Morgunblaðið - 31.10.2020, Side 48

Morgunblaðið - 31.10.2020, Side 48
48 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2020 England Wolves – Crystal Palace ......................... 2:0 Staðan: Everton 6 4 1 1 14:9 13 Liverpool 6 4 1 1 15:14 13 Wolves 7 4 1 2 8:8 13 Aston Villa 5 4 0 1 12:5 12 Leicester 6 4 0 2 13:8 12 Tottenham 6 3 2 1 16:8 11 Leeds 6 3 1 2 12:9 10 Southampton 6 3 1 2 10:9 10 Crystal Palace 7 3 1 3 8:11 10 Chelsea 6 2 3 1 13:9 9 Arsenal 6 3 0 3 8:7 9 West Ham 6 2 2 2 12:8 8 Manch.City 5 2 2 1 8:8 8 Newcastle 6 2 2 2 8:10 8 Manch.Utd 5 2 1 2 9:12 7 Brighton 6 1 2 3 10:12 5 WBA 6 0 3 3 6:14 3 Burnley 5 0 1 4 3:9 1 Sheffield Utd 6 0 1 5 3:9 1 Fulham 6 0 1 5 5:14 1 B-deild: Coventry – Reading ................................. 3:2 Staða efstu liða: Reading 9 7 1 1 17:6 22 Bournemouth 8 4 4 0 11:6 16 Millwall 8 4 3 1 10:5 15 Swansea 8 4 3 1 10:5 15 Watford 8 4 3 1 8:4 15 Þýskaland Schalke – Stuttgart .................................. 1:1 Staðan: RB Leipzig 5 4 1 0 12:3 13 Bayern München 5 4 0 1 22:8 12 Dortmund 5 4 0 1 11:2 12 Stuttgart 6 2 3 1 11:7 9 Leverkusen 5 2 3 0 6:3 9 Mönchengladbach 5 2 2 1 8:8 8 Werder Bremen 5 2 2 1 7:7 8 E. Frankfurt 5 2 2 1 7:9 8 Hoffenheim 5 2 1 2 9:7 7 Wolfsburg 5 1 4 0 4:3 7 Augsburg 5 2 1 2 6:6 7 Union Berlin 5 1 3 1 8:6 6 Freiburg 5 1 3 1 6:9 6 Arminia Bielefeld 5 1 1 3 4:8 4 Hertha Berlín 5 1 0 4 9:12 3 Köln 5 0 2 3 5:9 2 Schalke 6 0 2 4 3:20 2 Mainz 5 0 0 5 4:15 0 Belgía B-deild: Lierse – Lommel...................................... 1:3  Kolbeinn Þórðarson lék allan leikinn með Lommel. Kasakstan Astana – Kairat Almaty.......................... 0:1  Rúnar Már Sigurjónsson kom inn á hjá Astana á 76. mínútu.  Kairat Almaty tryggði sér nánast meist- aratitilinn með sigrinum. Liðið er með 41 stig og á fjóra leiki eftir en Astana er í 2. sæti með 27 stig og á fimm leiki eftir. Pólland Pogon Szczecin – Jagiellonia................. 3:0  Böðvar Böðvarsson lék allan leikinn með Jagiellonia. Danmörk B-deild: Viborg – Helsingör.................................. 3:0  Patrik Sigurður Gunnarsson varði mark Viborg. Katar Bikarkeppnin, undanúrslit: Al Markhiya – Al-Arabi .......................... 0:2  Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn og skoraði fyrra mark Al-Arabi.  Spánn Barcelona – Benidorm........................ 43:29  Aron Pálmarsson skoraði eitt mark fyrir Barcelona.  Efstu lið: Barcelona 16, Bidasoa 12, Gra- nollers 12, Atlético Valladolid 12, Ademar León 10, Cuenca 9. Danmörk Odense – Aarhus United..................... 33:27  Thea Imani Sturludóttir skoraði ekki fyrir Aarhus United. Frakkland B-deild: Nice – Besancon ............................... frestað  Markvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson leikur með Nice. Svíþjóð Önnered – Guif .................................... 32:27  Markvörðurinn Daníel Freyr Ágústsson leikur með Guif.   Spánn Zaragoza – Unicaja Málaga ............... 63:92  Tryggvi Snær Hlinason lék í 17 mínútur með Zaragoza, skoraði 8 stig og tók eitt frá- kast.   Aron Einar Gunnarsson, landsliðs- fyrirliði í knattspyrnu, skoraði fyrra mark Al-Arabi í gær þegar liðið sigraði Al Markhiya, 2:0, í und- anúrslitum bikarkeppninnar í Kat- ar. Er þetta bikarkeppnin 2019-20 sem ekki tókst að ljúka á réttum tíma vegna útbreiðslu kórónuveir- unnar. Heimir Hallgrímsson þjálfar Al-Arabi og Freyr Alexandersson er mættur til félagsins til að taka við starfi aðstoðarþjálfara. Í dag skýrist hvort mótherji í úr- slitaleiknum verður Al Duhail eða Al Sadd. sport@mbl.is Al Arabi komið í bikarúrslit Morgunblaðið/Eggert Katar Aron Einar Gunnarsson leik- ur til úrslita í bikarkeppninni. Tvær breytingar til viðbótar voru gerðar á landsliðshópi karla í hand- knattleik í gær en Ísland tekur á móti Litháen á miðvikudaginn. Kristján Örn Kristjánsson getur ekki nýtt tækifærið sem bauðst þegar hann var kallaður inn í hóp- inn í vikunni. Tveir liðsfélagar hans í Aix í Frakklandi greindust með kórónuveiruna og Kristján gæti því lent í sóttkví. Óðinn Þór Ríkharðs- son var kallaður inn í hópinn í gær í stað Kristjáns. Þá var Hákon Daði Styrmisson valinn í stað Odds Gret- arssonar sem á ekki heimangengt. Veiran gerir Kristjáni óleik Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Frakkland Kristján Örn kemst ekki heim í landsleikinn. GRASRÓTIN Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Siguróli Kristjánsson, betur þekkt- ur sem Moli, heimsótti mörg af minni bæjarfélögum landsins í sum- ar þar sem hann stóð fyrir bæði knattspyrnuæfingum, studdi við bakið á þjálfurum í bæjarfélaginu og setti upp fjölbreyttar fótbolta- búðir. Alls tóku um 600 til 700 krakkar þátt í verkefninu sem KSÍ setti á laggirnar sumarið 2019 og var Siguróli því að heimsækja bæjar- félögin í annað sinn í sumar. Siguróli, sem er fæddur árið 1966, er uppalinn á Akureyri en hann lék 82 leiki í efstu deild fyrir Þórsara fram að 1990 og þá lék hann einnig 2 A-landsleiki á sínum ferli. Hann var síðan lengi þjálfari í neðri deildum og var meðal annars aðstoðarþjálfari kvennaliðs Þórs/ KA árið 2012 þegar liðið varð Ís- landsmeistari í fyrsta sinn. „Þetta er verkefni sem hófst á síðasta ári,“ sagði Siguróli í samtali við Morgunblaðið. „Síðasta sumar heimsótti ég 33 staði á landsbyggð- inni og í ár gerði ég gott betur og heimsótti 34 staði. Verkefnið var öðruvísi í ár enda tíminn mun knappari vegna kórónuveirufarald- ursins. Ég komst ekki af stað fyrr en í maí og svo kom aftur stopp í ágúst. Ég náði hins vegar að taka góðan hring um Vestfirðina í ágúst- mánuði þannig að þetta blessaðist allt að lokum.“ Lofuðu að minnka tölvu- og símanotkun um helming „Fyrirmynd verkefnisins kemur frá UEFA og þetta er ennþá í hálf- gerðri þróun hjá okkur. Markmiðið er fyrst og fremst að kveikja ljós ef svo má segja í minni bæjarfélögum. Það er svo bara skilgreiningaratriði hvaða bæjarfélög eru lítil á Íslandi. Ég ætlaði mér að heimsækja bæði nýja og fleiri staði í sumar en það breyttist þar sem ég lofaði öllum krökkunum síðasta sumar að ég myndi snúa aftur í ár. Á sama tíma tók ég loforð af þeim um að minnka bæði tölvu- og síma- noktun um helming og hreyfa sig daglega. Þau þurftu alls ekki að hreyfa sig í fótbolta heldur bara í því sem þeim leið vel með að gera. Ég fann þess vegna mikla þörf hjá sjálfum mér að fara aftur á sömu staðina en ég hefði líka viljað fara á fleiri nýja staði en það er bara nýtt verkefni fyrir næsta sumar,“ sagði Siguróli ennfremur. Battavöllurinn vinsæll Siguróli ferðaðist um landið í sendibíl með battavöll í farangurs- rýminu en völlurinn er í minni kant- inum og vakti mikla lukku hjá yngri kynslóðinni. „Árið 2019 tók ég með mér einn lítinn battavöll sem KSÍ fékk lán- aðan hjá Ungmennafélagi Íslands, UMFÍ. Við leigðum okkur svo bara sendibíl og keyrðum hringinn um landið. Planið var að vera með bæði fjölbreyttar og skemmtilegar æf- ingar fyrir krakkana til þess að fá þau til þess að mæta á svæðið. Þess þurfti hins vegar ekki þegar ég var kominn á staðinn því um leið og ég mætti með battavöllinn á svæðið vildu allir vera með. Þetta var svo bara eintóm gleði, allan tímann, og aðalatriðið var ekki hver ynni eða neitt slíkt. Krakkarnir voru fyrst og fremst mættir til þess að spila fótbolta. Þar sem völlurinn rúmaði í raun bara tvo til fjóra í einu biðu hinir fyrir utan og þá reyndi ég að hvetja krakkana til þess að æfa sig með bolta á meðan þau biðu eftir að röð- in kæmi að þeim. Þau voru svo líka dugleg að lifa sig inn í leiknn og hrópa hvatningarorð til vina sinna á hliðarlínunni. Í sumar fjárfesti KSÍ svo í tveimur battavöllum sem ég tók með mér og það vakti mikla lukku að mæta með tvo velli í ár.“ Tvær mikilvægar reglur Siguróli telur að verkefnið hafi slegið í gegn og að það hafi aukið vægi KSÍ á landsbyggðinni. „Þetta gefur krökkunum hrika- lega mikið og eins bæjarfélögunum í heild sinni. Þegar ég kom aftur í sumar hitti ég sömu þjálfarana og sömu foreldrana og ég hitti síðasta sumar. Við fengum mikla virðingu fyrir verkefnið 2019 en sú virðing jókst enn frekar í sumar því 70-80% af krökkunum komu aftur í sumar, annað árið í röð. Ég held að krakkarnir hafi líka verið ánægðir með þær tvær reglur sem voru iðulega í gildi. Það á ann- ars vegar að vera gaman í fótbolta og hins vegar má gera mistök. Það eru skilaboðin sem krakkarnir fá þegar þau fara inn á battavöllinn og því fleiri mistök, því betra. Ég tók af þeim annað loforð í sumar, að minnka símanotkun ennþá frekar, fara snemma að sofa á kvöldin og vera dugleg að hreyfa sig. Það er þess vegna aftur komin pressa fyrir næsta sumar að heim- sækja staðina enn á ný og vonandi bætast fleiri við í kjölfarið.“ Metnaðurinn til staðar Þjálfarinn er viss um að margar af framtíðarstjörnum Íslands leynist á landsbyggðinni. „Þetta eru fyrst og fremst góðir krakkar með foreldra sem hafa mik- inn metnað og áhuga á því sem börnin þeirra eru að gera. Þau eru að keyra krakkana sína langar vegalengdir á hverjum degi til þess að koma þeim á æfingar. Foreldrarnir og krakkarnir þurfa að gefa mikið af sér bara til að kom- ast á æfingar og það eitt og sér býr strax til mjög sterka karaktera. Karakter er gríðarlega mikilvægur í fótbolta og hann er mikilvægastur ásamt fótbolta- og íþróttamanninum í þér.“ Eflir lýðheilsu barna „Okkur hefur tekist að efla meiri áhuga á landsbyggðinni með þessu framtaki og þetta hefur eflt lýð- heilsu barna sem var aðalmarkmiðið þegar við lögðum af stað í þetta. Það er fullt af mjög efnilegum krökkum sem æfa úti á landi og þetta eru klárlega framtíðarlands- liðsmenn Íslands einn góðan veð- urdag,“ bætti Siguróli við í samtali við Morgunblaðið. Landsliðsfólk framtíðar leynist í litlu bæjunum  Siguróli Kristjánsson mætti með battavöll í minni bæjarfélög landsins Ljósmynd/KSÍ Austfirðir Siguróli Kristjánsson ásamt fótboltakrökkum á Stöðvarfirði sem var einn viðkomustaðanna. Siguróli Kristjánsson heimsótti 31 byggðarlag á ferðalagi sínu um landið í sumar og hélt þar fótboltanámskeið fyrir krakka frá samtals 34 byggðar- lögum. Staðirnir voru Borg í Grímsnesi, Breiðdalsvík, Búðardalur, Djúpi- vogur, Eyrarbakki, Flateyri, Flúðir, Grundarfjörður, Hofsós, Hólmavík, Höfn, Kirkjubæjarklaustur, Kjalarnes, Mývatnssveit, Ólafsvík, Patreks- fjörður, Raufarhöfn, Seyðisfjörður, Skagaströnd, Stokkseyri, Stykkis- hólmur, Stöðvarfjörður, Suðureyri, Súðavík, Varmahlíð, Vík í Mýrdal, Vogar, Vopnafjörður, Þingeyri, Þorlákshöfn og Þórshöfn. Til Patreks- fjarðar komu líka krakkar frá Tálknafirði og Bíldudal og til Raufarhafnar komu krakkar frá Kópaskeri. Myndir sem teknar voru á öllum stöðunum má sjá á mbl.is/sport/fotbolti. Þátttakendur frá 34 stöðum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.