Morgunblaðið - 31.10.2020, Síða 53
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Líklega yrði allt vitlaust ef íslensk
listasöfn reyndu að bæta erfiða
rekstrarstöðu nú á tímum kórónu-
veirufaraldursins með því að selja
valin listaverk úr safneigninni.
Mögulega þau verðmætustu til að fá
sem mest út úr sölunni, til að mynda
til að komast hjá því að segja starfs-
fólki upp. En það er lítil hætta á að
það gerist hér, slíkt þekkist ekki í
þessum hluta heimsins, þar sem söfn
eru yfirleitt í eigu samfélagsins og
verkin í þeim sameign okkar allra, í
stað þess að söfnin séu sjálfseignar-
stofnanir eins og algengt er vestan-
hafs. Svo er verð á verkum helstu
meistara íslenskrar listasögu þar
fyrir utan svo fáránlega lágt að and-
virði lykilverka myndi mögulega
duga til að greiða árslaun eins
starfsmanns, kannski tveggja. En á
þroskuðum listmörkuðum fjölmenn-
ari samfélagi má fá milljarða króna
fyrir stök verk og þar liggur freist-
ingin í efnahagskrísu eins og þeirri
sem veiruskrattinn veldur.
Undanfarið hefur mátt sjá fjölda
frétta um að menningarstofnanir er-
lendis íhugi að selja og hafi selt
verk, til að styrkja reksturinn. Og
umræðan hefur skiljanlega verið
heit um málið í fagmiðlum mynd-
listarinnar.
Selja til að vernda störf
Mörgum þótti skiljanlegt að
Royal Opera House í London skyldi
selja ofurverðmætt málverk af fyrr-
verandi stjórnanda hússins enda
fengust fyrir verkið, sem var málað
1971 af David Hockney, einum virt-
asta listamanni samtímans, hvorki
meira né minna en 12,8 milljónir
punda, um 2,3 milljarðar króna. Nú-
verandi stjórnendur óperunnar
bentu réttilega á að hún væri ekki
listasafn og þetta fé myndi nýtast af-
ar vel í að styðja við reksturinn á
þessum tímum þegar enga aðgöngu-
miða er hægt að selja en fjöldi fólks
er á launaskrá.
Óperuhús er vissulega ekki mynd-
listarsafn en þegar slík söfn selja
verk úr safneigninni, þá er skiljan-
lega tekist á um það. Ef litið er til
Bandaríkjanna þá hefur það þó
vissulega þekkst að söfn fái að selja
verk, en reglan hefur verið að það sé
gert til að styrkja áherslur, til að
mynda selja verk eldri meistara ef
safnið einbeitir sér að samtímalist.
Og einnig „grisja“ söfn oft út verk ef
þau eiga nokkur eftir sama lista-
mann og láta þá fara þau sem eru
síst sýnd. Kaupendur finnast venju-
lega að slíkum verkum því það að
þau hafi verið í eigu virtra safna gef-
ur þeim ákveðið gildi.
Samtök safnstjóra vestra, AAMD,
sem leggja línurnar hvað varðar um-
gengni við safneignir, rýmkuðu ný-
lega reglurnar svo að söfnum var
veitt aukið svigrúm til að selja verk
og þá til að nota andvirðið einnig til
að vinna með safneignina, eins og
þar segir. Í því getur falist að vernda
störf þeirra sem sjá um verkin.
Og ýmis verk fóru fljótlega út á
markaðinn og sum hafa þegar verið
seld. Everson-safnið í Syracuse seldi
til að mynda „Red Composition“ frá
1946 eftir Jackson Pollock fyrir um
1,7 milljarða króna til að „hjálpa til
við kaup nýrra listaverka eftir full-
trúa minnihlutahópa og annast safn-
eignina,“ eins og segir í ákvörðun
stjórnar safnsins. Svipað orðalag
býr að baki ákvörðun safnstjóra og
stjórnar Brooklyn-safnsins um að
selja allmörg verk. Þetta er gott
safn með metnaðarfulla sýninga-
dagskrá en hefur alls ekki aðgang að
jafn digrum sjóðum og frægari
systursöfn á Manhattan. Á dögunum
seldi Brooklyn-safnið á uppboði tíu
verk nokkurra listamanna fyrri alda
fyrir 6,6 milljónir dala, hátt í millj-
arð króna. Hæsta verðið fékkst fyrir
málverk 16. aldar meistarans Lucas-
ar Cranach eldri af Lúkretíu – fyrir
það fengust nær 600 milljónir króna.
Og Brooklyn-safnið selur nú í vik-
unni verk eftir ýmsa meistara nær
okkur í tíma, Claude Monet, Joan
Miro, Henri Matisse, Edgar Degas
og Jean Dubuffet, og fær eflaust
nokkra milljarða króna úr að moða.
Sölu mótmælt í Baltimore
Á miðvikudaginn var ætlaði annað
gott bandarískt safn, það í Balti-
more, að sækja fé með sama hætti,
með því að selja á uppboði stór mál-
verk eftir Clyfford Still og Brice
Marden. Saman eru þau metin á
hátt í fimm milljarða kr. Svo hugðist
safnið fá enn meira fyrir stórt verk
Warhols af síðustu kvöldmáltíðinni.
En þá varð allt vitlaust og mót-
mæli heyrðust úr ýmsum áttum,
enda var um að ræða einu eða bestu
verkin eftir listamennina í safneign-
inni. Einkasafnarar sem höfðu
ánafnað safninu fjölda verka drógu
það til baka, stjórnarmenn sögðu af
sér og bæði íbúar í Baltimore og
fjöldi virtra listamanna skrifuðu
undir mótmæli. Ítrekað kom fram að
þótt ástandið væri vitaskuld erfitt þá
mættu stjórnendur safnsins ekki
gleyma meginhlutverki þess, að
sýna, varðveita og miðla menningar-
arfinum. Niðurstaðan varð sú að
verkin eftir Still og Marden voru
tekin af uppboðinu.
En vandinn er ærinn í heimsfar-
aldri og í samfélögum sem hafa ekki
stuðningsnet og samfélagssáttmála
um sameiginlegt gildi listarinnar,
eins og á Norðurlöndum, þá þurfa
stjórnendur að finna fjármagn til að
halda stofnunum á floti. Og þá er
freistandi að horfa á verðmiðann á
dýrmætum listaverkunum.
Bjargar sala á verkum söfnunum?
Dýrt Royal Opera House í London seldi á dögunum portrettmálverk eftir
David Hockney af fyrrv. forstjóra, sir David Webster, á 2,3 milljarða kr.
Gersemi Brooklyn-safnið fékk um
600 milljónir króna fyrir verk eftir
Lucas Cranach eldri og selur fleiri.
Stoppað Baltimore-safnið ætlaði að
selja verkið „3“ eftir Brice Marden
en verðmatið er um 2,1 milljarður.
»… á þroskuðum list-mörkuðum má fá
milljarða króna fyrir
stök verk og þar liggur
freistingin …
Björgunaraðgerð Everson-safnið í Syracuse seldi á dögunum eitt verðmæt-
asta listaverk sem það átti, eftir Jackson Pollock, fyrir 1,7 milljarða kr.
MENNING 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2020
Þriðja þáttaröðin af Venjulegu
fólki, sem kom í heild sinni í Sjón-
varp Símans Premium 14. október,
hefur nú þegar slegið áhorfsmetið í
Sjónvarpi Símans Premium. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Pálma
Guðmundssyni, dagskrárstjóra
Sjónvarps Símans, var Venjulegt
fólk spilað um 200.000 sinnum á
einni viku.
„Okkur þykur óskaplega vænt
um viðtökurnar og það segir okkur
að áskrifendur okkar eru sólgnir í
vandaða íslenska dagskrárgerð,“
segir Pálmi. Venjulegt fólk eru
grínþættir með dramatísku ívafi
sem fjalla um vinkonurnar Völu og
Júlíönnu sem hafa verið vinkonur
frá því í menntaskóla. „Fjallað er á
gamansaman hátt um hæðir þeirra
og lægðir í lífinu, gleðina sem og
þau áföll sem upp koma. Fjármál
vinkvennanna eru ólík sem býr til
spennu milli þeirra og setur mögu-
lega vinskap þeirra í uppnám,“ seg-
ir í kynningu á þáttunum. Með hlut-
verk vinkvennanna fara Vala
Kristín Eiríksdóttir og Júlíana Sara
Gunnarsdóttir, en í öðrum lykil-
hlutverkum eru Hilmar Guðjónsson
og Arnmundur Ernst Backman.
Töff Arnmundur, Júlíana, Vala og Hilmar.
Venjulegt fólk með metáhorf
Rúnar Örn Jóhönnu Marinósson
opnar fyrstu einkasýningu sína í
dag, laugardag, í Midpunkt í
Hamraborg í Kópavogi milli kl. 12
og 19. Sýningin ber yfirskriftina
Leyniþjónustan eða Secret Services
og fjallar „um skáldaða óopinbera
stofnun, eins konar sálríkislög-
reglu, sem gegnir því hlutverki að
rannsaka og útrýma óeðlilegum,
dularfullum, yfirskilvitlegum,
undarlegum og óstýrilátum fyrir-
bærum. Hvað flokkast sem slíkt
getur verið erfitt að segja til um en
hér virðast einhverskonar draugar
vera á kreiki.
Draugar geta átt
sér ýmsan mis-
munandi upp-
runa, gleymd
minning, mis-
eftirminnileg at-
vik, slæm hug-
mynd, óþörf
manneskja, jörð-
uð tilfinning. En
óvíst er hvort
þörf sé á að örvænta, Leyniþjón-
ustan tekst á við hið torskiljanlega
svo við þurfum ekki að gera það,“
eins og segir í tilkynningu. Rúnar
Örn útskrifaðist með BA-gráðu frá
myndlistardeild LHÍ 2016 og hefur
síðan þá sýnt á ýmsum samsýn-
ingum á Íslandi og erlendis.
Leyniþjónustan
opnuð í Midpunkt
Rúnar Örn Jóhönnu
Marinósson