Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2020, Side 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2020, Side 19
4.10. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 SÓFAR TAXFREE Allir sófar á taxfree tilboði* Reykjavík Bíldshöfði 20 Akureyri Dalsbraut 1 Ísafirði Skeiði 1 SÓFAR TAX FREE PETRI 2,5 og 3ja sæta, meira á bls. 2 og 3 www.husgagnahollin.isS ENDUM FR ÍT T V E F V E R S L U N * Taxfree tilboðið gildir a f öllum sófum nema sérp öntunum og jafngildir 19 ,35% afslætti. Að sjálfsögðu fær ríkissj óður virðisaukaskatt af s öluverði. Afslátturinn er alfarið á kostnað Húsga gnahallarinnar. * Taxfree tilboðið gildir af öllum sófum nema sérpöntunum og jafngildir 19,35% afslætti. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður virðisaukaskatt af söluverði. Afslátturinn er alfarið á kostnað Húsgagnahallarinnar. Svana Rún veit fátt skemmtilegra en aðgera upp húsið sem hún keypti með eig-inmanni sínum, Ríkarði Svavari Axels- syni, í desember á síðasta ári. „Heimilið okkar er afslappað og mér finnst mikilvægt að skapa notalega stemningu heima. Ég er með sambland af gömlum hlutum og nýj- um. Ég á marga hluti með sögu sem ég hef fundið á nytjamörkuðum víðsvegar um heiminn en ég bjó erlendis um tíma. Marga af þessum hlutum hef ég gert upp, málað og gefið nýtt líf. Heimilið einkennist af mjúkum brúntóna litum ásamt svarta litnum sem einkennir innréttingar og húsgögn. Mjúkir púðar, ljósar gardínur og grænar plöntur gefa að mínu mati huggulega stemningu en blóm og plöntur eru í miklu uppá- haldi enda er ég alin upp í blómabúðinni hjá for- eldrum mínum og systrum og fæ ekki nóg af fal- legum blómum.“ Litirnir á heimilinu eru jarðlitir og svartur er áberandi. „Við skiptum út gömlu eldhúsinnréttingunni þegar við keyptum húsið enda var sú gamla komin á tíma. Við keyptum okkur Lerhyttan- innréttinguna frá Ikea með svörtum framhluta, en mig hefur alltaf dreymt um að eiga svart eld- hús. Eldhúsið og stofan eru í sama rými og því fannst mér tilvalið að mála gamla stofuskápinn svartan í stíl við eldhúsið en á sama tíma fannst okkur mikilvægt að velja ljóst á móti til að rým- ið yrði ekki of dimmt. Við settum hvíttað parket á gólfið og fengum okkur ljósa borðplötu með marmaraáferð til að fá smá ljóst á móti því dökka. Ég var smá efins með að mála allar hurðirnar í húsinu svartar þar sem liturinn á veggjunum var frekar dökkur á ganginum en það kom vel út og við erum hæstánægð með þær.“ Hefur gaman af litum líka Svana Rún segist hafa farið fram og til baka gagnvart skreytingum á heimilinu. „Ég hef í gegnum árin hallast meira að svört- um sem grunntón og finnst gaman að nota liti á móti þegar ég innrétta og skreyti því það gefur svo fallega dýpt. Ég sem dæmi málaði svefn- herbergið í húsi sem ég átti svart og skreytti það með bleiku á móti. Það er allt hægt og það má allt þegar kemur að skreytingum heimilis- ins. Ég hef fundið út að mér líður best í rými sem umvefur mann, rými með hlýlega liti á veggjum, dökk húsgögn og smá brúntóna og gyllta liti á móti sem skapa hlýju í rýminu. Mér finnst flauel og velúr fallegt og hef alltaf sagt að textíll, svo sem púðar, teppi, gardínur og mott- ur, geri hús að heimili. Að sjálfsögðu er það jú einnig fólkið sem býr í húsinu sem gerir það að heimili.“ Hvað ætti fólk að gera sem langar að einfalda stílinn heima hjá sér? „Ég mæli með að fólk prófi sig áfram og finni sinn stíl; hvað því finnst fallegt. Það er hægt að gera rými mjög falleg með einföldum og ódýr- um lausnum og síðustu ár hef ég reynt að minnka aðeins skrautmuni heima en það er krefjandi því mér finnst alveg ótrúlega skemmtilegt að raða og skreyta og hef gaman af fallegum og öðruvísi hlutum. Mér finnst fallegt þegar fólk innréttar heimili sín með litum sem tóna við liti á veggjum en persónulegur stíll er líka mikilvægur. Það er mikilvægt að líða vel heima og vera ekki að bera sig saman við aðra.“ Hvaða húsgagn keyptir þú þér síðast? „Ég keypti mér fallegt járnborð úr Svörtum svönum.“ Svana Rún hefur gaman af því að raða heima hjá sér. „Annað sem mér finnst gaman að gera heima er að skapa skemmtileg og öðruvísi rými en ég er nýbúin að breyta geymslunni í spa-herbergi með innrauðum sánaklefa. Ég er að reyna að sannfæra manninn minn um að við þurfum endilega að kaupa okkur garðhús svo ég geti innréttað það á einhvern spennandi máta.“ Hún segir stofuna vera hjarta hússins. Það er afskaplega notalegt að sitja með gest- um í stofunni fyrir framan arineldinn en það er stór arinn á milli stofu og eldhúss. Það er líka gaman að bjóða vinkonum með mér í sána- herbergið þannig að þar er líka mjög huggulegt að sitja eftir gufubaðið og spjalla.“ Svefnherbergið uppáhalds- staðurinn heima Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn heima? „Ég ætla að segja svefnherbergið. Mér finnst það herbergi mjög kósí og huggulegt en þar er ég með arin líka sem ég kveiki oft á þegar fer að dimma. Mér finnst fátt huggulegra en að kveikja á ilmkerti og skríða upp í flauelsklætt rúmið sem mér finnst svo fallegt en við keypt- um það í Ikea þegar við fluttum inn í húsið. Ég er líka rosalega ánægð með fataherbergið sem er inn af svefnherberginu en við keyptum Pax- fataskápa með glerhurðum og ljósi í Ikea sem gefa notalega birtu inn í herbergið. Blóm á nátt- borðinu finnst mér líka dásamleg.“ Svana Rún segir áhugavert að nota snjall- forrit eins og Pinterest til að safna saman góð- um hugmyndum. „Ég mæli með að fólk prófi sig áfram og sé óhrætt við að prófa að mála til dæmis með dökk- um litum ef því finnst litirnir fallegir. Mér finnst mjög gaman að koma inn á heimili þar sem fólk er óhrætt við að fara eigin leiðir og blanda sam- an gömlu og nýju. Veggfóður er til dæmis að koma aftur í tísku, sem mér finnst dásamlegt, en við veggfóðruðum einmitt einn vegg í nýju búðinni, sem kemur mjög vel út. Mér finnst það gera svo ótrúlega mikið fyrir rými. Einnig eru komin góð efni til að mála flísar og slíkt og þannig má breyta ýmsu fyrir lítinn pening. Ég er oft spurð hvort þessi hlutur eða hinn sé nýr en þá er ég kannski bara búin að breyta upp- röðun og stað hlutanna, spreyja hann eða mála. Það er allt hægt ef áhugi er fyrir hendi.“ „Með einfaldan og fallegan stíl“ Svana Rún Símonardóttir félagsráðgjafi er eigandi versl- unarinnar Svartra svana á Akureyri. Hún hefur verið að gera upp hús fjölskyldunnar frá því í desember í fyrra. Elínrós Líndal elinros@mbl.is Svana Rún veit fátt skemmtilegra en að gera heimilið fallegt. Parketið tónar fallega við borðplötuna. Rýmið inni á heim- ilinu er opið og bjart.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.