Morgunblaðið - 31.10.2020, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 31.10.2020, Qupperneq 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2020 ✝ Jóhann PéturGuðmundsson fæddist í Grund- argerði í Blöndu- hlíð 22. janúar 1924. Hann lést 20. október 2020. Jóhann var ann- að barn foreldra sinna, en alls urðu systkinin átta, fjórar systur og þrír bræður kom- ust á legg. Foreldrar Jóa áttu oft í bú- ferlum, bjuggu á Siglufirði, fluttu þaðan inn í Fljót, þá að Giljum og bjuggu á 2-3 stöðum til viðbótar áður en Jóhann Pétur, tvítugur pilturinn, keypti Stapa í Tungusveit, bjó þar með foreldrum sínum og systkinum fyrstu þrjú árin, en þá fluttu þau út á Sauðárkrók en Jóhann leigði jörðina næstu fimm árin og vann út í frá eins og hann gerði löngum síðan þótt hann sinnti búskap á jörð sinni og hefði þar fé og hross. Jói kvæntist Kristínu Erlu Stefánsdóttur, f. 1929, d. 1999. bækur, Axarsköft 2006 og Ný axarsköft 2011, tók þátt í starfi Kvæðamannafélagsins Iðunnar eftir að hann flutti suður. Jó- hann safnaði og stóð fyrir út- gáfu vísna frá mótunum og naut þar frænda síns Guð- mundar Inga, kennara og prentara á Dalvík. Meðan skólasetur var á Steinsstöðum voru þar byggð þrjú íbúðarhús sumarið 1975. Þau byggði Jó- hann auk peningshúsa og fjórðu íbúðarinnar upp á Álf- geirsvöllum með bygging- arflokki sínum sem hann hafði þá unnið með undanfarin sum- ur og átti eftir að starfa með næstu ár. Árið 1986 flutti Jói til borgarinnar, vann nokkur misseri í Reykjavík en fór fljót- lega austur í Hreppa til að byggja fjós í Skollagróf og vann síðan við byggingar á Suðurlandi og dvaldi þar til 2004 er hann flutti norður í Varmahlíð og eignaðist heimili á neðri hæðinni hjá Margréti og Stefáni Gíslasyni söngstjóra þar sem Jóhann dvaldi til ævi- loka en síðasta misserið lá hann á Sjúkrahúsinu á Sauð- árkróki. Útför Jóhanns verður í dag. 31. október 2020. Að ósk hans sjálfs verður jarðarförin í kyrrþey. Sambúð þeirra stóð í rúman ára- tug. Hún átti börn af fyrra hjóna- bandi, en sonur þeirra, Jóhann Pétur, varð eftir hjá föður sínum. Jóhann Pétur fæddist 1957. Kona hans er Andrea Guðbjörg Hrólfs- dóttir, f. 1963. Börn þeirra eru: 1) Sigurdóra Margrét, f. 1981, synir hennar eru Adam Guðni og Níels Goði Jóhannssynir. 2) Kristín Anna, f. 1988, eiginmaður Eiður Þór Jónsson, barn þeirra er Eydís Ósk Eiðsdóttir. 3) Eydís Ósk, f. 1992. 4) Jóhann Pétur, f. 1992. Átta vikna skólanám hlaut Jóhann fyrir fermingu, en fór síðar til búfræðináms á Hvann- eyri hálfþrítugur. Þar varð hann skólaskáldið og eignaðist þar skólabræður og félaga sem sóttu og skipulögðu árleg hag- yrðingamót með Jóhanni víðs vegar um land á árunum 1989- 2012. Jóhann gaf út tvær ljóða- Látinn er í hárri elli Jóhann föðurbróðir minn, eða Jói í Stapa sem hann var ávallt kallaður. Jói frændi minn var listamaður. Honum var margt til lista lagt, og hæfileikar hans sem hagyrðings eru margrómaðir. Hann orti margar tækifærisvísur, og fáir voru honum snjallari að grípa augnablikið og kasta fram vísu. Þegar hann var spurður hvers vegna hann væri svona skjálf- hentur svaraði hann að bragði: Hönd mín skelfur hrjúf og þreytt. Hún fór snemma að verki. Oft var henni óvægt beitt, enda sjást þess merki. Ævi frænda míns var ekki allt- af auðveld og hann lenti ekki inni á einfaldasta lífsstígnum. Lífið var honum óvægt og hann bar þess mörg merki. Ég minnist þegar ég var 12 ára gömul hjá Sigurði yngsta bróðurnum vestur á Reykhólum að hann kom þar og vann við viðhald á prestsbústaðn- um. Hann var afskaplega góður við mig og reyndist mér vel þann tíma. Ég man líka eitt skipti þeg- ar pabbi var að staulast úr hjóla- stólnum og inn í bíl að frændi hjálpaði honum. Það var á stund- um stirt á milli þeirra bræðra, en oft réttu þeir hvor öðrum bróð- urhönd. Þegar Þórir bróðir minn dó fyrir nokkrum árum hringdi ég í frænda minn og spurði hvort hann gæti ort fyrir mig kvæði sem ég gæti lesið við jarðarför- ina. Hann var þá kominn hátt á níræðisaldur, og sagðist skyldu hugsa sig um. Það leið ekki lang- ur tími þar til hann kom með ein- staklega fallegt kvæði og ég lýk þessu með lokaorðunum sem voru letruð á legsteininn hans Þóris. Í munarheimi mætum, minning fögur ómar sem hinsta hófaslag. Aðstandendum öllum votta ég samúð mína. Ingibjørg K. Jonsdottir. Frá því að ég man eftir mér hefur Jói verið hluti af veröld minni. Þótt 64 ár væru á milli okkar og Jói orðinn boginn, með kreppta hönd og grátt yfirvara- skegg var hann alltaf ungur í anda. Þegar ég, lítil og viðkvæm hnátan, þurfti að fá kvöldpössun vildi ég engan annan en Jóa sem kom glaður þótt hann þyrfti að aka langar vegalengdir. Ég á ómetanlegar minningar um þess- ar stundir okkar. Hlátrasköllin, eltingaleikina og kleinurnar sem Jói var síendurtekið til í að velta manni í. En hápunkturinn var þegar Jói spurði með sitt glettna bros: „Eigum við ekki að kíkja í frystinn?“ – Þá uppskárum við allnokkrar skálar af rjómaís og þótt árin liðu átti hann alltaf ís í frystinum þegar mig bar að garði. Jói bjó stóran hluta æsku minnar hjá okkur þegar hann var ekki að vinna en þá bjó hann sér griðastað hvar sem hann var að smíða í það skiptið. Ég velti því oft fyrir mér sem barn hvort það væri ekki einmanalegt að búa í raun hvergi og vera stöðugt að fara milli staða – en Jói gerði allt- af gott úr hlutunum sem ég sá seinna að hann hafði þurft að læra mjög ungur. Hann ólst upp við fátækt og erfiðisvinnu auk tíðra búflutninga fjölskyldunnar. Tvítugur kaupir Jói jörðina Stapa en þurfti alltaf að vinna við smíðar með búskapnum og eyða löngum stundum að heiman. Hann festi í raun hvergi rætur fyrr en hann skapaði sér heimili í Varmahlíð, áttræður að aldri. Jói var stöðugt að skapa, hvort sem það var í gegnum smíðar, myndlist eða kveðskap. Þótt smíðavinnan væri oft erfið fann maður hvernig róin færðist yfir hann þegar hann fékk hamar í hönd. Jói var þekktastur fyrir skáldgáfuna og var stöðugt með blað við hönd til að rita á þegar vísurnar fæddust – oft á nær yf- irnáttúrulegum hraða en aldrei vantaði gæðin og alúð sett í hvert orð. Hann byrjaði ungur að yrkja og sennilega hefur kveðskapur- inn verið hans huggun í gegnum erfiða tíma á hans löngu ævi. Jói sótti mikið af innblæstri kvæða sinna í náttúruna og voru hans bestu stundir uppi á fjöllum á hestbaki í góðra vina hópi. Við eyddum ófáum stundum saman, hvort sem var í hesthúsinu eða á baki, en Jói gaf okkur systrum á fermingardaginn minn sína merina hvorri og reiðtygi sem við nutum að sinna með honum. Þær auk annarra hesta Jóa voru und- an sömu ættmóðurinni, fyrsta hestinum sem hann eignaðist 16 ára gamall. Samband Jóa við hestana sína var einstakt, þeir hlupu mót honum í haganum enda mætti hann í raun öllum dýrum, rétt eins og fólki, með vinsemd og virðingu. Og uppskar vini um allt land; dýr, fólk og börn sem rétt eins og ég fundu að í þessum manni byggi hreint og fallegt hjarta. Jói var sannarlega einstakur maður. Hann var ákveðinn og þrjóskur en samt opinn og áhugasamur fyrir nýjum sjónar- hornum og viðhorfum þótt þau stönguðust á við hans eigin. Jói samþykkti mann eins og maður var, aldrei þurfti ég að látast til að þóknast honum og er ég ólýs- anlega þakklát fyrir að hafa átt þennan stórkostlega vin og afa, alla væntumþykjuna og kærleik- ann sem Jói sýndi mér alla tíð á sinn hógværa og einlæga hátt. Halla Ósk Heiðmarsdóttir. Ég var svo heppin að hafa Jóa í Stapa sem aukaafa á uppvaxtar- árunum. Ég hafði miklar mætur á honum sem sannast á ljós- myndum þar sem ég frá unga aldri trítla sífellt á eftir honum og fylgist með honum smíða. Jói var mikill náttúruunnandi sem sýndi sig í ýmsum listformum; skissum, málverkum og ljóðum. Svo var hann einnig góður knapi og hafði mikla tengingu við dýr. Það virt- ist hreinlega allt leika í höndun- um á honum. Á þeim árum hermdi ég eftir honum í einu og öllu. Til dæmis sá ég hvað dýr hændust að manni ef maður ber virðingu fyrir þeim og hvernig gjafir urðu að dýrgripum ef mað- ur gerði þær sjálfur eins og Jói gerði alltaf. Ég vandaði mig alveg sérstaklega við að smíða í skóla og hlakkaði til að gefa fjölskyldu- meðlimum og fá álit hans. Þegar ég fullorðnaðist gaf ég mér síður tíma til að smíða, mála eða fara í reiðtúra og hafði áhyggjur af að ég hefði þá fátt um að tala við Jóa þegar ég kæmi til hans í Varma- hlíð. Reynsla hans kom mér hins vegar sífellt á óvart, það var sama hvað ég tók mér fyrir hendur, hann gat sett sig inn á það svið. Það gladdi Jóa þegar ég sagði honum að ég væri að byrja í bændaskólanum þrátt fyrir að búfræðideildin yrði ekki fyrir val- inu, í hans huga var staðurinn á Hvanneyri og félagsskapurinn aðalmálið. Svo breytti ég aftur til og fór yfir í garðyrkjuna. Þá minntist hann sumarsins sem hann var smali og fræddist um flóru Ís- lands, við gátum því auðveldlega rætt bæði gróður og inniblóm. Seinast í haust fór ég á forn- hleðslunámskeið sem leiddi huga minn að fyrsta torfhúsinu sem ég setti stein í, þá var ég fimm ára og Jói leyfði mér að hjálpa sér á hlaðinu heima í Gömlu-Þingborg. Nú þegar leiðir okkar skilur átta ég mig á að það er engin til- viljun að áhugamál okkar lágu sí- fellt saman. Glögg sýn hans á náttúruna og listsköpun hafði áhrif á mig til framtíðar og er ég honum ævinlega þakklát fyrir þá gjöf. Ég tel mig heppna að hafa kynnst þessum einstaka manni og er ég viss um að Jói með smíð- um sínum úr tré og orðum hefur haft áhrif á fjölda fólks. Minning um einstakan mann lifir. Sigríður Embla Heiðmarsdóttir. Jóhann Pétur Guðmundsson, Jói í Stapa, andaðist að morgni þriðjudagsins 20. október sl. í Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Þar með slokknaði ljós sem varpað hafði gleðiglömpum á umhverfið í áratugi. Hann var ætíð hjálpar- hraður, en vildi sjálfur helst enga hjálp þiggja, þótt heyrnarleysi og svimi sæktu að honum síðustu ár- in og margir byðu aðstoð. Hann vildi hjálpa sér sjálfur á meðan hann gæti staðið. Það gerði hann vel, alltaf var hreint og snyrtilegt hjá honum. Við Ólöf mín komum til hans hvert sinn er við fórum hjá. Jói fæddist austan Vatna í Skagafirði, í Grundargerði í Blönduhlíð, árið 1924. Hann lauk búfræðiprófi frá Bændaskólan- um á Hvanneyri árið 1951 og var um árabil bóndi vestan Vatna á Stapa í Lýtingsstaðahreppi og kenndi sig við þann bæ. Hann var Skagfirðingur í sál og sinni. Hann vann við smíðar samhliða bú- skapnum, síðar einnig við margs konar uppbyggingu á húsum og mannvirkjum. Lengi var hann á Suðurlandi, en fyrr og síðar í Skagafirði. Jói yljaði mönnum með návist sinni, notalegu viðmóti og listi- lega gerðum kveðskap. Hvar sem hann fór eignaðist hann vini og aðdáendur. Við kynntumst í Kvæðamannafélaginu Iðunni og gegnum sameiginlega vináttu við söngstjórann, meistarann og org- anistann Inga Heiðmar Jónsson frá Ártúnum í Blöndudal. Jói var um skeið í Grafarholti og skinn- aði upp húsið mitt, sem Björn Bjarnarson frá Fitjum í Skorra- dal, bóndi í Grafarholti og frum- kvöðull á Hvanneyri, byggði 1907. Í það voru settir nýir gluggar heimasmíðaðir, klæðn- ing að utan og bíslag. Þau Hall- dóra húsfreyja í Grafarholti unnu saman við þetta verk sem einn maður. Hún var snillingur eins og Jói, sem allt lék í höndunum á. Jói varð lífstíðarvinur okkar þaðan í frá. Það var áfall fyrir hann sem aðra þegar Halldóra kona mín dó skyndilega og hann orti til henn- ar: Lífið áfram taktfast tifar tíminn ævisögu skrifar orðstír góður aldrei dvín ævistarf þitt ekki gleymist innst í vinahjörtum geymist mæt er ávallt minning þín. Það var gott að leita til Jóa og fá hjá honum ljóð eða lausavísu. Það gerði hann fúslega. Á söngla- gadiskunum mínum á Jói fjóra texta. Þar á meðal er kvæðið um Viðey, sem Steindór Andersen syngur. Hann orti þetta skírnar- ljóð um barnabarn mitt: Ljúft með sinni lítill drengur lífsins fram á veginn gengur hamingjan með handtak sitt leiði þig um ævi alla aldrei svo að dökkur falla blettur nái á nafnið þitt. Jói í Stapa var lánsamur, að geta búið í húsi Stefáns R. Gísla- sonar söngstjóra og tónlistar- kennara í Varmahlíð síðustu 16 árin sín. Þar var gott að vera. Stefán var honum sem besti bróðir. Halla dóttir Stefáns, prestur á Hofsósi, vakti yfir Jóa síðustu ævistundirnar. Þakkað er með hlýjum huga þessu góða fólki og öllum öðrum sem hugsuðu til Jóa og lögðu honum lið eftir því sem hann vildi þiggja. Sigurður Sigurðarson dýralæknir. Elsku Jói. Nú ertu farinn til sumarlands- ins. Hugurinn leitar til baka, til fjölmargra góðra stunda og fyll- ist þakklæti. Þú varst mikill sagnabrunnur, sem unun var að hlýða á og erfitt að sleppa hend- inni af. Ég mun sakna þess að hlusta á frásagnir frá liðinni öld, þú lifðir tímana tvenna og bjóst yfir að því virtist endalausum fróðleik. Þú varst alltaf einstakt náttúrubarn, það skín í gegnum ljóðin sem þú skilur eftir þig og minningar frá æskuárunum. Ég sé þig í anda skoppa um móana sem ungan smala, síðasta smala landsins eins og þú sagðir stund- um, og ímynda mér að nú sért þú þar sem þér leið alltaf best; hlaupandi við fót, frjáls sem fugl- inn, að rannsaka lífríkið í kring- um þig. Þú orðar það best sjálfur: Nú er á enda nóttin hljóða sem næði veitti, hvíld og friðinn. Um hana skáldin ljúfast ljóða lækjahjal og fossaniðinn. Er sem lífið fögnuð færi fagur ómi lífsins strengur. Ó, ég vildi að ég væri orðinn lítill smaladrengur. Innilegar þakkir fyrir vinátt- una og samfylgdina Jói minn. Inga Katrín D. Magn- úsdóttir og fjölskyldan á Vindheimum. Jóhann Pétur Guðmundsson Ég var svo hepp- in að kynnast sveitalífinu í Reyk- holtsdal þegar ég var 13 ára gömul en þá dvaldi ég sumarlangt í Samtúni og tíma- bundið í mörg ár eftir það. Gulli bróðir minn hafði verið þar í sveit nokkur sumur á undan mér og fór ekki milli mála hve vel honum leið þar. Foreldrar okkar þekktu vel til húsráðenda, Svövu Auðunsdóttur og Jakobs Magnússonar. Þorbjörg amma Svövu og Guðrún Eyleifsdóttir amma okkar voru systur. Margrét Eyleif Bjarnadóttir, móðir Svövu, bjó árum saman á heimili ömmu og afa, bæði á Árbæ og Frakkastíg 26. Sá hún um daglegt heimilishald, því amma var kjólameistari og sat við sauma flesta daga. Svava bjó einnig á heimilinu þar til hún flutti í Reykholtsdal. Ég elskaði Reykholtsdalinn og þótti hann lengi vel fallegasti staður á landinu. Í Samtúni bjó gott fólk, vinnusamt og heiðar- Þorbjörg Svava Auðunsdóttir ✝ ÞorbjörgSvava Auð- unsdóttir fæddist 27. október 1928. Hún lést 15. októ- ber 2020. Útförin fór fram 24. október 2020. legt, og þar lærði maður um líf og störf bóndans á sjötta áratugnum, umönnun dýra, um líf húsmóður á stóru sveitaheimili og störf vinnufólks. Ekki hefði ég viljað missa af þessum ár- um. Vitanlega voru skemmtilegustu stundir okkar unga fólksins á bænum að fara í útreiðartúra á kvöldin, eftir að starfsdegi lauk, þeysa á góðum hestum um dal- inn og oftar en ekki var komið við á Kópareykjum hjá Eyjólfi og Helgu og að sjálfsögðu í Reykholti. Jakob og Svava voru okkar velgjörðamenn og uppalendur yfir sumartímann. Þau byggðu Samtún á jörð Snældubeins- staða og bjuggu þar félagsbúi með foreldrum Jakobs, Magnúsi og Sveinsínu. Jakob lést árið 2005 en Svava bjó í Samtúni ásamt Magnúsi syni sínum þar til hún fór á hjúkrunarheimili í byrjun september. Þegar Svava var ung stúlka réðst hún til starfa við dval- arheimili þroskaheftra á Klepp- járnsreykjum. Seinna var heim- ilið sameinað Kópavogshæli. Svava sinnti umönnun vist- manna og meðal annarra verka sótti hún mjólk daglega að Snældubeinsstöðum sem voru í 15 mínútna göngufæri frá Hæl- inu. Ekki leið á löngu þar til Ólafía forstöðukona var farin að undrast hve lengi Svava var í þessum mjólkurferðum. Brátt kom í ljós að Svava var orðin ástfangin af elsta syni Magnúsar bónda. Svava og Jakob giftu sig 1947 og fljótlega hófu þau byggingu Samtúns. Þar var líf þeirra hjóna og barna þeirra, Magn- úsar, Margrétar Arnheiðar, Sveinsínu Erlu og Guðrúnar, í rúm 70 ár. Húsið í Samtúni var stórt og rúmgott og í mörg ár var far- skólinn í Reykholtsdalnum í stofunni hjá þeim hjónum. Á vorin þegar komið var í sveitina var verið að flytja skólaborð og stóla úr stofunni og setja allt í stand fyrir sumarið. Svava var ekki mannblendin en trygg var hún með afbrigðum og hafði gott minni alla tíð. Ég held að hún hafi munað nöfn og fæðingardaga allra barna sem dvöldu í skólanum á þessum ár- um. Svava bjó yfir mikilli kyrrð og lét ekki margt koma sér úr jafnvægi Hún var orðfá en þegar við vorum tvær að störfum var gott að spjalla við Svövu og mikið óskaplega var henni annt um okkur sem vorum hjá þeim hjón- um á þessum árum og sýndi okkur einstaka tryggð og vænt- umþykju alla tíð. Blessuð sé minning Þorbjarg- ar Svövu Auðunsdóttur. Guðrún Erla Björgvinsdóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.