Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2020, Síða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2020, Síða 14
VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.10. 2020 þegar ég er að tala í þá veru, þá er það ekki að- eins vegna þess að ég sé með einhvern hatt, heldur sem manneskja hægra megin við miðju, sannfærð um að Ísland eigi allt undir teng- ingum við umheiminn, sem við verðum að verja og treysta. Að við gleymum ekki hinu, að fólk á auðvitað að halda ferðafrelsi sínu og geta farið milli landa eins hindrunarlaust og hægt er.“ Varstu sem sagt á móti hertum sóttvarna- aðgerðum við komuna til landsins? „Ég varð auðvitað fyrir vonbrigðum með að við þyrftum að grípa til þeirra, en þar með er ekki sagt að mér finnist þær ákvarðanir ekki eiga rétt á sér. Ég er bara að segja að við meg- um ekki gleyma því hver leiðarljósin eiga að vera. Við megum nefnilega ekki venjast þessu ástandi. Það væri hið versta sem gæti gerst, að við förum að líta á það sem sjálfsagðan hlut að við höfum lokað að okkur.“ Finnst þér koma til greina að auka skyldur ferðaþjónustunnar að þessu leyti, t.d. að flug- félög þurfi að ganga úr skugga um að farþegar hafi farið í skimun skömmu fyrir brottför eða að gistihús fylgist með því að sóttkví sé virt? „Já, mér finnst það alveg sjálfsagt mál. Þar hefur ferðaþjónustan mikilvægu hlutverki að gegna. Kröfur á hana munu vafalaust aukast að þessu leyti og mögulega til langframa. Ég veit ekki betur en að ferðaþjónustan sé tilbúin í það verkefni og líti á það sem skyldu sína. Ekki aðeins vegna samfélagslegrar ábyrgðar og skynsemi, heldur vegna þess að enginn á meira undir því en hún að þessir hlutir séu í lagi, að ferðamenn vilji koma hingað og dvelja í góðu yfirlæti og fullvissu þess að hér séu öflug- ar sóttvarnir. Mér hefur skilist að ferðaþjón- ustan sé ekki aðeins til í þetta, hún sækist beinlínis eftir því.“ Markaðslögmálin ekki tekin úr sambandi Þú nefndir að það skipti máli að það væri áfram kveikt á ferðaþjónustunni, en skiptir máli hverjir eiga hana? Má þetta ekki bara rúlla og nýir eigendur taka við? Það er ekki eins og hótelin séu að fara eitthvað og eftir- spurn eftir flugvélum er minni en engin. „Þetta er aftur spurning um jafnvægi, sem er ekkert auðvelt að finna. Það er ekki sjálf- stætt markmið að bjarga öllum fyrirtækjum í ferðaþjónustu og ríkið getur ekki hlaupið til og bjargað því öllu og hverju sem er. Þrátt fyrir að þetta séu „fordæmalausir tímar“ og staða sem enginn gat búið sig undir, þá er það ekki þannig að við eigum að taka bara markaðs- lögmálin úr sambandi. Það er óhjákvæmilegt í öllum sveiflum að fyrirtæki koma og fara og þannig á það að vera. Það gerist líka í svona áföllum, en aðgerðir okkar hafa miðast við tvennt. Annars vegar að koma í veg fyrir að verðmæti og atvinna glatist að óþörfu í þessari vonandi skömmu dýfu, og hins vegar að koma til móts við fólk og fyrirtæki sem eru að lenda í vandræðum beinlínis vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda, geta ekki sinnt vinnu sinni eða eru bjargirnar bannaðar að öðru leyti.“ En kynni þá ekki að vera réttara að horfa til almennari ráða frekar en sértækari? Til dæm- is varðandi lækkun tryggingagjalds, sem væri sérstaklega til þess fallið að auðvelda eðlilegan flutning á vinnuafli? „Jú og nei. Ég er sammála formanni Sjálf- stæðisflokksins um að það verði að líta til þess hvað tryggingagjaldið er að fjármagna. Vilji fólk lækka það, eins og færa má góð rök fyrir, þá verður það um leið að tilgreina hvað annað það vilji þá minnka fjárveitingar til. Ég er tals- maður þess að við lækkum skatta enn frekar en við höfum þegar gert. En tryggingagjaldið hefur ákveðið hlutverk, ef fólk vill lækka það mikið, þá verður það líka að svara því hvaða út- gjöld þaðan eigi að lækka, úr hvaða réttindum fólks eigi að draga.“ Nýsköpun í ríkisrekstri Svo við megum vænta frekari skattalækkana? „Það er stefna okkar sjálfstæðismanna og ég held að við eigum ýmsa möguleika til þess að hagræða í rekstri og minnka rekstrar- útgjöld. Það snýst ekki aðeins um að lækka ríkisútgjöldin, heldur líka um það að bæta rík- isreksturinn og búa til betra, skilvirkara og notendavænna ríkiskerfi. Við getum rekið kerfið betur og það er mikið af verkefnum hjá hinu opinbera, sem við þurfum einfaldlega ekki að sinna. Ég get tekið dæmi héðan úr ráðuneytinu um þau áform að leggja niður Nýsköpunar- miðstöð. Þetta er stofnun sem hefur ekkert lögbundið stjórnsýsluhlutverk, fær árlega 700 milljónir króna af fjárlögum og hefur auk þess sértekjur. Þar inni hafa verið ýmis verk- efni, sem eiga fyllilega rétt á sér, en við get- um fundið þeim betri farveg annars staðar. Þetta má gera um leið og það sparast 350 milljónir í ríkisútgjöldum. Þetta er í sjálfu sér ekkert risamál, en ég minnist þess samt ekki að þetta hafi áður ver- ið gert með þessum hætti. Og það snýst ekki aðeins um sparnað, heldur erum við að stuðla að því að nýsköpunarumhverfið sé nógu sterkt til þess að einstaklingar og hugvit þeirra njóti sín. Opinber stofnun getur verið mikilvæg í því, en þessi verkefni voru að mínu mati nytsamleg en ekki nauðsynleg.“ Og verður nýsköpunin sterkari eftir? „Þetta gerist ekki í tómarúmi. Við erum að koma á fót Kríu, sprota- og nýsköpunarsjóði, við erum að hækka endurgreiðsluhlutfall rannsókna og þróunar og við erum að breyta lögum svo lífeyrissjóðir geti tekið virkari þátt í vísissjóðum, sem allt styrkir nýsköpunina. Auðvitað hefði verið auðveldara að láta gamla kerfið bara malla áfram, en til hvaða gagns? Okkur hættir mikið til þess að hlaða ofan á það sem fyrir er, að svara nýjum áskorunum með nýjum stofnunum og leiðum, en gleym- um að spyrja hvort það megi þá ekki; eigi ekki að hætta einhverju af því sem var fyrir og nýtist ekki í breyttu umhverfi. Það á ekki aðeins við um stofnanir hins opinbera, það þarf líka að spyrja hvort eitthvað af reglu- verkinu sé þá ekki orðið óþarft, hvort það megi ekki afleggja einhver leyfi eða hvort einhver verkefni séu ekki orðin ónauðsyn- leg.“ Regluverkið grisjað En við höfum heyrt áður talað um regluverk- ið og leyfin. Er ekki hægt að breyta þessu eða fer embættismannakerfið ekki að leiðbein- ingu stjórnmálanna? „Ég get vel tekið undir að kerfið getur ver- ið þungt í vöfum og oft allt of erfitt fyrir bæði fólk og fyrirtæki að komast í gegnum það með sín erindi. Þar eigum við mikið verk að vinna, en við erum samt komin á rekspöl með rafræna stjórnsýslu og hún mun verða lykill- inn að því að gera kerfið einfaldara, auðskilj- anlegra og betra. Kerfi sem er fyrir fólkið en ekki öfugt.“ Jú jú, en það miðar nú hægt. „En miðar samt. Við fórum t.d. í verkefni með OECD um endurskoðun og einföldun á regluverki, þar sem við völdum byggingar- iðnað og ferðaþjónustu. Verkefnið er tvíþætt, annars vegar að finna óþarfa hindranir í regluverkinu og hins vegar að fræða stjórn- kerfið með það fyrir augum að við búum ekki til óþarflega flókið og íþyngjandi regluverk. Þetta kynnum við nánar í næstu viku og þar verða ýmsar áhugaverðar tillögur. Ég veit að það er viðkvæmt að ræða um lög- vernduð starfsheiti, en hér á Íslandi erum við komin út úr öllu korti hvað fjölda þeirra varð- ar og eins er ferillinn frá sveinsprófi til meist- arabréfs orðinn meiriháttar samkeppn- ishindrun. Að ógleymdum öllum leyfunum, gjöldunum og öðru slíku, sem að mati OECD er margt hreinasti óþarfi. Það held ég að verði mjög þörf umræða þegar við förum svo í að breyta kerfinu og gera það betra á þessum sviðum og vonandi öðrum að fenginni þeirri reynslu. Þetta er ekki verkefni sem við klár- um, heldur er það upphaf nýrrar nálgunar og nýrra vinnubragða.“ Þið hafið þá nóg fyrir stafni? „Þetta verkefni fer ekkert frá okkur. Við þurfum að vera með kerfið í sífelldri endur- skoðun, það á við um allar ríkisstjórnir. Eða á að eiga við um þær allar. En það er ekkert auðvelt, sérstaklega ekki í hinu pólitíska sam- hengi. Það er mjög sérstakt, að um leið og maður færir í tal hvort við getum ekki betur, hvort við getum ekki farið betur með fjár- muni almennings, hvort forgangsröðin sé rétt, þá koma strax raddirnar sem segja „kemur hérna hægrimaðurinn boðandi blóð- ugan niðurskurð“ og eitthvert svona suð. Ég er einfaldlega að tala um að kerfið sé betra og að það þjónusti almenning betur. Ég er að tala um uppskurð, ekki niðurskurð. Þegar við horfum á þessi stóru opinberu kerfi okkar – velferðarkerfið, heilbrigðis- kerfið, þjónustu við eldri borgara, fólk með fötlun og þá sem þurfa aðstoð – þá taka þau meira en helminginn af því sem fer úr ríkis- kassanum á hverju ári. Það er alveg sama á hvaða mælikvarða er litið, að þá er Ísland ávallt í fremstu röð í heiminum hvað velferðina áhrærir. Það eru mikil lífsgæði. En við stönd- um ekki undir því, ekki nú og ekki til fram- tíðar, nema við stóraukum nýsköpun og verð- mætasköpun. Og þá þurfum við líka nýsköpun inni í þessum kerfum. Svo þegar ég tala fyrir nýsköpun, þá er það ekki aðeins vegna þess að ég er nýsköpunarráðherra, ekki vegna þess að það er til pólitískra vinsælda fallið að tala um nýsköpun, heldur kannski miklu fremur vegna þess að það er langöflugasta leiðin til að auka verðmætasköpun á Íslandi og það á velflestum sviðum þjóðlífsins. Í mínum huga snýst ný- sköpun um að veðja á einstaklinginn, hugvit hans og sköpunarkraft, sem er uppspretta verðmætasköpunar í landinu og þess vegna þurfum við að tryggja að fólk geti notið at- hafnafrelsis og framtakssemi sinnar. Það er gott fyrir einstaklinginn, en það er ekki síður gott fyrir okkur öll.“ Þarf þá ekki einhverja mælikvarða inn í kerfin, þannig að ábati og ávinningur breyt- inga sé ljós, hvar er verið að sóa kröftum og þar fram eftir götum? Og er það hægt í frekar gamaldags skrifræði? Fyrir þig sem atvinnu- málaráðherra hlýtur að vera skelfilegt að sjá hvergi vöxt í atvinnulífinu nema hjá hinu opin- bera. „Það má brjóta þetta upp og blanda meiru saman. Þannig að fólk sem er með framúrskar- andi lausnir á sviði heilbrigðistækni, velferð- arþjónustu eða menntunar finni farveg fyrir þær til hins opinbera, sem þarf svo sannarlega á þeim að halda. Það mun bæta þjónustuna og svo vill svo til að nýjungarnar hafa iðulega lægri kostnað í för með sér. En það sem er hugsanlega mest um vert er að það eykur val okkar um þá þjónustu sem við þurfum og eig- um rétt á.“ Álver í uppnámi En það er fleira en ferðaþjónustan og nýsköp- unin, við sjáum að stóriðjan er líka í uppnámi og alls ekki ólíklegt að Rio Tinto ákveði ein- faldlega að loka álverinu í Straumsvík. Ekki einfaldar það starfið? „Stóriðja er ein af þessum höfuðstoðum ís- lensks atvinnulífs og hagkerfis. Þar verða til miklar gjaldeyristekjur og þar liggja mörg störf. Það er stoð sem við viljum halda og að sé lífvænleg á Íslandi og þróist með breyttu um- hverfi. Staðan í Evrópu er hins vegar sú að þar fækkar álverum óðum og þau hafa verið að flytjast til Kína. Framleiðslan þar er með allt öðrum hætti, en þrátt fyrir allt tal um hreina orku, þá verður ekki séð að markaðir hirði um það hvernig álið verður til, hvort það er fram- leitt með hreinni og endurnýjanlegri orku eða reykspúandi brúnkolabruna. Það yrði mikið högg ef álverinu í Straumsvík yrði lokað, en þar er einfaldlega í gangi samtal milli Rio Tinto og Landsvirkjunar.“ Þurfið þið stjórnmálamennirnir ekki að stíga þar inn? „Ég tel að það væri til bóta ef samningur þeirra yrði birtur, svo við getum tekið afstöðu til hans. Rio Tinto er til í að greina frá orku- verðinu, en Landsvirkjun vill birta samninginn allan, svo taka megi afstöðu til hans í heild. Ég tek undir það með Landsvirkjun, því þar er fleira sem máli skiptir en orkuverðið eitt. En þá erum við kannski farin að nálgast aðra og stærri umræðu um raforkumarkaðinn í heild, orkuöryggi og breytt umhverfi með áhrifum orkuskipta. Þetta kristallast í orkustefnu fyrir Ísland til ársins 2050, sem við kynntum fyrir helgi, og ég sé ótal sóknarfæri í þessum mála- flokki þrátt fyrir augljósar áskoranir líka.“ Fjaðrafok á félagsmiðlum En víkjum talinu að þér. Þú hefur orð á þér fyrir vinnusemi og öryggi, en síðan birtist mynd af þér og vinkonunum á félagsmiðlum, sem olli nokkru fjaðrafoki. „Já, hún var taktlaus og mistök, svona eftir á að hyggja. Myndmálið var þannig og tíma- Þórdís Kolbrún á ráðherraskristof- unni við Skúlagötu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.