Morgunblaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 80
80 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2020 VIÐSKIPTAMOGGINN FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI F lestir kannast við Birki Ívar Guð- mundsson þar sem hann hefur stað- ið á milli stanganna í handboltanum, bæði fyrir íslenska landsliðið á mörgu stórmótinu en einnig fyrir félagslið hér heima og erlendis. Færri vita að hann stýrir Vínnesi sem flytur inn mörg af þekkt- ustu vörumerkjum vínheimsins. Hann segir að tilviljun hafi ráðið því að hann fór að starfa á þessu sviði. „Ég hóf störf í byrjun árs 2013. Fyrir- tækið hafði árin á undan stækkað töluvert hratt og eigendur þess höfðu ekki, vegna annarra verkefna, þann tíma sem þurfti til þess að sinna fyrirtækinu. Þeir höfðu því samband við mig og buðu mér þetta starf sem ég þáði eftir stuttan umhugsunartíma. Flóknara var það nú ekki.“ Hann segir daglegar áskoranir margar en mismiklar. Nú þegar kórónuveiran gengur yfir þurfi fyrst og síðast að tryggja að ef smit komi upp í fyrirtækinu þá geti það áfram starfað og einnig þurfi að hafa fyrir því að tryggja nægt magn birgða til landsins. „Þessi bransi er að einhverju leyti frá- brögðin mörgum öðrum vegna einkasöluleyf- is ÁTVR á smásölumarkaði og banni við áfengisauglýsingum. Áfengisumboð þurfa því að keppa hvert við annað á einungis tveimur söluráðum, vöru og verði. Önnur áskorun er að undirbúa fyrirtækið undir það ef verulegar breytingar eru gerðar á rekstraumhverfinu, en hvert ár er lagt fram frumvarp til Alþingis um annaðhvort afnám ÁTVR að hluta eða í heild sinni. Komi til þess að Alþingi samþykki slíkt frumvarp þá mun það auðvitað gerbreyta rekstr- arumhverfi allra fyrirtækja í þessum bransa.“ Má aldrei sofna á verðinum Að öðru leyti segir hann mikilvægt, líkt og í öðrum rekstri, að sofna ekki á verðinum, prófa sífellt ný vörumerki, finna nýja mark- aði og uppfylla þarfir viðskiptavina með því. Spurður út í tengsl íþróttanna og þeirra starfa sem hann sinnir í dag segir Birkir Ív- ar að hann hafi ekki nýtt sér reynsluna úr íþróttunum með meðvituðum hætti. Hann segir þó að iðkun íþrótta til margra ára móti ákveðinn hugsanahátt. „Eins og í hópíþrótt þá hefur það alltaf verið mitt markmið að öllu starfsfólki líði vel og fái tækifæri til að nýta sína styrkleika. Eins þá er ég mjög meðvitaður um það að það gerist ekkert af sjálfu sér. Allt afreks- íþróttafólk þekkir það vel að til þess að ná árangri þá þarf að leggja í vinnuna.“ Hann segir það helsta styrkleika Vínness að hjá fyrirtækinu starfi öflugur hópur og að starfsmannaveltan sé mjög takmörkuð. „Við erum líka ákaflega stolt af vörumerkj- unum okkar sem eru mörg hver ekki bara leiðandi á Íslandi heldur einnig á heims- mælikvarða. Ef við undanskiljum tvo ofangreinda þætti þá tel ég að stór ástæða þess að við höfum náð árangri er að við höfum alltaf leitast eft- ir að gera hlutina eins einfalda og mögulegt er. Fyrirtækið er því alfarið laust við flókna og illskiljanlega ferla sem enginn getur al- mennilega fylgt.“ Birkir Ívar segir að neysluvenjur Íslend- inga hafi ekki breyst mikið frá því að hann hóf störf hjá Vínnesi. Alltaf einhver tíska í gangi „Í áfengi eins og öðrum geirum þá myndast ákveðnar tískubólur sem koma og fara en heilt yfir þá er áfengismarkaðurinn nokkuð stöðugur og breytingar gerast hægt. Það sem er kannski helst að breytast núna og ég tel að muni halda áfram næstu árin, er að neytendur eru að hugsa meira um heilbrigðan lífsstíl, þar með talið í áfengi. Þessi hópur skiptist svo í tvennt, annars vegar hópurinn sem hefur ákveðið að annaðhvort takmarka neyslu áfengis eða sneiða alveg fram hjá henni. Hinn hóp- urinn neytir enn þá áfengis en kýs frekar lífræna framleiðslu, lágt hitaeiningainni- hald, o.s.frv. Það eru tækifæri til þess að sinna báðum þessum hópum. Til dæmis hófum við sölu á Stella Artois 0,0% í mat- vöruverslunum fyrir nokkrum mánuðum. Þrátt fyrir að innihalda ekkert áfengi og einungis 60 hitaeiningar þá skína gæði Stella Artois í gegn.“ Á næsta ári áætlar Vínnes flutninga í nýtt og glæsilegt húsnæði í Korngörðum 3 en þar verður systurfyrirtækið, Innnes, einnig til húsa. „Þótt fyrirtækin verði áfram rekin hvort í sínu lagi þá munu opnast tækifæri til að nota reynslu hvort annars enn þá betur en við gerum í dag. Við horfum því bjartsýn á framtíðina.“ ses@mbl.is Liðsheildin skiptir miklu máli 209. sæti VÍNNES stórt 42. sæti Birkir Ívar Guðmundsson Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Birkir Ívar hefur stýrt fyrirtækinu frá ársbyrjun 2013. Það hefur umboð fyrir heimsþekktar vörur á sínu sviði, m.a. Stella Artois, Pol Roger, Remy Martin, Muga og Macallan. Hlutfall helstu atvinnugreina meðal Framúrskarandi fyrirtækja 2010-2020 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 Hlutfall 12% 10% 8% 6% 4% 2% 13,7% 7,6% 6,8% 3,6% Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð Ferðaþjónusta Sjávarútvegur Fjármála- og vátryggingastarfsemi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.