Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2020, Page 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2020, Page 28
Á skútusiglingu með SigurðiJónssyni í Jökulfjörðum fyr-ir nokkrum árum heyrði Óskar Páll fyrst af ísfirska ræð- aranum Veigu Grétarsdóttur, sem hét Veigar áður en hún fór í kynleið- réttingu. Óskar lagði við hlustir og fannst saga hennar afar áhugaverð. „Svo stuttu síðar er ég staddur í sjoppu á Ísafirði þegar inn kemur kona í kajakgalla og ég átta mig strax á því að þarna var Veiga mætt. Við tókum spjall saman. Svo líður tíminn og tveimur árum síðar frétti ég að Veiga ætlaði að róa í kringum landið, á móti straumnum, fyrst allra til að fara hringinn rangsælis,“ segir Óskar og segir þá strax hafa kviknað hug- mynd að heimildamynd. „Ég hringdi í hana og hún var eig- inlega strax til í þetta. Ég hafði þá heyrt hennar persónulegu sögu, sem er auðvitað líka stórkostlegt ferða- lag,“ segir Óskar. „Ég sá fyrir mér að það væri tilvalið að spyrða þetta saman í eitt stórt ferða- lag; hennar persónulega ferðalag og þessa táknrænu ferð í kringum landið. Útkoman er ein stór ferð á móti straumnum, í mynd,“ segir Óskar en myndin var frumsýnd um helgina í Bíó Paradís. Óskar segir Veigu hafa verið tilbúna til að opna sig og segja frá erfiðri veg- ferð sem kynleiðrétting óhjákvæmi- lega er, líkamlega og ekki síst andlega. „Hún er mjög opin með þetta og fyr- ir vikið tekur fólk henni ótrúlega vel, sem kom mér skemmtilega á óvart. Fólk hrífst mjög með henni, enda notar hún mikið húmor þegar hún segir frá. Hún talar hreint út um hlutina.“ Veiga er góð fyrirmynd Vegferð Óskars í átt að kvikmynda- gerð hófst fyrir margt löngu. „Ég hef alltaf verið að vinna við skapandi greinar,“ segir Óskar, sem hóf feril sinn átján ára sem tækni- maður hjá RÚV. „Ég fór mjög fljótlega í dagskrár- gerð og þaðan í upptökur og tónlist. Ég rak stúdíó Sýrland og tók upp fjöldann allan af plötum fyrir Bubba, Sálina, Mannakorn og fleiri lista- menn. Ég flutti svo til Bretlands þar sem ég bjó í áratug og vann sem upp- tökustjóri og lagahöfundur hjá Sony. Í lokin var ég farinn að vinna mikið við sjónvarp, til dæmis við bresku Idol-þættina sem urðu kveikjan að American Idol. Þá fór ég að pæla meira í myndmálinu og það kveikti í mér. Ég hef alltaf verið með ljós- myndadellu þannig að myndavélar hafa alltaf fylgt mér. En þarna fer ég að afla mér þekkingar og fer á ýmis námskeið og áhuginn á kvikmynda- og heimildamyndagerð kviknar fyrir alvöru. Ég skipti því alveg um vett- vang fyrir um átta árum og fór úr tónlistinni yfir í myndvinnslu,“ segir Óskar sem er enginn nýgræðingur í bransanum og hefur tekið að sér bæði stærri og smærri verkefni. „Þetta er þriðja stóra heimildar- myndin sem ég vinn að en ég hef áður Þriggja mánaða útilega Heimildamynd Óskars Páls Sveinssonar, Á móti straumnum, er nú komin í bíó. Þar segir frá vegferð Veigu Grétarsdóttur, sem reri rang- sælis um Ísland en hafði áður farið í aðra og persónulegri vegferð; að leiðrétta kyn sitt. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.10. 2020 LESBÓK HÁDEGISMATUR alla daga ársins Bakkamatur fyrir fyrirtæki og mötuneyti Við bjóðum annarsvegar upp á sjö valrétti á virkum dögum, sem skiptist í, tveir aðalréttir, þrír aukaréttir, einn heilsurétt, einn Veganrétt og hinsvegar er hægt að fá matinn í kantínum fyrir stærri staði sem er skammtað á staðnum. Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is SKÚTAN Matseðill og nánari upplýsingar á veislulist.is Á LÍFI Íslandsvinirnir og málmhausarnir í Iron Maiden senda frá sér nýja tvöfalda tónleikaskífu 20. nóvember næstkomandi, sem heitir hvorki meira né minna en „Nights Of The Dead, Legacy Of The Beast: Live In Mexico City“. Téður Legacy-túr var í algleymingi þegar heimsfaraldurinn skall á og Steve Harris, bassaleikari Maiden, segir menn hafa orðið mjög vonsvikna enda átti bandið eftir að heimsækja mörg lönd. Í stað þess að gráta Björn bónda fóru þeir félagar að hlusta á upp- tökur frá túrnum með þessum ánægjulegu afleiðingum. Haft er eftir Harris að hann sé mjög ánægður með út- komuna og margir ættu að geta notið þessa minnisvarða um heimstúrinn, ekki síst laga sem aldrei hafa komið út á tónleikaplötu áður. Tónleikaplata Maiden Steve Harris bassaleikari. AFP EIN Gítarleikarinn og söngkonan Nancy Wilson, jafnan kennd við hljómsveitina Heart, vinnur nú að sinni fyrstu sólóplötu, 66 ára að aldri. „Ég hef margoft verið spurð hvenær ég ætli að senda frá mér sólóplötu og hér hafið þið svarið: Núna,“ segir hún í fréttatilkynn- ingu útgefanda síns, Carry On Music (vinsamlega ekki rugla henni saman við gömlu bresku gamanmynd- irnar). „Þar sem ekki hefur verið hægt að túra hef ég verið langdvölum heima og þar af leiðandi haft rúman tíma til að semja tónlist,“ bætir Wilson við en fyrsta smáskífan af plötunni verður ábreiða af lagi Bruce Springsteens, The Ris- ing. Loksins sólóplata frá Nancy Wilson Nancy Wil- son rokkar fyrir allan peninginn. AFP Dimabag Darrell lést árið 2004. Glys frá Pantera? ENDURLIT Áður en grúvtröllin í Pantera slógu í gegn sem slík á hinni goðsagnakenndu plötu Cowboys From Hell árið 1990 voru þau allt öðruvísi vaxið málmband, það er meira í ætt við glys og gleði. Söngvari bandsins á þeim tíma, Terry Glaze, viðraði þá hugmynd á hlaðvarpi sem tileinkað er Pantera á dögunum að gaman yrði að end- urútgefa þessar fyrstu plötur og deila með heiminum. Hann á þó ekki réttinn sjálfur og þar sem bræðurnir Darrell, síðar Dimebag, og Vinny Paul Abbott eru báðir fallnir frá sé boltinn hjá föður þeirra, Jerry Abbott, og bassaleik- aranum Rex Brown. Glaze hefur ekki enn rætt málið við þá.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.