Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2020, Síða 8
Elsku Vatnsberinn minn, áfram skaltu halda veginn með auðmýkt, sleppa
egóinu og tengja þig við alla velunnara og passa að hafa enga fyrirstöðu. Jafnvægið, friðurinn og
framtíðin munu ráðast af þessu út næstu mánuði. Viðurkenndu bara ef þér hafa orðið á mistök,
það er betra að koma því út en halda því inni.
Þú þarft ekki að tjá þig um allt saman, heldur að sýna að þú sért lítillátur þó þú stefnir hátt.
Það eru margir í þessu merki búnir að leita eftir allskonar aðstoð í kringum sig, til dæmis fá lán-
aða dómgreind og líka í sambandi við heilsu og útlit.
Á þessari blaðsíðu sem þú ert kominn á í lífi þínu finnur þú eins og það séu fiðrildi í maganum,
finnur hvaða ást skiptir máli og hvaða ást er étandi, tætandi og niðurlægjandi.
Þú kemur með svo mikið af visku út úr þessu ári og þó það hafi verið allskonar fjör hefur þú
gullhjartað til að nýta þér það. Þér verður gefið eitthvað sem er bæði mikilvægt og merkilegt, þú
skalt leyfa þessari gjöf að koma til þín og vera þakklátur fyrir þær góðu breytingar sem hún fær-
ir þér. Október gerir þig sterkari af því þú ætlar þér að ná í styrkinn. Þú gengur frá lausum end-
um og klárar það sem þú hefur frestað því það fer í taugarnar á þér og tekur hið andlega niður.
Þrjóskan og seiglan sem eru þér meðfædd koma þér áfram; uppgjöf verður ekki valorð í þessu
ferli þínu. Og þú átt eftir að skreyta líf þitt með nánum og djúpum tengingum við manneskjur
sem eiga eftir að gæða líf þitt meiri lit en þig nokkurn tímann grunaði.
Ég dreg eitt spil úr töfrabunkanum mínum og þar kemur þú upp sem kennari, með mikinn vís-
dóm, vernd yfir fjölskyldu þinni og talan fimm sem táknar ferðalög, allavega veislur og húmor.
Með gullhjarta
VATNSBERINN | 20. JANÚAR 18. FEBRÚAR
Elsku Vogin mín, þetta tímabil er svo sannarlega þinn tími því þín áramót eru núna
og þín áramót tengjast að sjálfsögðu afmælinu þínu. Áður en sá dagur kemur er ýmislegt sem þú þarft
að fínstilla og þér getur fundist þreytandi eða þungt, en þegar afmælisdagurinn þinn er liðinn finnst þér
eins og þungu fargi sé af þér létt. Þú sérð þú ert búin að klára svo miklu meira en þú hélst að þú gætir. Í
þessu öllu er staða þín svo mikilvæg, ert það þú sem stjórnar eða lætur þú stjórna þér? Í því samhengi
vil ég segja að millivegurinn er mikilvægur, ef þú stjórnar láttu þá ekki aðra halda að þú stjórnir.
Deildu út verkefnum eins og þú værir ríkisstjórnin með allar sínar nefndir og þá sérðu að ekkert
er þér fjötur um fót og þú getur látið eins og enginn sé morgundagurinn. Og hann er í raun og veru
heldur aldrei til, svo ekki hafa nokkrar einustu áhyggjur af honum.
Láttu þér fátt um finnast þó aðrir séu reiðubúnir til að dæma þig til rétt- eða ranglætis. Þér þarf
að vera svolítið skítsama um annarra manna skoðanir, því þær eru ekki þú.
Þú ert að sjá og finna leið til þess að hafa allt á réttum grunni, þú munt með mikilli vinnu hagræða
hlutum þér í vil og þegar það er orðið svo og þú finnur að allt er að ganga er það öllum í kringum þig
í vil líka. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af fjármálum, því það mun eins og alltaf áður blessast.
Í ástinni þarftu að hafa skilning og skoða með hjarta þínu fjóra hluti sem þín ástargyðja eða goð
hefur yfir að búa og einblína á það. Ekki reyna að breyta persónunni í ástinni þinni, því þú myndir
ekki vilja breyta sjálfri þér, svo allt mun falla í þær skorður sem eru réttar fyrir þig.
Nýtt tungl í þínu fallega stjörnumerki verður þann 16. október og þá er krafturinn og hugurinn
bestur til að nýta þér það og setja fram af fullum huga hvað þér finnst þú eiga skilið. Lokasetningin
til þín er lesin af spili og hún er: Líf þitt er að fara á flug, þú hefur bæði kjark og dug!
Allt fellur í réttar skorður
VOGIN | 23. SEPTEMBER - 22. OKTÓBER
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.10. 2020
Elsku Sporðdrekinn minn, þótt þú eigir auðvelt með að greina aukaatriði frá aðal-
atriðum geturðu verið of stífur og leyft aukaatriðum að verða aðalatriðin.
Það býr svo mikill og óbeislaður kraftur í þér sem þú getur nýtt þér bæði til góðs og ills, þú ert hið
fullkomna jin & jang. Það býr í þér einbeitt persóna sem þolir ekkert nema sigur, en þegar þér
finnst þú hafir ekki barist nógu vel hefurðu þá tilfinningu að stinga sjálfan þig á hol, þess vegna er
enginn millivegur ríkjandi hjá þér.
Þú átt það náttúrulega til að láta ekki lífið vita af þér, en þá býrðu líka í þeim dimmu göngum og
depurð. Þú hefur svo magnað afl og öll þau verkfæri sem þú þarft til að sjá alls ekkert svartnætti.
Það býr í þér svo hugsandi og aflmikill karakter, nefnilega áhrifavaldur, og þegar þú nýtir þér það
og ert upp á þitt besta, þá áttu sviðið. Ef þér finnst þessi tilfinning ekki umlykja þig er það einungis
vegna þess að þú hefur beint sverðinu að þér. Ekki gefa þér það að þú þurfir að vera í sömu vinnu
eða á sama stað ótrúlega lengi, þá færðu leið, því að vanafesta hentar þér ekki eins vel og þú heldur.
Þegar þú gírar þig upp og sendir dásamlegt daður til þess sem þú vilt vinna þér inn stig hjá og þó
þú hafir einskæran brotavilja, þá gengur það upp. Það er mikilvægt fyrir þig að skoða að daður er
ekkert tengt neinu af kynferðislegum toga, heldur segir það þér að þú hafir áhrif á bæði börn og
fullorðna og allt sem lifir þegar þú einbeitir þér að þessu.
Það eru margar breytingar í kringum þig, þó það tengist þér ekki alveg persónulega. Og í þessum
breytingum stækkar þú og verður eins sýnilegur og þú þarft til þess að gera tilveru þína skemmti-
lega. Ég dreg eina lokasetningu úr Abracadabra-stokknum mínum og hún segir að hamingja sé með
sömu kennitölu og þú og þar af leiðandi ert þú hamingjan.
Mikill óbeislaður kraftur
SPORÐDREKINN | 23. OKTÓBER 22. NÓVEMBER
Elsku Steingeitin mín, þú ert svo mikill snillingur í því að láta ekki á því
bera hvernig þér líður, allavega ekki út fyrir fjölskylduna. Þú átt það til að fá of mikið sam-
viskubit þegar þér finnst að það sem þú gerir sé ekki 100%. En hundrað prósent er of kassa-
laga og ekkert spennandi kemur út úr því hvort sem er.
Svo núna ferðu yfir næsta mánuð með örlítið kæruleysi í vasanum, þessi tíð sem þú ert að
ganga inn í er svipuð og þegar fótboltamenn ganga inn á völlinn og muna bara síðasta leikinn
sem gekk illa. Þá „jinxa“ þeir aftur yfir sig svipaða erfiðleika.
Og alveg sama hvað hefur gerst í lífi þínu, því þegar þú vaknar á morgnana er nýtt tímabil
komið og þú ert bara tært ljós. Þú ert ekki vandamálin sem þú hefur gengið í gegnum, ekki
sjúkdómurinn sem þú hefur fengið og þú ert svo sannarlega ekki fortíðin.
Núna er mikilvægt að nenna og gera hlutina með glöðu geði og vera fegin það sé meira
að gera hjá þér heldur en vanalega. Taktu ákvarðanir í sambandi við það sem hefur verið
að velkjast um í höfðinu á þér. Annaðhvort segirðu já eða nei, því þá styrkistu í ákvörð-
unum. Þegar þú getur ekki tekið ákvörðun um eitthvað þá slitnarðu í sundur og týnir og
tapar orkunni. Í ástinni ertu seiðandi og sérð betur að það er ávinningur þar, en þú verður
að hafa nennuna og sleppa því alveg að hugsa um fortíðina eða hvernig það gekk einu
sinni.
Ef þú ert svo skemmtilega heppin að vera í föstu sambandi, þá er ekkert að sem þú ekki
getur lagað. Gerðu það án þess að halda að þú fáir neitt í staðinn, því það er ekki málið, held-
ur haltu áfram að gefa og muna að það eru litlu hlutirnir sem skapa þá stóru.
Haltu áfram að gefa
STEINGEITIN | 21. DESEMBER 19. JANÚAR
Elsku Bogmaðurinn minn, þú ert að fara inn í nýtt tímabil og svo margt að fara
að gerast sem þú hefur ekki upplifað áður. Í þessu ferðalagi er svo mikilvægt að hugur þinn, lík-
ami og sál séu eins tær og undirbúin og mögulegt er.
Ekki taka inn of mikið magn af því sem fer illa í þig og breytir líðan þinni. Farðu aðeins aftur í
tímann í huganum og skoðaðu nákvæmlega hvað þú varst að gera þegar þér leið sem best og
reyndu að gera eins og þú gerðir þá.
Drama er stór þröskuldur í þeim tíma sem þú ert að fara inn í. Ég segi að maður eigi ekki að
gefa dramanu að borða og ekki næra það með því að tala um hversu erfitt þetta og hitt er, heldur
að allt sem er að gerast er til þess að þú verðir hinn fullkomni þú.
Sjálfstraustið eykst með degi hverjum og með öðruvísi verkefnum og það er nefnilega svo
margt sem þú getur. Svo ef þér finnst eitthvert verkefni í lífinu vera að stoppa þig, þá er samt af
nógu að taka. Þú getur geymt eitthvað um stund, en skoðað aftur síðar þegar orkan og krafturinn
eru nægilega mikil hjá þér til þess að brjóta niður vandamálin og byggja upp lausnir.
Það er engum að kenna þótt þér finnist erfiðleikarnir vera að hvísla að þér, svo hættu að veita
því athygli því það er ljós hinum megin við göngin, og það er svo sannarlega skært. Þú vinnur til
verðlauna eða viðurkenningar, hvort sem það er tengt einhverju í kringum þig eða því sem þú ert
að bjástra við og það hvetur þig enn meira áfram.
Eitt þarftu sérstaklega að skoða: þú þarft ekki að styðjast við annað fólk í kringum þig, heldur
skaltu alveg sleppa því. Þá sérðu að þú getur þetta alveg einn og óstuddur og finnur hvað þú get-
ur verið stoltur af sjálfum þér.
Ekki næra dramað
BOGMAÐURINN | 23. NÓVEMBER 20. DESEMBER
Október
Elsku Fiskurinn minn, ég hef margoft lýst því yfir að það sé ekki til leiðinleg
manneskja í þessu merki. Þér getur sjálfum fundist þú vera leiðinlegur og ekki eins frábær og þú
vilt, en það er sko ekki skoðun þjóðarinnar. Svo í hvert skipti sem þú ætlar að grafa þér holu er
gott ráð fyrir þig að eiga bara ekki skóflu, það tekur því ekki.
Allur þinn vanmáttur er fólginn í röngum hugsunum í heilanum á þér og líka því að stundum
finnst þér að þú eigir að stjórna veröldinni og öllum einn. Svo þú verður alltaf „multi-tasker“, get-
ur svo margt og í raun og veru munt framkvæma svo miklu meira en þér dettur í hug í dag.
Ekki skrúfa niður orkuna þína og vera prúður, heldur efldu þann karakter sem inni í þér býr
og þá verðurðu svo sannarlega í essinu þínu. Þú átt það til, elsku frábæri vinur minn, að vera með
þráhyggjuhugsanir, hugsa um það sem þú heldur að þú viljir. En ef þú skoðar betur getur það
bara verið eintóm vitleysa.
Tengdu fólk saman og hjálpaðu því áfram næsta mánuðinn, því með svoleiðis neti styrkistu all-
ur og lífið verður einfaldara. Að einfalda lífið er eins og að taka til í herberginu, eldhúsinu eða bíl-
skúrnum, þér líður svo vel þegar allt er á sínum stað og allavega hóflegt skipulag á hlutunum.
Þú lætur þér of oft detta í hug að þú viljir ekki vera þar sem þú ert og viljir heldur vera á öðr-
um stað í lífinu og setur þar af leiðandi inn leiðinlegar hugsanir þar sem þú ert. En trixið við það
að komast þangað sem þú vilt er að blessa allt í kringum þig og þakka fyrir það. Sem dæmi ef
maður er feitur og vill verða mjór, þá er maður með ótrúleg leiðindi í kringum það að geta ekki
misst kíló og orðið mjór. En um leið og þú þakkar fyrir það hversu flottur þú ert í dag ertu mörg-
um skrefum nær þínu takmarki eða að fá það sem þú vilt.
Að efla sinn karakter
FISKARNIR | 19. FEBRÚAR 20. MARS