÁTTURAF ÖLLUM
VÖRUM
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Framkvæmdir við byggingu göngu-
og reiðbrúar yfir Þjórsá fyrir ofan
Þjófafoss eru hafnar. Lágmarks-
rennsli er nú í ánni og er sá tími not-
aður til að steypa stöpla brúarinnar í
farvegi árinnar.
Landsvirkjun byggir brúna.
Framkvæmdin er liður í mótvægis-
aðgerðum vegna Búrfellsstöðvar 2
sem gangsett var fyrir rúmum
tveimur árum. Tilgangurinn er með-
al annars að bæta aðgengi að Búr-
fellsskógi en hann hefur losnað að-
eins úr tengslum við umhverfið eftir
framkvæmdirnar við stækkun Búr-
fellsstöðvar. Þá mun brúin tengja
saman kerfi reiðvega og göngustíga
sem eru beggja vegna Þjórsár, í
sveitarfélögunum Rangárþingi ytra
og Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Öllum tilboðum hafnað
Landsvirkjun bauð í sumar út
byggingu 102 metra langrar
stálbitabrúar í þremur höfum og
með timburdekki. Þrjú tilboð bárust
og voru þau á bilinu 190 til 243 millj-
ónir en kostnaðaráætlun Lands-
virkjunar hljóðaði upp á tæpar 126
milljónir kr.
Öllum tilboðum var hafnað og
ákveðið að skipta verkinu upp. Sam-
ið var við Ístak sem átti lægsta tilboð
í útboðinu um að byggja undirstöður
brúarinnar. Björn Halldórsson,
verkefnisstjóri hjá Landsvirkjun,
segir að það sé flóknasti hluti verks-
ins og sá sem mest óvissa ríki um.
Framkvæmdir hófust fyrir rúm-
um hálfum mánuði og er nú verið að
undirbúa það að steypa undirstöður.
Þær eru fjórar, ein við hvorn enda
brúar og tveir stöplar ofan í ánni.
Stefnt er að því að ljúka þessum
áfanga fyrir lok ársins. Þá segir
Björn að farið verði yfir hvernig
staðið verður að framhaldinu en
stefnt sé að því að brúin verði tilbúin
um miðjan ágúst á næsta ári.
Íslenskt timbur notað
Áhersla hefur frá upphafi verið á
að reyna að nýta innlent timbur sem
mest við gerð brúarinnar og var gert
samkomulag við Skógrækt ríkisins
um að afla timburs til fram-
kvæmdanna. Límtré Vírnet sér síð-
an um að vinna efnið frekar og gera
á því nauðsynlegar prófanir. Þver-
bitar í brúargólfi verða límtrésbitar.
Fyrir utan timbrið í brúna sjálfa
verður lerki og greni notað í girðing-
arstaura en einnig verður gerð til-
raun með innlendan við í handlista
brúarinnar.
Ljósmynd/Björn Halldórsson
Traust Byrjað er að steypa undirstöður göngubrúar yfir Þjórsá við Búrfell.
Hafin bygging göngu-
brúar yfir Þjórsá
Opnar Búrfellsskóg og tengir sama stígakerfi við ána
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Síðasta útgáfa íslenskra frímerkja
kom út í fyrradag en þá voru gefin út
11 frímerki í sjö flokkum. Sigríður
Ástmundsdóttir, fulltrúi í frímerkja-
sölu Íslandspósts, segir að þótt nýrri
útgáfu sé nú hætt séu til birgðir til
nokkurra ára og eldri merki verði
endurútgefin ef þörf verður á því.
„Við verðum að eiga til frímerki,“
segir hún.
Fyrsta frímerkið kom út á Eng-
landi 1840 eða fyrir rúmum 180 ár-
um. Fyrstu íslensku frímerkin,
skildingafrímerkin, komu út 1873,
og í formála II. bindis af bókinni Frí-
merki íslenska lýðveldisins 1944-
2014, sem Íslandspóstur gaf út,
kemur fram að á þeim tíma hafi
komið út 607 frímerkjaútgáfur með
1.319 frímerkjum. Til að byrja með
voru frímerki hugsuð sem sönnun á
greiðslu sendingarkostnaðar en
söfnunarþátturinn hefur orðið æ rík-
ari með árunum.
Fjölbreytt útgáfa
Í flokknum „Íslenskur jarð-
argróður til manneldis“ komu að
þessu sinni út tvö frímerki, annað
með mynd af gulrótum og hitt af
rófu.
Þemað í flokknum „Norðurlanda-
frímerki 2020“ var spendýr og ís-
lenska frímerkið sýnir mink.
„Sepac-frímerki 2020“, samstarfs-
verkefni smáþjóða í Evrópu, er með
mynd af Skjaldbreið eftir málverki
Jóns Stefánssonar frá 1937, en þem-
að í ár var „Listaverk í þjóð-
listasafni“.
Eitt frímerki var gefið út í tilefni
250 ára afmælis Landsnefndarinnar
fyrri og smáörk í tilefni þess að 800
ár eru frá upphafi Sturlungaaldar.
Á næsta ári verður 100 ára afmæli
fálkaorðunnar og því voru gefin út
þrjú frímerki með mismunandi
myndum af orðunni.
Í flokknum „Jólafrímerki 2020“
eru tvær tegundir, önnur með mynd
af rjúpu og hin af ref.
Síðasta útgáfa ís-
lenskra frímerkja
Íslandspóstur á miklar birgðir
Heiður Ein gerð
fálkaorðunnar.
Sómi Önnur gerð
orðunnar.
Refur Jólafrí-
merki 2020.
Rófa Íslenskur jarðargróður.
Sæmd Þriðja
tegundin.
ÞG verktakar, Reykjavík, áttu
lægsta tilboð í smíði brúar yfir Jök-
ulsá á Sólheimasandi, endurgerð
vegarins beggja vegna og gerð
bráðabirgðavegar. Nýja brúin verð-
ur tvíbreið og leysir af hólmi ein-
breiða brú sem byggð var 1967.
Alls bárust fimm tilboð í verkið og
hljóðaði tilboð ÞG verktaka upp á
734,6 milljónir króna. Var það 84,2%
af áætluðum verktakakostnaði, sem
var 891.7 milljónir. Næstlægsta til-
boðið átti Eykt ehf., Reykjavík,
742,4 milljónir. Hærri tilboð bárust
frá Ístaki hf., Mosfellsbæ, JÁ-
VERKI ehf., Selfossi og Suðurverki
hf. og Metrostav Íslandi ehf., Kópa-
vogi sameiginlega. Nú er verið að
fara yfir tilboðin hjá Vegagerðinni.
Nýja brúin, sem Verkís hannar,
verður eftirspennt bitabrú í fimm
höfum, alls 163 metrar. Hún verður
reist á sama stað og sú gamla, sem
verður rifin. Bráðabirgðabrú verður
gerð sem vinnuflokkur Vegagerð-
arinnar smíðar. sisi@mbl.is
Tölvumynd/Verkíð
Sólheimasandur Nýja brúin verður væntanlega tilbúin í árslok 2021.
ÞG verktakar buðu
lægst í nýja brú