Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2020, Side 32
SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 2020
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur
(meðVisa / Euro) í allt að 6 mánuði.
Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15
Borðstofuborð
CALLIGARIS ALPHA
DESALTO SKIN Hönnun: Marco Acerbis
NAVER COLLECTION GM 9900 Hönnun: Nissen & Gehl
NAVER COLLECTION PLANK Hönnun: Nissen & Gehl
PBJ BOW Hönnun: Michael H. Nielsen
Aðalkynnar Stundarinnar okkar í vetur eru Helena
Lapas, Imani Ósk Biallo, Kári Hlíðberg og Tómas Aris
Dimitropoulos sem öll eru að stíga sín fyrstu skref í sjón-
varpsþáttagerð. Fjöldi annarra krakka kemur einnig
fram í þættinum sem er byggður upp af fjölbreyttum
smáseríum. Má þar nefna Víkingaþrautina, sem er leikin
þáttasería um fjóra krakka sem eru að vinna skólaverk-
efni á Þjóðminjasafninu þegar þau leysa óvart æva-
fornan víking úr álögum; Frímó sem er fjörug spurn-
inga- og þrautakeppni; Jógastund, þar sem krakkar gera
einfaldar jógaæfingar sem áhorfendur heima í stofu geta
gert með og Stundina okkar, þar sem nokkrir krakkar
búa til rokkhljómsveit og æfa og flytja íslenskt rokklag
og semja sitt eigið. Einnig má nefna smáseríurnar
Matargat, Dans og Hugarflug, auk þess sem fleiri
smáseríur bætast við þegar líður á veturinn.
Ljósmynd/RÚV
Börn áfram með Stundina
Stundin okkar hefur göngu sína á ný á RÚV í dag kl. 18. Eins og síðasta vetur
eru það eingöngu krakkar sem stýra þessum elsta sjónvarpsþætti landsins.
Umsjónarmenn Stund-
arinnar okkar í vetur.
Eftirlitslaus börn í útlöndum
voru mikið áhyggjuefni P.P.S.,
sem skrifaði Velvakanda í byrjun
október 1970. „Ég get ekki ann-
að en furðað mig á því að ís-
lenzkir foreldrar skuli leyfa ung-
um börnum sínum að fara
eftirlitslaus til útlanda í sum-
arleyfum sínum,“ segir í bréfinu.
„Það er því miður allt of oft
svo, eins og margir munu hafa
komizt að raun um á þessu
hausti, að unglingarnir hafa ein-
ungis kynnst fólki, sem stendur
e.t.v. einu stigi eða svo ofan við
sora og dreggjar þess þjóðfélags,
þar sem þeir hafa dvalið.“
Sumir foreldrar verði hissa
þegar þau komist að því að ensk-
an eða danskan, sem börnin hafi
lært, sé ekkert lík því máli sem
þau kunnu fyrir, heldur „slang,
hlaðið klúryrðum og rudda-
fengnum orðum, borið fram
með hætti ómenntaðs undir-
heimalýðs og undirmálsfólks“.
Telur hann að sumir, sem
komi heim á þessu hausti, „nái
sér seint eða aldrei eftir það,
sem þeir hafa komist í kynni við,
t.d. í Kaupmannahöfn“.
Umsjónarmaður Velvakanda
bregst við og þykir P.P.S. „heldur
svartsýnn og þunglyndur yfir
þessu“, persónulega viti Velvak-
andi til að margir unglingar hafi
„virkilega forframazt á einu
sumri í útlöndum“.
GAMLA FRÉTTIN
Eftirlitslaus
börn
Bréfritari óttaðist að sumardvöl í sollinum í Kaupmannahöfn væri mann-
skemmandi fyrir íslensk ungmenni og sum myndu seint eða aldrei ná sér.
Morgunblaðið/Ómar
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Danny DeVito
leikari
Snorri Magnússon
form. Landssambands lögreglumanna
Jamal Khashoggi
blaðamaður