Morgunblaðið - 22.10.2020, Page 78

Morgunblaðið - 22.10.2020, Page 78
78 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2020 VIÐSKIPTAMOGGINN FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI Þ etta er mjög gamaldags fyrirtæki. Ein kennitala, einn eigandi, og ekk- ert vesen,“ segir Jón Pétur Jónsson, framkvæmdastjóri verslunarinnar Arnarins. Félagið var í hópi þeirra fyrstu sem fengu viðurkenningu Creditinfo sem Framúr- skarandi fyrirtæki og hefur í gegnum árin tek- ist að hrista af sér hvers kyns upp- og niður- sveiflur í efnahagslífinu: „Allt sem heitir kreppa eða hrun virðist hafa þau áhrif að viðskiptin hjá okkur glæðast,“ segir Jón Pétur en Örninn selur reiðhjól og lík- amsræktartæki auk þess að reka eina stærstu golfvöruverslun landsins og barnavöruversl- unina Fífuna. „Þegar hægir á hagkerfinu vill það gerast að fólk byrjar að hugsa betur um heilsuna og stunda holla líkamsrækt og úti- veru. Þá kalla niðursveiflur líka á það að sýna aðhald í heimilisrekstrinum og margir sem grípa til þess ráðs að t.d. fækka um einn bíl á heimilinu og nota reiðhjólið sem samgöngu- tæki ef það er möguleiki.“ Fyrirtækið kom nokkuð vel út úr banka- hruninu fyrir röskum áratug og segir Jón Pét- ur að þar hafi hjálpað að félagið var lítið sem ekkert skuldsett. Eftir hrunið jukust síðan vin- sældir hjólreiða mikið og var salan lífleg. Á þessu ári hafa aðstæður verið mjög óvenju- legar og salan gengið betur en nokkru sinni. „Birgðastaðan var mjög góð í byrjun árs en um miðjan apríl rann það upp fyrir okkur að það stefndi í að verslunin yrði vörulaus og búið að selja jafnmikið á fyrstu mánuðum ársins og við ætluðum okkur að selja á árinu öllu. Reiðhjól og rafmagnsreiðhjól nánast seldust upp og svipaða sögu að segja af líkamsræktartækj- unum.“ Þessi óvenjumikla sala skýrist vitaskuld af því að röskun varð á starfsemi líkamsræktar- stöðvanna og margir sem sáu sig knúna til að koma upp sinni eigin þrek- og styrktaræfinga- aðstöðu á heimili sínu. „Landsmenn hafa verið mjög duglegir að hreyfa sig og ekki á þeim buxunum að ætla að láta kórónuveirufarald- urinn standa í vegi fyrir því að stunda reglu- lega líkamsrækt,“ útskýrir Jón Pétur en hlaupabretti og þrekhjól hafa rokið út auk styrktaræfingastöðva. „Mikil breidd er í því að hverju neytendur eru að leita, og höfum við selt allt frá einföldum þrekhjólum á 150.000 kr. upp í þrekhjól af sömu gerð og finna má í bestu líkamsræktarstöðvum á um og yfir 750.000 kr. Byltingin var lengi á leiðinni Góð hjólreiðasala skýrist bæði af þörf fólks fyrir aðgengilega og ánægjuleg útivist og eins af miklum áhuga í samfélaginu á að nýta fjöl- breyttari, samfélagsvænni og umhverfisvænni samgöngumáta. „Rafmagnsreiðhjólin hafa komið mjög sterkt inn í ár og biðröð eftir hverju einasta hjóli, um það bil fimm árum eft- ir að rafmagnsreiðhjólabyltingin hófst af al- vöru í Evrópu.“ Ástæða þess að rafmagnsreiðhjólamenn- ingin fór hægar af stað á Íslandi en á megin- landinu segir Jón Pétur að sé að sumir innflytj- endur hafi hlaupið á sig fyrir fimm árum og flutt inn rafmagnsreiðhjól sem reyndust ekki nógu vel. „Það má kalla þau byrjendamistaka- hjól og voru t.d. rafhlöðurnar ekki nógu góðar. Nú eru byrjendamistökin að baki og allt annar staðall á þeim rafmagnsreiðhjólum sem eru fá- anleg á markaðinum í dag.“ Hafa rafmagnsreiðhjólin sótt svo hratt á að þegar komið var fram á mitt sumar seldist u.þ.b. eitt rafmagnsreiðhjól fyrir hver þrjú hefðbundin reiðhjól. „Algengt verð fyrir vand- að rafmagnsreiðhjól er á bilinu 350-600.000 kr. sem er töluvert hærra en verðið á dæmigerðu reiðhjóli, og þýðir að þrátt fyrir að seld eintök séu færri þá er veltan töluverð og áhrifin í rekstrinum greinileg.“ Jón Pétur segir að skipta megi kaupendum rafmagnsreiðhjóla í tvo meginhópa: „Annars vegar er fólkið sem vill nota reiðhjólið til dag- legra samgangna og finnur hvað það hjálpar mikið að vera á rafmögnuðu hjóli í mótvindi. Á rafmagnsreiðhjóli er lítil hætta á að maður komi löðrandi sveittur í vinnuna en engu að síður þarf að stíga á pedalana og fólk fær létta hreyfingu á leið til og frá vinnu,“ útskýrir hann. „Hins vegar er fólk sem vill nota reið- hjólið sem leiktæki og finnur að með rafmót- ornum verður mun auðveldra að þeysast um holt og hæðir.“ Athygli vekur að Örninn hellti sér ekki út í raf-hlaupahjólamarkaðinn og segir Jón Pétur að þar ætli fyrirtækið enn um sinn að halda sig til hlés. „Við skoðuðum þetta vel og fannst viss- ara að sitja hjá þegar alls konar fyrirtæki voru farin að koma inn á þennan markað. Raf- hlaupahjól eru áhugavert samgöngutæki en við ætlum að sjá hvernig tæknin þróast.“ Tryggingagjaldið á við tvö stöðugildi Jón Pétur skrifar árangur fyrirtækisns ekki síst á það hve gott fólk hefur valist til starfa hjá Erninum. „Öll þessi ár hef ég verið með ein- dæmum heppinn með starfsfólk og starfs- mannaveltan verið sama sem engin.“ Hann kann enga sérstaka skýringu á þessu láni, en segist þó gæta þess að borga fólki ekki lægstu taxtalaun og sýna svigrúm þegar kem- ur að því t.d. að hliðra vinnutíma í takt við þarf- ir hvers og eins. Verst þykir Jóni Pétri að launatengd gjöld skuli vera eins há og raun ber vitni og þannig minnka svigrúm hans til að hækka laun eða fjölga starfsfólki: „Tryggingagjaldið verð- skuldar sérstaka athygli enda gjald sem er ætlað að fjármagna atvinnuleysistrygginga- sjóð ef skortur er á störfum í landinu, nema hvað að ef ekki væri fyrir þetta gjald væri svig- rúm hjá mínu fyrirtæki til að bæta við tveimur stöðugildum.“ ai@mbl.is Í niðursveiflu sækir fólk í hreyfingu og útivist Morgunblaðið/Styrmir Kári 375. sæti ÖRNINN Meðalstórt 150. sæti Jón Pétur Jónsson Morgunblaðið/Hari Reiðhjólamenningin á Íslandi hefur tekið miklum breytingum og hjólafólk á ferðinni allt árið. Jón Pétur þakkar árangurinn ekki síst góðu starfsfólki. Honum þyk- ir tryggingagjaldið þung byrði og myndi duga fyrir tveimur stöðu- gildum hjá fyrirtæki hans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.