Morgunblaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2020 VIÐSKIPTAMOGGINN FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI
E
yjólfur Árni Rafnsson var endurkjör-
inn formaður Samtaka atvinnulífsins í
vor í upphafi Covid-faraldursins. Þá
renndi hann ekki grun í, frekar en aðr-
ir, að framundan væru þær gríðarlegu efnahags-
hamfarir sem raunin hefur orðið, þær mestu sem
gengið hafa yfir íslenskt atvinnulíf síðustu 100 ár-
in, líkt og heimsbyggðina alla. Hann segir áskor-
anirnar framundan stórar en að með bjartsýni og
dugnað að vopni muni íslenskt samfélag rétta
hratt úr kútnum.
„Í þessu ástandi er mér auðvitað efst í huga
það mikla atvinnuleysi sem nú er og það hefur
því miður verið að aukast að undanförnu. Flest
bendir til þess að það muni halda áfram að
aukast út þetta ár. Af þeim sökum erum við ekki
búin að finna botninn ennþá en eini kosturinn við
það þegar þangað er komið er sá að þá er hægt
að spyrna sér af krafti upp að nýju.“
Flókin staða á vinnumarkaðnum
Hann segir flókna stöðu uppi fyrir atvinnurek-
endur. Kjarasamningar hafi verið undirritaðir í
apríl í fyrra og þeir hafi átt að varða leiðina
áfram. Þeir séu hins vegar ekki tækir til þess eft-
ir að kórónuveiran breiddist út um heimsbyggð-
ina með þeim afleiðingum sem orðið hafa.
„Þessir samningar hafa gengið undir heitinu
lífskjarasamningar og miðað við horfurnar þegar
þeir voru undirritaðir áttu þeir einmitt að geta
orðið það. Nú hefur efnahagslífinu hreinilega
verið snúið á hvolf og kjarasamningsumhverfinu
þar með. Þessir samningar eru nú orðnir mörg-
um fyrirtækjum mjög þungir og þeir munu reyn-
ast mörgum fyrirtækjum afar erfiðir á næstu
mánuðum. Næstu umsömdu hækkanir eru nú
um áramótin og ef ekkert verður að gert munu
þessar hækkanir þrýsta enn á aukið atvinnu-
leysi.“
Eyjólfur Árni segir að sem betur fer séu mörg
fyrirtæki í landinu sterk og í ákveðnum greinum
gangi ágætlega, þrátt fyrir allt. Það séu fyrirtæki
sem geti að einhverju leyti risið undir þessum
hækkunum en miðað við þróun gengis undan-
farna mánuði þar sem krónan hefur gefið eftir sé
hætt við að hækkun launa skili sér í meira mæli
út í verðlagið hjá einhverjum atvinnugreinum en
verið hefur.
„Það sem vegur upp á móti þessari þróun er
hversu hraustlega ríkissjóður hefur tekið undir
með atvinnulífinu. Það ber að þakka. Sterk staða
ríkissjóðs fyrir kreppuna skiptir þar miklu máli
og líklega var hann á margan hátt betur búinn
undir þetta en nokkur annar slíkur í Evrópu þeg-
ar áfallið dundi yfir. En það eru takmörk fyrir því
hvað hægt er að krefja ríkið um og nú safnar það
miklum skuldum. Auk þess er afar varhugavert
að ætla að tryggja hátt atvinnustig með því að
færa störfin af almenna markaðnum og yfir á
þann opinbera. Það mun leiða af sér ójafnvægi
sem ekki getur talist sjálfbært til lengdar,“ segir
Eyjólfur Árni.
Nú skipta innviðirnir máli
Hann bendir á að auk sterkrar stöðu ríkissjóðs
þá búi efnahagslífið að því að hér hefur verið lagt
í mikla uppbyggingu innviða á síðustu árum.
„Það á m.a. við um ferðaþjónustuna. Vissulega
hefur ákveðin þekking glatast og reynsla en fjár-
festingin er þó að stærstum hluta enn til staðar.
Það gerir okkur kleift að bregðast hratt við þeg-
ar landið opnast á ný. Við erum í miklum sam-
skiptum við atvinnurekendasamtök í Evrópu,
m.a. á Norðurlöndum, og þar er víða gert ráð fyr-
ir að það muni taka 4 til 5 ár að koma hagkerf-
unum á sama stað og þau voru í janúar síðast-
liðnum. Það gæti orðið reyndin hér en smæð
samfélagsins og sveigjanleikinn sem það býður
upp á gæti þó tryggt okkur hraðari endurreisn
hér en í löndunum í kringum okkur.“
Eyjólfur Árni minnir þó á að hagkerfi samtím-
ans eru mjög samtvinnuð og við erum að miklu
leyti bundin af því hvernig aðrar þjóðir bregðast
við, ekki síst þegar kemur að ferðalögum milli
landa og neyslu á vörum og þjónustu sem við
bjóðum upp á.
Spurður út í hvað þurfi að gerast á komandi
vikum og mánuðum til þess að gera hagkerfið
sem best í stakk búið til þess að takast á við end-
urreisnina, segir Eyjólfur Árni að líta þurfi til
margra þátta. Hann telur þó enn mikilvægt að
setjast yfir kjarasamningana eins og þeir standa
og leita endurskoðunar á þeim.
„Það voru mikil vonbrigði þegar viðsemjendur
okkar neituðu að setjast niður og fara yfir stöð-
una og hvað hægt væri að gera til þess að bregð-
ast við gjörbreyttum aðstæðum. Að öllu óbreyttu
munu fyrrnefndar hækkanir auka enn á atvinnu-
leysið og það getum við ekki unað við. Ég er hins
vegar bjartsýnn að eðlisfari og tel því að það sé
enn von um að við getum náð fram samtali um
þessi mál og fundið þessum mikilvægu samn-
ingum farveg sem verji störfin og skapi jarðveg
til þess að til verði ný störf. Annað væri mikil
vonbrigði að mínu mati.“
Koma þarf fólki að nýju til starfa
Hann segir að nauðsynlegt hafi verið að styðja
við þá sem misst hafa vinnuna á undanförnum
mánuðum og að þar hafi tímabundin úrræði um
tekjutengingu atvinnuleysisbóta skipt miklu
máli. Hins vegar telur Eyjólfur Árni óheppilegt
að einblína á aðgerðir af þessum toga.
„Það þarf að styðja við þá sem missa vinnuna
en aðalmarkmiðið hlýtur að vera að koma fólki
inn á vinnumarkaðinn aftur. Það er eina lang-
tímalausnin sem gengur upp og skiptir hvert
okkar og samfélagið allt raunverulegu máli.“
En það eru fleiri þættir sem huga þarf að. Til
skamms tíma séu úrlausnarefnin að létta undir
með atvinnulífinu til að verja störfin en til fram-
tíðar muni ný störf skapast, m.a. á grundvelli ný-
sköpunar.
„Við ræðum oft um mikilvægi nýsköpunar,
ekki síst þegar gefur á bátinn. En hún er ekki
eitthvað sem kippir hlutunum í liðinn sisvona.
Nýsköpun er langtímamarkmið sem við verðum
að halda fast í, alveg óháð því hvort það gengur
vel eða illa á hverjum tíma. Við höfum á mörgum
sviðum stundað frábæra nýsköpun, m.a. í sjávar-
útvegi og iðnaði í áratugi með góðum árangri og
við viljum halda áfram að útvíkka það starf. Það
gerist ekki endilega með styrkjum frá hinu op-
inbera en við þurfum að þróa kerfið meira í þá átt
sem við sjáum víða erlendis þannig að ríkisvaldið
leggi ekki óþarfa byrðar á nýsköpunarstarfið.
Ríkið þarf að halda aftur af þeim freistingum að
skattleggja nýsköpunina og leggja á hana gjöld
af ýmsum toga. Það er ein besta leiðin til þess að
tryggja grósku í þeim efnum.“
Bjartsýnn þrátt fyrir alla ágjöfina
Þrátt fyrir það ískyggilega ástand sem uppi er
og alla þá óvissu sem fylgir útbreiðslu kórónu-
veirunnar er Eyjólfur Árni bjartsýnn fyrir hönd
íslensks atvinnulífs. Bendir hann m.a. á þau fjöl-
mörgu öflugu fyrirtæki sem fylla listann yfir
framúrskarandi fyrirtæki, því til staðfestingar.
„Það eru fyrirtækin í landinu sem skapa störf-
in og tryggja verðmætasköpun til framtíðar. Við
höfum öll sem samfélag hagsmuni af því að þeim
gangi vel. Þegar atvinnulífið blómstrar, þá
blómstrar íslenskt samfélag.“
ses@mbl.is
Mestu skiptir að verja og skapa störf
Morgunblaðið/Árni Sæberg
“Það þarf að styðja við þá sem missa vinnunaen aðalmarkmiðið hlýtur að vera að koma fólki
inn á vinnumarkaðinn aftur. Það er eina lang-
tímalausnin sem gengur upp og skiptir hvert
okkar og samfélagið allt raunverulegu máli.
Eyjólfur Árni Rafnsson var endurkjörinn formaður
SA þegar kórónuveirufaraldurinn var að ná sér á
strik. Hann hefur haft í nógu að snúast vegna þeirra
atburða sem fylgt hafa í kjölfar farsóttarinnar.