Morgunblaðið - 02.10.2020, Side 45
kom að framhaldsnámi stefndi hugurinn til Bandaríkjanna. „Ég
fékk góð ráð þegar kom að því að sækja um í erlendum háskól-
um. Vinkona mín, sem starfar hjá MIT-háskólanum í Banda-
ríkjunum, ráðlagði mér að sækja um bæði í úrvalsgóðum há-
skólum og hafa svo aðra háskóla til vara. Hún gat gefið mér
faglega innsýn inn í hvernig mismunandi skólar velja nemendur
og ráðin frá henni komu sér svo sannarlega vel. Ég á frænku í
Bandaríkjunum sem benti mér á að sækja um Duke, sem er
einn af betri háskólunum í Bandaríkjunum. Það festist í mér og
varð því einn af skólunum sem ég endaði á að sækja um í.“
Þaðan lauk hún meistaraprófi í rekstrarverkfræði árið 2011.
Nanna Kristín segir að hún hafi verið opin fyrir því að ílengjast
úti, en síðan hafi örlögin tekið í taumana og hún ákveðið að
koma aftur heim. „Ég fékk betri atvinnutækifæri heima, það
var mikil kreppa í Bandaríkjunum á þessum árum og því erf-
iðara að fá vinnu en oft áður. Svo saknaði ég bara fólksins míns
hérna heima.
Vinirnir skipta miklu máli
Nanna Kristín segir mikilvægt fyrir sig að tengjast fólki
sterkum vinaböndum. Sjálf sé hún í mörgum góðum vinahópum
sem hittast reglulega.
,,Vinkonur mínar eru einstakar. Þær
gegna alls konar stöðum, allt frá fyrir-
tækjarekstri og pólitík, yfir í kennslu og
hönnun og eru allar einstakar fyrir-
myndir sem gott er að leita til um stórt
sem smátt.“
Hún er á því að allir fari í gegnum
áföll í lífinu og að hennar kynslóð sé
opnari en margar aðrar fyrir því að
leita sér aðstoðar við að vinna úr
erfiðum málum, hvort sem það sé hjá sálfræðingi eða góðum
vinum.
,,Það eru allir að ganga í gegnum eitthvað og þó að maturinn
sé lagður á borð klukkan sjö á kvöldin og á yfirboðinu sé allt
slétt og fellt þá þurfi flestir einhvern tímann á stuðningi að
halda, jafnt í stóru sem smáu.
Ég held einnig að í þessu samhengi sé gott að minna sig á að
konur eru konum bestar. Öll viljum við ná árangri, gera líf okk-
ar betra og innihaldsríkara. Þegar ein vinkona þín nær góðum
árangri eða klárar flottan áfanga er gaman að samgleðjast
henni og þú getur líka leitað í hennar smiðju og fengið ráð og
ábendingar um mál sem eru á hennar sérsviði. Ég hef lært mik-
ið af vinkonum mínum og vinum og sótt í þeirra reynsluheim
þótt hann sé ólíkur mínum.
Besta ráðið að vera hugrökk
Hvað er besta ráðið sem þú hefur fengið í lífinu?
,,Ein vinkona mín sagði mér að vera hugrökk og sækjast eftir
því sem mig langaði til. Hún spurði mig hvað væri það versta
sem gæti gerst ef ég gerði slíkt? Að mínu mati kemur ekkert
upp í hendurnar á okkur heldur þurfum við að vera hugrökk í
smáu sem stóru.
Hvað er þá versta ráð sem þú hefur fengið?
,,Að hægt sé að treysta öllu fólki. Ég er í eðli mínu með já-
kvætt viðhorf gagnvart fólki en hef þurft að læra á reynslunni;
að það eru ekki allir alltaf í mínu liði. Það er ágæt raunveru-
leikatengin fólgin í þeirri reynslu. En ætli það sé samt ekki líka
bara best að láta fólk alltaf njóta vafans. Fólk er alls konar.“
Mikilvægt að standa saman
Nanna er einn af forsvarsmönnum góðgerðafélagsins Kon-
ur eru konum bestar sem stendur árlega fyrir söfnun þar
sem seldir eru bolir til styrktar góðu málefni. „Mér finnst
mikilvægt að styðja við annað fólk í lífinu og við fjórar sem
stöndum á bak við verkefnið eigum það allar sameiginlegt að
vilja leggja okkar að mörkum til að gera samfélagið betra.
Félagið var stofnað til að kveða í kút
þennan gamla frasa um að konur séu
konum verstar, því það er ekki raun-
in. Ég held að konur séu í dag miklu
duglegri við að hvetja hvor aðra og
standa saman, enda er það miklu
skemmtilegra. Í byrjun október mun-
um við standa fyrir sölu á bolum
þessa árs og í ár fer allur ágóði til
styrktar starfsemi Bjarkahlíðar sem
er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis.
Fréttir af heimilisofbeldi hafa verið áberandi í ár og við vild-
um styrkja fórnarlömb þess – sem langoftast eru konur og
börn. Í fyrra styrkti félagið Kraft, félag ungs fólks með
krabbamein, um 3,7 milljónir.
Hvað finnst þér um vogarafl kvenna í viðskiptum?
,,Ég held að það sé ómetanlegt fyrir fyrirtæki að vera með
fjölbreyttan hóp stjórnenda og starfsfólks. Þar hefur oft og tíð-
um því miður hallað á konur í atvinnulífinu, en ég held þó að það
sé að breytast. Ég sé alltaf fleiri og fleiri öflugar konur í for-
svari fyrirtækja, en líka fleiri karlmenn sem skilja mikilvægi
þess að atvinnulífið endurspegli á sem bestan hátt samsetningu
okkar samfélags. Það er þó enn þannig að einungis um 11%
þeirra sem stýra fjármagni í landinu eru konur, við þurfum að
bæta úr því.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Nanna Kristín er
jákvæð og ein-
læg í eðli sínu.
„Það er þó enn þann-
ig að einungis um 11%
þeirra sem stýra
fjármagni í landinu
eru konur, við þurfum
að bæta úr því.“
FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2020 MORGUNBLAÐIÐ 45
Hágæða
hárvörur
Sápa býður upp á landsins mesta úrval af
hágæða hárvörum. Kíktu við hjá okkur á
Laugaveginum og fáðu aðstoð frá fagfólki sem
hjálpar þér að velja vörur sem henta þínu hári.
Við erum 5 ára um þessa mundir og bjóðum
í tilefni þess 20% afslátt frá 2. til 8. október.
Sápa • Laugavegi 61 • 101 Reykjavík
Sími: 511 1141 • sapa@sapa.is • sapa.is
20%
5 ára afmælisafsláttur
2. til 8. október
Sápa netverslun
Sápa er vinsæl og notendavæn netverslun. Það er þægilegt
og öruggt að versla á netinu. Við bregðumst fljótt við öllum
fyrirspurnum og sendum vörur um allt land. Þeir sem versla fyrir
7.000 kr. eða meira fá fría heimsendingu.
Skoðaðu úrvalið á sapa.is