Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2020, Page 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2020, Page 4
FRÉTTIR VIKUNNAR 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.10. 2020 Dekton er mjög slitsterkt og rispuþolið borðplötuefni. Dekton þolir mikinn hita. Það má setja heita potta og pönnur beint á steininn án þess að eiga það á hættu að skemma hann. Blettaþolið SýruþoliðHögg- og rispuþolið Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is HÁTT HITAÞOL Vikan hófst í skugga kórónu-veirunnar, en vikuna á undanvar mikið greint af smitum og 11. maðurinn lést af hennar völdum. 26 lágu á sjúkrahúsi, veikir af veir- unni, þar af fjórir í gjörgæslu. Alls voru 2.214 í sóttkví á höfuðborgar- svæðinu, sem er um 1% íbúa þar. Í öðrum landshlutum reis bylgjan ekki nándar nærri eins hátt. Viðræður Breta og Evrópusambands- ins (ESB) um fríverslunarsamning við útgöngu hinna fyrrnefndu úr sam- bandinu um næstu áramót virtust vera að sigla í strand í lok liðinnar viku. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði það í engu trufla fríverslunarviðræður Íslands, Noregs og Liechtenstein við Breta. Brýnt væri að tryggja greið viðskipti milli landanna, enda Bretar næst- mesta viðskiptaþjóð Íslendinga. Greint var frá því að miklar bygging- arframkvæmdir væru fyrirhugaðar á reit Menntaskólans í Reykjavík, svo miklar að leigja þyrfti húsnæði til 4-5 ára undir hluta starfseminnar. Hér er um gamlar fyrirætlanir að ræða, sem loks eru að komast í framkvæmd, en ýmsir létu í ljós efasemdir um slíkt rask á svo viðkvæmum reit, m.a. þar sem teikningarnar af nýbyggingunni þykja hafa elst bara svo og svo vel. Hrina vopnaðra rána gekk yfir borg- ina um helgina, sem hófst með ráni í skyndbitastaðnum Chido í Vesturbæ. 18 ára maður lét síðan til skarar skríða í verslun við Hlemm, en var handsamaður af lögreglu og sleppt að lokinni yfirheyrslu. Þá fór hann rak- leiðis í Hlíðarnar og rændi Krambúð- ina og síðan niður í bæ þar sem hann rændi pylsuvagninn. Þar hafði lög- reglan aftur hendur í hári hans, en að þessu sinni linaði hinn langi armur laganna takið ekki strax aftur. Njáll Trausti Friðbertsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins og flug- umferðarstjóri, flutti þingsályktun- artillögu um að framtíð Reykjavíkur- flugvallar yrði ráðin í þjóðaratkvæða- greiðslu. Það hefur hann gert fjórum sinnum áður, en tillögurnar ávallt brotlent í atkvæðagreiðslu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sagðist ekki skipta sér af veggjakroti á vegum Stjórnarskrárfélagsins. Ekki er ljóst hverjum verður sendur reikningurinn fyrir þrifin, en Stjórn- arskrárfélagið hefur boðist til þess að borga efniskostnað við veggjakrot úr digrum sjóðum sínum.    Starfsfólk Landspítalans kvartar undan þrengslum sem geri það að verkum að ekki sé unnt að halda tveggja metra regluna innan sjúkra- hússins og var kaffistofan sér- staklega nefnd í því samhengi. Líflegt var á Austfjarðamiðum þar sem tugir skipa af ýmsum stærðum og gerðum hafa verið að veiðum. Tog- arar, línuskip og línubátar hafa verið á þorskveiðum og talsvert af skipum á uppsjávarveiðum. Ný reglugerð heilbrigðisráðherra vegna kórónuveirunnar tók gildi á þriðjudag, en aðgerðir voru í megin- atriðum hinar sömu og vikurnar tvær á undan. Þó var líkamsræktar- stöðvum leyft að efna til hóptíma með ströngum takmörkunum. Ríkið er að leita sér að verslunar- húsnæði, þar sem leigusamningur vínbúðarinnar í Borgartúni rennur senn út. Ekki er þó útilokað að hann verði endurnýjaður.    Katrín Oddsdóttir, fyrrv. stjórn- lagaráðsmaður og formaður Stjórn- arskrárfélagsins, afhenti nöfnu sinni Jakobsdóttur forsætisráðherra undirskriftalista með 43.423 nöfnum, sem krefjast þess að stjórnarskrár- drög stjórnlagaráðsins frá 2011 verði lögfest sem stjórnarskrá við fyrstu hentugleika. Af því tilefni dundi skömmu síðar yfir mesti jarðskjálfti í 17 ár, 5,6 stiga skjálfti sem átti upptök sín á Reykja- nesskaga. Hann fannst mjög vel um allt Suðvesturland og allt vestur á Ísafjörð. Talsvert grjóthrun varð ná- lægt upptökum skjálftans en engan sakaði af því, þótt litlu hafi mátt muna hjá sumu útivistarfólki. Eitthvað var um að vara félli úr hillum verslana og munir á heimilum, en ekkert stór- vægilegt tjón hlaust af. Mikið var um eftirskjálfta en mun vægari. Jarð- skjálftinn var rakinn til kvikuinn- skots undir Krýsuvík. Ríkisútvarpið sagði þá frétt af skjálftanum að margir hefðu orðið hans varir, en ekki hefði tekist að hringja í Veðurstofuna, svo ekki væri meira af honum að frétta. Skjálftinn vakti ekki síst athygli fyrir viðbrögð ráðamanna í beinni útsend- ingu. Katrín Jakobsdóttir var þannig í viðtali í beinni útsendingu við Wash- ington Post þegar skjálftinn reið yfir og var nokkuð brugðið en lauk svo viðtalinu með bros á vör. Það varð auðvitað enn útbreiddara á netinu fyrir vikið. Innanlands vakti píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson þó meiri athygli, en hann var í pontu Alþingis þegar fór að skjálfa. Setti hann nýtt Ís- landsmet í spretthlaupi innanhúss úr ræðustóli. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sat hins vegar sem fastast og fékk fullt hús stiga fyrir kúlheit. Hafrannsóknastofnun óskaði eftir því að fá 120 milljónum króna meira úr ríkissjóði til þess að leita að loðnu. Gunnar Jóhann Gunnarsson hlaut 13 ára dóm fyrir að hafa ráðið hálf- bróður sínum bana í Mehamn í Aust- ur-Finnmörku í Noregi. Dómurinn féllst ekki á að um slysaskot hefði verið að ræða í átökum bræðranna. Markaðsstofa Norðurlands vill láta gera sérstakar sóttvarnaráðstafanir á Akureyrarflugvelli, svo beint utan- landsflug þangað geti hafist í febrúar. Að sögn hefur hollenskt flugfélag sýnt því áhuga.    Íslensk fjarskiptafyrirtæki hafa áhyggjur af ákvörðun sænskra stjórnvalda um að banna kínversku fyrirtækjunum Huawei og ZTE að koma að uppbyggingu 5G kerfisins þar í landi. Bæði Nova og Vodafone hafa áform um að nota búnað frá þeim, en æ fleiri vestræn ríki hafa ákveðið að setja þeim stólinn fyrir dyrnar, að sögn vegna áhyggna af ör- yggi kerfanna. Reikningsskilanefnd sveitarfélaga skilaði því áliti sínu að reikningsskil Reykjavíkurborgar og Félagsbú- staða þyrfti að samræma í sam- stæðureikningi borgarinnar líkt og mælt væri fyrir um í lögum. Borgar- stjóra fannst engin gagnrýni felast í því en minnihlutinn í borginni talaði um blekkingar og sjálfsblekkingar borgarstjóra. Mikil ásókn reyndist vera í flensu- sprautur og óvíst að bóluefnið muni duga. Talið er að áhyggjur af kórónu- veirunni og aukin heilbrigðisvitund hafi ýtt undir bólusetningar almenn- ings.    Landsvirkjun og hafnaryfirvöld í Rotterdam í Hollandi hafa gert með sér viljayfirlýsingu um svokallaða forskoðun á útflutningi „græns“ vetnis frá Íslandi til Rotterdam. Það yrði framleitt með íslenskri raforku hér á landi og telur Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, að eftir- spurn eftir því aukist mjög á komandi árum. Tveggja ára gömul ljósmynd af lög- regluþjóni vakti mikla athygli í vik- unni, en á innri klæðum bar hann ým- is merki, sem ekki eru hluti af einkennistáknum lögreglu. Þar á meðal var fáni, ekki ósvipaður þeim íslenska, sem notaður er af kynþátta- öfgamönnum, afbrigði íslenska fán- ans með blárri línu, líkt og lögreglulið víða um heim hefur tileinkað sér og höfuðkúpa vígamannsins Punisher úr teiknimyndaveröld Marvel, sem lögregluþjónar virðast hafa sérstakt dálæti á. Ekki síst vöktu hörð við- brögð Pírata nokkra athygli, en þeir hafa sem kunnugt er einnig skrýtt sig með hauskúpum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra lét málið til sín taka og hyggst ganga úr skugga um að lögregluþjónar beri ekki önnur einkennistákn er mælt er fyrir um. Haturstákn eða ávæningur um slíkt verði ekki liðinn. Fjármálasvið Reykjavíkurborgar tel- ur að nauðsynlegur stuðningur ríkis- ins við sveitarstjórnarstigið á Ís- landi vegna kórónuveirufaraldursins sé að minnsta kosti 50 milljarðar króna á yfirstandandi ári og á næsta ári. Þar af þurfi borgin helminginn. Tölfræði um smit benti til þess að þessi bylgja kórónuveirunnar kynni senn að vera í rénun. Ekki voru það þó minni gleðitíðindi að hlutfall lát- inna af mannfjölda á árinu var veru- lega lægra en meðaltalið undanfarin 50 ár. Skulfu lönd og brustu bönd Til allrar hamingju varð ekki tilfinnanlegt tjón í snörpum jarðskjálfta á þriðjudag. En það skalf víðar í þjóðlífinu þessa vikuna. Ljósmynd/Óskar Sævarsson 18.10.-23.10. Andrés Magnússon andres@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.