Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2020, Page 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2020, Page 6
VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.10. 2020 Það er merkilegt til þess að hugsa að þaðeru bráðum liðin fjögur ár síðanstemningin breyttist skyndilega á sam- komu sem ég var á. Þar voru sennilega flestir undir það búnir að Bandaríkjamenn væru að fara að kjósa konu sem forseta í fyrsta skipti. Það hafði lengi legið fyrir og margir litu á kosningarnar nánast sem formsatriði. Reynd- ur stjórnmálamaður var að fara að sigra mann sem flestir þekktu helst úr undarlegum sjónvarpsþáttum sem gengu út á að reka fólk. Svo komu nokkrar tölur sem voru í besta falli óvæntar og skyndilega var orðið ljóst að Donald J. Trump væri orðinn forseti Banda- ríkjanna. Það hefur sennilega runnið af nokkrum og einhverjir eru enn að klóra sér í hausnum yfir því hvernig þetta gat gerst. Nú er ég enginn sérfræðingur, þótt ég hafi tiltölulega nýlokið prófi í stjórnmálafræði (sem hófst reyndar þegar George Bush hinn eldri var við stjórnvölinn) en ég held að skýr- ingarnar á þessu óvænta kjöri hafi verið nokkrar. Ein af þeim er að það er bara fullt af fólki sem er sammála Trump. Hefur fengið nóg af „atvinnustjórnmálamönnum“ og vill breyta til. Hann talaði við þetta fólk og það hlustaði. Það var ekkert að opna sig oní rass á Twitter til að segja hvað það var að hugsa. Það bara lét vita af því í kjörklefanum. Þetta virtist koma öllum á óvart en eftir á að hyggja hefði mögu- lega verið hægt að sjá þetta fyrir. Þetta fólk hlustaði vegna þess að loksins talaði einhver við það. Árum saman hefur enginn gert það, heldur bara talað yfirlæt- islega niður til þess og látið sem sjónarmið þess séu ekki svara verð. Sem getur mögu- lega verið skiljanlegt en býr til jarðveg fyrir menn eins og Trump. Það er nefnilega þannig að þegar fólki er ekki svarað með rökum þá þrýstist það bara lengra og lengra inn í berg- málshellinn með fólki sem er sömu skoðunar. Og þegar enginn andmælir skoðunum þínum er mögulega stutt í að þær breytist í stað- reyndir í þínum huga. Nú stöndum við í svipuðum sporum. Mun- urinn er kannski helst sá að Trump hefur fengið fjögur ár til að sýna hver hann er. Það verður að segjast eins og er að hann hefur ekki beint verið meiri háttar landkynning fyr- ir Bandaríkin. Þrátt fyrir það á hann enn sæmilega möguleika á sigra aftur. Það er sama hvað er dregið fram um hann, ekkert virðist duga til að sannfæra stuðningsmenn hans um að hann ætti að snúa sér að öðru. Jafnvel þegar kemur í ljós að þessi stór- kostlegi viðskiptamaður er annaðhvort skatt- svikari eða bara hreint ekki snjall í við- skiptum, nema hvort tveggja sé. Það virðist engu skipta. Í draumaheimi gætum við farið fram á að fólk gerði bara upp hug sinn miðað við mál- flutning frambjóð- endanna í kapp- ræðum. Þar voru þeir mættir til að gera grein fyrir sjónarmiðum sín- um og stefnu- málum. Það gekk svona líka vel. Þrír menn á átt- ræðisaldri, talandi hver yfir annan og allt gert til að komast hjá því að svara spurningum. Almenningur var engu nær. Það kom kannski ekki á óvart þegar Bandaríkjamenn voru spurðir að því hvaða tilfinningu kappræðurnar hefðu vakið að 70 prósent voru pirruð og 20 prósent svartsýn. Þessi síðasta tala á bara eftir að hækka þennan mánuð sem er eftir til forsetakosn- inga. Og jafnvel lengur. Trump hefur alveg látið í það skína að hann sé líklegur til að taka ekki mark á atkvæðum sem berast með pósti, viðurkenna ekki úrslitin ef hann tapar og muni hanga á embættinu eins og hundur á roði. Þá fyrst erum við farin að tala um al- vöruvesen. Og munum líka að það sem hefur aldrei gerst getur alltaf gerst aftur. ’Svo komu nokkrar tölur semvoru í besta falli óvæntar ogskyndilega var orðið ljóst aðDonald J. Trump væri orðinn forseti Bandaríkjanna. Það hef- ur sennilega runnið af nokkrum og einhverjir eru enn að klóra sér í hausnum yfir því hvernig þetta gat gerst. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Það sem hefur aldrei gerst Þegar flautað verður til leiks ífjórðu umferð ensku úrvals-deildarinnar um helgina er aðeins eitt af stórliðunum sex, eins og þau eru skilgeind nú um stundir, í hópi fjögurra efstu liða, Liverpool. Þrátt fyrir að tapa án afláts fyrir Arsenal á hinum ýmsu mótum halda Englandsmeistararnir sínu striki í deildinni og eru með fullt hús, eitt fjögurra liða. Og jú, jú, einn af þess- um sigrum var einmitt gegn Arsenal. Mjög sannfærandi, svo allrar sann- girni sé gætt. En breytir ekki því að málabrautarstúdentar hér í fásinn- inu, sem fylgja Skyttunum að mál- um, eru búnir að festa kaup á talna- grind til að ná utan um alla sigrana. Meistararnir heimsækja annað taplaust lið, Aston Villa, í dag, sunnudag, en þeir fjólubláu hafa að- eins glímt í tvígang. Raunar gert það ljómandi vel og flunkunýr markvörð- ur Villa, Argentínumaðurinn Emi- liano Martínez, sá eini í deildinni sem ekki hefur enn fengið á sig mark. Varði víti strax í fyrsta leik, á hausti þar sem vítaspyrnur hafa farið sem eldur í sinu um enska sparkvelli. Svo rammt kveður að faraldrinum að Martin Tyler, hinn margreyndi lýs- andi Sky Sports-sjónvarpsstöðvar- innar talaði í vikunni um „pendemic“. Eina liðið sem hefur byrjað mótið betur en Liverpool er Leicester City sem vann hug og hjörtu sparkunn- enda um allan heim á liðinni leiktíð en sprakk á limminu eftir sótthlé og gaf frá sér Meistaradeildarsæti sem lengi vel virtist í hendi. Leicester hefur þremur mörkum hagstæðari markamun en meistararnir og vegur stórsigur á Manchester City þar þyngst – og það í bakgarði auðkýf- inganna. Mjög spennandi lið. Þriðja liðið með 9 stig eftir þrjá leiki er Everton, eða Gylfi og félagar, eins og það fornfræga félag kallast hér um slóðir. Þeir hafa rokið upp úr startblokkunum undir stjórn hins þaulreynda Ítala Carlos Ancelottis og eru til alls líklegir enda leik- mannahópurinn klárlega sterkari en í langan tíma. Okkar maður á til dæmis fullt í fangi með að komast í liðið þessa dagana. Aðrar „boðflennur“ á topp tíu eru Crystal Palace, sem alla jafna heyr sínar orrustur á öfugum enda deild- arinnar, og nýliðar Leeds United, en bæði hafa þessi lið 6 stig nú þegar. Fleiri en einn og fleiri en tveir hafa fullyrt við mig á síðustu dögum að ekkert lið á Englandi – ef ekki í gjörvöllum heiminum – sé eins vel við alþýðuskap og Leeds. Og eiga þar ugglaust kollgátuna. Fyrstu tveir leikir liðsins, eftir sextán ára útlegð, voru galopnir í báða enda sem mæltist víða vel fyrir, ekki síst hjá hörðum framsóknarmönnum í uppsveitum. Svo þurfa menn að vera tilfinningalega lamaðir til að hrífast ekki með knattspyrnustjóra þeirra Leedsara, Argentínumanninum Marcelo Bielsa. Ef það er ekki týpa þá heiti ég Þuríður! Leeds fær laskað lið Manchester City í heimsókn á Elland Road um helgina, þar sem Pep Guardiola mun að líkindum beygja sig og bugta fyrir Bielsa enda hefur hann sagt að sá argentínski sé besti þjálfari í heimi. Og jafnvel þótt víðar væri leitað. Palace siglir ekki á sömu bylgj- unni en hefur að sönnu staðið sig ljómandi vel fram að þessu. Sveiflur hafa verið í leik andstæðinga þeirra um helgina, Chelsea, og Wilfried Zaha og félagar í framlínu gestanna brenna án efa í skinninu að mæta vörn þeirra bláu sem hefur verið í svissnesku ostlíki í haust. Líkt og í fyrra. Áhyggjuefni fyrir Frank Lampard. Áhangendur Newcastle United, í Vesturbænum og víðar, bíða þess nú án efa opinmynntir að ég nefni þeirra menn og það mun ég að sjálf- sögðu gera enda eru þeir svarthvítu á efra spjaldi stigatöflunnar með 4 stig, fyrir ofan bæði Manchester- stórveldin – sem að vísu eiga leik til góða, þar sem þau fengu lengri hvíld í haust eftir þeysireið um evrópskar sparkgrundir á Jónsmessunni. Er á meðan er, eins og skáldið sagði. Gleðilega sparkhelgi! Leeds United: Hresst lið við alþýðuskap. Blandar það sér í baráttuna í vetur? AFP Haust smæl- ingjanna? Auðvitað eru bara tæpar þrjár umferðir að baki en samt má vel gera því skóna að fleiri lið en áður komi til með að velgja stórveldunum sex undir uggum á þessari leiktíð í ensku knattspyrnunni. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.