Morgunblaðið - 31.10.2020, Side 12

Morgunblaðið - 31.10.2020, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2020 Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Vefverslunin alltaf opinwww.listverslun.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Kolibri trönur í miklu úrvali, gæða- vara á góðu verði Kolibri penslar Handgerðir þýskir penslar í hæsta gæðaflokki á afar hagstæðu verði Ennþá meira úrval af listavörum WorkPlus Strigar frá kr. 195 3+1 TILBOÐ af 120 ml Amsterdam akrýl Þú kaupir 3 færð 1 frítt Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Hún er eins og unglingur,stekkur léttfætt upp írúm, er hraust og ekkertfarin að gefa sig, nema heyrnin,“ segir Elín Arnórsdóttir, eigandi læðunnar Mörthu, sem fagn- ar tvítugsafmæli á morgun, 1. nóv- ember. „Martha hefur ekki hreystina og háan aldur frá mömmu sinni Snældu, því hún varð ekki nema tíu ára. Ætli Martha hafi þetta ekki frá pabba sínum, en okkur grunar að pabbi hennar sé köttur sá sem bjó í næsta húsi við okkur fyrir tuttugu árum, því hann og Martha eru ná- kvæmlega eins á litinn,“ segir Elín og bætir við að Snælda Mörthu- mamma hafi á sínum tíma komið óvart inn í líf fjölskyldunar þegar Elín var aðeins átta ára. „Snælda var sífellt að sniglast í kringum húsið okkar og ég var alltaf að koma með hana inn, en mamma og pabbi bönnuðu mér það, sögðu hana eflaust eiga heima annars stað- ar. En fljótlega kom í ljós að hún hélt til í skúr hjá smiðum sem voru að vinna við blokkina okkar, svo hún var greinilega heimilislaus. Þá kom pabbi með Snældu til mín og leyfði mér að eiga hana.“ Ári seinna kom Martha í heiminn þegar Snælda gaut óvænt þremur kettlingum. Snælda hafði greinilega stolist til fundar við fressið í næsta húsi. Heitir eftir hundi Bítils „Við systkinin vorum öll ást- fangin af Mörthu af því hún hafði eitthvað fram yfir hina kettlingana tvo. Hún var mjög smávaxin með risaeyru og var strax sterkur og sjarmerandi persónuleiki. Hún var skemmtileg og fjörug en líka mikill kúrari. Við suðuðum að fá að halda henni og mamma ogpabbi samþykkti að lokum að hún fengi að búa hjá okkur með því skilyrði þó að pabbi fengi að nefna hana. Hann gaf henni nafnið Martha, eftir hundinum hans Pauls McCartneys Bítils, sem hann samdi lagið um, Martha my dear.“ Hinir kettlingarnir tveir voru gefnir á önnur heimili en mæðgurnar Snælda og Martha undu hag sínum vel saman. „Martha var litli kettlingurinn hennar mömmu sinnar í níu ár, því Snælda elskaði hana mjög mikið og hugsaði um hana eins og kettling alla tíð, sá meira að segja alltaf um að þrífa hana. Martha reyndi alltaf að komast á spena þó hún væri fullorðin og skellti sér á spena með litlu hálf- systkinum sínum þegar Snælda eignaðist kettlinga. Þær mæðgurnar eignuðust reyndar báðar nokkrum sinnum kettlinga yfir ævina. Martha var ekkert sérstaklega spennt yfir kettlingunum sínum sem hún eign- aðist, en aftur á móti var Snælda rosagóð mamma og líka amma, því hún tók að sér að sjá um kettlingana hennar Mörthu þegar unglingurinn vildi vera úti að göslast og nennti ekki að sinna afkvæmunum heima fyrir.“ Mæðgur gutu báðar í einu Martha hefur flutt þrisvar yfir ævina, tvisvar með allri fjölskyld- unni og nýlega með Elínu og Símoni kærasta hennar á þeirra eigið heim- ili. „Þegar foreldrar mínir fluttu fyrst þá keyptu þau fokhelt hús og læðurnar Snælda og Martha bjuggu einar á neðri hæðinni á meðan verið var að klára húsið. Við bjuggum hjá ömmu og afa á meðan. Eitt kvöldið þegar pabbi kom í húsið til að vinna, þá voru mæðgurnar búnar að eign- ast samtals tólf kettlinga. Þær höfðu gotið á sama tíma og enginn vissi hvor þeirra átti hvaða kettlinga, þær lágu saman í sófanum með tólf kett- linga á milli sín. Þær hugsuðu saman um þessa kettlingahrúgu á vakta- skiptum. Vissulega var mjög fjörugt þegar við svo fluttum inn í húsið þeg- ar það var tilbúið, með fjórtán kisum. Nýja sófasettið varð ónýtt strax, al- veg útklórað og alltaf einhverjir kettlingar hangandi í gardínum. Þetta var sannarlega mikið stuð,“ segir Elín og hlær. „Vinur hans pabba á einn kett- ling úr því goti sem heitir Tumi og hann er ennþá lifandi, orðinn 17 ára. Ætli Martha sé þá ekki mamma hans, fyrst hann nær svona háum aldri.“ Hún rekur okkur upp í rúm Elín segir að Martha hafi verið mjög virkur útiköttur á sínum yngri árum og þá hafi hún verið þvengmjó, enda alltaf á ferðinni. „Hún fór mjög langar vega- lengdir þegar hún var úti. Við bjugg- um á Holtinu áður en við fluttum á Vellina og hún hélt lengi áfram að fara upp á Holt. Það hefði verið gam- an að geta fylgst með ferðum hennar með gps-ól eins og margir kattar- eigendur í dag gera. Martha var mikill töffari og stjórnaði öllu í göt- unni og kom drulluskítug heim á kvöldin með hvíta feldinn nánast brúnan af drullu.“ Þegar Martha var fimmtán ára hætti hún að fara út, af því að hún var þá farin að missa heyrn. „Hún kíkir út á svalir hér hjá okkur, en er annars orðin værukær inniköttur. Hún er mjúk sem lamb, með sérstaklega þykkan feld. Það besta við Mörthu er að hún er svo mikil kúrikona, hún vill helst vera allan daginn uppi í rúmi með okkur. Hún er mjög félagslynd og vill láta klóra sér og klappa endalaust. Hún er dekurrófa og sefur allar nætur uppi í rúmi hjá okkur, mér og kær- astanum mínum. Hún rekur okkur upp í rúm á kvöldin þegar hún vill fara að sofa.“ Elín segir að þegar Martha hafi verið eins eða tveggja ára, þá festist strá uppi í nefinu á henni og það þurfti að svæfa hana til að ná stráinu. „Við það sködduðust radd- böndin hennar og hún hefur verið með ráma viskírödd allar götur síðan þá. Hún talar mjög mikið, spjallar við okkur á sínu kattamáli. Hún mal- ar sjúklega hátt, eins og traktor. Hún Martha er nautnaseggur sem vill láta elska sig mikið alla daga.“ Tvítugur töffari með viskírödd Hún fagnar tveggja áratuga afmæli á morgun hún Martha, en þá ætla eigendur hennar að opna kampa- vínsflösku, elda kjúkling handa henni og kúra með henni eins mikið og hún vill. Minna má það nú ekki vera fyrir læðu sem nær svo háum aldri. Martha vildi lítið tjá sig þegar blaðamaður spurði hana um lífs- gönguna en mamma hennar úr mannheimum tók að sér að tala fyrir hana og sagði sögu hennar. Morgunblaðið/Eggert Vinir Elín segir að Martha sé mjög félagslynd og vilji láta klóra sér og klappa endalaust. „Hún er nautnaseggur.“ Nett Martha er eins og unglingur þótt hún sé 20 ára, sem er hár aldur katta. Ást og knús Þær hafa búið saman í tuttugu ár og elska hvor aðra mikið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.