Morgunblaðið - 02.10.2020, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 02.10.2020, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2020 Fylgið okkur á Facebook Skipholti 29b • S. 551 4422 Fáguð fegurð SKOÐIÐ NETVERS LUN LAXDAL. IS E n samt, veturinn er líka frábær og ein- staklega góður tími til að huga að heils- unni og hlúa vel að sér. Mér finnst lík- legt að þessi vetur verði enn betur til þess fallinn en venjulega, einfaldlega vegna þess að við höfum kannski ekki um margt annað að hugsa. Við getum sett alla athygli á okkur sjálf, heilsuna okkar og þeirra sem við elskum. Eitt af því sem er mikilvægt á veturna er að huga að bætiefnainntöku og núna er einstaklega mikil ástæða til að styðja við ónæmiskerfið á alla hugsanlega vegu! Vinsælasta trendið í vítamínum í vetur verða klárlega freyðitöflur og duft til að setja út í vatn. Meira að segja hið geysivinsæla collagen er komið í freyðitöflum! Hversu geggjað! Athugið bara að velja gæði. Veljið freyðitöflur sem eru með náttúrulegum bragð- og litarefnum, án aukefna og sem eru ekki með miklum sykri eða einhverri ógeðs gervisætu. Freyðitöflur eru einstaklega bragðgóð og þægileg leið til að taka inn bætiefni og einnig hvatning til að drekka meira vatn, sem er frábært því það vantar mjög oft mik- ið upp á að daglegri vökvaþörf sé fullnægt. Kaffi er ekki leiðin til að viðhalda réttu rakastigi líkamans. Þið vitið það nú alveg er það ekki? Það eru ýmis bætiefni sem skipta enn meira máli á veturna en á öðrum árstíma. Auðvitað þarf hver og einn aðeins að þarfagreina sjálfan sig, finna út hvað passar og ekki hlaupa bara eftir næstu auglýsingu um ein- hverja kraftaverkapillu sem á að bjarga heilsunni. Höld- um okkur dálítið við það sem skiptir máli, lífsnauðsynleg vítamín, steinefni, fitusýrur og þannig lykilbætiefni. Þetta eru þau helstu sem ég mæli með í vetur: D-vítamín – Að sjálfsögðu! Stóran hluta þjóðarinnar vantar D-vítamín, það er þekkt staðreynd. D-vítamín er nauðsyn öflugu ónæmiskerfi, fyrir gleðina og sterkar taugar, fyrir bein og tennur og haldið ykkur til að stuðla að réttum efnaskiptum og eðlilegri líkamsþyngd. Magnesíum – Já! Nauðsyn fyrir slökun, svefn, ró og frið í sálinni. Einnig til að koma í veg fyrir sinadrætti, fótaóeirð og krampa. Steinefni og sölt – Fyrrnefndar freyðitöflur eru marg- ar stútfullar af steinefnum og söltum. Nauðsyn til að halda fullri orku, góðu rakajafnvægi og koma í veg fyrir þreytuköst og orkufall. Þessi efni eru nauðsyn öllum aldursflokkum og öllum tegundum af fólki. Íþróttafólk, eldri borgarar, skiptir ekki máli. Allir þurfa steinefni og sölt. C-vítamín og önnur andoxunarefni – Algjör nauðsyn í vetur! Frábær fyrir ónæmiskerfið og til að efla líkam- ann til dáða í vörnum gegn umgangspestum. Ég mæli með að kaupa eina tegund bætiefnis sem inniheldur góð- an skammt af C-vítamíni, en einnig öðrum andoxunar- efnum líkt og sinki og seleni. Þessi efni vinna best sam- an að sterku ónæmiskerfi. Omega-fitusýrur – Grunnur góðrar heilsu! Omega 3 fyrir liðina, gegn bólgum og fyrir andlega heilsu og styrk. Omega 7 fyrir húðina til að verjast kulda og þurrki og að ekki sé talað um fyrir alla slímhúð. Góðgerlar fyrir meltinguna (asídófílus) – Það er alltaf að koma betur og betur í ljós hve heilbrigð þarmaflóra er mikilvæg góðri heilsu. Góðgerlar eru mikilvægir fyrir heilbrigða meltingu, öflugt ónæmiskerfi og góða andlega heilsu svo eitthvað sé nefnt. Munið einnig, ef svo óheppi- lega vill til að þið þurfið að taka inn sýklalyf í vetur, þá er gott að taka inn góðgerla samhliða þeim svo melt- ingin fari nú ekki í skrall með sveppasýkingum og til- heyrandi veseni. Það eru til sérstakir gerlar í apótekum til að taka inn með sýklalyfjunum. Tökum svo glöð á móti þessum vetri, það gengur allt miklu betur þannig. Hugsum vel um okkur og gerum allt sem við getum til að láta okkur líða vel. Svo kemur aftur vor ... Morgunblaðið/Eggert Kaffi er ekki leiðin til að viðhalda réttu rakastigi líkamans Gat nú verið, komið haust og veturinn fram undan. Þetta gerist víst á hverju ári en einhvern veginn er ég alltaf jafn hissa á að sumarið sé bara búið! Inga Kristjánsdóttir inga@mulierfortis.is Inga Kristjánsdóttir næringarþerapisti. Japanska snyrtivörumerkið Shiseido sem stofnað var árið 1872 gerir vand- aðar snyrtivörur. Einn fallegasti varalitur vetrarins er Shisheido Modern Matte Powder-liturinn númer 502. Hann endist í allt að átta klukkustundir á vörunum og er einstaklega smekklegur litur fyrir konuna sem velur vandaðar vörur á andlit sitt. Liturinn hentar vel á bæði ljósa og dökka húð. Fegurðardrottningin Katarina Rodriguez er ein þeirra sem elska litinn og ber hann einstaklega vel. Ævintýra- lega falleg- ur varalitur Katarina Rodriguez notar Shiseido Modern Matte Powder- varalitinn númer 502. Shiseido Modern Matte Powder varalitur númer 502

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.