Morgunblaðið - 02.10.2020, Side 32

Morgunblaðið - 02.10.2020, Side 32
H in 15 ára gamla ég sá myndina árið sem hún kom út en eitthvað hafði söguþráð- urinn skolast til. Að sjá myndina 27 árum seinna var upplifun. Það sem stóð kannski upp úr, fyrir utan hvað það voru miklir straum- ar á milli Michaels Douglas og Sharon Stone, var hvað myndin eldist vel tísku- lega séð og þá er ég ekki bara að tala um föt heldur einn- ig förðun. Þessi mynd er svo miklu stærri en mig minnti. Tískustraumar 1992 minna töluvert á tísku dagsins í dag og var athyglisvert að sjá hvernig förðun Stone passar vel inn í hausttískuna 2020. Hún var með frekar matta áferð á andlitinu sem var ekki mikið skyggt. Húðin var vel nærð og mikil áhersla lögð á náttúrulegar augabrúnir. Förðunarmeistari myndarinnar var ekki að vinna með kolsvartar augabrúnir sem líta út fyrir að hafa verið stimplaðar á andlitið eins og hafa verið svo vinsælar hérlendis síðustu ár, heldur náttúrulegar brúnir sem gera konur svo heillandi. Augabrúnirnar hafa sjálfsagt verið eitthvað plokkaðar og svo var hæfilega mikill litur settur í þær. Þetta má auð- veldlega framkvæma með Tinted Brow Gel - Granite frá Anastasia Beverly Hills og er það borið létt í augabrúnirnar og þær mótaðar. Augnlokin sjálf voru mál- uð með einlitum augn- skugga í beige-lituðum tón. Ekkert glimmer, bara matt. Örlítill brúnn blýantur var settur alveg meðfram augn- hárunum en þó varla þann- ig að hægt væri að sjá skýra línu. Við þessa augnförðun var hún með maskara til að skerpa augnlínuna, ekki hnausþykk gerviaugnhár. Varirnar voru mótaðar með bleikbrúnum lit og voru þær mattar í sumum senum. Til þess að ná fram þessu útliti er mik- ilvægt að þrífa húðina vel. Þú gætir til dæmis notað andlitssápuna frá Skin Regi- men og þvegið andlitið tvisvar og sett svo Enzymatic Powder frá sama merki en það er sett í lófann og svo er örlitlu vatni bætt út í og andlitið þvegið mjög vel á eftir. Þá væri sniðugt að setja 1.85 HA Booster frá Skin Regimen á húðina til að fá mjög mik- inn raka. Til þess að fullkomna raka húð- arinnar er gott að bera á sig Hollywood- kremið GLAMGLOW - MOISTURETRIP™ Omega Rich Face Moisturizer. Næst myndir þú setja á þig nýjasta farð- ann frá Chanel, Les Beiges Teint Belle Mine Naturelle. Hann gefur fallega og náttúrulega áferð og heilbrigðan ljóma án þess að ljóminn verði of mikill. Hægt er að bera farðann á andlitið með förð- unarbursta eða með fingrunum ef þú ert sú týpa (bara muna að vera búin að spritta hendurnar vel áður). Þessi farði hylur allt sem þú vilt að hann hylji án þess að setja grímu á andlitið. Þegar það er búið getur þú dregið fram augnskuggapallettu frá Chanel og borið jafnt yfir augnlokið. Því næst getur þú maskarað augnhárin með nýja maskaranum frá Guerlain, MAD EYES, sem gefur augnhárunum mikla fyllingu og lengir augnhárin án þess að klessa þau. Formúlan inniheldur nær- andi efni sem þétta og lengja augnhárin líkt og serum og er sjáanlegur munur á fjórum vikum. Til þess að fullkomna útlitið skaltu setja á þig varalitablýant í sama lit og varirnar og setja svo gloss frá DIOR númer 630 yfir varirnar. Þegar förðunin er orðin alveg upp á tíu gætir þú klætt þig í ljósbrúnar þröngar buxur með reiðbuxnasniði, far- ið í bol í sama lit, sett á þig belti og farið í hnésíða peysu yfir. Nú eða látið sérsauma á þig hvítan stuttan kjól með berum ermum og standkraga og hætt að ganga í undirfötum. 32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2020 Þessi sena í myndinni, þar sem Sharon Stone mætir í yfirheyrslu hjá lögreglunni, er ein þekktasta sena kvikmyndasögunnar. Gloss númer 630 frá DIOR. Í myndinni býr hún í glæsivillu í Car- mel í Kaliforníu. Sharon Stone og Michael Douglas eru fun- heit saman í myndinni. LES BEIGES farðinn frá Chanel hylur vel og gefur fallega áferð. Sharon Stone er oft með stóra gullhálsfesti í myndinni. Sharon Stone með ísbrjót- inn sem kem- ur nokkuð við sögu í kvik- myndinni. Ljósbrúnn litur nýtur vinsælda í fatatísku dagsins í dag líkt og 1992 þegar myndin var frumsýnd. Það er líka sérlega heitt þessa dagana að vera í sama lit að ofan og neðan. GLAMGLOW - MOISTURE- TRIP™ Omega Rich Face Moistu- riz er er mjög gott dag- krem. Augnháragelið frá Anastasia Beverly Hills gef- ur fallega og nátt- úrulega áferð. Farðaðu þig eins og Sharon Stone í Basic Instinct Förðun Shar- on Stone er mjög í anda förðunartísku dagsins í dag. Hreinsikremið frá Skin Regimen þrífur burt öll óhreinindi. Best er að þvo húðina alltaf tvisv- ar kvölds og morgna. Enzymatic Powder frá Skin Regimen hreinsar húðina og gerir hana silkimjúka. MAD EYES maskarinn frá Guerlain er sérlega góður. Leikkonan Sharon Stone varð ein helsta tískufyrirmynd heims þegar hún lék í myndinni Basic Instinct á móti leikaranum Michael Douglas. Myndin, sem er erótískur spennutryllir, var frumsýnd í mars 1992 og fékk leikkonan Golden Globe-tilnefningu fyrir leik sinni í myndinni. Marta María | mm@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.