Morgunblaðið - 02.10.2020, Side 8

Morgunblaðið - 02.10.2020, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2020 V erkefnið snerist um að koma á nýju skipulagi og verk- lagi fyrir starfsfólkið, nútímavæða skrif- stofustarfsemina og þannig koma að framtíðarsýn starfsemi Biskupsstofu. Nú, rétt um einu og hálfu ári seinna, er verkefninu lok- ið og ekki verra að fagna 10 ára afmæli Frök- en Fix hönnunarstudio með þessum hætti,“ segir Sesselja. Hvaða fyrirmæli fékkstu? „Ég notast talsvert við konsepthönnun í nálgun minni á öll skrifstofuverkefni og var Biskupsstofa þar engin undantekning. Ég styðst einnig mikið við tákn- og sálfræði þeg- ar ég byrja í hugmynda- og skipulagsvinnu og fékk ég hér tækifæri til þess að teygja þann ramma talsvert yfir verkefnið. Skipulagið er hannað út frá verkefnamiðuðum stöðlum á skrifstofuhúsnæði í bland við óskir Biskups- stofu. Fyrir utan starfsstöðvarnar, sem eru þó sérstaklega næðismiðaðar, þá var lögð mikil áhersla á örfundarrými og svæði þar sem starfsfólk gæti breytt um umhverfi eða fært sig inn í rými þar sem er enn meira næði. Einnig lagði ég áherslu á samsetningu vinnusvæða og stærri borðsvæða þar sem hægt væri að dreifa gögnum, fljótandi vinnu- stöðva og annarra svæða þar sem starfsfólk gæti tekið sér pásur. Skrifstofurýmið allt er mikið til opið svæði, enda vildu þau auðvelda verklag starfsfólks og samskipti á milli deilda. Örfáar sérskrifstofur fengu þó að vera.“ Fröken Fix hannaði ný húsakynni Biskupsstofu Sesselja Thorberg sem rekur hönnunarfyrirtækið Fröken Fix fékk það verkefni sumarið 2019 að hanna nýja Biskupsstofu á nýjum stað í turninum við Katr- ínartún í Reykjavík. Hún notaði kirkjulitina og gætti þess að það færi sem best um starfs- mennina og auðvitað biskupinn, Agnesi Sigurðardóttur. Marta María | mm@mbl.is Hér má sjá kirkjulitina í allri sinni dýrð ásamt PH-ljósinu sem fæst í Epal. Á myndinni eru líka String-hillur og falleg málverk og ljósmyndir. Sesselja Thorberg rekur fyrirtækið Fröken Fix.  SJÁ SÍÐU 10 Móttakan er glæsileg en þar má sjá köngul Louis Poulsen í öllu sínu veldi sem fer vel við litinn á veggnum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.