Morgunblaðið - 31.10.2020, Síða 56
Cul-de-sac er heiti einka-
sýningar Unndórs Egils
Jónssonar sem verður opin
í Kling & Bang í Marshall-
húsinu frá og með deg-
inum í dag og er hugað að
sóttvörnum eins og vera
ber. Unndór lauk MFA-námi
í Gautaborg fyrir níu árum.
Hann vinnur með skúlptúr,
innsetningar og húsgagna-
smíðar. List Unndórs snýst
um þráðinn milli raun-
heimsins og óráðsíunnar. Í
aðra röndina vinnur hann
eftir ströngum reglum
hönnunar og verkfræði og
á hinn bóginn er vinnan gerð eftir hentisemi og sér-
visku og er fram úr hófi bjartsýn. Sýning Unndórs
samanstendur af skúlptúrum úr við, og minna verkin
mörg hver á húsgögn – þar til betur er að gáð.
Sýning Unndórs Egils, Cul-de-sac,
í Kling & Bang í Marshall-húsinu
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Hafnfirðingurinn Halldóra D. Krist-
jánsdóttir átti sér þá ósk sem barn að
sýna loftfimleika í sirkus þegar hún
yrði stór. Draumurinn rættist ekki en
hún segist hafa upplifað hann að hluta
í markvissum gönguferðum á fell og
fjöll í hverri viku frá því í fyrra. „Ég
fæ sérstaklega mikið út úr því að príla,
því það reynir á alla vöðva og ég kem
endurnærð niður,“ segir hún. „Ég geri
samt engar jafnvægisæfingar á brún-
um og gæti alltaf fyllsta öryggis.“
Æskuvinkonurnar Halldóra, Inga
Steinþóra Guðbjartsdóttir og Bjarn-
heiður Erlendsdóttir hafa verið sam-
an í saumaklúbbi í áratugi. Fyrir um
ári sammæltust þær um að hittast oft-
ar og í framhaldinu fannst þeim snið-
ugt að hittingurinn yrði í formi viku-
legra gönguferða úti í náttúrunni.
„Við byrjuðum á því að fara í stutta
göngutúra og eftir tvo slíka var áhug-
inn orðinn svo mikill að við skráðum
okkur á kynningarfund hjá Ferða-
félagi Íslands og gengum í göngu-
hóp,“ segir Halldóra. „Við vorum
strax svo ákafar að við ákváðum að
byggja okkur upp fyrir að ganga
„Laugaveginn“ á milli Landmanna-
lauga og Þórsmerkur að ári. Eftir að
hafa sett okkur þetta takmark runnu
á okkur tvær grímur, við töldum okk-
ur ekki vera til stórræðanna og töld-
um þetta óyfirstíganlegt en svo
reyndist þetta ekki vera neitt mál. Við
höfum farið í tvær göngur vikulega og
fórum „Laugaveginn“ á fjórum dög-
um í sumar,“ segir hún.
Úlfarsfell í hverri viku
Stöllurnar ganga á Úlfarsfell á
fimmtudögum og fara síðan í lengri
göngur um helgar. Samgöngu-
takmarkanir vegna kórónuveiru-
faraldursins hafa komið í veg fyrir
hópferðir og því hafa vinkonurnar að
mestu gengið einar saman undanfarna
mánuði. „Að undanförnu höfum við til
dæmis gengið upp á Mosfell skammt
frá Skálholti, Helgafell suðaustur af
Hafnarfirði og Arnarfell í Þingvalla-
sveit,“ segir Halldóra og tekur fram
að auðvelt sé að ganga á þessi fell.
Léttar göngur séu nauðsynlegar og
góðar en hún fái samt meiri útrás í
erfiðari göngum. „Síðasta hópferðin
áður en sóttvarnareglurnar voru
hertar í september var á Akrafjall og
það var geggjuð ferð.“
Halldóra var mikið á skíðum á
yngri árum og segist alltaf hafa notið
þess að ganga. „Þegar ég var í Kerl-
ingarfjöllum sleppti ég stundum að
taka rútuna og gekk þess í stað niður
fjallið,“ rifjar hún upp. Hún hafi átt
gamlan útivistarfatnað, sem hafi dug-
að vel til að byrja með í fyrra. „Við
sáum fljótt hvað okkur vantaði og
komum oft við í verslun á heimleið-
inni og keyptum viðeigandi fatnað
eða fylgihluti.“ Hún segir þær samt
ekki blindast af tískunni heldur fylgi
ráðleggingum Ferðafélagsins með
öryggið að leiðarljósi. „Þegar kemur
að nærfatnaði og peysum finnst mér
gamla góða ullin alltaf best.“
Vinkonurnar eru í góðu formi og
Halldóra þakkar það gönguferð-
unum. „Fátt jafnast á við að vera úti í
góðum félagsskap og svo er þetta svo
andlega styrkjandi, ekki síst þegar
maður er að mestu innilokaður vegna
veirunnar.“
Endurnærð á sál og
líkama eftir prílið
Á Snæfellsjökli Inga, Bjarnheiður og Halldóra kunna vel við sig á fjöllum.
Þrjár vinkonur heillaðar af vikulegum gönguferðum
Á Laugaveginum Halldóra, Inga og Bjarnheiður á réttri leið.
Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000 – www.kemi.is - kemi@kemi.is
Airpop Kids
öndunargríma
• Tveir litir: Bleikt og blátt
• Þriggja laga með filterlaginu
• Notkunartími grímu í hvert skipti: 8 klst
• Endingartími grímunnar: 30 klst
(hent eftir það)
• Endurlokanlegar umbúðir til að geyma
hana milli þess sem þú notar hana
LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 305. DAGUR ÁRSINS 2020
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.196 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Siguróli Kristjánsson heimsótti mörg af minni bæjar-
félögum landsins í sumar þar sem hann stóð fyrir bæði
knattspyrnuæfingum, studdi við bakið á þjálfurum í
bæjarfélaginu og setti upp fjölbreyttar fótboltabúðir.
Alls tóku 600 til 700 krakkar frá 34 byggðarlögum þátt
í verkefninu. „Okkur hefur tekist að efla meiri áhuga á
landsbyggðinni með þessu framtaki og þetta hefur eflt
lýðheilsu barna,“ segir Siguróli. »48
Efla áhugann á landsbyggðinni
ÍÞRÓTTIR MENNING