Morgunblaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 84
E yrir Invest er alþjóðlegt fjárfestinga- félag sem leggur áherslu á fjárfest- ingu í fyrirtækjum sem eiga mögu- leika á að geta vaxið og orðið leiðandi á alþjóðasviði í sinni starfsemi. Undir eignasafni Eyris eru fjórar meginfjár- festingastoðir: Marel, sem er stærsta einstaka eignin í safninu, og Eyrir Venture Management sem er rekstraraðili fyrir sprotafjárfestingar; Eyrir sprotar og Eyrir Ventures. Eyrir Vent- ure Management hefur sérstaka stjórn og fram- kvæmdastjóra. Um fjárfestingu í sprotafyrirtækjum segir Margrét Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstr- ar, að sérstaklega sé horft til þess að í sprot- anum felist einhvers konar nýnæmi. Það geti verið af ólíkum toga, s.s. ný tegund framleiðslu eða tækni, eða feli í sér breytingu sem er ein- stök á sinn hátt. Að vera áhrifafjárfestir Í fjárfestingarstefnu sinni leggur Eyrir áherslu á að koma að sérhverri fjárfestingu til að geta haft áhrif á stjórnun og stefnumótun. Margrét segir að aðkoma Eyris geti verið með ýmsum hætti, allt eftir eðli og umfangi hvers verkefnis, en markmiðið sé ætíð að hafa bein áhrif. Fyrir utan beina þörf fyrir fjármagn hafa ung fyrirtæki þörf á ýmiss konar leiðsögn t.d. í markaðsmálum og sölu og því kafi Eyrir djúpt í viðkomandi rekstur og leggi fram þekkingu og aðstoð sem þörf er hverju sinni. „Þetta er að vera áhrifafjárfestir,“ segir Mar- grét til að leggja áherslu á fyrir hvað Eyrir stendur. Vegurinn til sjáfbærni „Fyrirtæki sem við fjárfestum í eru á mjög mismunandi stað í lífshlaupi sínu,“ segir Mar- grét þegar spurt er um hvort sérstaklega sé litið til fyrirtækja sem eru komin á ákveðinn vendi- punkt í sínum rekstri. Hún útskýrir að það fari allt eftir eðli þess sem unnið er að og hver markmiðin eru. Það geti verið bæði sprotar og fyrirtæki sem eru lengra komin og „ekkert er útilokað“. Eyrir fylgir ákveðinni fjárfestingarstefnu í öllum sínum fjárfestingum. Í stað þess að einblína á lífskúrfuna, sé meira horft til þess hvaða nýjung eða tækni fyrirtækið vinnur að og hvernig það fellur að fjárfest- ingastefnu Eyris. „Það þarf að horfa breitt á þetta,“ segir Mar- grét og tekur Marel sem dæmi um fyrirtæki sem starfi á markaði sem geti enn tekið breyt- ingum og kallað á aukna spurn eftir þeirri tækni sem þar er unnið að t.d. vegna breyttra lífshátta í víðu samfélagslegu samhengi. Líftími fjárfestinga Það tekur fyrirtæki mjög mismunandi langan tíma að vera sjálfbær segir Margrét um hversu langt fram í tímann Eyrir horfi í eignasafni sínu. „Það er enginn sem segir að eftir 5-10 ár sé fyrirtæki komið á fætur,“ bætir hún við og því sé enginn fyrirframákveðinn tímarammi um það hvenær einstaka fyrirtæki eru seld úr safn- inu. Á meðan Eyrir telur að hægt sé að skapa frekari verðmæti er því haldið í safni, en ef hag þeirra er betur borgið annars staðar þá sé það skoðað eftir atvikum segir Margrét. Kreppan snertir alla Þrátt fyrir yfirstandandi erfiðleika, þá eru mörg tækifæri þegar frá líður segir Margrét um núverandi ástand vegna heimsfaraldursins. Hún segir að áhrifanna gæti víða, bæði í ólík- um geirum og á mörgum snertiflötum innan ein- stakra virðiskeðja og þótt enn sé margt óljóst gæti verið mikill munur eftir því til hvaða geira sé litið. Ekki sé ólíklegt að ástandið muni ýta undir sjálfvirkni, sem gæti komið sér vel fyrir rekstur Marels og fleiri félaga í eignasafninu. sighvaturb@mbl.is Áhrifafjárfestir í orði og á borði Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 1. sæti EYRIR INVEST stórt 1. sæti Margrét Jónsdóttir Margrét Jónsdóttir, fram- kvæmdastjóri Eyris Invest, er að vonum ánægð með árangur félagsins. Sem áhrifafjárfestir kemur Eyrir beint við sögu í rekstri fé- laga í sínu eignasafni. 84 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2020 VIÐSKIPTAMOGGINN FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI 366 272 246 178 122 118 107 79 56 35 63 Fyrirtæki sem hafa einhvern tímann verið Framúrskarandi Einu sinni Tvisvar Þrisvar Fjórum sinnum Fimm sinnum Sex sinnum Sjö sinnum Átta sinnum Níu sinnum Tíu sinnum Ellefu sinnum 400 350 300 250 200 150 100 50 0 Fjöldi Fjöldi fyrirtækja – fjöldi skipta á lista Heildarfjöldi fyrirtækja: 1.642
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.