Morgunblaðið - 31.10.2020, Page 50
50 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2020
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Það var kominn tími til að skrifa barnabók,
enda fimm ár síðan sú síðasta, Dúkka, kom út.
Það er svo skemmtilegt að skrifa barnabækur
því þar fæ ég útrás fyrir meiri fíflalæti en í öðr-
um verkum,“ segir Gerður Kristný rithöfundur
en hún sendi nýlega frá sér barnabókina Iðunn
og afi pönk. „Sagan átti að spretta út úr sam-
tíma okkar þar sem reiðhjólastuldur og lúsmý
angra sögupersónur. Þegar ég sat yfir bókinni í
vor óttaðist ég mjög að lúsmýið hefði bara herj-
að á okkur í fyrra og væri nú horfið á braut.
Þess vegna varð ég mjög glöð þegar fréttist af
fyrstu lúsmýsárásunum í sumar. Mig langaði
líka að skrifa bók um nútímalegan afa, enda er
fólkið af pönk-kynslóðinni orðið afar og ömmur.
Sú kynslóð verður að fá að birtast í allri sinni
pönkdýrð í barnabók og börnin að hitta þar fyr-
ir ömmur sínar og afa. Ég efast ekkert um að
þetta fólk prjóni og kunni stöku málshátt, en
tímarnir breytast og ömmur og afar með,“ segir
Gerður sem sjálf hefur rekist á stöku pönkara.
„Þetta er afslappað og skemmtilegt fólk og
krakkarnir sem ég hef kennt ritlist síðasta ára-
tuginn láta engan eiga neitt inni hjá sér. Þau eru
hugmyndarík og orðheppin. Mig langaði til að
láta þannig stelpu og þannig afa mætast í bók,“
segir Gerður og bætir við að henni hafi fundist
tilvalið að láta söguna gerast í Mosfellsbæ, því
þar hafi hún oft kennt krökkum ritlist.
„Ég man frá eigin bernsku hvað hjólastuldur
var mikið mál í huga barns. Maður gat átt von á
því að lenda í einhverjum hrekkjusvínum sem
stoppuðu mann, læstu hjólinu og vildu svo fylgj-
ast með hvernig maður opnaði. Þannig ætluðu
hrekkjusvínin að hafa tök á að stela hjólinu síð-
ar, en í þá tíð voru takkalásar sem átti að ýta inn
og út eftir kúnstarinnar reglum. Hinir dulkóð-
uðu takkalásar voru almesta leyndarmálið sem
maður geymdi með sér en nú eru það eflaust
lykilorð til að opna símann,“ segir Gerður og
bætir við að nýja bókin hennar fjalli ekki aðeins
um hjólaþjófnað heldur líka um fordóma. „Við
eigum það til að ákveða fyrirfram hverjir séu
vondir og hljóti að reyna að leggja stein í götu
okkar hinna en komumst síðan yfirleitt að því að
flestir eru bestu skinn inn við beinið.“
Gefðu mér bráku
Þegar Gerður sest við að skrifa barnabók
segist hún jafnan ímynda sér að það verði mjög
auðvelt en hefur alltaf jafn rangt fyrir sér.
„Vissulega er voða gaman að semja fyrstu
þrjá kaflana, en svo er ég alltaf strand og veit
ekkert hvað á að gerast næst eða hvernig ég
ætla að segja frá því. Í fyrstu covid-bylgjunni
róaðist líf mitt þegar ferðalög á erlendar bók-
menntahátíðir lögðust af og mér var ætlað að
sitja heima, skrifa og kenna syni mínum al-
gebru. Þá færðist yfir mig værð og allt í einu
vissi ég hvað átti að gerast næst í sögunni um
Iðunni og afa pönk sem ég hafði byrjað á árið
áður. Ég þarf að vera vel stemmd þegar ég
skrifa barnabók í léttum tóni eins og þessa. Það
er bannað að flýta sér.“
Gerður leikur sér með íslenska tungu í bók-
inni um Iðunni og afa pönk því þar bregður fyrir
orðum sem sum eru tungubrjótar og krakkar
heyra kannski sjaldan núorðið.
„Krakkarnir í mínum bekk í Álftamýrarskóla
höfðu gaman af að leika sér með orð. Við feng-
um sum orð á heilann og reyndum að tala gott
mál. Þess vegna sögðum við ekki „give me a
break“, eins og þá var í tísku, heldur: Gefðu mér
bráku. Ég hef ekkert læknast af því að hafa
gaman af orðum. Ég er enn á þessu stigi. Til
dæmis finnst mér „brigsl“ rosalega fyndið orð
en það kemur fyrir í nýju bókinni minni.“
Mikið pönk í Halldóri
Þegar Gerður er spurð að því hvaða bækur
hafi verið í uppáhaldi hjá henni þegar hún var
krakki, segist hún hafa lesið stelpubækur sem
voru skrifaðar af konum.
„Þannig bækur voru mér gefnar í afmælis- og
jólagjafir og mér fannst þær óskaplega
skemmtilegar. Ég hef uppáhaldsbarnabæk-
urnar mínar í seilingarfjarlægð í vinnu-
herberginu, svo ég muni nú hvernig þetta
hófst allt saman, ást mín á bókum og að ég
skyldi verða rithöfundur. Ég las bækurnar
um Löbbu eftir Merri Vik og líka Lilju-bæk-
urnar og Gunnu-bækurnar eftir Catherine
Woolley. Kátu-bækurnar eftir Hildegard
Diessel las ég líka og auðvitað flaut Astrid
Lindgren inn á milli. Ég gleypti líka í mig
bækurnar eftir Enid Blyton sem mér fannst
dásamlegur höfundur. Af þessu má sjá að ég
las bækur hvaðanæva, frá Svíþjóð, Banda-
ríkjunum og Stuttgart, þar sem Kátu-
bækurnar gerðust. Einhvern tímann hendist
maður vonandi til þeirrar dularfullu borgar
þar sem öll þessi mergjuðu ævintýri áttu sér
stað. Þar hlýtur að vera boðið upp á Kátu-
slóðaferð fyrir æsta lesendur,“ segir Gerður
og bætir við að sér hafi fundist mikil hvíld í
því þegar hún var krakki að geta brugðið sér
inn í annan heim í bók.
„Ég hafði mikla þörf fyrir að lesa um ann-
að fólk og fá að vera það fólk um stundar-
sakir. Það bjargaði ýmsu að geta seilst í
skáldsögu þegar erfiðleikar eða leiðindi herj-
uðu á – og gerir enn. Ég held það sé afar dýr-
mætt fyrir börn, nú sem áður. Við krakkarnir
lásum til að geta sett okkur í spor annarra og
fá að kynnast heiminum, til dæmis í gegnum
Tinnabækurnar. Mig langaði óskaplega til að
ferðast á framandi slóðir þegar ég las Tinna-
bækurnar og sennilega hefði ég aldrei orðið
blaðamaður ef ég hefði ekki kynnst blaða-
manninum Tinna. Ég lá líka í teiknimynda-
sögum, svo sem Lukku-Láka og Ástríki.
Þessar bækur voru svo vel þýddar, dugar þar
að nefna orðaforða Kolbeins kafteins sem er
magnaður „frá stefni og aftur í skut“ svo ég
noti orðalag hans.“
Gerður segist hafa gefið Halldóri Bald-
urssyni frjálsar hendur með teikningarnar í
bókinni um Iðunni og afa pönk.
„Ég treysti Halldóri og vissi að eitthvað
sniðugt kæmi frá honum. Í kápumyndinni
notar hann til dæmis litasamsetninguna í
plötuumslagi pönkaranna í Sex Pistols, Nev-
er Mind the Bollocks. Systrunum Jóu og Dídí
svipar líka til Ramonesbræðra, langar og
mjóar. Ég beið spennt eftir því hvernig afinn
kæmi út og gæti ekki verið sáttari með
hvernig hann birtist í teikningum Halldórs.
Það er svo mikið pönk í Halldóri, hann bætir
alltaf einhverju við textann með myndum sín-
um.“
Morgunblaðið/Golli
Pönk „Ég efast ekkert um að þetta fólk prjóni og kunni stöku málshátt, en tímarnir breytast og
ömmur og afar með,“ segir Gerður en margir af pönk-kynslóðinni eru nú orðnir afar og ömmur.
Pönkarar eru besta fólkið
„Ég þarf að vera vel stemmd þegar ég skrifa barnabók í léttum tóni eins og þessa. Það er bannað
að flýta sér,“ segir Gerður Kristný sem sendi nýverið frá sér barnabókina Iðunn og afi pönk
Jólalestur Gerður Kristný á jólum 1980 að
lesa eina af Kátubókum Hildegard Diessel.
VIÐSKIPTA
Viðskiptapúlsinn er hlaðvarpsþáttur um viðskipti og
efnahagsmál. Þar setjast blaðamenn ViðskiptaMoggans niður
ásamt góðum gestum og ræða stærstu viðskiptafréttir vikunnar
hverju sinni og hvað um er að vera í íslensku viðskiptalífi.
Þættirnir fara í loftið á miðvikudögum í kjölfar útgáfu ViðskiptaMoggans og eru
í samstarfi við Arion banka. Hlaðvarpið má nálgast á iTunes, Spotify og á öðrum
hlaðvarpsrásum. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á mbl.is
VIÐSKIPTAPÚLSINN
VIÐSKIPTAPÚLSINN
NÝTTU
TÍMANN OG
FYLGSTU MEÐ
„Upphaf aldauðans“ er yfirskrift
málþings, útgáfuhófs og sýningar
sem verður opnuð í Ásmundarsal við
Freyjugötu í dag, laugardag, en dag-
skránni verður streymt á facebook-
síðu sýningarsalarins. Vegna hertra
reglna um samkomur verður dag-
skráin, sem áður hafði verið kynnt
að takmarkaður hópur gæti sótt, öll í
streymi. Tilefni málþings og sýn-
ingar er útgáfa bókar Gísla Páls-
sonar, Fuglinn sem gat ekki flogið,
um geirfuglinn.
Í tilkynningu segir að tegundin
hafi liðið undir lok „við Ísland, á Eld-
ey við Reykjanes 3. júní 1844. Örlög
geirfuglsins voru skráð í einstöku
handriti, Geirfuglabókum, sem
skráðar voru í Íslandsleiðangri
tveggja Breta (1858) en lítið hefur
verið fjallað um. Geirfuglinn varð til-
efni almennrar umræðu á nítjándu
öld um aldauða tegunda. Nú á tím-
um vofir yfir allsherjar-aldauði teg-
unda“.
Dagskrá hefst í dag, laugardag,
kl. 15 í Ásmundarsal með kynningu
á bók Gísla. Þá verður líka opnuð
sýning sem verður opin áfram, með
myndverkum eftir Ólöfu Nordal,
Ragnhildi Ágústsdóttir og Örlyg
Kristfinnsson – ásamt verkum barna
sem hafa tekið þátt í vinnustofu um
fágæta fugla.
Á morgun, sunnudag, hefst mál-
þingið „Aldauði samtímans“ kl. 15.
Stutt erindi flytja Gísli Pálsson
mannfræðingur, Ólöf Nordal mynd-
listarkona, Errol Fuller fuglafræð-
ingur og Sigríður Þorgeirsdóttir
heimspekingur. Að erindum loknum
verða umræður.
Morgunblaðið/Ómar
Geirfugl Þekkt verk Ólafar Nordal
í Skerjafirði. Hún á líka verk á sýn-
ingunni í Ásmundarsal.
Dagskrá um geirfugla
og aldauða samtímans