Morgunblaðið - 02.10.2020, Side 2
H
vað ertu að fást við núna?
„Sitt lítið af hverju. Ég hef
verið að leika svolítið og finnst
ekkert skemmtilegra eða betra
en það. Svo er ég alltaf með ein-
hverja fyrirlestra, að skrifa greinar, auglýsi
vörur sem ég nota sjálf og held að geti
gagnast öðrum, deili góðum ráðum og upp-
skriftum sem hafa nýst mér vel og svo mætti
lengi áfram telja.“
Hvaða krem notar þú daglega?
„Taramar-kremin. Mér finnst þau dásamleg.
Það má borða þau en ég ber þau bara á mig eins
og á að gera. Þau eru semsagt lífræn, lífvirk og
hrein.“
Áttu þér uppáhaldsmorgunmat?
„Ég get því miður ekki borðað morgunmat.
Ég man ekki alveg hvenær mér fór að líða illa
af morgunmat. Ég borða þess vegna um ell-
efu eða tólf, en alltaf stofuheitt eða volgt vatn
þegar ég vakna. Stundum fæ ég mér einnig
kókosvatn. Síðan fæ ég mér 1 dl af lífrænum
rauðrófusafa og kreisti sítrónu út í hann og
set líka eina matskeið af Bragg-epla-
edikinu út í. Enda svo á svörtum pipar
og collagen-i frá Feel Iceland. Ég drekk
þetta með röri og skola vel tennurnar á
eftir. Svo set ég stundum engifer eða
turmeric-skot út í líka. Annað sem ég
geri mikið er að setja eina teskeið af L-
glutamine-i í smá vatn og skella í mig á
morgnana á fastandi maga. Mér hefur
þótt það gera gott fyrir magann minn.“
Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn heima?
„Ég er alveg svakalega heimakær og er
heimilið allt í miklu uppáhaldi. Ég er mest í eld-
húsinu og þar vil ég hafa allt hreint og fínt. Þótt
eitthvað annað sé í ólagi heima. Svo finnst mér
líka dásamlegt í sófanum að horfa á eitthvað
skemmtilegt, uppi í rúmi að lesa bók eða hug-
leiða. Ég elska að vera heima.“
Hvað keyptir þú þér síðast inn á heimilið?
„Ég keypti mér nýjan stól í stofuna eftir smá
breytingar.“
Hvernig æfingar gerir þú?
„Ég er nýbyrjuð í styrktarþjálfun í Train
Station og gæti ekki verið ánægðari með þá
stöð. Það er eins og að vera í einkaþjálfun fyrir
mun lægra verð. Þar eru engir speglar á veggj-
um sem mér finnst frábært og eigendur og
starfsfólk alltaf til staðar tilbúin að aðstoða
mann. Það finnst mér algjörlega meiri háttar.
Annars hef ég alltaf haft gaman af því að ganga,
svo tek ég einstaka spretti inn á milli ef ég
nenni. Ég geri stundum kundalini jóga hér
heima eða tabata jóga, eftir námskeiði sem ég
hef notað mikið og keypti á síðunni DailyOm.
Ég mæli með þeirri síðu. Þar keypti ég líka 40
hugleiðslur sem ég er búin að nota út í eitt, 40
days of transformation through meditation með
David J.“
Áttu þér uppáhaldshönnuð?
„ELLA var mikið uppáhald. Annars vil ég
bara að flíkin fari mér vel, sé þægileg og endist.
Mér finnst yfirleitt ekki gaman í búðum. Mér
þætti best ef einhver keypti á mig föt. Það væri
frábært, en að því sögðu hef ég aldrei eytt miklu í
fatakaup og á mér ekki uppáhaldsfatamerki. Ég
reyni að kaupa umhverfisvænar flíkur ef ég kem
því við og dóttir mín vill helst kaupa allt notað.“
Hver er uppáhaldsbúðin þín?
„Það er Macron, mæli með henni við alla.“
Hvað gerir þú með skemmtilegasta fólkinu
þínu?
„Mér hafa þótt ferðalögin okkar öll svo
skemmtileg og dýrmæt. Ég er þakklát fyrir að
hafa getað ferðast með fjölskyldunni minni. En svo
finnst mér þessir hversdagslegu hlutir eiginlega
langbestir. Kvöldmaturinn þegar við náum að vera
öll að spjalla, það er orðið flóknara reyndar í dag,
þegar allar æfingar lenda á matmálstímum. Ég á
tvo fullorðna unglinga núna. Ég kann líka að meta
að horfa á bíómynd eða þátt með fólkinu mínu.
Þegar við erum öll heima um helgar eru líka góðar
stundir. Hér heima er lítið um hróp og köll og við
erum yfirleitt vinir og þá þarf ekki mikið meira til
að lífið sé gott, nema kannski spelt-vöfflur.“
Hvernig dekrar þú við þig?
„Ég fer í nudd og nálastungur hjá Kolbeini
vini okkar, hugleiði, borða hollt og er hætt að
vinna eftir kvöldmat. Ég passa upp á að sofa
nóg og reyni að vera góð við Ebbu, enda er hún
alltaf að gera sitt besta. Eins og við öll.“
Hvert er uppáhaldssnjallforritið?
„Ég á í svona ástar/haturssambandi við sam-
félagsmiðla. Það er margt gott þar og upplífg-
andi, fyndið og fræðandi en maður þarf að
reyna að stilla notkuninni í hóf samt. Ég nota
mest Facebook og Instagram.“
Ljósmynd/Ragna Sif Þórisdóttir
„Ég elska að
vera heima!“
Ebba Guðný Guðmundsdóttir er þúsundþjalasmiður. Hún er
leikkona, sjónvarpskona, kennari, fyrirlesari og bókaútgefandi
svo eitthvað sé nefnt. Hún elskar að vera heima með fjöl-
skyldunni og reynir að vera góð við sig daglega.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Kókosvatn er
gott í maga.
Ebba Guðný
veit fátt betra
en glúten-
lausar vöfflur.
Ebba Guðný Guð-
mundsdóttir hugar vel
að mataræði sínu.
Uppáhalds-
verslunin er
Macron.
Ebba Guðný
notar kremin
frá Taramar.
Falleg hettu-
peysa frá
Macron.
Ebba Guðný fer í nudd
þegar hún ætlar að
dekra við sig.
E
ftir að hafa verið andlega fjarverandi á
Facebook í um það bil 12 ár er ég smátt
og smátt að missa þolinmæðina fyrir því
sem er leiðinlegt á þeim vettvangi. Ég
nenni til dæmis ekki að fylgjast með fólki
níða skóinn af öðru fólki eða tala niður allt
sem gerist í þessu samfélagi. Kórónu-
veiran hefur líka haft sitt að segja og þeg-
ar fólk er að rembast við að draga andann og vera til þá
þarf það að velja hverju það veitir athygli. Því eins og
andlegir leiðtogar þessa heims benda
á þá vex það og dafnar sem við veit-
um athygli og því betra að beina
henni á jákvæðar brautir. Ég hef því
reynt að fylgjast bara með því sem er
sniðugt og fyndið og blokka rest.
Það var einmitt þess vegna sem ég
bað um að gerast meðlimur hópsins á
Facebook, Hver hendir svona? Þar
ráða miklir snillingar ríkjum sem
hafa næmt auga fyrir ljótu dóti. Ég
er mikill safnari í eðli mínu og til
þess að vinna á skorthegðun minni
hef ég þurft að ala sjálfa mig upp og
endurstilla því annars væri ég líklega
daglegur gestur í Góða hirðinum að
bjarga dóti sem enginn vill eiga.
Það kom því vel á vondan þegar
bróðir minn, sem býr í Bandaríkj-
unum, sendi mér skilaboð og spurði
mig hvað þetta væri eiginlega og
sendi link af síðunni, Hver hendir
svona? Til þess að gera langa sögu
stutta þá var þetta mynd af barna-
skóm úr postulíni með nöfnum okkar systkinanna og
skírnardögunum okkar. Það sem var fyndið við þetta,
fyrir utan náttúrlega hvað þessir skór eru eitthvað mikið
barn síns tíma, er að ég hafði aldrei séð þessa skó.
Ég fór yfir ættartréð til að reyna að finna hinn seka en
datt enginn í hug. Þess vegna sendi ég póst á systkini mín
til að fá úr því skorið hvað væri að frétta af þessum postu-
línsskóm. Ég kom að sjálfsögðu ekki að tómum kofunum
þar.
Þau voru með þetta allt á hreinu. Stjúp-
móðir mín (og móðir þeirra) hafði sem sagt
farið á postulínsmálunarnámskeið einhvern
tímann í fyrndinni og málað þessa skó.
Hún málaði reyndar jólasveina á spari-
stellið í leiðinni sem er mjög vel heppnað
og hátíðlegt. En hvers vegna þessir
postulínsskór voru ekki á besta stað í
stofu veit ég ekki. Þegar hún tók
hressilega til á dögunum fengu þessir
postulínsskór nýtt lögheimili – í
Sorpu.
Til að gera langa sögu stutta er ég
búin að hlæja svo mikið að þessum
postulínsskóm að ég er íhuga að fara
í Góða hirðinn og kaupa þá og stilla
þeim öllum upp í hillu! Ég veit
reyndar ekki hvað maðurinn minn
og börnin okkar myndu gera en eitt
er víst að ég fengi örugglega
hláturskast í hvert skipti sem ég
horfði á skóna. Margir myndu segja
að það væri þess virði!
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2020
Útgefandi Árvakur Umsjón Marta María Jónasdóttir Blaðamenn Marta María Jónasdóttir mm@mbl.is, Elínrós Líndal
elinros@mbl.is, Sonja Sif Þórólfsdóttir sonja@mbl.is Auglýsingar Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Forsíðumyndin er
af Unsplash.
Hér má sjá fimm postulínsskó með
nöfnum okkar systkinanna og líka
skírnardaginn. Hver hendir svona?
Hver hendir svona?
Marta María Jónasdóttir