Morgunblaðið - 31.10.2020, Side 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2020
Skurðstofa er að
mörgu leyti sérkenni-
legur vinnustaður.
Ákvörðun hefur verið
tekin hvað gera skal, aðgerð hefst
og henni verður að ljúka, óháð
öllu. Voru forsendur aðgerðar
réttar? Eru aðstæður í aðgerðinni
eins og við var búist? Ekkert af
okkur vill vera sjúklingur, því
fylgir kvíði og öll viljum við vera
heilbrigð! Hlýja starfsfólks þarf
því að vera fyrir hendi samfara
ákveðni, til að klára verkið. Vinn-
an er og á að vera tilfinningarík,
en vinnubrögðin að sama skapi
lærð og öguð.
Skurðstofa er þannig spenn-
andi vinnustaður, en krefjandi og
það vissi Erlín vel. Henni leið vel í
þessari hringiðu, fyrst sem starf-
andi skurðhjúkrunarfræðingi á
augndeildinni og síðar sem yfir-
stjórnanda hjúkrunar á skurð-
stofuganginum á Landspítala,
Hringbraut. Hún var með góðan
bakgrunn í skurðhjúkrun, hafði
m.a. unnið til verðlauna á alþjóð-
legri ráðstefnu skurðhjúkrunar-
fræðinga fyrir meistaraverkefni
sitt við Háskóla Íslands. Hún
hafði gott geðslag, var jákvæð en
ákveðin þegar á þurfti að halda.
Á augndeildinni vann hún gott
starf við að endurskipuleggja
verklag. Flutningur augndeildar-
innar frá Landakoti hafði umrót í
för með sér og nýir verkferlar
voru nauðsynlegir. Erlín var út-
sjónarsöm og fljót að setja sig inn
í hlutina og breyta þar sem þörf
var á.
Það er ekki auðvelt að stjórna
vinnustað þar sem allir eru mik-
ilvægir, margar skurðstofur í
gangi, allt að gerast á sama tíma.
Biðröð eftir að komast að með
næstu aðgerðir. Vantar verkfæri
hér, það er akút þar, og auk þess
er kannski eitthvað af kóngum og
drottningum í spilastokknum!
Þetta verkefni sitt vann Erlín af
alúð og umhyggju, var næm á til-
finningar og aðstæður. Vinnu-
þjarkur mikill, kom yfir Hellis-
heiðina á hverjum morgni áður en
flestir voru vaknaðir. Og lét þreyt-
una líða úr sér á kvöldin við
keyrsluna heim til fólksins síns.
Við Erlín áttum þægilegar
spjallstundir, oftar en ekki um dá-
semd íslenska sveitaloftsins, heil-
næmi þess og þá almennu vellíðan
að vera í sveit.
Við á augndeildinni drúpum
höfði og þökkum gott samstarf,
sem og allt annað starfsfólk á
skurðstofum Hringbrautar. Að-
standendum eru sendar hlýjar
samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu Erlínar
Óskarsdóttur skurðhjúkrunar-
fræðings.
Haraldur Sigurðsson.
Árið 2020 átti að vera árið okk-
ar, vinkvennanna.
Við vorum allar að verða sjö-
tugar á árinu og í janúar hittumst
við til að skipuleggja skemmtilegt
ár, meðal annars ferðir til Spánar
og Kaupmannahafnar.
En í staðinn munum við fylgja
einni okkar í sumarlandið, það eru
þungbær spor.
Elsku Ellý okkar veiktist í
Erlín Óskarsdóttir
✝ Erlín Ósk-arsdóttir fædd-
ist 12. janúar 1950.
Hún lést 19. október
2020.
Sálumessa Erl-
ínar fór fram 27.
október 2020.
sumar og var erfitt
að horfa upp á
þessa sterku og
harðduglegu vin-
konu okkar ganga í
gegnum þessi erf-
iðu veikindi.
Erlín, eða Ellý
eins og við kölluð-
um hana, var mikill
námsmaður. Hún
var hjúkrunarfræð-
ingur að mennt og
starfaði við það af lífi og sál alla
tíð. Hún var stöðugt að bæta við
sig þekkingu á sínu sviði enda átti
hjúkrunarfræðin hug hennar all-
an.
Ellý kynntist Adda sínum og
giftu þau sig árið 1971. Fljótlega
eftir giftingu ákváðu þau að fara
til Þýskalands að vinna og afla sér
frekari þekkingar á sínum svið-
um.
Tóku þau ástfóstri við það land
og eignuðust góða vini, sem þau
heimsóttu reglulega eftir komuna
aftur til Íslands.
Fljótlega eftir heimkomuna
bjuggu þau sér heimili í Gaul-
verjabæjarhreppi og fóru börnin
að koma í heiminn; Vilborg, Katr-
ín og Andri og eru barnabörnin
orðin átta.
Margt hefur komið upp í huga
okkar síðustu daga. Kynni okkar
hófust þegar Ellý kom í Gaggó
Aust 1965. Þá lágu líka áhugamál-
in saman en við stunduðum dans-
nám og jazzballett í dansskóla
Sigvalda. Síðar þótti okkur ekki
leiðinlegt þegar við fórum að kom-
ast inn í Glaumbæ, helst sem oft-
ast.
Það er ómetanlegt og þakkar-
vert þegar vinátta myndast á ung-
lingsárunum og helst og þróast
ævilangt eins og hjá okkar góða
hópi. Vinkonuhópurinn dreifðist
víða um suðvesturhornið svo ekki
voru alltaf tök á að hittast.
Við munum minnast allra góðu
stundanna, þegar við vinkonurnar
komum saman á kaffihúsum og í
heimahúsum, einnig í sumarbú-
staðaferðunum sem við fórum
nánast árlega í ásamt mökum
okkar. Þar fór Ellý oft á kostum
með góðum bröndurum og sögum.
Við minnumst Ellýjar sem
traustrar og góðrar vinkonu. Það
var alltaf gott að leita til hennar
því hún var góður hlustandi og
ráðagóð.
Ellý var búin að vera í mikilli
vinnu gegnum árin, en nú stóð til
að fara að njóta saman og hittast
oftar.
Við munum sakna þess að hafa
þig ekki með okkur í hópnum,
elsku vinkona.
Góða ferð inn í sumarlandið, við
hittumst þar síðar.
Allt mun verða nýtt
Inni í blámanum
úti við ysta haf
tekur við annar heimur
þar sem þér hefur verið
búinn staður
utan efnis, tíma og rúms.
Þar ríkir fegurð og friður,
fyrirgefning og réttlæti,
sumar og sátt,
líf í fullri gnægð.
Þú gengur á skýjum himins
inn í endurnýjun lífdaga,
þar sem allt verður nýtt
og fegurðin
varir að eilífu.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Vinahópurinn vottar fjölskyldu
Ellýjar innilega samúð við fráfall
yndislegrar vinkonu.
Hulda, Guðríður,
Kristín, Svanhildur,
Guðrún, Aðalheiður
og strákarnir.
Leiðir okkar Erlínar lágu fyrst
saman fyrir þremur árum. Mér
var falið að leiða verkefni á Land-
spítalanum sem var bæði flókið,
erfitt og snúið. Til að verkefnið
mundi verða sem best unnið fékk
ég úthlutað mér til stuðnings
reynslumesta og færasta fólk
Landspítalans og auðvitað var
Erlín fremst í þeim hópi.
Frá okkar fyrstu kynnum get
ég ekki annað sagt en að ég var
heilluð af persónuleika hennar,
sterkri réttlætiskennd og víðsýni.
Þrátt fyrir að vera komin að enda
starfsferils síns var hún svo óend-
anlega fróðleiksþyrst, opin fyrir
nýrri tækni og veigraði sér ekki
eitt andartak við að taka að sér
flókin verkefni. Það sem hún
kunni eða vissi ekki fyrir lærði
hún eins og hendi væri veifað.
Erlín var ekki bara vinnusöm
heldur einstaklingur sem lét sig
mjög varða velferð fólksins í
kringum sig.
Hún talaði alltaf svo fallega um
manninn sinn, börnin sín og
barnabörn. Hún sagði mér frá því
að fjölskylda hennar hefði oft
þurft að taka mikið tillit til vinnu
hennar og ástríðu, en einhvern
veginn hefði þetta allt saman
blessast og hún var ljómandi
ánægð með hópinn sinn. Í gegnum
vinnu okkar var margt spjallað og
það var svo heillandi að hlusta á
frásagnir hennar af starfsferli sín-
um. Mér fannst eins og ég fengi að
skyggnast inn í sögu íslenskra
hjúkrunarfræðinga og aðstæður
þeirra í gegnum frásagnir hennar.
Það er með hlýju og söknuði í
hjarta sem ég kveð góða vinkonu
og vinnufélaga og sendi fjölskyldu
hennar mínar innilegustu samúð-
arkveðjur. Það voru hrein forrétt-
indi og gæfa að fá að kynnast og
vinna með jafn stórbrotinni og
heillandi konu og Erlín var.
Innst í hjarta sem gull ég þig geymi
þú ert glóbjarta drottningin mín.
Þó árin til eilífðar streymi
fer aldrei burt myndin þín.
(Kristján Ingólfsson)
Dýrleif Jónsdóttir – HUT
LSH.
Það er margt sem fer í gegnum
hugann nú þegar þegar við kveðj-
um Erlínu Óskarsdóttur, skurð-
hjúkrunarfræðing, samstarfs-
konu og fyrrverandi yfirmann.
Erlín var hjúkrunarfræðingur
af lífi og sál. Hún kom ótrúlega
miklu í verk á starfstíma sínum
þar sem hún gegndi alltaf krefj-
andi starfi bæði á Selfossi og síðar
á Landspítalanum þar sem leiðir
okkar lágu saman síðustu 15 árin.
Það sem var mest áberandi í
hennar fari var dugnaður og
seigla. Hún tók að sér stór verk-
efni bæði hér heima og í evrópsku
samstarfi sem hlaut styrk og við-
urkenningu frá Evrópusamband-
inu. Hún skilaði alltaf framúrskar-
andi verki.
Vinnudagurinn var langur og
keyrt var allan ársins hring milli
Gaulverjabæjar og Landspítal-
ans. Við samstarfsfólk hennar
höfðum oft áhyggjur af þessum
ferðum hennar í vályndum veðr-
um. Þeir voru ekki margir dag-
arnir á þessum 15 árum sem Erlín
sleppti í vinnu. Ef veðurútlit var
mjög slæmt þá var gist í bænum
þannig að vinnunni yrði örugglega
sinnt.
Erlín var skurðhjúkrunarfræð-
ingur og okkur er sérstaklega
hugleikinn þáttur hennar í stjórn-
un og skipulagningu diplómanáms
í skurðhjúkrun. Þar kom ótrúleg
orka hennar, skipulag og dugnað-
ur vel í ljós, því þessu var sinnt á
sama tíma og hún stýrði stórri
deild, skurðstofum Landspítalans
við Hringbraut.
Stór hluti þeirra hjúkrunar-
fræðinga sem starfa á skurðstof-
um landsins í dag hefur farið í
gegnum þetta nám sem hún átti
svo stóran þátt í að skipuleggja og
halda gangandi.
Þegar Erlín veiktist í byrjun
sumars var hún í stórum verkefn-
um fyrir spítalann, m.a. uppbygg-
ingu á nýrri augndeild á Landspít-
alanum og stórum
framfaraverkefnum fyrir dauð-
hreinsun og skurðstofur. Þessi
vinna hennar mun nýtast til fram-
tíðar og við minnumst hennar fyr-
ir fyrirhyggju og framtíðarsýn.
Þegar við hugsum til baka þá
varð Erlínu varla misdægurt öll
þau ár sem við unnum með henni
en veikindin sem komu fram í
sumar sóttu hart og tíminn varð
stuttur.
Erlín var komin á þann aldur
þegar flestir fara að hugsa um að
hægja á og fara að sinna sjálfum
sér og fjölskyldu betur. Hún átti
hins vegar mikið eftir og var jafn
áhugasöm og áður um þau verk-
efni sem hún tók að sér og var
treyst fyrir enda óhrædd við að
takast á hendur verkefni þar sem
sérfræðiþekking hennar naut sín.
Það ræður enginn sínum loka-
degi en við syrgjum og söknum
góðs samstarfsfélaga sem var tek-
inn svo alltof fljótt frá okkur. Hug-
ur okkar er hjá Ástráði, börnum
og barnabörnum, þeirra er miss-
irinn mestur.
Fyrir hönd samstarfsmanna á
skurðstofum Landspítalans við
Hringbraut,
Áshildur, Elín Ýrr, Helga
og Herdís.
„Elsku stelpan
mín, ert þetta þú?“
var kveðjan sem ég
fékk yfirleitt þegar
ég kom að heimsækja Öddu. Þeg-
ar ég hitti Öddu í fyrsta sinn fékk
ég strax að kynnast hlýju hennar,
góðvild, umhyggju, samkennd og
einskærri ást á börnum. Fljót-
lega kom í ljós að við vorum ekki
sammála um uppeldisaðferðir, ég
gat haft hátt en Adda vildi mýkri
leiðir og sagði mér oft til. Hún
gerði það með virðingu fyrir mín-
um leiðum en benti mér mjúklega
á að það væru nokkur vel valin út-
skot í uppeldinu sem mætti nýta.
Adda hafði til að bera einstakt
æðruleysi og hún hafði hæfileika
til þess að hrósa fólki og uppörva,
en var um leið mjög stríðin og hló
síðan dillandi hlátri þegar ætlun-
arverkinu var náð, enda oft ein-
staklega orðheppin. Ég fann alla
tíð fyrir væntumþykju hennar í
minn garð og hún sagði oft við
mig: „Þú ert nú bara eins og ein
af stelpunum mínum.“ Adda hafði
einlægan áhuga á því sem börnin
Arnbjörg Þórðardóttir
✝ Arnbjörg Þórð-ardóttir fæddist
22. mars 1938. Hún
lést 17. október
2020.
Útför Arnbjargar
fór fram 29. október
2020.
í kringum hana
voru að gera. Þeir
voru ófáir leikirnir
sem Adda og
Gummi mættu á til
að fylgjast með
Lárusi eða barna-
börnunum að spila
fótbolta. Hún lifði
sig inn í leikinn af
miklum ákafa og
hvatti leikmennina
áfram. Adda var
mikil fjölskyldumanneskja, og
vildi hafa fólkið sitt hjá sér, enda
þegar boðið var í mat, kaffi eða í
afmæli á Kirkjuveginum svign-
uðu borð undan kræsingum og
aldrei kom maður að tómum kof-
unum. Hún passaði alltaf upp á að
eiga eitthvað með kaffinu fyrir
gesti. Adda missti mikið þegar
hún missti Gumma en hún ákvað
fljótlega að nota æðruleysið og
talaði mikið um að svona væri líf-
ið bara og ekki mikið við því að
gera.
Ég er þakklát fyrir kynni mín
af Öddu og það sem hún kenndi
mér. Ég sé fyrir mér Gumma
taka á móti henni í sumarlandinu
og ímynda mér að þar verði mikl-
ir fagnaðarfundir.
Elsku Helga, Fríða, Jóhann,
Anna Þóra og Lárus Arnar, ég
votta ykkur og fjölskyldum ykkar
mínar dýpstu samúðarkveðjur.
Berglind Sigurðardóttir.
Elsku mannvin-
urinn hann Þórir er
floginn burt á vit
nýrra ævintýra. Líf-
ið hans varð ekki
langt, hann hefði
orðið 62ja ára í dag,
en hann lifði lífinu fallega og nýtti
tímann sinn vel.
Þórir fór ótroðnar slóðir í lífinu,
faðir hans og eldri bræður stund-
uðu viðskipti en Þórir braut hefð-
ina og fór utan til listnáms þar
sem hann kynntist sálufélaga sín-
um, Sigrúnu Olsen, sem síðar varð
eiginkona hans.
Það er með sanni hægt að segja
að saman hafi Sigrún og Þórir lif-
að óhefðbundnu lífi, tilgangur lífs-
ins var þeim alla tíð hugleikinn og
fyrir rúmum tuttugu árum fundu
þau sinn stað í tilverunni þegar
þau heimsóttu Brahma Kumaris á
Indlandi og í framhaldi af því settu
á stofn Lótushús þar sem þúsund-
ir Íslendinga hafa sótt námskeið
og fyrirlestra um leiðina til betra
lífs. Sigrún var í forsvari Lótus-
húss á meðan hún lifði, en eftir að
hún féll frá í apríl 2018 kom Þórir
meira fram á sjónarsviðið. Með
sínu fullkomna rólyndi og kærleik
lagði hann línuna fyrir þá sem eft-
ir koma. Fram á síðasta dag var
hann að hnýta lausa enda, jafnvel
eftir að hann var kominn á líkn-
ardeildina var hann að fá hug-
myndir um eitt og annað smá-
vægilegt sem mætti lagfæra eða
gera betur.
Undanfarin ár hefur Þórir
ferðast víða um heiminn og gefið
fyrirlestra, undir það síðasta var
hann með fjarfundi á netinu og
fjallaði m.a. mjög opinskátt um
dauðann og hvernig upplifun það
væri að mæta honum. Það hefur
verið vermandi fyrir fjölskyldu og
Þórir Barðdal
✝ Þórir BarðdalÓlason fæddist
31. október 1958.
Hann lést 14. októ-
ber 2020.
vini að lesa kveðjur
frá öllum heims-
hornum sem bárust
Þóri eftir að heilsu
hans hrakaði, sem og
til fjölskyldunnar
eftir að hann féll frá.
Í kveðjunum kemur
skýrt fram hvernig
Þórir snerti hjörtu
hvers og eins á ólík-
an hátt, hann hafði
einstakt næmi fyrir
því að mæta hverjum og einum á
þeim stað þar sem viðkomandi var
staddur, hann horfði einhvern
veginn inn í sálina í fólki og sá það
góða og fallega í manneskjunni,
þetta er sérstakur eiginleiki sem
fáum er gefið.
Í einlægu spjalli stuttu fyrir
andlát sitt sagði Þórir mér að eftir
að Sigrún fór hefði hann ekki
syrgt hana, heldur hefði hann ver-
ið fullur þakklætis fyrir tímann
sem þau áttu saman, hann þakkaði
fyrir allt það sem þau áorkuðu og
einnig fyrir gleðina, húmorinn og
léttleikann sem Sigrún kom með
inn í lífið hans.
Fyrir mig var þetta gott veg-
arnesti, á vissan hátt naut ég þess
að fylgjast með honum þessa síð-
ustu mánuði, hann kenndi mér
hvernig hægt er að sættast við
hluti sem við fyrstu sýn virðast óá-
sættanlegir og taka öllu sem ger-
ist í sátt og kærleik. Það var ómet-
anleg lífsreynsla að fylgjast með
honum mæta dauðanum af full-
komnu æðruleysi, vitandi að hann
væri að fara inn í ljósið og inn í
betri heim.
Ljósið í lífi hans síðustu mán-
uðina var Sara dóttir hans, í fal-
legri kveðjuathöfn fyrir fjölskyldu
og vini þann 23. október sl. stóð
Sara upp og flutti minningarorð
um föður sinn, það var einstök
upplifun sem við sem þarna vorum
munum geyma í hjartanu.
Guð blessi minningu Þóris
Barðdal.
Margrét Kjartansdóttir.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum.
Minningargreinar
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu, langömmu og langalangömmu,
GUÐRÚNAR HELGU KARLSDÓTTUR,
Sólvangsvegi 2.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
hjúkrunarheimilisins Sólvangs fyrir hlýhug og góða umönnun.
Jón Karl Kristjánsson Hafdís Finnbogadóttir
Hrafnhildur Kristjánsdóttir Stefán Gunnarsson
Reynir Kristjánsson Helga Hauksdóttir
Þór Kristjánsson Magný Ósk Arnórsdóttir
barnabörn, lagnömmubörn
og langalangömmubörn