Morgunblaðið - 31.10.2020, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 31.10.2020, Qupperneq 32
32 UMRÆÐAN Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2020 Pantið tíma í einkaskoðun í síma 898-9396 eða á hakon@valfell.is Kirkjubraut 2, 300 Akranesi | Sími 570 4824 hakon@valfell.is | valfell.is STILLHOLT 21 - AKRANESI Íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar og seljast fullbúnar án gólfefna nema forstofa, þvottahús og baðherbergi flísalagt. Öllum íbúðum fylgir kæliskápur og uppþvottavél í eldhúsinnréttingu. Sýningaríbúð á 1. hæð. Aðeins örfáar íbúðir eftir ÁRBÆJARKIRKJA | Vegna samkomubanns verður streymt helgistund á heimasíðu Árbæjarkirkju og fésbókarsíðu hennar. Prest- ur er Þór Hauksson, organisti er Krisztina Kalló Szklenár. ÁSKIRKJA | Hin mæta morgunstundin. Tón- list, ritningarorð og morgunhugvekja úr Ás- kirkju flutt á heimasíðu kirkjunnar; askirkja- .is, kl. 9.30 á sunnudögum og fimmtu- dögum. Almennar sunnudagsguðsþjónustur í Áskirkju falla niður um óákveðinn tíma vegna Covid-19-veirufaraldursins. DÓMKIRKJA Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og má., mi. og fö. kl. 8. Lau. kl. 18 er vigilmessa og messa á pólsku kl. 19. FELLA- og Hólakirkja | Allra heilagra messa 1. nóvember kl. 11 Vegna samkomu- takmarkana verður ekki hefðbundin guðs- þjónusta á allra heilagra messu eins og venja er. Þess í stað verður guðsþjónustunni streymt frá facebooksíðu kirkjunnar kl. 11. Þar verð- ur minnst látinna og sérstaklega þeirra sem látist hafa á árinu.Við hvetjum ykkur til þess að taka þátt með því að kveikja á kerti heima til minningar um látna ástvini á meðan horft er á stundina. GRAFARVOGSKIRKJA | Allra heilagra messa. Vegna samkomutakmarkana getum við ekki haldið hefðbundna minningarguðs- þjónustu í Grafarvogskirkju. Þess í stað verð- ur streymt frá minningarstund á Facebook- síðu kirkjunnar kl. 17. Þar minnumst við sér- staklega látinna og þeirra sem látist hafa á árinu. Prestar kirkjunnar annast stundina ásamt organista og öðru tónlistarfólki. Sunnudagskóla kirkjunnar verður streymt á facebooksíðu kirkjunnar kl. 10. Umsjón hafa Ásta Jóhanna Harðardóttir og Hólmfríður Frostadóttir. GRENSÁSKIRKJA | Helgistundir, hugvekjur, kyrrðarstundir og sunnudagaskóla er að finna á heimasíðum og FB-síðum kirknanna í Fossvogsprestakalli. Fylgist með á grensas- kirkja.is og kirkja.is. SELTJARNARNESKIRKJA | Helgistund í streymi á facebooksíðu Seltjarnarneskirkju kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Þóra H. Pas- sauer syngur. Margrét Albertsdóttir og Guð- mundur Einarsson lesa ritningarlestra. Ingi- björg Hannesdóttir les bænir. Tæknimaður er Sveinn Bjarki Tómasson. Streymi verður á bænastund frá Seltjarnarneskirkju miðviku- daginn 4. nóvember kl. 12. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Viðvíkurkirkja ORÐ DAGSINS: Jesús prédikar um sælu. (Matt. 5) Þann 27. október sl. birtist í Morgunblaðinu grein eftir Ólaf Steph- ensen, framkvæmda- stjóra Félags atvinnu- rekenda. Í greininni er komið víða við í leit að svari við spurningunni sem fólgin er í yf- irskrift greinarinnar – „Eru forsendur tolla- samnings við ESB brostnar?“ Víða er drepið niður fæti og nauð- synlegt er að útskýra og koma fleiri sjónarmiðum á framfæri því að alltaf er það svo að það eru fleiri en ein hlið á málum. Auk þess eru í grein Ólafs fullyrðingar sem eru rangar og verð- ur að leiðrétta og þá með stað- reyndum frá fyrstu hendi, en byggja ekki á óstaðfestum fullyrðingum. Um milliríkjasamninga, tilvist þeirra og framkvæmd Í grein Ólafs vitnar hann m.a. í að- ila sem hafa tjáð sig um málið í fjöl- miðlum og telur hann að þeir virðist vilja snúa klukkunni til baka og draga úr fríverslun. Einnig ber hann því við að það samrýmist ekki samn- ingnum um Evrópska efnahags- svæðið að draga úr fríverslun. Það virðist vera einhver mikill misskilningur í gangi hér. Í fyrsta lagi er verið að kanna hvort um for- sendubrest sé að ræða, þ.e. að þær aðstæður sem voru lagðar til grund- vallar tollasamningi hafi brostið m.a. með þeim breytingum sem eiga sér stað við útgöngu Bretlands úr ESB (BREXIT). Það á ekki neitt skylt við það hvort eitthvað sam- rýmist samningnum um EES og um að „halda áfram viðleitni sinni til að auka smám saman frjálsræði í við- skiptum“. Það má einn- ig segja, þessu til við- bótar, að nú á síðustu mánuðum hafa verið að koma upp mál sem benda til að um alvar- legan misbrest sé að ræða við tollafgreiðslu vara sem tengjast um- ræddum samningi Íslands og ESB. Þessi mál eru m.a. komin til umræðu á Alþingi og í nefndum þingsins. Stjórnsýslustofnanir eru einnig komnar með þetta mál til meðhöndl- unar. Það er full ástæða til að staldra við, fara yfir forsendur samninga, m.a. m.t.t. BREXIT og fleiri þátta. Greinarhöfundur fullyrðir einnig að með skyrútflutningi hafi einkum verið horft til markaða á Norður- löndum. Þetta er eins rangt og það getur orðið. Skyrútflutningur með væntanlegum kvóta var fyrst og fremst hugsaður fyrir Bretlands- markað, sem stendur okkur hvað næst og hafði jafnframt verið í upp- byggingu um hríð með framleiðslu og útflutningi á skyri frá Íslandi. Það er staðreyndin og annað ekki. Það voru áherslur bænda og afurða- stöðva og var því komið á framfæri við stjórnvöld. Jafnframt var því komið á framfæri að fyrirhugaður ostakvóti ESB til Íslands væri allt of mikill og ósanngjarn – en hann nem- ur um 9-10% af innanlandsmarkaði. Íslenskir bændur og afurðastöðvar þeirra vildu og komu því á framfæri að ESB fengi hluta af auknum að- gangi á íslenskan markað í formi smjörs, en fulltrúar ESB höfnuðu því. Það var væntanlega ekki fýsilegt fyrir þá m.a. vegna þess að verð á smjöri er lágt á Íslandi sem og var þeim meiri þörf á útflutningi ann- arra vara frá ESB. En Ísland, sem átti ekkert smjör aflögu, m.a. vegna ójafnvægis sem þá var að myndast á markaði og hef- ur aukist mikið síðan, ekki síst vegna innflutnings á ostum, þurfti að sætta sig við að taka út hluta af sínum markaðsaðgangi í formi smjörs. Það má segja að þarna hafi líklega gætt mikils aflsmunar við samningagerð. Forsendur og forsendubrestur Eins og fyrr segir hefur komið í ljós á undanförnum mánuðum að mikill misbrestur á sér stað við skráningu á innflutningi og tollar hafa verið sniðgengnir. Þær op- inberu stofnanir sem eiga að fylgjast með innflutningi virðast ekki hafa sinnt því eftirliti sem átti að vera til staðar lögum samkvæmt. Allir tapa, ríkissjóður og þar með almenningur, bændur og fyrirtæki sem fara að lögum á markaði. Auk þess hefur þetta haft bein áhrif á starfsskilyrði fyrirtækja bænda sem taka við framleiðslu þeirra og greiða þeim verð fyrir inn- lagðar afurðir. Skýrar vísbendingar eru að koma í ljós um að þessi brot séu þegar byrjuð að valda ójafnvægi á innanlandsmarkaði með alvar- legum fjárhagslegum afleiðingum. Í umfjöllun um innflutningsheim- ildir Íslands til Bretlands, vitnar greinarhöfundur í tölur og segir m.a.: „Þessar innflutningsheimildir eru byggðar á viðskiptum ríkjanna undanfarin ár.“ Þetta er mjög áhugaverður snertiflötur. Í ljós hef- ur komið að það er m.a. bein afleið- ing af tollasniðgöngu og rangri toll- flokkun að hagtölur er ekki réttar m.t.t. þess vörumagns landbún- aðarvara sem skráðar eru í milli- ríkjaviðskiptum í einstökum toll- flokkum. Röng tollun leiðir, eðli máls samkvæmt, til rangra hagtalna. Og svo segir greinarhöfundur: „Þessar innflutningsheimildir eru byggðar á viðskipum ríkjanna undanfarin ár“! Samningar byggjast þá upplýs- ingalega ekki á nógu traustum grunni. Að lokum Sem kúabóndi og í forsvari fyrir stórt fyrirtæki bænda, þar sem rekstrargrundvöllur fyrirtækisins skiptir öllu, hvort unnt sé að tryggja þeim greiðslur fyrir sínar afurðir, get ég ekki fært aðrar fréttir en þær að bændur eru reiðir. Bændum finnst á sér brotið með ólögmætum hætti. Bændur eru því uggandi um framtíð sína þar sem þeir eiga allt sitt undir. Allt sitt ævistarf og fjár- festingu í sínum búum. Nú er verið að vega að þessu öllu – með vinnu- brögðum og aðferðum sem fara bæði á svig við ákvæði milliríkjasamninga og eru að öllum líkindum einnig ólögmætar. Forsendur samninga eru brostnar. Þetta eru skilaboðin sem ég heyri frá bændum – þeim er hér með komið á framfæri. Já – forsendur tollasamnings við ESB eru brostnar Eftir Ágúst Guðjónsson »Eins og fyrr segir hefur komið í ljós á undanförnum mánuðum að mikill misbrestur á sér stað við skráningu á innflutningi og tollar hafa verið sniðgengnir. Ágúst Guðjónsson Höfundur er kúabóndi og stjórnar- formaður Auðhumlu svf. – samvinnu- félags kúabænda. Flutningur Arnars Jónssonar í Út- varpinu á Sjálfstæðu fólki var list. Halldór Laxness skýrði tilurð sög- unnar í Úngur eg var 1976. Umræð- an um bókina núna í sambandi við útvarpsflutninginn hefur ekki tekið tillit til skýringar hans. Í grein í Morgunblaðinu 1987 reyndi ég að hreyfa við bókmenntafræðingum að vinna úr skýringu Halldórs, sbr. Bókmenntasögur mínar 2012. Sig- urjón Björnsson sálfræðingur samdi bók um leið Gunnars Gunnarssonar til skáldskapar í samráði við hann. Enn er ástæða til að semja bók um tilurð skáldsögunnar Sjálfstæðs fólks og yfirleitt um leið Halldórs til skáldskapar, í ljósi þess sem fram kemur í Úngur eg var og í Í túninu heima (1975). Skyldi annars vera til sá listamað- ur, sem lyftir Dalalífi Guðrúnar frá Lundi með lestri sínum líkt og Arnar lyfti Sjálfstæðu fólki? Björn S. Stefánsson. Velvakandi Svarað í síma 569- 1100 frá kl. 10-12. Útvarpssaga Dalalíf Bindin urðu alls fimm Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auð- velt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfs- fólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.