Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2020, Page 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2020, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.10. 2020 LÍFSSTÍLL Fyrir 4 4 kartöflur, skornar í sneiðar eða kubba 1 blómkálshaus, skorinn í litla bita 2 laukar, skornir smátt 4 tómatar, skornir smátt 1 tsk kummínfræ 2 hvítlauksrif, pressuð 1 msk rifin engiferrót 1 tsk túrmerik 1 tsk þurrkað mangóduft (amchur) má sleppa ef ekki fæst ½ tsk chiliduft eða eftir smekk ½ tsk garam masala 2 tsk kóríanderduft 6-8 tsk góð olía 4 msk ferskur kóríander salt eftir smekk Hitið tvær teskeiðar af olíu á pönnu og bætið blómkálinu út á pönnuna og steikið í tvær til þrjár mínútur. Bætið þá kartöflum saman við. Steikið áfram á miðlungs- til lágum hita í sjö, átta mínútur, þar til kart- öflurnar og blómkálið hafa tekið á sig smá brúna bletti. Takið af pönn- unni og setjið til hliðar. Í sömu pönnu bætið þið við tveimur teskeiðum af olíu og kummínfræjum og látið þau springa. Bætið þá lauknum við og svissið í tvær mínútur, þar til hann er glær. Bætið þá við hvítlauk og engifer og steikið í tvær mínútur. Bætið við tómötum og eldið í tvær mín- útur, þar til þeir eru mjúkir. Bætið þá við túrmerik, chili, kóríanderdufti og amchur. Setjið lok yfir og látið malla í nokkrar mínútur. Bætið við kóríander- laufum og hrærið vel saman. Kryddið næst með garam masala og eldið áfram í fimm, sex mín- útur. Hægt er að bæta út í smá vatni ef ykkur finnst vanta. Saltið og bætið við meiri kóríander. Aloo Gobi Fyrir 6-8 1 kg kartöflur 1 bolli majónes ½ bolli „sweet pickle relish“ 1 msk gult sinnep (yel- low mustard) ½ msk eplaedik 1 msk sellerífræ ½ tsk paprikuduft 2-3 harðsoðin egg, skorin smátt 2 stilkar sellerí, skornir smátt 2 msk hvítur laukur, skorinn smátt 1 msk ferskt dill, skorið smátt salt og pipar Skerið kartöflur í fernt og setjið í stóran pott með köldu vatni. Þegar suðan er komin upp, saltið þá vel og látið sjóða í korter eða þar til kartöflurn- ar eru mjúkar. Blandið í annarri skál saman majónesi, „relish“, sinnepi, ep- laediki, sellerífræjum, paprikudufti, hálfri te- skeið salti og smá pip- ar. Hrærið. Skerið því næst egg, sellerí, lauk og dill. Þegar kartöflurnar eru til er vatnið sigtað frá. Tínið af laust hýði og skerið þær í litla kubba. Það er allt í lagi þótt þær molni svolítið. Setjið kart- öflur í stóra skál. Hell- ið blöndunni yfir og blandið vel. Hrærið næst saman við lauk, eggjum, selleríi og dilli. Smakkið og salt- ið og piprið. Skreytið með fersku dilli og paprikukryddi. Breiðið yfir skálina og látið standa í ísskáp í að minnsta kosti fjóra tíma, helst leng- ur. Geymist í kæli í lokuðu boxi í viku. Kartöflusalat Fyrir 4-8 60 g smjör 1 kg kartöflur maldonsalt nýmalaður svartur pipar Þvoið kartöflurnar vel með hýðinu á. Hitið smjörið í potti. Látið kartöflurnar út í og steikið í nokkrar mínútur, gætið þess að hafa hitann ekki of háan. Kryddið með salti og pip- ar. Lækkið hitann og látið steikjast áfram í um það bil 40 mínútur undir loki (fer eftir stærð og fjölda), hristið pottinn vel öðru hverju. Frá eldhussogur.com Krumpaðar kartöflur Fyrir 6-8 manns 1½ kg smælki 300 g ferskir sveppir 1 laukur 1 rauðlaukur 1 búnt vorlaukur 3-4 hvítlauksrif 1 rautt chili 2 rauðar paprikur 3 teningar kraftur (t.d. 2 grænmetis og 1 sveppa) pipar og salt ½ l matreiðslurjómi 0,9 l mjólk olía og smjör til steikingar sósujafnari grænt krydd, t.d. steinselja eða garðablóðberg gott að bæta við safa úr 1 límónu eða samsvarandi af hvítvíni Sjóðið kartöflurnar í vel söltu vatni í 7 mínútur. Hellið vatni af. Skerið lauk, chili og papriku smátt og steikið í olíu. Skerið sveppina og steikið í smjöri. Bland- ið lauk, papriku og sveppum saman ásamt vökvanum og látið ná suðu. Bætið krafti og kryddi við og smakkið til. Þykkið súpuna með sósujafnaranum. Blandið kartöfl- unum saman við súpuna. Upprunaleg uppskrift, kölluð Smákaréttur Hornfirðingsins, er frá Karli Skírnissyni og inniheldur 1 pakka af beikoni. Því er sleppt hér en ýmsu öðru bætt við. Hefð er fyr- ir því að starfsmenn á Keldum gæði sér saman á kartöflusúpu á haustin þegar kartöflur hafa verið teknar upp úr sameiginlegum garði. Kartöflusúpa Keldna WWW.LIFST .. YKKJABUDIN.IS MJÚKUR STUÐNINGUR FYRIR ÞIG

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.