Morgunblaðið - 31.10.2020, Síða 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2020
✝ Halldór AgnarJónasson fædd-
ist í Bolungavík 2.
febrúar 1940. Hann
lést á sjúkrahúsinu
á Ísafirði 21. októ-
ber 2020.
Foreldrar hans
voru Jónas Guð-
mundur Halldórs-
son, fæddur 28. júlí
1912, dáinn 1. febr-
úar 1995, og Sigríð-
ur Þórlaug Guðríður Magn-
úsdóttir, fædd 17. apríl 1915,
dáin 10. maí 1992. Systkini Hall-
dórs Agnars eru: Þorbjörg
Maggý Jónasdóttir, fædd 13. júlí
1937, maki Bragi Helgason,
fæddur 12. júní 1933, dáinn 17.
desember 2015. Gylfi Jónasson,
fæddur 19. janúar 1942, maki
Margrét Finnbogadóttir, fædd
6. apríl 1947, dáin 8. apríl 2008.
Foreldrar Halldórs Agnars
bjuggu á Minni-Bakka í Skála-
vík þar sem Halldór ólst upp
ásamt systkinum sínum, Þor-
björgu Maggý og
Gylfa. Árið 1963
fluttist fjölskyldan
til Bolungarvíkur
þar sem Halldór bjó
lengst af þar til
hann lést.
Halldór Agnar
var til sjós mestalla
sína ævi, meðal
annars á olíuskip-
inu Haferninum
sem notað var sem
síldarflutningsskip. Halldór
stundaði einnig veiðar á Álftinni
með Gunnari Halldórssyni
föðurbróður sínum, og á Hag-
barði sem gerður var út frá
Keflavík. Halldór eignaðist svo
sinn eigin bát, Þristinn, sem
hann gerði út ásamt Jónasi föð-
ur sínum.
Útförin fer fram í dag, 31.
október 2020, frá Hólskirkju í
Bolungarvík. Í ljósi aðstæðna
verða einungis nánustu ætt-
ingjar og vinir viðstaddir at-
höfnina.
Hann Dóri frændi minn hef-
ur kvatt. Hann var orðinn
þreyttur, heilsan orðin afar
slæm og honum fannst lífið allt
orðið lítið spennandi. Hann
veiktist skyndilega, var fluttur
á sjúkrahús og dó daginn eftir.
Dóri var barn að aldri þegar
foreldrar hans fluttu að Minni-
Bakka í Skálavík, þar ólst hann
upp og vann á búi foreldra
sinna fram undir tvítugt þegar
hann fór að vinna í frystihúsinu
í Bolungarvík. Þegar foreldrar
hans hættu búskap árið 1963
fór Dóri til starfa í síldarverk-
smiðjunni í Bolungarvík og
vann þar í mörg ár. Árið 1968
keypti hann ásamt föður mín-
um og föður sínum vélbátinn
Álftina ÍS 55 og gerðu þeir út á
handfæri í mörg sumur og var
samvinna þeirra góð og farsæl.
Dóri var um tíma, líklega í tvö
ár, á Haferninum, sem var síld-
arflutningaskip í eigu Síldar-
verksmiðju ríkisins, skipið
flutti síld á sumrum af fjar-
lægum miðum en að vetrinum
olíu til landsins og lýsi á er-
lenda markaði. Seinna reri Dóri
með Halldóri Guttormi frænda
sínum á vélbátnum Hagbarði
frá Keflavík og kunni því vel.
Oft var Dóri á rækju að vetr-
inum á ýmsum bátum. Seinna
keypti hann ásamt föður sínum
vélbátinn Þrist og reru þeir
feðgar á honum í nokkur sumur
og eftir að Jónas fór í land reri
Dóri einn þar til fyrir þó
nokkrum árum að hann seldi
bátinn. Dóri var handlaginn og
gat gert við ýmislegt. Hann
hafði gaman af að lesa og var
vel að sér um flesta hluti. Dóri
var með ákveðnar skoðanir og
fastur á þeim, vildi helst aldrei
bakka. Dóri var vel gefinn og
átti gott með nám, en átti ekki
kost á lengra námi en hefð-
bundinni skólagöngu. Dóri
hafði gaman af að ferðast.
Hann fór í margar ferðir til
annarra landa, kynntist fólki í
þeim og naut þeirra ferða vel.
Hann ferðaðist einnig mikið
hér innanlands og þá sérstak-
lega á meðan foreldrar hans
lifðu. Þá fóru þau þrjú um land-
ið, Jónas tók myndir og sagði
frá á lifandi hátt, Dóri ók og
gerði foreldrum sínum mögu-
legt að njóta landsins í ríkum
mæli. Hann Dóri var ekki fé-
lagslyndur en átti þó góða
kunningja. Eftir að Dóri varð
einn, fór hann að æfa sig í mat-
artilbúningi og varð bráðflinkur
kokkur með tímanum. Hann
sagði að ástæða þess að hann
varð svo lipur í matargerð væri
sú að að þegar hann var að
stíga sín fyrstu spor í elda-
mennskunni hefði hann ævin-
lega borið það undir köttinn
hvernig honum líkaði maturinn.
Kötturinn hefði verið það mikill
smekkköttur á mat. Dóri kall-
aði köttinn Magnús, sem var
reyndar læða. Dóri var snyrti-
menni og vildi hafa reglu á
hlutunum, hann var ekki nýj-
ungagjarn en fannst oft nútím-
inn vera galinn. Frændi minn
hafði gaman af að spjalla og
hafði skoðun á öllu.
Þegar ég var 15 ára vorum
við saman á Álftinni með
pabba, ég enginn sjómaður og
hálfvesæll í brælu. Stundum
þegar var tregt, stóð pabbi
uppi og skakaði en við frændur
vorum niðri í lúkar, Dóri að fá
sér kaffi en ég að bíða eftir að
dagurinn liði. Þá áttum við oft
gott spjall frændur og nafnar
um lífið og tilveruna. Ég á um
þetta sjósumar mitt ljúfar
minningar og Dóri er partur af
þeim. Ég fel Halldór frænda
minn þeim Guði sem sólina hef-
ur skapað.
Agnar Halldór Gunnarsson.
Halldór Agnar
Jónasson
✝ Helgi SigurðurIngimundarson
fæddist 27. desem-
ber 1929 í Trölla-
tungu í Kirkjubóls-
hreppi. Hann lést
22. október 2020 á
Heilbrigðisstofn-
uninni á Hólmavík.
Foreldrar hans
voru Ingimundur þ.
Ingimundarson, f.
11. sept. 1894, d.
30. maí 1976, og María Helga-
dóttir, f. 15. apríl 1890, d. 14.
jan. 1966. Systkini Helga voru
Magnús Ingimundarson, f. 27.
des. 1922, d. 8. feb. 1977, Kristín
Ingimundardóttir, f. 4. maí
1924, d. 11. júní 2003, Ingimund-
ur Kristján Ingimundarson, f. 4.
okt. 1927, d. 7. júní 2020, og
1975, kvæntur Sigurrósu G.
Þórðardóttur, saman eiga þau 3
börn og 2 barnabörn. Guðrún
Elínborg Þorvaldsdóttir, f. 9.
apríl 1979, gift Júlíusi F. Jóns-
syni, saman eiga þau tvö börn.
Helgi Jóhann Þorvaldsson, f. 25.
desember 1980, og á hann tvö
börn. Júlíus Garðar Þorvalds-
son, f. 3. febrúar 1987. 3) Flosi
Helgason, f. 16. janúar 1967,
hann er kvæntur Friðbjörgu
Blöndal, f. 18. apríl 1973. Börn
þeirra eru Flosi Flosason, f. 27.
maí 2000, Sigfríður Sól Flosa-
dóttir, f. 17. janúar 2006, og
María Flosadóttir, f. 12. nóv-
ember 2010.
Helgi Sigurður ólst upp á
Hólmavík og bjó þar alla sína
ævi ásamt konu sinni og sonum.
Hann starfaði meiri hluta ævi
sinnar á sjó og um 1981 gerðist
hann starfsmaður Orkubús
Vestfjarða og vann þar til hann
varð áttræður í desember 2009.
Útför Helga fer fram frá
Hólmavíkurkirkju í dag, 31.
október 2020, klukkan 14.
Steinunn Helga
Ingimundardóttir,
f. 29. sept. 1933, er
hún búsett á Ísa-
firði.
Helgi Sigurður
kvæntist 23. apríl
1955 Sigfríði Jó-
hönnu Björns-
dóttur, f. 8. júní
1930, d. 24. febrúar
2001. Þau eign-
uðust þrjá syni og
bjuggu þau á Hólmavík alla sína
ævi.
Synir Helga eru 1) Hilmar
Helgason, f. 10. maí 1951. 2)
Þorvaldur Garðar Helgason, f.
23. ágúst 1955, hann er kvæntur
Bryndísi Hauksdóttur, f. 18. maí
1957. Börn þeirra eru Sigurður
Marinó Þorvaldsson, f. 2. sept.
Elsku afi minn. Nú er komið
að kveðjustund. Nú hugsa ég
um allar minningarnar sem ég
á um þig sem ég mun aldrei
gleyma.
Þú varst alltaf svo góður og
umhyggjusamur. Þú hafðir
endalausa þolinmæði þegar ég
vildi sýna þér dansspor sem ég
var að læra eða leikþátt sem ég
samdi á staðnum. Ég man eftir
þegar ég var úti að leika og sá
þig rúnta um bæinn og ég
stoppaði þig svo ég gæti verið
með þér á rúntinum. Það var
svo gaman að heyra sögurnar
þínar þegar við keyrðum um
bæinn.
Mér mun alltaf þykja vænt
um skötuveislurnar heima hjá
þér á Þorláksmessu, þér fannst
alltaf jafn skrítið að ég vildi
ekki prófa skötu, en leyfðir mér
samt alltaf að stelast í konfekt-
ið.
Þú varst alltaf svo glaður, og
brosið og hláturinn lét manni
alltaf líða vel. Ég er svo heppin
að geta kallað þig afa minn og
ég mun aldrei gleyma góðu
stundunum okkar saman.
Ég elska þig afi, þú munt
alltaf eiga stað í hjarta mínu.
Þín afastelpa,
Guðrún Júlíana.
Á fimmtudaginn síðasta fékk
ég símtalið sem ég hef kviðið
fyrir í langan tíma, að þú, elsku
afi minn, gullið mitt, værir að
kveðja okkur. Allt frá fæðingu
hefur þú verið svo stór partur
af lífi mínu.
Allur kóngabrjóstsykurinn
sem við borðuðum á rúntinum,
allar sögurnar sem þú sagðir
mér, skutlið, skötuveislurnar á
Þorláksmessu, allt konfektið
sem við laumuðumst í og öll
knúsin þín eru mér mikilvægar
minningar sem ég mun geyma í
hjarta mínu alla tíð. Elsku afi,
ég er svo þakklát fyrir þann
tíma sem við fengum með þér,
og þykir mér forréttindi að
börnin mín hafi fengið að kynn-
ast þér, langalangafabörnin
þín.
Gleðin og brosin þín þegar
þú hittir þau ylja mér um
hjartarætur í sorginni.
Ég veit að amma verður glöð
að fá þig til sín og ég veit að þú
munt skila kveðju til hennar frá
okkur.
Góða ferð elsku afi minn,
takk fyrir samveruna og vænt-
umþykjuna. Ég elska þig.
Afastelpan þín,
Elísa Mjöll.
Elsku afi Helgi, nú er komið
að kveðjustund. Við afi áttum
sama áhugamálið sem var bú-
skapur.
Við eyddum miklum tíma
saman í sveitinni, og er það
mér mikilvægur tími og góðar
minningar sem ég mun aldrei
gleyma.
Afi hafði ótrúlega gaman af
öllum dýrum og þau hændust
að honum, eins og þegar við
fórum í Miðdalsgröf í fjárhúsin
var eins og allar kindurnar
væru orðnar gæfar því hann
hafði klappað þeim svo mikið
og þétt.
Afi hefur aldrei keyrt hratt,
og voru rúntarnir með honum
alltaf frekar langir. Hann fór
aldrei hraðar en 60 km/klst en
það var allt í lagi af því að á
leiðinni fékk ég að heyra marg-
ar sögur frá þér, elsku afi. Þeg-
ar afi fór að fækka ferðunum í
sveitina spurði hann mig alltaf
hvað væri að frétta úr sveitinni,
og gátum við spjallað um það í
langan tíma.
Ég mun sakna knúsanna
þinna, sögustundanna, rúnt-
anna og klappsins sem þú gafst
mér alltaf á handarbakið þegar
við töluðum saman.
Góða ferð elsku afi minn, ég
elska þig.
Þinn afastrákur,
Marinó Helgi.
Helgi Sigurður
Ingimundarson
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
BJÖRG RAGNHEIÐUR
SIGURJÓNSDÓTTIR,
Drekagili 18, Akureyri,
lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri föstudaginn
23. október. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn
6. nóvember klukkan 13.30. Vegna aðstæðna verða aðeins
nánustu aðstandendur viðstaddir en athöfninni verður streymt
á facebooksíðunni Jarðarfarir í Akureyrarkirkju – beinar
útsendingar.
Margrét Árnadóttir
Auður Árnadóttir
Gunnlaug Steinunn Árnad. Gunnar Jóhannes Jóhannsson
barnabörn og barnabarnabörn
Hjartkær amma mín, tengdamóðir og
frænka,
SVAVA SIGURÐARDÓTTIR,
fyrrverandi fulltrúi og ritari
Hæstaréttar Íslands,
lést á Hrafnistu í Laugarási sunnudaginn
18. október. Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn
2. nóvember klukkan 15. Vegna aðstæðna í samfélaginu verða
aðeins nánustu ættingjar og vinir viðstaddir.
Fyrir hönd ættingja,
Jóhannes Markús Magnússon
Sigríður E. Jóhannesdóttir
Þórhildur Sigurðardóttir
Helga Sigurðardóttir, Hörður Pétursson
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
stjúpfaðir, tengdafaðir, afi, sonur, bróðir,
mágur og frændi,
KRISTINN GUÐNI RAGNARSSON
pípulagningameistari frá
Vestmannaeyjum,
til heimilis að Faxabraut 7, Keflavík,
lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu sunnudaginn
25. október.
Útförin fer fram frá Safnaðarheimili Keflavíkurkirkju, Kirkjulundi,
miðvikudaginn 4. nóvember klukkan 13.
Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera
viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt á
ttps://www.facebook.com/groups/2803581819879035/
Fyrir hönd aðstandenda,
Sesselja Birgisdóttir
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
VALDIMAR JÓNSSON,
skipasmiður
og fv. yfirlögregluþjónn,
lést í faðmi ástvina sinna á heimili sínu í
Hafnarfirði föstudaginn 23. október.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 6. nóvember
klukkan 13. Aðeins nánustu aðstandendur verða viðstaddir en
streymt verður frá athöfninni á: www.mbl.is/andlat. Blóm og
kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
hans er bent á Barnaspítala Hringsins eða Hjartaheill.
Aðalheiður Halldórsdóttir
Jóhanna Valdimarsdóttir Grétar Örn Marteinsson
Anna Valdimarsdóttir Guðmundur Örn Jónsson
Halldóra K. Valdimarsdóttir Jónatan Guðnason
Margrét G. Valdimarsdóttir
og fjölskyldur
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
GUÐJÓN ÞORGILS KRISTJÁNSSON,
fyrrverandi skólastjóri,
Ásabraut 11, Sandgerði,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
sunnudaginn 25. október.
Útförin fer fram frá Sandgerðiskirkju föstudaginn 6. nóvember
klukkan 14. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu ættingjar
vera viðstaddir útförina. Athöfninni verður streymt á
https://youtu.be/08bJF9XZYMM
Ólöf Björgvinsdóttir
Björgvin Guðjónsson Margrét Lind Steindórsdóttir
Sæunn G. Guðjónsdóttir Guðmundur Rúnar Jónsson
Kristján Þorgils Guðjónsson Hildur Hilmars Pálsdóttir
og barnabörn