Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2020, Page 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2020, Page 15
4.10. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 setningin rétt eftir að tilkynnt var um af- drifaríkar ákvarðanir um komur til landsins. Ég hef verið ráðherra í fjögur ár án þess að lenda í slíkum uppákomum og mátti kannski búast við að það gerðist fyrr eða síðar. En ég get svo sem ekki kvartað, þetta kom við mig en við þekkjum alveg dæmi um mun persónulegri gagnrýni. Mér hefur þótt það mín gæfa í stjórnmálum að ég kom tiltölulega hratt inn í þau, þannig að ég hef getað verið ég sjálf, án einhvers pólitísks farangurs úr fortíð. Ég finn að fólki finnst það þægilegt að ég sé ekki að setja mig í eitt- hvert hlutverk stjórn- málamannsins, en ég skil líka betur núna að sumir gera það. Það er bara ekki mín leið. Ég ætla að vera ég sjálf. En það er snúið að kalla eftir mann- eskjulegum manneskjum í pólitík, en leyfa þeim svo ekki að vera manneskjur. Gleymum því ekki að það er stór hluti þess að vera mann- eskja, að gera mistök, vera taktlaus, hafa ekki alltaf hugsað hlutina til enda.“ Finnst þér þú verða fyrir áreiti eða ósann- gjarni gagnrýni? „Ég get ekki kvartað yfir minni stöðu eða tækifærum sem ég hef fengið. En jú, stundum finnst mér ágengnin keyra úr hófi. Og margir stjórnmálamenn sem þurfa að þola það marg- falt á við mig.“ Kona í forystu Heldurðu að konur verði frekar fyrir því en karlar? „Já. Þó ég vilji ekki kvarta, þá vil ég ekki heldur vera meðvirk og láta eins og það sé al- veg eins að vera kona í pólitík og karl. Það er það ekki.“ Finnst þér talað niður til þín? „Stundum, já. Stundum meðvitað, en oftar ómeðvitað. En ég lít bara svo á að konur sem voru á undan mér, þær tóku á sig stærri öldur en ég. Sjálf vil ég leggja mitt af mörkum til þess að sú ágjöf verði minni og minni fyrir þær sem á eftir mér koma. En ég get ekki sagt að þetta sé allt eins og það á að vera, af því að það hélt ég þegar ég var að byrja í pólitík. Ég hafði ekki fundið fyr- ir því og hélt að kvennabaráttan væri mikið fyrir bí. Ég fór ekki í pólitík af því ég væri svo mikill femínisti eða vildi ryðja veginn fyrir aðrar konur. Ég fór í pólitík af því ég hafði áhuga og skoðanir á stjórnmálum. En síðan hef ég áttað mig á að það er hluti af starfinu. Og það er ótrúlega gef- andi að finna að maður sé að gefa fólki – bæði ungu fólki og konum – kraft til þess að láta vaða. Og á því græðum við öll, því þetta er fjöl- breytt þjóðfélag og það á að endurspeglast á þingi og í stjórnunarstöðum sem annars stað- ar. Það er alls konar fólk, sem er vel treyst- andi til ábyrgðar, það er ekki nein ein týpa.“ Já, talandi um það: Nú er tæpt ár til kosn- inga og tímarnir fordæmalausir. Þú situr hér í ráðuneyti í Reykjavík með útsýni upp á Skaga, út á Snæfellsnes og þitt víðfeðma kjör- dæmi þar að baki. Þú ert ráðherra og varafor- maður Sjálfstæðisflokksins, svo seg mér: Ætl- arðu að fara aftur fram í Norðvestur- kjördæmi, og ætlarðu að sækjast eftir fyrsta sæti? „Já, auðvitað ætla ég að fara fram í mínu heimakjördæmi. Hvað sætaskipanina varðar ætla ég að hlusta á flokksmenn um það. Þar skiptir máli hvað kemur kjördæminu best, en líka hvað gagnast flokknum best. Sem vara- formaður Sjálfstæðisflokksins verð ég að hugsa um það hvað kemur flokknum best, heildinni. Eins og þú segir, þá er ár til kosn- inga, þetta er mál sem ég þarf að hugsa betur og það er tími til þess.“Morgunblaðið/Kristinn Magnússon ’Já, auðvitað ætla ég aðfara fram í mínu heima-kjördæmi. Hvað sætaskip-anina varðar ætla ég að hlusta á flokksmenn um það. Það á enginn neitt sæti á lista.“ Í baráttu við COVID-19 býður Donnamaska, grímur og andlits- hlífar sem eru gæða vara frá DACH og notuð um allan heim. Vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is Öryggið í fyrirrúmi fyrir lærða sem leika Heildsöludreifing

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.