Morgunblaðið - 31.10.2020, Side 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2020
Leirdalur 21, 260 Reykjanesbær
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
Jóhannes Ellertsson
Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677
Júlíus M Steinþórsson
Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555
4ra herbergja neðri hæð með verönd, og bílskúr.
Vönduð fullbúin eign, sem skilast með gólfefnum og tækjum.
SÍÐASTA EIGNIN
Verð kr. 54.500.000 139,5 m2
Það er býsna vinsæl dægradvöl hérlendis að rekja skyldleika fólksen þó eflaust einkum eigin ættmenna. Þar hefur snilldartólið Ís-lendingabók.is reynst mörgum vel og svalað fróðleiksþorst-anum.
Hugtakið frændastyrkur kemur fyrir í Egils sögu, 64. kafla; Egill þykist
„hafa til þess burði og frændastyrk hér í landi að hafa við Atla hinn
skamma“. Halldór Laxness notar sama orð í Gerplu og leggur í munn
Kötlu húsfreyju sem segir við Þormóð: „Megu það allir menn sjá að þú
glepur Þórdísi. Neytir þú þess að vér eigum lítinn frændastyrk, mæðgur,
að verja oss þá er vér erum svívirtar, en átt sjálfur höfðíngjafylgi af Ver-
mundi frænda yðrum að fara að ekkjum og lítilmennum.“ Á öðrum stað í
sögunni notar Halldór aðra mynd orðsins: frændstyrkur.
Orðið frændstyrkur er haft í yfirfærðri merkingu í grein Guðmundar
Finnbogasonar, „Hreint
mál“, í Skírni 1928. Þar
mælti hann kröftuglega fyrir
nýyrðastefnunni en fann
tökuorðum flest til foráttu og
kallaði þau meðal annars
„hægindi hugsunarletinnar“,
„ógagnsæ“ og að þau væru
„sem blindgluggar í höll málsins“. Guðmundur lagði ekki síst áherslu á að
tökuorðin skorti það sem hann kallaði „frændstyrk í málinu“ og stæðu
tökuorðin fyrir vikið „kuldaleg og heimskleg á svip innan um hin orðin“.
Guðmundur tefldi fram til samanburðar orðum „af alíslenskum toga“ af
einni og sömu rót, laus-: lausn, lausung, lausnari, leysa, leysingi o.s.frv.
Þarna virtist ekkert vanta upp á frændstyrkinn. Guðmundur taldi að hin
skyldu orð fengju „ljós sitt“ í senn frá „frummerkingu“ og því sem bæst
hefði við rótina.
Guðmundi hefði reyndar ef til vill verið óhætt að bæta við orðafjölskyld-
una í dæmi sínu orðinu ljósmóðir – sem seinni tíma kannanir benda til að
íslenskum málnotendum þyki orða fegurst. Sú skýring er til að fyrri hluti
orðsins, ljós-, sé af sömu rót og laus, losa og leysa, sbr. orðasambandið að
leysa kind frá konu (kind merkir hér barn).
Enda þótt form orða sé innlent liggur ósjaldan til grundvallar erlent orð
sem þýtt hefur verið, lið fyrir lið. Hér má taka sem dæmi orðin gróður-
húsaáhrif (sbr. á ensku greenhouse effect), grænþvottur (sbr. á ensku
greenwashing), lánalína (sbr. á ensku credit line) og hátækniiðnaður (sbr.
á ensku high-tech industries).
Í framhaldi af hartnær aldargamalli ádrepu Guðmundar Finnbogasonar
um ókosti tökuorða er ekki úr vegi að minna á að í íslensku eru raunar fjöl-
mörg tökuorð sem hafa með tímanum eignast afkomendur eða frændstyrk
við eðlilega notkun í íslensku samhengi. Nefna má sem dæmi orðin spritt
og sport. Fólk er sífellt hvatt til að spritta sig og hægt er að kaupa alls kon-
ar sportlegar andlitsgrímur í sóttvarnaskyni. Upp af aðfengnum rótum
hefur sprottið myndargróður í sátt við reglur málsins að öðru leyti.
Frændstyrkur orðanna
Tungutak
Ari Páll Kristinsson
aripk@hi.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sóttvarnir
Úrval andlitsgrímna.
Kynni okkar Bryndísar Schram hófust haustið1948, þegar hún settist í 10 ára bekk í Mela-skólanum, sama bekk og við Atli HeimirSveinsson, síðar tónskáld, höfðum verið í
frá átta ára aldri. Þá þegar fóru sögur af henni, sökum
glæsileika og persónutöfra. Ekkert okkar þriggja vissi
þá, að við ættum eftir að verða vinir til æviloka. Við
strákarnir héldum okkur í hæfilegri fjarlægð frá þess-
ari „prímadonnu“ sem þá var að verða til. Höfum
sennilega verið hræddir við hana og það sama sýndist
mér eiga við um menntaskólaárin.
Fyrir skömmu kom út bók eftir Bryndísi, sem heitir
Brosað gegnum tárin, sem er eins konar uppgjör
hennar við stormasamt líf. Framan af er bókin lifandi
og skemmtileg. Svo tekur sársauki og harmleikur við.
Hvort ætli móti okkur öll meira – velgengni eða erf-
iðleikar í lífinu?
Sjálfur held ég að það séu erfiðleikarnir, sem um
leið eru þroskandi og geta leitt til aukinnar þraut-
seigju.
Við strákarnir, sem vorum samtíma Bryndísi í skóla,
litum upp til hennar og bárum mikla virðingu fyrir
henni.
Þeirri upplifun lýsti ég í bók minni Í köldu stríði –
Barátta og vinátta á átakatímum,
sem út kom hjá Veröld 2014 með
þessum orðum:
„En þrátt fyrir vaxandi pólitísk
umsvif höfðu þeir okkar, sem heima sátum, tíma til að
fara í Þjóðleikhúsið þessi misseri – aftur og aftur, sát-
um þar gjarnan á fremsta bekk og störðum – orðlausir
af aðdáun – á hina nýju prímaballerínu Þjóðleikhúss-
ins, Bryndísi Schram, svífa um sviðið.“
Samfélag okkar á þeim árum var bæði fordómafullt
og þröngsýnt. Þegar samband þeirra Jóns Baldvins
Hannibalssonar og Bryndísar var orðið lýðum ljóst
man ég eftir umtali um þessa vini mína, þar sem furðu
var lýst yfir að heildsaladóttir úr Vesturbænum tæki
saman við son alþýðuhetjunnar Hannibals Valdemars-
sonar.
Þeir fordómar og sú þröngsýni birtust líka í því, sem
fram kemur í bókinni og ég fylgdist með á þeim tíma,
að þegar Jón Baldvin kom heim frá námi, með há-
skólapróf í hagfræði, fékk hann hvergi vinnu vegna
þess að hann var sonur Hannibals. Þess vegna fór
hann að kenna í Hagaskóla.
Lifandi lýsingar Bryndísar af Vesturgötunni og fólk-
inu þar og frá Ísafirði eru skemmtilegar sem og marg-
víslegar frásagnir hennar af samskiptum þeirra Jóns
Baldvins við erlenda stjórnmálamenn, þekkta og
óþekkta.
Þegar ég var að lesa bókina rifjuðust upp fyrir mér
orð, sem annar bekkjarbróðir okkar úr Melaskólanum,
Hörður heitinn Sigurgestsson, síðar forstjóri Eim-
skipafélagsins, lét einu sinni falla í samtölum okkar:
Umtalið er grimmt, sagði Hörður.
Og það er rétt. Umtalið í svo fámennu samfélagi
getur verið ótrúlega grimmt. Og það er sú grimmd,
sem Bryndís á erfitt með að sætta sig við. Umfjöllun
hennar um þann þátt mannlífsins vekur þá spurningu,
hvort viðkvæmni hennar hafi verið og sé slík, að hún
hafi þolað illa þá grimmu pólitísku veröld, sem var ver-
öld þeirra Jóns Baldvins.
Fyrir allmörgum árum flutti ég ræðu á ársfundi Rot-
ary-félaga, sem haldin var í Kópavogi. Þema þeirrar
ræðu var: Ef þið viljið eiga farsælt líf, haldið ykkur frá
fjölmiðlum. Að sumu leyti má segja að þau Jón Baldvin
hafi lifað lífi sínu í fjölmiðlum – ekki vegna þess fyrst og
fremst að þau hafi sótzt eftir því, heldur vegna þess, að
þau gátu varla hreyft sig án þess að fjölmiðlar væru á
eftir þeim. Og reyndar ekki bara fjölmiðlar.
Fyrir nokkrum áratugum fór ég með þeim á milli
nokkurra öldurhúsa. Alls staðar þyrptist fólk að þeim
báðum og ég gat ekki betur séð en það væri samkeppni
á milli þeirra um athyglina.
Hún vann alltaf.
Fyrr á árum voru ekki til margar slíkar „stjörnur“ á
Íslandi. Og það er ekki endilega farsælt að vera
„stjarna“. Það eru líka dökkar
hliðar á þeirri tilveru.
En allt eru þetta aukaatriði í
lífi þeirra Bryndísar og Jóns
Baldvins, sem skipta engu máli þegar kemur að alvöru
lífsins. Fráfall Snæfríðar dóttur þeirra í blóma lífsins
var áfall, sem aldrei hverfur, og sá harmleikur sem
tengist Aldísi dóttur þeirra ólýsanlegur.
Ég man vel eftir því, þegar Aldís fæddist. Í mig
hringdi æskuvinur okkar allra, Ragnar Arnalds, síðar
formaður Alþýðubandalagsins, þingmaður og ráðherra,
og sagði: Veiztu hver eignaðist barn í gær? Nei, sagði
ég. Bryndís Schram sagði hann. Það getur ekki verið
sagði ég, ég hitti hana í fyrradag og hún var ekki ófrísk.
Aldís fæddist og fyrir rúmu ári töluðum við saman á
fundi í Iðnó á vegum Lýðræðisflokks Benedikts Lafleur
(hún flutti ljóð). Það var upplifun að sjá persónutöfra
móður hennar og ræðusnilld föður hennar sameinast í
einni og sömu manneskju.
Fyrir u.þ.b. þremur áratugum sátu þau feðgin í stof-
unni heima hjá mér, við Jón Baldvin rifumst eins og við
höfum gert alla tíð og ég staðhæfði að hann hefði aldrei
orðið sami alþýðuforingi og pabbi hans, Hannibal, var.
Þá sagði Aldís:
„Hann pabbi? Hann hefur aldrei keppt við neinn ann-
an en pabba sinn.“ Mér varð litið á Jón Baldvin, þegar
hún sagði þetta, og sá að hún hafði hitt hann í hjarta-
stað.
Bryndís hefur í bók sinni tilhneigingu til að kenna
sjálfri sér um. Í því er fólgin of mikil sjálfsásökun.
Á síðustu rúmri hálfri öld hafa margvíslegar rann-
sóknir leitt margt í ljós um sálarlíf barna. Barnaverk-
efni Ásmundar Einars Daðasonar barnamálaráðherra,
sem mun birtast á Alþingi innan skamms, snýst um að
taka á málum, sem enginn vissi neitt um í þá daga.
Bók Bryndísar Schram er verðugt innlegg í þær um-
ræður.
Velgengni eða erfiðleikar …
… hvort mótar okkur meira?
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Nú líður að lokum forsetakjörsinsbandaríska, en allur heimurinn
fylgist með því, enda eru Bandaríkin
langöflugasta hagkerfi og herveldi
heims. Án þess hefðu þeir Stalín og
Hitler líklega skipt Norðurálfunni
allri á milli sín upp úr 1940. Spek-
ingar þeir, sem koma fram þessa
dagana í fjölmiðlum, segja flestir lík-
legast, að Joe Biden, fyrrverandi
varaforseti, muni sigra. Þetta er
rangt. Líklegast er, að Donald
Trump, núverandi forseti, muni
tapa. Þeir, sem kjósa Biden, eru
langflestir að kjósa á móti Trump.
Þetta leiðir hugann að einum mun
á því að kjósa úti í kjörbúð og inni í
kjörklefa. Úti í kjörbúð kýs maður
með krónunum sínum þá vöru, sem
hann vill. Inni í kjörklefa kýs hann
með höndunum þann frambjóðanda,
sem hann vill stundum ekki, en telur
illskárri en keppinauturinn. Biden
vekur ekki traust. Hann er gleyminn
og reikull í tali og leyfir fjölskyldu
sinni að hagnast á nafni sínu. Hann
ber með sér, að hann er orðinn 77
ára. En hann nær líklegast kjöri, því
að hinn spræki keppinautur hans
vekur víða stæka andúð, sem er ekki
með öllu óskiljanleg.
Annar galli á kjörklefalýðræðinu,
ólíkt kjörbúðalýðræðinu, er að menn
vita ekki alltaf, hvað þeir kjósa yfir
sig. Úti í kjörbúð geta menn skoðað
vöruna, lesið sér til um innihaldið og
séð, hvað hún kostar. En inni í kjör-
klefanum geta menn sjaldnast séð
fyrir, hvað muni gerast, sérstaklega
í löndum með hlutfallskosningar og
samsteypustjórnir, en líka í löndum
með tveggja flokka kerfi eins og í
Bandaríkjunum, þótt kostir séu þar
skýrari.
Og jafnvel þótt bandarískir kjós-
endur ættu nú orðið að þekkja þá
Joe Biden og Donald Trump, vita
þeir ekki, hvað kjör þeirra muni
kosta. Biden hyggst hækka skatta á
hina tekjuhærri og takmarka
vinnslu jarðefna. Þetta er hvort
tveggja vel fallið til vinsælda, en
gæti haft neikvæðar afleiðingar í at-
vinnulífinu.
Kjarni málsins er sá, að vilji ein-
staklinganna kemur miklu betur
fram, þegar þeir kjósa daglega með
krónunum úti í kjörbúð en þegar
þeir kjósa með höndunum inni í
kjörklefa á fjögurra ára fresti. Þess
vegna ætti að flytja sem flestar
ákvarðanir frá stjórnmálamönnum
og skriffinnum til neytenda og skatt-
greiðenda.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Kjörbúðir
og kjörklefar