Morgunblaðið - 31.10.2020, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 31.10.2020, Qupperneq 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2020 Við kveðjum góð- an dreng, Einar Jónsson, og sendum þessa litlu kveðju af ást og virðingu. Guð fylgi þér engill þá ferð sem þér ber. Þótt farin þú sért, þá veistu sem er. Að sorg okkar hjörtu nístir og sker. Við sjáumst á ný þegar kemur að mér. (KK – þýð. ÓGK) Steinunn (Steina), Jó- hann, Ingimar (Ingi) og Björn Gústav (Bjössi). Á þessum fyrstu haustdögum bárust mér þær fréttir að góður vinur minn hann Einar hefði lát- ist af slysförum langt fyrir aldur fram. Einar Jónsson ✝ Einar fæddist21. ágúst 1982. Hann lést af slys- förum 10. október 2020. Útför Einars fór fram 30. október 2020. Upphaf okkar vináttu nær allt aft- ur til unglingsár- anna þegar ég, þá fimmtán ára, var nýflutt heim eftir tólf ára dvöl erlend- is og fékk að koma með frænda mínum á samastað nokk- urra vina á Lauga- veginum. Þar tókum við okkar fyrstu skref utan heimilisins í leit að okkar eigin lífsreynslu. Mér varð fljótlega ljóst að brautin hefði verið grýttari og skörðóttari hjá sumum okkar en öðrum og ekki væri alltaf rétt gefið. Einar var dulur í kringum þá sem hann þekkti lítið eða treysti illa en þeir sem voru svo lánsamir að fá að kynnast honum vel fengu einnig að sjá og njóta þeirra mörgu gáfna sem hann var gæddur. Hann var athugull, skarpur, útsjónarsamur og yfir- vegaður. Einar kom alltaf til dyr- anna eins og hann var klæddur, hafði mikla réttlætiskennd og sagði hlutina eins og þeir voru. Hann lagði aldrei kapp á að eiga veraldlega hluti, vera vinsæll eða vinmargur enda var það oft selt á slikk fyrir skammvinna upphafn- ingu brotinna sjálfsmynda sem voru allt um kring og slíkt höfð- aði ekki til hans. Einar var sann- ur, einlægur og góður en einnig mjög þrjóskur sem átti sinn þátt í að koma honum í gegnum lífið og standa alltaf uppréttur. Einar var mikill bílaáhuga- maður og var það sameiginlegt áhugamál hjá þeim feðgum Ein- ari og Jóni. Þegar maður kom til þeirra í Samtúnið var alltaf verið að gera upp bíla og þrátt fyrir að Einar væri oft fámáll átti það ekki við um bíla. Einar gat talað endalaust um bíla, bókstaflega. Þótt vinahópurinn frá ung- lingsárunum kvíslaðist í mismun- andi áttir rofnaði sá þráður sem spunninn var í æsku aldrei milli okkar Einars. Við fórum ólíkar leiðir í lífinu en það hafði engin áhrif á vináttu okkar. Þegar ég bjó erlendis í nokkur ár var ég í reglulegu sambandi við Einar og eyddi löngum stundum með hon- um þegar ég kom heim í frí. Fyrir fáum árum ákvað hann svo að flytja búsetu sína og fara austur fyrir fjall. Hann var kom- inn með góða vinnu við bílarétt- ingar í bænum, var að safna sér fyrir framtíðarhúsnæði og hund- arnir gátu verið frjálsari í sveit- inni en í miðborginni. Einar var minn trúnaðarvinur sem þekkti mig oft betur en ég sjálf. Við reyndum okkar besta í að styðja hvort annað þegar skýja- borgirnar hrundu en glöddumst líka saman yfir draumum sem urðu að veruleika. Mitt síðasta símtal við Einar stuttu fyrir andlát hans verður mér ávallt mjög kært. Við töluð- um oft saman í síma en hljóðið í honum var alveg einstaklega gott þennan dag. Mér leið um stund eins og vinur minn, með allar sín- ar gáfur, væri allt í einu kominn einu skrefi á undan mér eins og í gamla daga. Þetta vakti svo mikla ham- ingju innra með mér að ég kvaddi hann með þeim orðum að ég elsk- aði hann og hlakkaði til að heyra í honum fljótlega aftur. Ég veit ekki hvoru okkar brá meira, hon- um eða mér, en mikið ofboðslega er ég þakklát fyrir þessi orð í dag. Ég votta Jóni, fjölskyldu og vinum mína dýpstu samúð. Þín vinkona, Guðríður Anna Grétarsdóttir. Með sorg í hjarta kveð ég elskulega móðursystur mína Erlu, sem lést eftir skamma sjúkrahúslegu. Erla var ein fjög- urra systra en á milli þeirra voru miklir kærleikar. Stórt skarð hefur verið hoggið í frændgarðinn í Keflavík á skömmum tíma þar sem næst- elsta systirin Guðrún féll frá í nóvember 2017 en jafnframt elskulegur sonur hennar Ásbjörn fyrir fyrir tæpu ári síðan í blóma lífsins. Erla var sannarlega dugnaðar- kona sem var hvort tveggja í senn húsmóðir og skókaupmaður en hún rak ásamt eiginmanni sín- um Jóni Þorsteinssyni Skóbúð Keflavíkur um áratuga skeið. Þrátt fyrir mikið annríki gaf hún Erla Fanney Sigurbergsdóttir ✝ Erla FanneySigurbergs- dóttir fæddist 11. ágúst 1933. Hún lést 8. október 2020. Útför Erlu Fann- eyjar fór fram 27. október 2020. sér tíma til að sinna myndlist sem skip- aði stóran sess í lífi hennar. Hún sótti sér þekkingu á mál- aralist, var í einka- tímum hjá einum fremsta málara þjóðarinnar Sverri Haraldssyni á Hulduhólum, fór á námskeið utan, meðal annars til Bandaríkjanna og tók þátt í ýms- um sýningum. Við bræður Gunnar Steinn og ég fengum í nokkur skipti að dvelja hjá Erlu og Jóni þegar for- eldrar okkar voru erlendis. Það voru stórar stundir og ævintýra- leg tilbreyting því Erla dekraði svo sannarlega við okkur. Þegar við vöknuðum fengum við besta morgunkorn sem völ var á og hún gaf okkur útlent sælgæti sem var almennt ekki á boðstólnum á hverju heimili. Keflavík þess tíma var heillandi heimur þar sem fótboltalíf setti sterkan svip á bæjarbraginn, bítlahárið var áberandi og það nýjasta í heimi popptónlistarinnar heyrðist spil- að í öðru hverju húsi. Gunnar Þórðarson og Rúnar Júl sáust á götunum en þeir voru stjörnur allra stjarna í hugum okkar bræðra. Hjá Erlu nutum við mik- ils frelsis þótt hún passaði vel upp á okkur. Við fengum að horfa á Kanasjónvarpið, leika fram á kvöld, heimsækja afa á skóverk- stæðið þar sem furðulegir karlar vöndu komu sína, fórum í sund- laugina eða í bíó. Þegar ég heimsótti Erlu fann ég mig ávallt sérstaklega velkom- inn. Henni var umhugað um okk- ur systkinin og það fundum við svo sannarlega alla tíð. Það var upphressandi að hitta Erlu og ræða við hana því hún hafði gott skopskyn og það var stutt í hlát- urinn. Veturinn 1992 dvaldi ég um tíma í Prag. Einn daginn frétti ég að Erla væri á leiðinni ásamt hópi myndlistaráhugamanna sem voru komnir til að skoða mynd- listarsöfn. Það voru sannarlega fagnaðarfundir og áttum við skemmtilegar og ógleymanlegar stundir sem gaman var að rifja upp þegar við hittumst. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt þessa góðu móðursystur en við fráfall hennar hefur lífið fengið á sig annan svip. Ég votta Oddnýju, Bryndísi, Brynjari, Inger og öðrum að- standendum mína dýpstu samúð. Einar Örn. Í dag er það með miklum trega og söknuði en jafnframt hlýju, sem ég kveð vinkonu mína Erlu Sigurbergsdóttur. Við höfðum verið vinkonur frá því að við vor- um smástelpur. Hún fluttist ung með foreldrum sínum og þremur systrum til Keflavíkur þar sem faðir hennar gerðist skósmiður. Systurnar voru yfirleitt kallaðar skóarasysturnar. Elsta systirin Rósa fór snemma að heiman, en hinar þrjár, Gunna, Erla og Erna, bjuggu áfram í Keflavík. Allar stofnuðum við heimili og sinntum störfum innan og utan þess. Erla og Jón maðurinn hennar byggðu sitt hús nánast á sömu þúfunni og við Trausti. Það var alla tíð mikill sam- gangur okkar á milli enda passað upp á að hafa ágætisgat á girð- ingum til að stytta sér leið á milli húsa. Árið 1953 eignuðumst við allar vinkonurnar dætur sem svo voru samhliða sína skólagöngu í Keflavík. Eins og eðlilegt er í gegnum ævina breyttist margt hjá okkur en alltaf var vinskapurinn sterk- ur og alltaf hægt að taka upp þráðinn aftur eins og það hefði bara verið samtal í gær. Tíminn flýgur og ég er þakklát fyrir þær samvistir sem við Erla áttum. Ég sendi fjölskyldunni innileg- ar samúðarkveðjur. Áslaug Hilmarsdóttir Kynni okkar Auðar hófust árið 2003 þegar hún réð mig í afleysinga- starf á Viðskiptastofu SPRON, sem síðar breyttist í SPRON- Verðbréf. Á fyrstu mánuðum mínum í starfi gegndi ég formennsku í starfsmannafélagi SPRON og þannig vildi til að í fyrsta skipti í sögu SPRON var samþykkt að halda árshátíð erlendis, sem þýddi mikla fjarveru mína frá vinnu, vegna starfsmannafélags- funda við undirbúning og skipu- lag. Auður tók því vel og studdi mig í störfum mínum, sem ég Auður Gústafsdóttir ✝ Auður Gúst-afsdóttir fædd- ist 9. mars 1948. Hún lést 10. októ- ber 2020. Útför hennar fór fram 19. október 2020. var óskaplega þakklát fyrir. Afleysingastarfið breyttist í fast starf og unnum við náið saman til ársins 2009 þegar starf- semi SPRON var hætt. Auður var haf- sjór af þekkingu og það kom enginn að tómum kofunum þegar leitað var til hennar um vinnutengd mál. Hún vissi allt, það var eins og hún hefði kynnt sér til hlítar málefni milli himins og jarðar. Við fórum líka í ferðalög sam- an, aðallega vinnutengd. Eitt slíkt var til Parísar og þegar hún spurði mig hvort ég væri búin að ákveða hvað mig langaði helst að skoða í þeirri sögu- frægu borg, þá sagðist ég vera búin að útbúa dagskrá, því mig langaði að skoða staðina sem komu fram í myndinni Da Vinci Code. Auður var fljót að taka ákvörðun um að skella sér með mér og áttum við ævintýralegan dag saman; gangandi, siglandi og í lestum. Um kvöldið vorum við svo úr- vinda en þakklátar fyrir við- burðaríkan dag. Eftir að samstarfi okkar lauk héldum við áfram að hittast einu sinni í mánuði, ásamt Þóreyju Jónínu vinkonu okkar og sam- starfskonu. Við nefndum þetta kaffihúsa- hitting, því markmiðið var að prófa flestöll kaffihús á höfuð- borgarsvæðinu, okkur til skemmtunar. Eins fórum við líka út fyrir höfuðborgina, t.d. buðum við Auði í óvissuferð í tilefni 70 ára afmælis hennar 2018, þá keyrð- um við austur fyrir fjall, skoð- uðum okkur þar um og fengum okkur að borða í Tryggvaskála á Selfossi, frábær ferð í alla staði sem hún var þakklát fyrir. Auður vann síðustu árin í Seðlabankanum, þar sem hún kunni vel við sig og talaði vel um samstarfsmenn sína, sem hún tók göngutúr með í hádeginu og mátti hafa sig alla við að fylgja þeim eftir, því hún var ekki skrefstór kona. Auður var alltaf til í að gera eitthvað skemmtilegt og hinn 23. september sl. hafði ég samband við hana og spurði hvort hún væri til í bíltúr með mér á Þing- velli til að skoða haustlitina í yndislega björtu og fallegu veðri. Hún var auðvitað til í það og þennan dag áttum við saman, fórum á Hótel Grímsborgir, þar sem við fengum okkur kaffi og köku og nutum fegurðarinnar sem landið bauð upp á. Ég kvaddi hana (eins og venjulega) með orðunum „I love you“ og hún svaraði „I love you too“ … ætlunin var að næsti hittingur yrði heima hjá mér 8. október, en því miður varð ekkert af hon- um, þar sem Auður lést hinn 10. október, eftir stutta legu á líkn- ardeild. Ég kveð dásamlega vinkonu og það er huggun harmi gegn, að þegar minn tími kemur, þá munum við taka aftur upp kaffi- húsahittinginn okkar, bara á nýjum stað. Ágústa Hjartar Laufeyjardóttir. Það eru ekki margir sem geta fagnað því að verða 100 ára. Það eru heldur ekki margir svo heppnir að geta hellulagt stéttina sína á tíræðis aldri. En það gerði einmitt amma mín. Sterka fallega fyrirmyndin frá Hornströndum sem fyllir mig stolti að geta kallað ömmu mína. Þrátt fyrir háan aldur í árum þá fannst mér hún ekki verða gömul fyrr en um það leiti sem covid skall á. Hún bjó vissulega yfir mikilli visku eftir öll árin sem hún hafði dvalið á jörðinni. Svona viska gerir fólk stundum gamalt. En ekki ömmu. Hún hafði svo fallega sýn á lífið. Það var alltaf stutt í barnsleg- an hláturinn. Hláturinn og góð- Judith Júlíusdóttir ✝ Friðrika JudithJúlíusdóttir fæddist 19. mars 1920. Hún lést 22. október 2020. Útförin fór fram 30. október 2020. lega brosið sem ég mun ilja mér áfram við með því að loka aftur augunum og hugsa til ömmu. Hún var jafnvel svo ung í anda að það kom gjarnan fyrir að hún tæki sig til og hjálpaði gamla fólkinu með hitt og þetta. Gamla fólk- inu sem var í árum talið miklu yngra en hún. Amma var mikill fagurkeri og snillingur í höndunum. Að koma heim til ömmu í æsku minni var svolítið eins og að fara í lítið æv- intýraland þar sem búið var að koma hverjum og einum hlut fyr- ir á sérstakan stað. Allt svo fal- legt og úthugsað með augljóst merki um handbragðið hennar ömmu. Minningin um ömmu lifir áfram í hugum og hjörtum okkar allra sem voru svo heppin að þekkja hana. Dillandi hláturinn, hlýja augnaráðið og nærandi nærveran. Anna Hulda Ólafsdóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVAVA AUÐUNSDÓTTIR, Samtúni, Reykholtsdal, lést fimmtudaginn 15. október. Útför hennar fór fram frá Reykholtskirkju laugardaginn 24. október. Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og hlýhug við andlát og útför. Magnús Jakobsson Margrét Jakobsdóttir Sigurður Guðni Sigurðsson Sveinsína Erla Jakobsdóttir Óskar Alfreð Beck Ólafur Gunnarsson barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR ÞORSTEINSSONAR bónda, Heiði, Biskupstungum. Ágústa S. Sigurðardóttir Gísli Þórarinsson Þorsteinn Sigurðsson Abigael Sörine Kaspersen Guðmundur B. Sigurðsson Guðríður Egilsdóttir Brynjar S. Sigurðsson Marta Sonja Gísladóttir og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.