Morgunblaðið - 31.10.2020, Síða 27
27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2020
Sprettur Nú verður sundlaugum lokað á ný, samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra, og þá verður gott að geta skellt sér í sjósund eins og þessi kona gerði í Garðabæ nýverið.
Kristinn Magnússon
Núverandi kjör-
tímabili Alþingis lýkur
eftir rétt um ár eða
hinn 28. október 2021.
Úr stjórnarsáttmála
ríkisstjórnarinnar
Í stjórnarsáttmála
ríkisstjórnarinnar sem
birtur var 30. nóv-
ember 2017 segir:
· „Skortur á hjúkr-
unarrýmum veldur
auknu álagi á sjúkrahúsin og skerðir
lífsgæði aldraðra. Fyrir liggur að
þörf fyrir uppbyggingu er veruleg á
næstu fimm árum.
· Ráðist verður í stórsókn í upp-
byggingu og mun hún birtast á fjár-
málaáætlun ríkisstjórnarinnar.
Hluti fyrirhugaðs þjóðarsjóðs gæti
nýst í þetta verkefni.
· Einnig verður hugað að því að
styrkja rekstrargrundvöll hjúkr-
unarheimila, en áhersla verður einn-
ig lögð á aðra þjónustuþætti svo sem
heimahjúkrun, dagþjálfun og end-
urhæfingu.“
Afskaplega skýr stefna. Ekki
verður séð að þessari stefnu hafi
verið vel fylgt enn sem komið er.
Ríkið gerir raunar rekstur hjúkr-
unarheimila sífellt erfiðari eins og
kom vel fram í viðtali
við Gísla Pál Pálsson,
forstjóra Grundar-
heimilanna, í frétta-
tíma Stöðvar 2 hinn 23.
október og í grein hans
sem birtist hér í Morg-
unblaðinu 27. október
sl. Fram kom að í stað
þess að auka við fjár-
framlög umfram beinar
launa- og verðlags-
hækkanir, þá eru
hjúkrunarheimilin, auk
dvalar- og dagdeildar-
heimila, krafin um nið-
urskurð ár eftir ár og enn og aftur
niður um hálft prósent skv. fjárlaga-
frumvarpi fyrir árið 2021. Á sama
tíma hefur nær öll önnur heilbrigð-
isþjónusta fengið hækkanir á fjár-
lögum umfram launa- og verðlags-
hækkanir.
Er það markmiðið
að ríkisvæða rekstur
hjúkrunarheimila?
Það virðist vera markmið heil-
brigðisráðherra að ríkisvæða sem
mest af þessari starfsemi, sem ára-
tugum saman hefur oftast verið rek-
in með myndarbrag af sveitar-
félögum, sjálfstætt starfandi
félagasamtökum og sjálfseignar-
stofnunum. Ríkið viðurkennir ekki
húsnæðiskostnað hjúkrunarheimila,
en er um leið tilbúið að fjárfesta í
nýjum hjúkrunarheimilum og bera
ábyrgð á rekstri og viðhaldi þeirra
með ærnum tilkostnaði. Eins og rík-
ið hafi ekki næg verkefni á sinni
könnu.
Of lítið er byggt, hjúkrunarheimili
svelt og þjóðarsjúkrahúsið situr
uppi með vandann. Ekki hefur verið
þegið boð sjálfstætt starfandi aðila
um að reka heilbrigðisþjónustu m.a.
nýlega fyrir á annað hundrað skjól-
stæðinga við Urðarhvarf í Kópavogi
og boðin hafa verið laus hótelrými í
Reykjavík. Á þjóðarsjúkrahúsinu
kostar hvert rými tvöfalt eða þrefalt
á við það sem er á hjúkrunarheim-
ilum og ekki hægt að bjóða upp á þá
endurhæfingu og aðra þjónustu sem
hjúkrunarheimili veita. Þegar eitt-
hvað bjátar á eins og núna kemur í
ljós hvað mikilvægt er að nýta einnig
sjálfstætt starfandi stofnanir, heil-
brigðisstarfsfólk og sérfræðilækna,
en leggja ekki allt á Landspítala.
Hvað hefur Covid-19
kennt okkur?
Það hefur komið í ljós í þessum
Covid-faraldri hvað áhættusamt er
að reka eingöngu eina sjúkrastofnun
á Íslandi. Þegar hamfarir dynja yfir,
hvort sem það er farsótt, öflugir
jarðskjálftar, hópslys eða aðrar
hamfarir, er áhættusamt að vera
eingöngu með eina öfluga sjúkra-
stofnun á höfuðborgarsvæðinu.
Þess vegna er tímabært að und-
irbúa rekstur á öðru sjúkrahúsi,
ekki bráðasjúkrahúsi eða háskóla-
og rannsóknarsjúkrahúsi, sem væri
hvorki rekið af Landspítala né rík-
inu en þó í nánu samstarfi við ríkið.
Það sjúkrahús gæti sérhæft sig í til-
teknum aðgerðum og unnið með
Landspítala í að stytta biðlista og
gera honum auðveldara að sinna
verkefnum sínum sem bráða- og há-
skólasjúkrahús. Atvinnuvalkostir
yrðu auk þess fleiri fyrir starfsfólk
eins og góð reynsla er af með
rekstri sjálfstætt starfandi háskóla
eins og Háskólans í Reykjavík.
Þetta getur dregið fleira lækna og
heilbrigðisstarfsfólk til landsins
eins og var með háskólastarfsem-
ina. Þörf fyrir ferðir sjúklinga til út-
landa gæti einnig minnkað. Með
slíkri starfsemi mætti einnig bjóða
fram heilbrigðisþjónustu fyrir út-
lendinga og skapa aukna atvinnu-
möguleika og þjóðartekjur.
Eldri borgarar stunda
ekki mótmælagöngur
eða veggjakrot
Eldri borgarar fara ekki í verkfall,
þeir fara ekki í kröfugöngur, þeir
mála ekki á veggi slagorð eins og
„Hvar er hjúkrunarheimilið mitt?“
Þeir kaupa ekki auglýsingaherferð í
fjölmiðlum. Við í velferðarnefnd
Sjálfstæðisflokksins viljum standa
með eldri borgurum í að stytta bið-
lista og leita að nýjum lausnum í
heilbrigðismálum en halda í gamlar
lausnir sem hafa reynst vel. Ljúka
þarf trúverðugri framkvæmdaáætl-
un varðandi hjúkrunarheimilin í
anda stjórnarsáttmálans nú á síð-
asta ári kjörtímabilsins. Ríkisvaldið,
í samstarfi við sjálfstætt starfandi
heilbrigðisstofnanir, hefur alla
möguleika á að bæta úr húsnæð-
isvanda þeirra sem þurfa hjúkr-
unarþjónustu. Ótækt er að eldri
borgarar þurfi að bíða misserum og
jafnvel árum saman eftir viðunandi
búsetuúrræði á hjúkrunarheimili.
Við skorum á þessa ágætu rík-
isstjórn að gera bragarbót í þeirra
málum.
Eftir Þorkel
Sigurlaugsson »Ljúka þarf byggingu
hjúkrunarheimila og
styrkja rekstrargrund-
völl þeirra samkvæmt
stjórnarsáttmála ríkis-
stjórnarinnar. Ríkisvæð-
ing er ekki lausnin.
Þorkell
Sigurlaugsson
Höfundur er formaður velferðar-
nefndar Sjálfstæðisflokksins sem kos-
in er á landsfundi
Stöndum með eldri borgurum og hjúkrunarheimilum!
Okkar bíður stórt
verkefni og það má
engan tíma missa.
Óveðursskýin vofðu
yfir íslensku efna-
hagslífi í lok síðasta
árs og kólnun hag-
kerfisins var stað-
reynd. Stóra álita-
málið var og er
hvernig skapa eigi
verðmæti framtíðar. Á nýliðnu Iðn-
þingi kom fram að skapa þarf 60
þúsund störf til ársins 2050 eða sem
samsvarar 40 störfum á viku hverri
næstu þrjá áratugina. Stórauka
þarf einnig verðmætasköpun til að
standa undir þeim samfélagslega
kostnaði sem hlýst af kórónuveir-
unni. Á sama tíma og hlúa þarf að
þeim atvinnugreinum sem umfangs-
mestar eru þarf að festa nýja stoð –
fjórðu stoðina – í sessi. Brýnt er að
skipta um kúrs og gera þetta að
forgangsmáli.
Í megindráttum eru þrjár stoðir
útflutnings, sjávarútvegur, orku-
sækinn iðnaður og ferðaþjónusta.
Nú hriktir í tveimur stoðunum.
Ferðaþjónusta á undir högg að
sækja um heim allan vegna veiru-
faraldursins. Hömlur eru á ferða-
lögum og ferðavilji fólks er minni
meðan á faraldrinum stendur. Þá
eru blikur á lofti í orkusæknum iðn-
aði á Íslandi, afkoma iðnfyrirtækja
sem nýta raforku versnar og umsvif
hafa dregist saman. Það yrði mikið
áfall ef tvær stoðir létu undan á
sama tíma.
Fleiri Össur, Marel og CCP
Með fjórðu stoðinni undir efna-
hag Íslands sköpum við störf og
verðmæti til að standa undir þeim
lífsgæðum sem landsmenn þekkja
og vilja búa við. Fjórða stoðin bygg-
ist á hugviti og nýsköpun en sá
brunnur er óþrjótandi á meðan
náttúruauðlindir landsins, sem hin-
ar þrjár stoðirnar byggjast á, eru
takmarkaðar. Því eru hins vegar
engin takmörk sett hversu mikil
verðmæti má skapa með því að
virkja hugvitið.
Össur, Marel og CCP eru gjarn-
an nefnd sem dæmi um fyrirtæki í
fjórðu stoðinni og hefur verið sagt
að eitt slíkt fyrirtæki verði til á ára-
tug á Íslandi. Mörg önnur fyrirtæki
sem tilheyra fjórðu stoðinni eiga
möguleika á því að vaxa og verða
næsta Össur, Marel og CCP. Ef
rétt er á málum haldið gætu þrjú til
fimm fyrirtæki náð þessari stærð-
argráðu á hverjum áratug.
Jarðvegurinn er frjór
Á síðasta áratug eða svo hefur
umgjörð nýsköpunar verið styrkt
svo um munar en þar skipta um-
bætur sem Alþingi samþykkti í vor
mestu. Stjórnmálamenn eiga hrós
skilið fyrir að hvetja til nýsköpunar
og atvinnulífið hefur svarað kallinu.
Hugmyndaríkt fólk hefur unnið
hörðum höndum að því að skapa
nýjungar og selja þær. Hvatarnir
hafa sannað gildi sitt, jarðvegurinn
er frjór og fræjum hefur verið sáð.
Framundan getur hæglega verið
áratugur nýsköpunar – áratugur
uppskeru þar sem sprotar blómstra
og skapa mikilvæg verðmæti. Þann-
ig verður fjórða stoðin fest í sessi
með fjölmörgum nýjum störfum, út-
flutningsverðmætum og auknum
fjölbreytileika í atvinnulífinu sem
eykur stöðugleika til framtíðar.
Umbætur og sókn
Tvö meginverkefni eru á borði
stjórnvalda svo fjórða stoðin verði
fest í sessi. Annars vegar er það að
efla samkeppnishæfni landsins og
hins vegar að sækja tækifærin.
Mótun atvinnustefnu er öflugasta
leiðin til að efla samkeppnishæfni.
Stefnan grundvallast á umbótum á
fjórum meginsviðum. Í mennta-
málum þannig að mannauður lands-
ins styðji við sýn um fjórðu stoðina,
með því að tryggja að innviðir
landsins séu traustir og leggi grunn
að verðmætasköpun, að umgjörð
nýsköpunar sé eins og best verður á
kosið þannig að hugvit landsmanna
verði virkjað í ríkari mæli og starfs-
umhverfi fyrirtækja sé hagkvæmt,
skilvirkt og stöðugt. Þannig er hlúð
að þeim atvinnugreinum sem
stærstar eru um leið og fjórða stoð-
in er reist.
Umbætur einar og sér duga þó
skammt ef ekki er sagt frá þeim
dyrum sem þær opna. Sækja þarf
tækifærin með markvissum og
skipulegum hætti og markaðssetja
Ísland á breiðari grunni en verið
hefur. Með samstilltu átaki stjórn-
mála, stjórnsýslu, Íslandsstofu og
atvinnulífs er hægt að laða að er-
lenda fjárfestingu, ný fyrirtæki og
þekkingu í ríkari mæli. Við höfum
dregist aftur úr á þessu sviði í sam-
anburði við mörg önnur ríki og
þurfum að sækja tækifærin með
kröftugri markaðssetningu – frá
upplýsingatækni til kvikmynda-
framleiðslu, frá líftækni til grænnar
tækni.
Hlaupum hraðar
Efnahagsleg framtíð Íslands er í
húfi. Með fjórðu stoðinni verða til
ný störf, aukin verðmæti til að
standa undir þeim lífsgæðum sem
landsmenn þekkja og vilja búa við
og verðmæti til að greiða fyrir þann
kostnað sem hlýst af kórónuveir-
unni. Leiðin liggur fyrir en verk-
efnið er rétt að hefjast. Við þurfum
að hlaupa hraðar og setja þetta
verkefni í forgang. Þannig verður
Ísland áfram í fremstu röð.
Fjórða stoðin – til mikils að vinna
Eftir Árna
Sigurjónsson og
Sigurð Hannesson
»Með fjórðu stoðinni
undir efnahag Ís-
lands sköpum við störf
og verðmæti til að
standa undir þeim lífs-
gæðum sem landsmenn
þekkja og vilja búa við.
Árni Sigurjónsson
Árni er formaður Samtaka iðnaðar-
ins, Sigurður er framkvæmdastjóri
Samtaka iðnaðarins.
Sigurður Hannesson