Morgunblaðið - 31.10.2020, Page 49

Morgunblaðið - 31.10.2020, Page 49
EVRÓPUDEILDIN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Albert Guðmundsson varð í fyrra- kvöld annar Íslendingurinn og sá fyrsti í tíu ár til að skora tvö mörk í leik í riðlakeppni Evrópu- deildarinnar í fótbolta. Albert gerði þá bæði mörk hol- lenska liðsins AZ Alkmaar í heimasigri á Rijeka frá Króatíu, 4:1, og skoraði þar með sín fyrstu mörk í riðlakeppninni. Sá eini sem hefur áður leikið þennan leik er Kolbeinn Sigþórs- son og það gerði hann einmitt líka fyrir AZ Alkmaar. Það var 15. desember árið 2010, eða fyrir rétt tæpum áratug, en Kolbeinn, sem þá var á sínu fyrsta tímabili í að- alliði AZ, skoraði tvö marka liðsins þegar það vann BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi, 3:0, á heimavelli. Fimm skorað fyrir AZ Albert er sextándi Íslending- urinn sem skorar í riðlakeppni eða útsláttarkeppni Evrópudeildar UEFA frá því núverandi keppnis- fyrirkomulag var tekið upp árið 2004. Leikið er í riðlum, eftir fjór- ar umferðir í undankeppni, og eft- ir það útsláttarkeppni frá 32ja liða úrslitum. AZ Alkmaar kemur mest við sögu hjá Íslendingum í þessari keppni því fimm af þeim sextán ís- lensku fótboltamönnum sem hafa skorað í henni hafa gert það í bún- ingi AZ. Jóhann Berg Guðmundsson skoraði fjögur mörk fyrir liðið í riðlakeppninni, Kolbeinn Sigþórs- son þrjú, Albert er kominn með tvö og þeir Grétar Rafn Steinsson og Aron Jóhannsson gerðu sitt markið hvor fyrir AZ í riðlakeppn- inni. Sjötti Íslendingurinn sem hef- ur leikið með AZ í Evrópudeildinni er Jóhannes Karl Guðjónsson. Rúnar Alex 35. Íslendingurinn Rúnar Alex Rúnarsson varð 35. Íslendingurinn til að spila í riðla- eða útsláttarkeppni Evrópudeild- arinnar í fyrrakvöld þegar hann varði mark Arsenal gegn Dundalk frá Írlandi. Hann er annar íslenski markvörðurinn í keppninni en Hannes Þór Halldórsson varði mark Qarabag frá Aserbaídsjan í tveimur leikjum í riðlakeppninni haustið 2018. Hinir fjórir Íslendingarnir sem nú leika í riðlakeppninni, Albert, Sverrir Ingi Ingason, Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sig- urðsson, léku allir sinn fyrsta leik í keppninni í fyrstu umferðinni fyrir rúmlega viku. Þrennur Péturs og Ásgeirs Evrópudeild UEFA varð til um aldamótin þegar Evrópukeppni bikarhafa og UEFA-bikarinn voru sameinuð. Tveir Íslendingar skor- uðu þrennur fyrir erlend félög í gamla UEFA-bikarnum. Pétur Pétursson tvívegis, fyrir Feye- noord frá Hollandi gegn Malmö frá Svíþjóð 1979 og fyrir Antwerp- en frá Belgíu gegn Zürich frá Sviss 1983. Ásgeir Sigurvinsson skoraði þrennu fyrir Standard Liege frá Belgíu gegn Dynamo Dresden frá Austur-Þýskalandi í 16-liða úrslitum UEFA-bikarsins árið 1980. Þá skoraði Lárus Guðmundsson sex mörk fyrir Waterschei frá Belgíu og þrjú mörk fyrir Uerdin- gen frá Þýskalandi í Evrópu- keppni bikarhafa á árunum 1982 til 1985. Lárus skoraði m.a. í sigri Waterschei á París SG þegar belg- íska liðið komst í undanúrslit keppninnar vorið 1983. AFP AZ Albert Guðmundsson í leiknum gegn Rijeka í fyrrakvöld. Albert fetar í fótspor Kolbeins  Einu Íslendingarnir sem hafa skorað tvö mörk í leik í riðlakeppni Evrópudeildarinnar ÍÞRÓTTIR 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2020 Íslandsmótinu í fótbolta er lokið þetta árið. Síðustu leikirnir voru spilaðir dagana 4. til 6. október en það vissum við þó ekki fyrir víst fyrr en klukkan sex í gær þegar KSÍ gjörði niður- stöðu sína heyrinkunnuga. Eins og fram kemur hér til hliðar eru Valur og Breiðablik Ís- landsmeistarar karla og kvenna árið 2020. Sem betur fer er um nokkuð afgerandi sigra hjá báð- um liðum að ræða. Valsmenn voru komnir með afar vænlegt forskot og Blikakonur voru búnar að leggja keppinauta sína á Hlíð- arenda að velli. Sumt annað var langt frá því að vera eins afgerandi og það er vel hægt að kenna í brjósti um Framara, sem missa af úrvals- deildarsæti á markatölu, Magna- menn og mitt gamla félag Leikni á Fáskrúðsfirði sem falla úr 1. deild karla á markatölu. FH- konur sem voru svo nálægt því að halda sér í úrvalsdeildinni. Stjórn KSÍ var vandi á hönd- um. Margir vildu ljúka mótinu á eðlilegan hátt. Margir vildu láta gott heita. Hjá mörgum fór þetta eftir stöðu þeirra liða. En eftir tíðindi gærdagsins var erfitt fyrir KSÍ að halda því til streitu að ljúka mótinu og spila alla leiki. Óvissan var einfaldlega of mikil. Í dag veit enginn hvort hægt væri að halda áfram keppni eftir 17. nóvember. Eins og ég hef áður komið inn á, þá tel ég þó að ákvörðunin um að krýna enga bikarmeistara 2020 sé misráðin. Hjá körlum og konum eru að- eins fjögur lið eftir í undan- úrslitum. Samtals sex leikir, sem engin þörf var á að blása af strax. Undanúrslit og úrslitaleiki hefði mátt leika síðar í vetur. Hugsanlega með áhorfendum! BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Aron Pálm- arsson hafði nóg að gera í starfi sínu sem at- vinnumaður í handknattleik fyrir helgi en Ar- on og liðsfélagar í liði Barcelona léku tvo leiki á sama sólar- hringnum. Tóku þeir á móti Benidorm í spænsku 1. deildinni í gær en leiknum var frestað á dögunum vegna kórónu- veirusmits í röðum Barcelona. Á fimmtudagskvöld lék liðið við Aal- borg í Meistaradeild Evrópu og vann góðan sigur, 42:33, þar sem Aron var mjög áberandi, skoraði fimm mörk og átti fimm stoðsend- ingar. Hann tók það hins vegar ró- lega í gær og skoraði eitt mark í stórsigri Barcelona, 43:29. Barcelona vann þar með sinn átt- unda sigur í fyrstu átta leikjunum og er með 16 stig á toppi deild- arinnar en Bidasoa, Granollers og Valladolid eru öll með 12 stig. Bida- soa hefur unnið alla sína leiki eins og Barcelona en hefur aðeins spilað sex leiki. Nú vill svo vel til að leik- mannahópur Barcelona er afar vel mannaður og getur tekist á við dag- skrá sem þessa. Léku tvo leiki á sama sólarhring Aron Pálmarsson FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson Víðir Sigurðsson sport@mbl.is Stjórn Knattspyrnusambands Ís- lands ákvað á fundi sínum í gær að hætta keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu og einnig í bikarkeppn- inni. Fyrr í gær kynnti ríkisstjórnin hertar sóttvarnaaðgerðir í barátt- unni við kórónuveiruna og í fram- haldinu funduðu stjórn sambands- ins og mótanefnd. „Þetta er auðvitað þungbær ákvörðun og erfitt að taka hana. Við teljum hana nauðsynlega og stjórn- in var einhuga sem og mótanefndin. Ef horft er til heildarhagsmuna þá er þetta skynsamlegasta niður- staðan,“ sagði Guðni Bergsson, for- maður KSÍ, meðal annars í samtali við mbl.is í gær. Eins og fram hefur komið hefur stjórn KSÍ heimild til að aflýsa Ís- landsmótinu með þeim hætti að nú- verandi staða gildi varðandi Ís- landsmeistarana og hvaða lið fara á milli deilda. Bráðabirgðareglugerð var hönnuð í sumar með tilliti til ástandsins í heiminum og gerir hún stjórn KSÍ kleift að grípa til þess ef 2⁄3 Íslandsmótsins hafa verið af- greiddir. Sú er raunin. Breiðablik og Valur eru þar með Íslandsmeist- arar árið 2020. FH og KR falla Breiðablik er Íslandsmeistari kvenna og fær þar með Íslandsbik- arinn í 18. skipti. Hlutfall stiga mið- að við leiki ræður þar með endan- lega úrslitum samkvæmt reglu- gerðinni sem KSÍ gaf út í júlí- mánuði. Þar sem KR á eftir að spila tvo frestaða leiki, auk þeirra tveggja umferða sem eftir var að spila, þarf að grípa til stigahlutfalls- ins til að úrskurða um þriðja sætið og um neðstu sætin í deildinni. Val- ur er í öðru sæti og fær eins og Breiðablik keppnisrétt í Meist- aradeild kvenna 2021-22 en Ísland fær frá og með næsta hausti tvö lið í þeirri keppni í stað eins áður. FH og KR falla niður í 1. deild. Tindastóll og Keflavík taka sæti FH og KR í deildinni tímabilið 2021 sem tvö efstu lið 1. deildar kvenna, Lengjudeildarinnar, en þau höfðu þegar tryggt sér fyrsta og annað sætið. Fjölnir og Völsungur falla úr 1. deild kvenna, sem þá þegar lá fyrir, en sæti þeirra taka Grindavík og HK. Grindavík er meistari 2. deild- ar þrátt fyrir að hafa verið með færri stig en HK, vegna stigahlut- falls. Keflavík og Leiknir fara upp Valsmenn eru Íslandsmeistarar karla og fá þar með Íslandsbikarinn í 23. skipti. Þar sem einn frestaður leikur er óleikinn, milli Stjörnunnar og KR, auk þeirra fjögurra umferða sem eftir var að spila, þarf að grípa til stigahlutfallsins til að úrskurða um sæti þrjú til fimm í deildinni. FH og Stjarnan hafna í öðru og þriðja sæti og fá Evrópusætin tvö sem veitt eru fyrir árangur í deild- inni. Breiðablik er í fjórða sæti og fær síðasta Evrópusætið þar sem bikarkeppni KSÍ hefur verið end- anlega slegin af. Engir bikarmeist- arar verða krýndir árið 2020. Grótta og Fjölnir falla niður í 1. deild. Keflavík og Leiknir R. taka sæti Gróttu og Fjölnis í deildinni tímabilið 2021 sem tvö efstu lið 1. deildar karla, Lengjudeildarinnar. Þó er viðbúið að Fram láti á það reyna hvort lögmætt sé að Leiknir fái sætið á betri markatölu en Leiknir R. og Fram enda með jafn- mörg stig eftir jafnmarga leiki. Magni og Leiknir F. falla úr 1. deild karla en sæti þeirra taka Kór- drengir og Selfoss. Víðir og Dalvík/ Reynir falla úr 2. deild karla en sæti þeirra taka KV og Reynir úr Sandgerði. Álftanes og Vængir Júpíters falla úr 3. deild karla en sæti þeirra taka ÍH og KFS. Eina deildin þar sem tókst að ljúka keppni var 4. deild karla. „Erfiður biti að kyngja“ „Við gerum okkur fyllilega ljóst að þetta er efiður biti að kyngja fyrir marga. Sérstaklega þau sem voru í þeirri stöðu að berjast um að fara upp um deild, þau sem voru að berjast fyrir áframhaldandi veru í deild og þau sem voru í bar- áttu um Evrópusæti. Þetta tekur á okkur öll sem erum í stjórn KSÍ enda erum við öll með bakgrunn í fótboltanum,“ sagði Guðni einnig í gær. Í tilkynningunni frá heilbrigðis- ráðuneytinu er tekið fram að ráð- herra geti veitt undanþágu við banni frá íþróttastarfi. Þar er sér- staklega nefnt að slíkt geti átt við um alþjóðlega keppnisleiki. Þar af leiðandi má draga þá ályktun að líklegt sé að leikirnir sem fara eigi fram næsta miðvikudag séu á áætl- un. Annars vegar karlalandsleikur í handknattleik í Laugardalshöll á milli Íslendinga og Litháa og hins vegar Evrópuleikur í Meist- aradeild kvenna í knattspyrnu á milli Vals og HJK Helsinki. „Nú er næsta atrenna að fara í það mál. Við höfum skilað inn fjöl- mörgum undnaþágubeiðnum og ýmsum greinargerðum varðandi fótboltaumhverfið á síðustu mán- uðum,“ sagði Guðni Bergsson, for- maður KSÍ. Mótslok í skugga veiru  Breiðablik og Valur eru Íslandsmeistarar í knattspyrnu árið 2020  Ákveðið var í gær að hætta keppni bæði á Íslandsmótinu og í bikarkeppninni Morgunblaðið/Íris Meistarar Breiðablik náði tvívegis að fagna sigri á sínum helstu keppinautum í Val í sumar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.