Morgunblaðið - 31.10.2020, Side 39

Morgunblaðið - 31.10.2020, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2020 39 Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar hefur áhuga á að í Ráðagerði verði heimiluð veitingaþjónusta í flokki II, skv. 17. gr. reglugerðar um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 1277/2016. Flokkur II er skilgreindur þannig: Umfangslitlir áfengisveitingastaðir þar sem starfsemin er ekki til þess fallin að valda ónæði í nágrenninu, svo sem með háværri tónlist og kalla ekki á mikið eftirlit og/eða löggæslu. Vegna þessa þarf að breyta aðalskipulagi og deiliskipulagi fyrir Ráðagerði. Í núgildandi aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar, sem var staðfest 21. febrúar 2017, er Ráðagerði innan íbúðarsvæðis ÍB-10, Bygggarða. Í skipulaginu er mörkuð stefna um að innan íbúðarsvæða sé ekki gert ráð fyrir veitingastöðum í flokki II og því nauðsynlegt að breyta stefnu um landnotkun til þess að slík starfsemi geti verið heimil í húsinu. Tillaga um breytingu á aðalskipulagi mun fela í sér afmörkun nýs reits í flokki verslunar og þjónustu, sem nær utan um húsið og svæði fyrir bílastæði norður af húsinu, að Norðurströnd. Deiliskipulag Vestursvæðis tók gildi í september 2017. Tillaga um breytingu á deiliskipulaginu mun fela í sér afmörkun bílastæða norðan við húsið, hugsanlega göngutengingar að því og landmótun. Bílastæðið mun einnig þjóna útivistarsvæðinu. Lóð fyrir Ráðagerði er þegar skilgreind í gildandi deiliskipulagi en tilgreindri notkun lóðarinnar verður breytt í veitingahús í flokki II. Gerð hefur verið lýsing, þar sem fyrirætlunum og staðháttum er lýst. Bæjarstjórn samþykkti þann 28. október sl. að kynna lýsingu á breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi. Lýsingin er fyrsta skrefið í framangreindum skipulagsbreytingum og er hún sett fram og kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga, nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Hægt er að kynna sér lýsinguna á heimasíðu bæjarins undir liðnum skipulagsmál – fréttir af skipulagsmálum www.seltjarnarnes.is/thjonusta/umhverfi/skipulag/frettir/. Einnig er hægt að nálgast lýsinguna hjá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs á skrifstofu hans að Austurströnd 1, Seltjarnarnesi, samkvæmt samtali við hann þar sem aðgengi að skrifstofu er takmarkað sem stendur. Símatímar sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs eru mánudaga, miðvikudaga og föstudaga, kl. 11:00 - 12:00. Mikilvægt er að íbúar kynni sér efni lýsingarinnar vel og skili inn ábendingum ef þeir telja að eitthvað megi betur fara. Öllum þeim sem vilja koma ábendingum á framfæri er boðið að senda þær skriflega á bæjarskrifstofu Seltjarnarnesbæjar, Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnesi eða í tölvupósti til postur@seltjarnarnes.is, í síðasta lagi 13. nóvember 2020, en lýsingin verður til sýnis með fyrrgreindum hætti fram á þann dag. Einar Már Steingrímsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs. Verslun og þjónusta í Ráðagerði Lýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 og á deiliskipulagi Vestursvæðis sbr. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. seltjarnarnes.is Sviðsstjóri matvælaöryggis- og lýðheilsusviðs Matís leggur áherslu á hagnýtar rannsóknir sem auka verðmæti íslenskrar matvælaframleiðslu, stuðla að öryggi og heilnæmi afurða og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda. Hjá Matís starfar kraftmikill hópur sem brennur fyrir því að finna nýjar leiðir til að hámarka nýtingu hráefnis, auka sjálfbærni, tryggja matvælaöryggi og efla lýðheilsu. Nánari upplýsingar má finna á: www.matis.is • Háskólamenntun og reynsla sem nýtist í starfi • Víðtæk þekking og reynsla á matvælaöryggi og áhættumati á sviði matvæla • Reynsla af stjórnun og stefnumótun • Góð færni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu • Mjög góð kunnátta í íslensku og ensku og góð hæfni til að miðla upplýsingum í ræðu og riti Menntunar- og hæfniskröfur:Helstu viðfangsefni og ábyrgð: Matís ohf. leitar að jákvæðum og drífandi einstaklingi til að leiða verkefnasvið Matís á sviði matvælaöryggis og lýðheilsu. Sviðsstjóri heyrir beint undir forstjóra og situr í framkvæmdastjórn Matís. Hlutverk Matís er að efla samkeppnishæfni íslenskra afurða og atvinnulífs og tryggja matvælaöryggi, lýðheilsu og sjálfbæra nýtingu umhverfisins með rannsóknum, nýsköpun og þjónustu. • Yfirábyrgð á verkefnum og verkefnaöflun sviðs • Stefnumótun og þróun sviðs • Þátttaka í framkvæmdastjórn • Samskipti við hagaðila á sviði matvælaöryggis og lýðheilsu • Áætlanagerð og markmiðasetning Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál. Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um. Umsóknarfrestur er til og með 16. nóvember 2020. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf að fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Upplýsingar veitir Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511 1225. Nú u þú það sem þú eia að á FINNA.is IÐNAÐARMENN VERSLANIR VEITINGAR VERKSTÆÐI BÓKHALDSÞJÓNUSTA OG FLEIRA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.