Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2020, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.10. 2020
08.00 Strumparnir
08.20 Blíða og Blær
08.45 Greppikló
09.10 Mæja býfluga
09.20 Adda klóka
09.45 Zigby
10.00 Mia og ég
10.20 Lína Langsokkur
10.45 Latibær
11.10 Lukku Láki
11.35 Ævintýri Tinna
12.00 Nágrannar
12.20 Nágrannar
12.40 Nágrannar
13.05 Nágrannar
13.25 Nágrannar
13.50 Impractical Jokers
14.10 Supernanny
14.55 Kviss
15.45 Kevin McCloud’s Ro-
ugh Guide to the Fut-
ure
16.50 60 Minutes
17.40 Víglínan
18.26 Veður
18.30 Fréttir Stöðvar 2
18.40 Sportpakkinn
18.50 Ísland í dag
19.05 Eurogarðurinn
19.30 Who Wants to Be a
Millionaire
20.25 The Sandhamn Mur-
ders
21.55 The Salisbury Poison-
ings
22.45 Wentworth
23.35 Shameless
ÚTVARP OG SJÓNVARP
Sjónvarp Símans
RÚV
Rás 1 92,4 93,5
Omega
N4
Stöð 2
Hringbraut
20.00 Sögur frá Grænlandi
20.30 Hvítir mávar – þáttur 4
Endurt. allan sólarhr.
16.00 Trúarlíf
17.00 Times Square Church
18.00 Tónlist
18.30 Ísrael í dag
19.30 Jesús Kristur er svarið
20.00 Blönduð dagskrá
21.00 Blönduð dagskrá
22.30 Gegnumbrot
20.00 Mannamál – sígildur
þáttur (e)
20.30 Suðurnesja-magasín
Víkurfrétta (e)
21.00 Eldhugar: Sería 2
21.30 Sólheimar 90 ára
Endurt. allan sólarhr.
11.00 The Block
12.30 Dr. Phil
13.15 Dr. Phil
14.00 Dr. Phil
14.45 Carol’s Second Act
15.10 90210
16.50 The King of Queens
17.10 Everybody Loves Ray-
mond
17.35 This Is Us
18.20 Með Loga
19.15 Hver ertu?
20.00 The Block
21.20 Cobra
22.15 Billions
23.10 Love Island
00.05 Blue Bloods
01.45 Seal Team
02.30 Condor
03.15 Síminn + Spotify
06.55 Bæn og orð dagsins.
07.00 Fréttir.
07.03 Hringsól.
08.00 Morgunfréttir.
08.05 Á tónsviðinu.
09.00 Fréttir.
09.03 Svona er þetta.
10.00 Fréttir.
10.05 Veðurfregnir.
10.15 Bók vikunnar.
11.00 Guðsþjónusta í Fríkirkj-
unni í Hafnarfirði.
12.00 Hádegisútvarp.
12.20 Hádegisfréttir.
12.40 Veðurfregnir.
13.00 Sögur af landi.
14.00 Víðsjá.
15.00 Glans.
16.00 Síðdegisfréttir.
16.05 Úr tónlistarlífinu: Reyk-
holtshátíð 2020 – I.
17.25 Orð af orði.
18.00 Kvöldfréttir.
18.10 Píanógoðsagnir.
18.50 Veðurfregnir.
18.53 Dánarfregnir.
19.00 Óskastundin.
19.40 Orð um bækur.
20.35 Gestaboð.
21.30 Fólk og fræði.
22.00 Fréttir.
22.05 Veðurfregnir.
22.10 Á reki með KK.
23.10 Frjálsar hendur.
24.00 Fréttir.
00.05 Næturútvarp Rásar 1.
07.15 KrakkaRÚV
07.16 Tulipop
07.19 Kalli og Lóa
07.30 Klingjur
07.41 Lalli
07.48 Friðþjófur forvitni
08.10 Nellý og Nóra
08.17 Robbi og Skrímsli
08.39 Hæ Sámur
08.46 Unnar og vinur
09.09 Flugskólinn
09.31 Múmínálfarnir
09.53 Millý spyr
10.00 Hundalíf
10.05 Treystið lækninum
11.00 Silfrið
12.10 Á nýjum stað
13.35 Martin Clunes: Eyjar
Ástralíu
14.25 Sænskar krásir
14.35 Fólkið mitt og fleiri dýr
15.25 Guðrún Sóley grillar
15.35 Poirot – Spilin á borðið
17.10 Landakort
17.20 Menningin – samantekt
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 KrakkaRÚV
18.01 Stundin okkar
18.25 Lífsins lystisemdir
19.00 Fréttir
19.25 Íþróttir á sunnudegi
19.40 Veður
19.55 Landinn
20.40 Ráðherrann
21.35 Snilligáfa Einsteins
22.25 Evrópskir bíódagar: Aus
dem Nichts
22.30 Aus dem Nichts
00.10 Dagskrárlok
12 til 16 Þór Bæring Besta blandan af tónlist á
sunnudegi og létt spjall með Þór Bæring. Hækkaðu í
gleðinni með K100.
16 til 18 Tónlistinn Topp40 með Dj Dóru Júlíu. Einn
vinsælasti plötusnúður landsins kynnir 40 vinsælustu
lög landsins á hverjum einasta sunnudegi. Tónlistinn
er eini opinberi vinsældalisti landsins.
18 til 00 K100 tónlist Besta tónlistin dunar í allt
kvöld.
Kynleiðréttingarferlið erfið-
ara en að róa í kringum landið
Veiga Grétarsdóttir reri rangsælis í kringum landið á
kajak og safnaði þannig áheitum fyrir Píeta-samtökin.
Gerð var heimildarmynd um ferlið sem frumsýnd var á
laugardaginn. Í samtali við morgunþáttinn Ísland
vaknar sagðist Veiga bæði vera spennt og kvíðin fyrir
frumsýningunni enda hafi hún opnað sig alveg gagn-
vart sinni baráttu en hún hóf kynleiðréttingarferli fyrir
sex árum síðan. Hún segir það ferli hafa verið erfiðara
heldur en að róa í kringum landið. Viðtalið við Veigu
má finna á K100.is.
Berlín. AFP | Kvikmyndahátíðin í
Berlín er með þeim helstu í Evrópu.
Á miðvikudag sendi hátíðin frá sér
greinargerð þar sem fram kemur
að upphafsmaður hennar, Alfred
Bauer, var innvígður og innmúr-
aður í áróðursmaskínu nasista og
faldi slóð sína eftir að seinni heims-
styrjöld lauk.
Í tilkynningu frá Berlinale, eins
og hátíðin er kölluð, sagði að rann-
sakendur hefðu komist að því að
Bauer, sem stýrði hátíðinni frá 1951
til 1976, hefði verið háttsettur emb-
ættismaður í svokallaðri kvik-
myndastjórn þriðja ríkisins.
Þessar uppljóstranir komu fyrst
fram í tímaritinu Die Zeit í janúar.
Joseph Göbbels, áróðursráðherra
Adolfs Hitlers, stofnaði kvikmynda-
stjórnina 1942 til að hafa umsjón
með framleiðslu kvikmynda. Hlut-
verk Bauers snerist um að sjá til
þess að kvikmyndir ættu þátt í að
efla stöðugleika og skilvirkni nas-
istastjórnarinnar og ýta undir lög-
mæti hennar í hugum fólks, að því
er segir í yfirlýsingunni frá hátíð-
inni.
Þessar uppljóstranir urðu til þess
að ákveðið var að helsta viðurkenn-
ing hátíðarinnar yrði ekki lengur
kennd við Bauer og stofnuð var
sjálfstæð rannsóknarnefnd við
stofnun um rannsóknir sam-
tímasögu (Institut für Zeit-
geschichte eða IfZ) í München til að
fara ofan í málið.
Mariette Rissenbeek, meðstjórn-
andi hátíðarinnar, sagði að þær
staðreyndir sem nú væru komnar í
ljós og það að Bauer hefði tekist að
halda fortíð sinni í stjórnkerfi nas-
ista leyndu „uggvekjandi“.
„Hér er um að ræða mikilvægan
þátt í því að gera upp fortíð nasista
í menningastofnunum, sem komið
var á eftir 1945,“ var haft eftir
henni í yfirlýsingu. „Hin nýja vitn-
eskja breytir einnig viðhorfum til
stofnára Berlinale-hátíðarinnar.“
Ötull félagi í SA
Rissenbeek sagði að Bauer virtist
hafa verið einn af mörgum þýskum
embættismönnum úr menningar-
geiranum, sem tekist hefði að sópa
fortíð einni undir teppið og halda
ferli sínum snurðulaust áfram eftir
fall Hitlers þrátt fyrir viðleitni
bandamanna til að uppræta nasista.
Hún hvatti til þess að farið yrði
ofan í það hvernig fortíð nasismans
teygði sig inn í upphaf þýskrar
kvikmyndagerðar eftirstríðsáranna.
Sagnfræðistofnunin í München
staðfesti að Bauer hefði verið í nas-
istaflokknum og ötull félagsmaður í
SA, sérsveitum Hitlers.
Bauer gegndi einnig lykilhlut-
verki í eftirliti með leikurum, fram-
leiðendum og öðru fólki í kvikmynd-
um. Eftir seinni heimsstyrjöld
reyndi Bauer hins vegar að þurrka
út öll ummerki um nasistafortíð
sína og gekk svo langt að halda því
fram í yfirheyrslum bandamanna að
hann hefði veitt nasistum and-
spyrnu.
Sagnfræðingurinn Tobias Hof
rannsakaði fortíð Bauers fyrir IfZ
og sagði að hann hefði verið sérlega
ófyrirleitinn í að fela fortíð sína og
koma sér á framfæri eftir stríð. Í
júlí 1950 hefði hann skrifað Ernst
Reuter, borgarstjóra Berlínar, yf-
irmönnum þriggja herja banda-
manna í vesturhluta borgarinnar og
forkólfum kvikmyndagerðar í Berl-
ín bréf þar sem hann lagði til að
stofnuð yrði kvikmyndastofnun og
efnt til kvikmyndahátíðar. Hátíðinni
var svo hleypt af stokkunum undir
stjórn Bauers í júní 1951.
Bauer lést árið 1986 og stofnaði
hátíðin þá til verðlauna í nafni hans.
Meðal mynda, sem hlotið hafa verð-
launin, eru Aimer, boire et chanter
(Elskum, drekkum og syngjum) eft-
ir franska leikstjórann Alain Resna-
is frá 2014 og Hetja eftir kínverska
leikstjórann Zhang Yimou frá 2003.
Kvikmyndahátíðin í Berlín þykir
vera sú helsta í Evrópu ásamt há-
tíðunum í Cannes og Feneyjum.
Í ár hlaut íranski leikstjórinn
Mohammad Rasoulof helstu verð-
laun hátíðarinnar, Gullbjörninn, fyr-
ir Það er ekkert illt, ádeilumynd um
dauðrefsinguna í heimalandi hans.
Unnið við uppsetningu fyrir kvikmyndahátíðina í Berlín í febrúar. Skuggi þykir hafa
fallið á hátíðina eftir að í ljós kom að upphafsmaður hennar var innvígður nasisti.
AFP
KVIKMYNDAHÁTÍÐIN Í BERLÍN
Upphafsmaður-
inn var nasisti