Morgunblaðið - 31.10.2020, Síða 14

Morgunblaðið - 31.10.2020, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2020 PORSCHE NOTAÐIR BÍLAR Skoðaðu úrvalið á benni.is Krókhálsi 9 Sími: 590 2000 Virka daga 9 -18 Laugardaga 12 - 16 Upplifðu sanna ökugleði... GHR01 Porsche Cayenne Turbo HAU36 Porsche Cayenne E-Hybrid FOU38 PorscheMacan S dísel THP39 Porsche Cayenne E-Hybrid Einstakur bíll og stórkostlegt tæki í alla staði. Allt í senn, jeppi, sportbíll, tryllitæki og rúntari fyrir alla fjölskylduna. Enda er Porsche Cayenne = sport fyrir fimm! Lítið ekinn, mjög vel búinn og til í hvaða ævintýri sem er. Verð: 9.900.000 kr. Nýskráður 23.05.2013 | Ekinn 74.000 km. Nýjasta kynslóð Cayenne e-Hybrid, umhverfisvænt sport fyrir fimm! Gríðarvel búinn og flottur bíll, allt í leðri, stillanleg loftpúðafjöðrun, beygir að aftan, BOSE hljómkerfi, skynvæddur hraðastillir o.s.frv., o.s.frv. Að ógleymdu – 462 hestöfl og 5 sekúndur í hundrað! Verð: 14.900.000 kr. Nýskráður 12.10.2018 | Ekinn 7.000 km. Porsche Macan á sér dyggan hóp aðdáenda, og ekki að ósekju þar sem það er unun að keyra hann! Þetta eintak er auk þessu sérlega elegant hvað varðar búnað og umhirðu alla. Einn fyrri eigandi, lítið ekinn, vel búinn og á frábæru verði. Verð: 6.790.000 kr. Nýskráður 09.10.2014 | Ekinn 53.000 km. 416 umhverfisvæn hestöfl í frábærum pakka á frábæru verði. Lítið ekinn bíll, einn fyrri eigandi og allt til alls. Verð: 8.490.000 kr. Nýskráður 12.07.2016 | Ekinn 74.000 km. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Hrekkjavaka er í kvöld. Hátíðin nefnist Halloween á ensku en það er stytting á All Hallows’ Evening sem er eins konar aðfangadagskvöld allraheilagramessu 1. nóvember. Anthony Bacigalupo, hönnuður og listamaður, er frá Kaliforníu og hef- ur búið hér í tíu ár. Hann hefur lagt sig fram um að skreyta við heimili þeirra Ýrar Káradóttur við Suður- götu í Hafnarfirði, bæði fyrir hrekkjavökuna og jólin. „Ég ólst ekki upp við miklar hrekkjavökuskreytingar á æsku- heimili mínu í Kaliforníu og ég seg- ist skreyta fyrir börnin, en líklega er það aðallega fyrir sjálfan mig,“ sagði Anthony. Hann er með litla verslun í garðinum, The Shed, þar sem hand- unnin listræn hönnun er til sölu. Op- ið er eftir samkomulagi. Fólk getur hist á svæðinu þar í kring. „Við reynum að skapa notalega stemn- ingu í bakgarðinum hjá okkur, eins og í litlu sveitaþorpi. Þar kynnist ég fólki úr nágrenninu. Mér finnst að fólk eigi almennt að tala meira sam- an. Það á kannski heima í sömu götu en þekkist ekki. Líklega er það þess vegna sem ég geri þetta.“ Anthony sagði að ítalska ættar- nafnið hans, Bacigalupo, merkti úlfskoss. Hann á Wolfman-búning, varúlfsbúning, og hefur stundum farið í hann á hrekkjavöku. Úlfur, sonur þeirra Ýrar, á afmæli seint í október og þau hafa oft verið með afmælisveislu á hrekkjavökunni. Ekki verður af því nú vegna farald- ursins. Anthony segist ekki skreyta til að hræða enda hafi hrekkjavakan ekki snúist um hrylling eða að hræða í byrjun heldur verið meira eins og öskudagur. Fólk kom þá saman klætt búningum og skemmti sér. Gott eða grikkur kom svo seinna. Anthony er duglegur að setja mynd- skeið á Instagram (@mono1984) um það sem hann fæst við. Dr. Árni Björnsson þjóðhátta- fræðingur segir að hrekkjavaka eigi sér ekki ýkja langa sögu hér á landi. Hann hefur lengi barist fyrir því að hrekkjavakan hjá okkur verði haldin viku fyrr, á fyrsta vetrardag. Vetur- nætur voru fimmtudagur og föstu- dagur fyrir fyrsta vetrardag. Þá var vetrarfagnaður til forna. Hann færðist síðan yfir á allraheilagra- messu. Morgunblaðið/Eggert Skemmtun Efnt var til hrekkjavökuhátíðar í gær í frístundaheimilinu Álftabæ. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hafnarfjörður Anthony Bacigalupo hefur skreytt umhverfi heimilisins fyrir hrekkjavökuna. Hrekkjavakan gefur vetrinum lit  Fjölbreytt skraut og draugaleg ljósker skapa stemningu  Hrekkjavakan hefur breyst talsvert Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Vefur Í Vesturbæ Reykjavíkur hefur kóngulóarvef verið haganlega komið fyrir í tré við hús á Hringbraut 69.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.