Morgunblaðið - 02.10.2020, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2020
Jakkaföt og skyrtur Gluggatjöld og áklæði Úlpur, kápur og frakkar
Rúmföt og heimilisþvottur Kjólar og blússur Servíettu- og dúkaþvottur
Við tökum vel á móti herðatrjám og endurnýtum
STOFNAÐ 1953Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • haaleiti@bjorg.is • www.facebook.com/efnalauginbjorg • Sími: 553 1380
Ert þú með allt á hreinu 2020?
N
anna Kristín starfar sem aðstoðamaður banka-
stjóra Landsbankans en hefur starfað hjá bank-
anum frá árinu 2009 á hinum ýmsu sviðum. Hún
er með meistarapróf í rekstrarverkfræði frá
Duke-háskóla í Bandaríkjunum og hefur brenn-
andi áhuga á rekstri fyrirtækja og banka-
starfsemi almennt.
,,Ég hef starfað á mörgum sviðum Landsbankans. Í upphafi
var ég í lánavinnslunni þar sem ég vann með erlendu lánin eftir
hrun, sem var mikill skóli. Þaðan fór ég í endurskipulagningu
fyrirtækja á fyrirtækjasviði og svo áhættustýringu. Ég starfaði
um árabil á verkefnastofu, sem vinnur þvert á deildir bankans.
Þá fór ég aftur á fyrirtækjasvið þar til ég var ráðin á skrifstofu
bankastjóra þar sem ég er núna. Það er gaman og áhugavert að
koma svona víða við í bankanum og gefur manni góða yfirsýn á
starfsemi bankans. Það sem er ekki síður dýrmætt er að kynn-
ast fjölmörgu starfsfólki bankans vel.
Dreymdi aldrei um að vera prinsessa
Nanna Kristín ber það með sér að vera mikil félagsvera. Hún
er jákvæð og einlæg og lætur greinilega ekkert stoppa sig.
,,Sem krakki var ég aldrei með drauma um að verða prins-
essa eða ballerína heldur vildi ég verða endurskoðandi eins og
pabbi og var ekki nema sjö ára þegar ég var farin að ræða um
móður- og dótturfélög við hann. Ég uppgötvaði það hins vegar í
Verslunarskólanum að bókfærsla var ekki eins skemmtileg og
ég hélt þannig að hugmyndin um að verða endurskoðandi dofn-
aði aðeins. Áhuginn á viðskiptum og fyrirtækjarekstri var samt
mikill og ég ákvað því að fara á stærðfræðibraut til að halda
sem flestum dyrum opnum. Á þessum tíma var Háskólinn í
Reykjavík í Ofanleiti og það átti sinn þátt í að ég skráði mig í
verkfræði þar, sem var þá í næsta húsi við Versló.“
Nanna Kristín kunni vel við sig í verkfræðinni. ,,Mig langaði
að blanda hagnýtu verkfræðináminu við viðskipti og fjármál og
það hvernig samfélagið keyrir áfram, og það var auðvelt í HR.
Ég tók einnig þátt í félagslífinu, var varaformaður Stúdenta-
félagsins á þeim tíma þegar skólinn var að flytja í Nauthólsvík-
ina og ég fékk því að kynnast skólanum og stjórnendum hans
vel.“
Nanna Kristín lauk B.Sc.-prófi í verkfræði árið 2009 og þegar
„Gott að
sækja í ólíka
reynsluheima“
Nanna Kristín Tryggvadóttir rekstrarverkfræðingur er á því að konur séu konum
bestar. Hún segir besta ráð sem hún hafi fengið vera það að sýna hugrekki og að
það sé gott að leita í smiðju þeirra sem geta verið fyrirmyndir þínar í lífinu.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is