Morgunblaðið - 31.10.2020, Side 29
UMRÆÐAN 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2020
OPIÐ HÚS MÁNUDAGINN 2. NÓVEMBER KL. 17:00–17:30
Hamraborg 12
200 Kópavogur
416 0500
www.eignaborg.is
ÁRANGUR
Í SÖLU
FASTEIGNA
Engihjalli 19, 200 Kópavogur Verð 44,1 millj.
Upplýsingar gefur Vilhjálmur Einarsson lgfs. í síma 864 1190 og villi@eignaborg.is
Björt og falleg fjögurra herbergja íbúð á 6. hæð,
merkt 6A, með glæsilegu útsýni. Endurnýjuð
eldhúsinnrétting, þrjú svefnherbergi, rúmgóðar
stofur og tvennar svalir.
Íbúð – Stærð 97,4 fm
Það kemur í sjálfu sér ekki áóvart að bandaríska meist-aramótið fari fram á netinuog tímamörk miðist við það
sem gengur og gerist í at-skákmót-
um, þ.e. 25:5. Sú tilhneiging að stytta
umhugsunartímann er ríkjandi í dag
eins og kom fram á Altibox-mótinu í
Noregi á dögunum. Þar fengu menn
tvær klukkustundir til að ljúka 40
leikjum og eftir það 10 sekúndur á
hvern leik, þ.e. einhvers konar blanda
af kappskák og hraðskák. Persónu-
lega finnst mér óþarfi að skera af um-
hugsunartímanum eftir því sem
lengra líður á skákina og víst er að
mörg athyglisverð endatöfl missa
gildi sitt. Það getur verið erfitt að
átta sig á ýmsum smáatriðum með
nokkrar sekúndur á klukkunni og
eðlilegra að takmarka umhugs-
unartímann við byrjun skákar þegar
flestir kunna sína lexíu.
Bandaríska meistaramótið er skip-
að nær öllum bestu skákmönnum
Bandaríkjanna að Caruana og
Kamsky undanskildum, en sá síð-
arnefndi virðist ekki vera í náðinni
hjá forsvarsmönnum skákmiðstöðv-
arinnar í St. Louis. Eftir sjö umferðir
af ellefu var Wesley So efstur með
sex vinninga af sjö mögulegum. Í
fyrstu umferð kom upp staða sem
sýnir vel hvernig tiltölulega einfaldar
jafnteflisstöður geta vafist fyrir
mönnum með lítinn tíma aflögu:
Bandaríska meistaramótið 2020:
Wesley So – Alexander Lender-
man
Svartur lék nú 92. … Bb5 og eftir,
93. c6 Ba4 94. Kb7 Ke7 95. c7 Bd7
96. c8(D)+ Bxc8 97. Kc8 Kd6 98. Kb7
Kd7 99. b5, gafst hann upp. Það mátti
verjast betur með því að bíða og láta
síðan biskupinn vinna eftir lengri
skálínum: 92. … Be2, t.d. 93. c6 Ke7
94. Kb8 Kd6 95. c7 Bg4 96. c8(D)
Bxc8 97. Kxc8 Kc6 og nær b-peðinu.
Wesley So varð í fyrra heimsmeist-
ari í „Fischer-random“ er hann gjör-
sigraði Magnús Carlsen í einvígi sem
fram fór í Noregi. Hann er með léttan
og skemmtilegan skákstíl sem minnir
talsvert á Tal eða Anand. Lítum á
skemmtilega sigurskák hans úr
fjórðu umferð:
Samuel Shankland – Wesley So
Nimzo-indversk vörn
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. f3
d5 5. a3 Bxc3+ 6. bxc3 c5 7. cxd5
Rxd5 8. dxc5 Da5 9. e4 Re7 10. Be3
0-0 11. Db3 Dc7
Þetta afbrigði Nimzo-indversku
varnarinnar var afar vinsælt fyrir 30
árum og sést af og til í dag.
12. Bb5 e5 13. Re2 Be6 14. c4 Rbc6
15. Rc3 Ra5 16. Db4 Rec6 17. Da4 a6
18. Bxc6
Sú leikaðferð hvíts að reyna að
koma riddara til d5 með því loka á
biskupinn með 14. c4 var hæpin og í
þessari stöðu átti hann ekki um ann-
an leik að velja.
18. … Rxc4! 19. Bxb7 Rxe3 20.
Bxa8 Dxc5 21. Rd5
Nú stendur svartur frammi fyrir
tveimur kostum.
21. … Rxg2+?
Lakari leikurinn. Eftir 21. … Rc2+
virðist hvítur geta haldið velli með 22.
Ke2, t.d. 22. … Rxa1 23. Hxa1 Hxa8
24. Dc6!? eða 24. Hd1 en þegar betur
er að gáð getur svartur unnið með 22.
… Bxd5! t.d. 23. Bxd5 De3+ 24. Kd1
Dd3+ ásamt 25. … Rxa1 o.s.frv.
22. Kf1 Rf4 23. Dc6 Da5
24. Hd1?
Eðlilegur leikur og sá er gallinn!
Með 24. Ha2! valdar hrókurinn mik-
ilvæga reiti eftir 2-reitaröðin og á
vænlega stöðu.
24. … Bxd5 25. exd5 Dxa3 26. d6
Db2!
Óþægilegur hnykkur. Hvítur er
varnarlaus.
27. De4 Dg2+ 28. Ke1 Dxh1+ 29.
Kd2 Dxh2+ 30. Kc3 Re2+ 31. Kc4
Rd4 32. d7 Da2 33. Kc5 Da3+ 34.
Kb6 Db3+
– og hvítur gafst upp.
Síbreytilegur
umhugsunartími
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Ég er með nokkrar
spurningar til Þórólfs
Guðnasonar sótt-
varnalæknis og þar
sem ég geri ráð fyrir
að fleiri en ég væru
forvitnir að vita svörin
ákvað ég að bera þær
fram í opnu bréfi. Mér
finnst gæta nokkurrar
þversagnar í umfjöllun
um flensubólusetn-
ingar, svo mig langaði að til að fá
málin á hreint.
Í síðustu viku hlustaði ég á sótt-
varnalækni í fréttum sjónvarps
hvetja fólk til að láta bólusetja sig
við inflúensu, en í sömu frétt sagði
hann jafnframt að ekki væri vitað
hvaða inflúensustofn myndi herja á
landsmenn í vetur. Spurningar
mínar eru því:
1) Hvernig er hægt að bólusetja
fólk fyrir inflúensustofni sem eng-
inn veit hver er?
2) Hvaða inflúensustofn er þá í
bóluefninu?
3) Er ál eða kvikasilfur notað
sem fylliefni/rotvarnarefni í þessu
bóluefni?
4) Í Bandaríkjunum fá læknar
greitt sérstaklega fyrir hverja
bólusetningu. Er það eins hér á
landi?
Og svo er það Covid
Nýlega kom svo inn á borð til
mín skýrsla sem birt var 13. júlí
síðastliðinn bæði á vefsíðu CDC
(Center for Disease Control) í
Bandaríkjunum og FDA (Federal
Drug Administration) en hlekk-
urinn hér að neðan er frá síð-
arnefndu stofnuninni. https://
www.fda.gov/media/134922/download
Á blaðsíðu 39 í þeirri skýrslu
stendur orðrétt í lauslegri þýð-
ingu: Þar sem enginn
mælanlegur veiru-
stofn af 2019-nCoV
er fyrir hendi sem
stendur hafa mæl-
ingar til að skima eða
nema 2019-nCoV
RNA (RKS pólý-
merasi) verið gerðar
með ágiskunar-
eiginleikum RNA í
fullri lengd í til-
raunaglasi …
Því er ég forvitin
að vita hvort við höf-
um verið skimuð hér með þessum
ágiskunareiginleikum RNA eða
hvort hér hafi tekist að einangra
2019-nCoV-veiruna? Ef það hefur
ekki tekist, hvaða veiru höfum við
þá verið skimuð fyrir?
Annað sem ég er forvitin um
snýr að fjöldatakmörkunum. Ný-
lega var föðurbróðir minn jarð-
settur. Í kirkjunni máttu vera
fimmtíu manns, en í erfidrykkju
eftir útförina máttu einungis vera
tuttugu. Sami hópur og þegar
hafði setið í kirkjunni gat því ekki
flutt sig yfir í safnaðarheimili
kirkjunnar, þrátt fyrir að það væri
það stórt að vel hefði verið hægt
að virða tveggja metra regluna. Á
hvaða rökum eða rannsóknum eru
þessar fjöldatakmarkanir byggðar?
Opið bréf til
sóttvarnalæknis
Eftir Guðrúnu
Bergmann
»Mér finnst gæta
nokkurrar þver-
sagnar í umfjöllun um
flensubólusetningar, svo
mig langaði að til að fá
málin á hreint.
Guðrún Bergmann
Höfundur er rithöfundur og
lífsstílsráðgjafi.
gb@gudrunbergmann.is
Séra Páll Hjaltalín Jónsson
prófastur fæddist 31.10. 1871 á
Krossnesi í Eyrarsveit á Snæ-
fellsnesi. Foreldrar hans voru
Jón Á. Thorsteinssen, bóndi á
Krossnesi, og Guðný Jóhanns-
dóttir. Tíu ára fluttist fjöl-
skyldan til Grímsstaða í
Reykjavík. Páll var bók-
hneigður og sextán ára fór hann
í Latínuskólann og útskrifaðist
þaðan 1893. Síðan fór hann í
Prestaskólann og lauk embætt-
isprófi í guðfræði árið 1895 með
láði. Þá tók við kennsla barna og
skrifstofustörf í tvö ár á höf-
uðborgarsvæðinu. Hann giftist
Ingveldi Einarsdóttur 8. maí
1987 og þremur dögum síðar
vígðist Páll til Fjallaþinga í
Norður-Þingeyjar-
prófastsdæmi, sem þótti ekki
sérlega gott brauð vegna þess
hve fámennt og afskekkt það
var. Ungu hjónin hafi kunnu vel
við sig í fegurð umdæmisins og
Páll, sem þótti afspyrnu góður
ræðumaður, fékk fljótlega tvö
önnur umdæmi, Svalbarð-
sprestakall og Hofsprestakall,
og sókn hans því orðin ærið víð-
feðm. Hjónin fluttu til Sval-
barðs og voru þar til 1928 þegar
þau fluttu til Raufarhafnar. Páll
var skipaður prófastur 1908 og
gegndi því starfi til 1941. Páll
lést 12. mars 1942 og var jarð-
sunginn á Raufarhöfn að við-
stöddu miklu fjölmenni.
Merkir Íslendingar
Séra Páll
Hjaltalín
Jónsson
Morgunblaðið/Heimasíða Uppsala
Teflt í Uppsala Íslendingar hafa verið sigursælir á alþjóðlega unglinga-
mótinu í Uppsala í Svíþjóð. Dagur Ragnarsson og Hilmir Freyr Heimisson
unnu þar árin 2016 og 2018. Gengi Vignis Vatnars, sem þarna teflir við
Viktoríu Radevu frá Búlgaríu, og Hilmis Freys var í meðallagi í ár. Þeir
hlutu báðir fimm vinninga af níu mögulegum.
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS