Morgunblaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 78
78 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2020 VIÐSKIPTAMOGGINN FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI Þ etta er mjög gamaldags fyrirtæki. Ein kennitala, einn eigandi, og ekk- ert vesen,“ segir Jón Pétur Jónsson, framkvæmdastjóri verslunarinnar Arnarins. Félagið var í hópi þeirra fyrstu sem fengu viðurkenningu Creditinfo sem Framúr- skarandi fyrirtæki og hefur í gegnum árin tek- ist að hrista af sér hvers kyns upp- og niður- sveiflur í efnahagslífinu: „Allt sem heitir kreppa eða hrun virðist hafa þau áhrif að viðskiptin hjá okkur glæðast,“ segir Jón Pétur en Örninn selur reiðhjól og lík- amsræktartæki auk þess að reka eina stærstu golfvöruverslun landsins og barnavöruversl- unina Fífuna. „Þegar hægir á hagkerfinu vill það gerast að fólk byrjar að hugsa betur um heilsuna og stunda holla líkamsrækt og úti- veru. Þá kalla niðursveiflur líka á það að sýna aðhald í heimilisrekstrinum og margir sem grípa til þess ráðs að t.d. fækka um einn bíl á heimilinu og nota reiðhjólið sem samgöngu- tæki ef það er möguleiki.“ Fyrirtækið kom nokkuð vel út úr banka- hruninu fyrir röskum áratug og segir Jón Pét- ur að þar hafi hjálpað að félagið var lítið sem ekkert skuldsett. Eftir hrunið jukust síðan vin- sældir hjólreiða mikið og var salan lífleg. Á þessu ári hafa aðstæður verið mjög óvenju- legar og salan gengið betur en nokkru sinni. „Birgðastaðan var mjög góð í byrjun árs en um miðjan apríl rann það upp fyrir okkur að það stefndi í að verslunin yrði vörulaus og búið að selja jafnmikið á fyrstu mánuðum ársins og við ætluðum okkur að selja á árinu öllu. Reiðhjól og rafmagnsreiðhjól nánast seldust upp og svipaða sögu að segja af líkamsræktartækj- unum.“ Þessi óvenjumikla sala skýrist vitaskuld af því að röskun varð á starfsemi líkamsræktar- stöðvanna og margir sem sáu sig knúna til að koma upp sinni eigin þrek- og styrktaræfinga- aðstöðu á heimili sínu. „Landsmenn hafa verið mjög duglegir að hreyfa sig og ekki á þeim buxunum að ætla að láta kórónuveirufarald- urinn standa í vegi fyrir því að stunda reglu- lega líkamsrækt,“ útskýrir Jón Pétur en hlaupabretti og þrekhjól hafa rokið út auk styrktaræfingastöðva. „Mikil breidd er í því að hverju neytendur eru að leita, og höfum við selt allt frá einföldum þrekhjólum á 150.000 kr. upp í þrekhjól af sömu gerð og finna má í bestu líkamsræktarstöðvum á um og yfir 750.000 kr. Byltingin var lengi á leiðinni Góð hjólreiðasala skýrist bæði af þörf fólks fyrir aðgengilega og ánægjuleg útivist og eins af miklum áhuga í samfélaginu á að nýta fjöl- breyttari, samfélagsvænni og umhverfisvænni samgöngumáta. „Rafmagnsreiðhjólin hafa komið mjög sterkt inn í ár og biðröð eftir hverju einasta hjóli, um það bil fimm árum eft- ir að rafmagnsreiðhjólabyltingin hófst af al- vöru í Evrópu.“ Ástæða þess að rafmagnsreiðhjólamenn- ingin fór hægar af stað á Íslandi en á megin- landinu segir Jón Pétur að sé að sumir innflytj- endur hafi hlaupið á sig fyrir fimm árum og flutt inn rafmagnsreiðhjól sem reyndust ekki nógu vel. „Það má kalla þau byrjendamistaka- hjól og voru t.d. rafhlöðurnar ekki nógu góðar. Nú eru byrjendamistökin að baki og allt annar staðall á þeim rafmagnsreiðhjólum sem eru fá- anleg á markaðinum í dag.“ Hafa rafmagnsreiðhjólin sótt svo hratt á að þegar komið var fram á mitt sumar seldist u.þ.b. eitt rafmagnsreiðhjól fyrir hver þrjú hefðbundin reiðhjól. „Algengt verð fyrir vand- að rafmagnsreiðhjól er á bilinu 350-600.000 kr. sem er töluvert hærra en verðið á dæmigerðu reiðhjóli, og þýðir að þrátt fyrir að seld eintök séu færri þá er veltan töluverð og áhrifin í rekstrinum greinileg.“ Jón Pétur segir að skipta megi kaupendum rafmagnsreiðhjóla í tvo meginhópa: „Annars vegar er fólkið sem vill nota reiðhjólið til dag- legra samgangna og finnur hvað það hjálpar mikið að vera á rafmögnuðu hjóli í mótvindi. Á rafmagnsreiðhjóli er lítil hætta á að maður komi löðrandi sveittur í vinnuna en engu að síður þarf að stíga á pedalana og fólk fær létta hreyfingu á leið til og frá vinnu,“ útskýrir hann. „Hins vegar er fólk sem vill nota reið- hjólið sem leiktæki og finnur að með rafmót- ornum verður mun auðveldra að þeysast um holt og hæðir.“ Athygli vekur að Örninn hellti sér ekki út í raf-hlaupahjólamarkaðinn og segir Jón Pétur að þar ætli fyrirtækið enn um sinn að halda sig til hlés. „Við skoðuðum þetta vel og fannst viss- ara að sitja hjá þegar alls konar fyrirtæki voru farin að koma inn á þennan markað. Raf- hlaupahjól eru áhugavert samgöngutæki en við ætlum að sjá hvernig tæknin þróast.“ Tryggingagjaldið á við tvö stöðugildi Jón Pétur skrifar árangur fyrirtækisns ekki síst á það hve gott fólk hefur valist til starfa hjá Erninum. „Öll þessi ár hef ég verið með ein- dæmum heppinn með starfsfólk og starfs- mannaveltan verið sama sem engin.“ Hann kann enga sérstaka skýringu á þessu láni, en segist þó gæta þess að borga fólki ekki lægstu taxtalaun og sýna svigrúm þegar kem- ur að því t.d. að hliðra vinnutíma í takt við þarf- ir hvers og eins. Verst þykir Jóni Pétri að launatengd gjöld skuli vera eins há og raun ber vitni og þannig minnka svigrúm hans til að hækka laun eða fjölga starfsfólki: „Tryggingagjaldið verð- skuldar sérstaka athygli enda gjald sem er ætlað að fjármagna atvinnuleysistrygginga- sjóð ef skortur er á störfum í landinu, nema hvað að ef ekki væri fyrir þetta gjald væri svig- rúm hjá mínu fyrirtæki til að bæta við tveimur stöðugildum.“ ai@mbl.is Í niðursveiflu sækir fólk í hreyfingu og útivist Morgunblaðið/Styrmir Kári 375. sæti ÖRNINN Meðalstórt 150. sæti Jón Pétur Jónsson Morgunblaðið/Hari Reiðhjólamenningin á Íslandi hefur tekið miklum breytingum og hjólafólk á ferðinni allt árið. Jón Pétur þakkar árangurinn ekki síst góðu starfsfólki. Honum þyk- ir tryggingagjaldið þung byrði og myndi duga fyrir tveimur stöðu- gildum hjá fyrirtæki hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.