Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2020, Blaðsíða 11
25.10. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11 argerð sé leiðrétt á seinni fundi, en samt látin halda sér óbreytt. „Þá hefur þáverandi fram- kvæmdastjóri kirkjuráðs verið borinn þungum sökum í erindi til kirkjuráðs vegna dónaskapar og meints skjalafals. Var hann þá sjálfur feng- inn til að svara erindinu fyrir hönd kirkjuráðs. Þetta er ekki einu sinni lélegur brandari.“ Kirkjuráð hefur samið við STEF um að sókn- irnar greiði stefgjöld án samráðs við sóknir sem eiga að vera fjárhagslega sjálfstæðar. „Síðan út- hlutar kirkjuráð STEF-greiðslum fyrir sóknir úr sjóði sóknanna, jöfnunarsjóði sókna, án þess að hafa til þess nokkra heimild. Eins styrkir kirkjuráð aðila úti í bæ úr jöfnunarsjóði sókna, þótt það samræmist ekki reglum og ábend- ingum um að það standist ekki. Það skiptir ekki máli. Eins eru þeir sem úthluta styrkjum báð- um megin við borðið.“ Óskar Ingi kallar líka eftir meira gagnsæi hvað varðar fjármál kirkjunnar. „Séra Geir Waage hefur upplýst að biskup liggi á rekstr- arafgangi sem myndast í lok hvers árs, til dæm- is ef prestum hefur fækkað. Um er að ræða gríðarlegar fjárhæðir. Enginn veit hvernig þessum fjármunum er ráðstafað nema biskup Íslands. Ég er ekki að segja að þessum fjár- munum sé ekki vel varið, við vitum bara ekkert um það. Þá eru aðstoðarmenn biskups komnir með aðstoðarmenn og jafnvel aðstoðarmenn- irnir með aðstoðarmenn líka. Starfsmannahald Biskupsstofu vex bara og vex. Er það virkilega nauðsynlegt?“ Neyddir til að skrifa undir Hvað kjaramálin varðar bendir Óskar Ingi á að enginn kjarasamningur sé í gildi milli presta og þjóðkirkjunnar en Biskupsstofa neyði nýja presta samt til að skrifa undir ráðningarsamn- inga sína sem eru gerðir án samráðs. Að öðrum kosti fái þeir ekki vinnuna. „Við þessir eldri erum líka búnir að fá hót- unarbréf þar sem við erum hvattir til að skrifa undir nýja samninga í lok skipunartíma, ann- ars missum við vinnuna. Samkvæmt þessum nýju samningum eru prestar ekki lengur embættismenn og missa heilmikil réttindi. Samt eigum við bara að sinna okkar starfi áfram og reka embætti eins og ekkert hafi ískorist. Auðvitað kemur ekki annað til greina en að gefa sig áfram allan í starfið en það hlýt- ur um leið að vera eðlileg krafa að við búum við almenn réttindi í þessu landi. Eins og þetta er lagt upp fáum við bara greitt fyrir dagvinnu en eigum samt að vera áfram á bak- vöktum og vinna langt fram yfir fjörutíu tíma vinnuviku þegar svo ber undir. Það hlýtur að vera skýlaust brot á almennum réttindum launafólks. Svona kemur ekki nokkur maður fram sé honum annt um starfsmenn sína og velferð þeirra. Að ekki sé talað um lög og rétt- indi.“ Sjálfur á Óskar Ingi tvö ár eftir af sínum skipunartíma. Hvað sér hann fyrir sér gerast að þeim tíma liðnum? „Biskup vill sameina meira og minna öll prestaköll á landinu, þvert á vilja heimamanna, og það mun hafa í för með sér fækkun á prest- um sem aftur þýðir að þjónustan kemur til með að verða minni og verri og úr tengslum við söfn- uðina í landinu. Þessi tillaga getur komið til framkvæmdar hvenær sem er; öxin hangir yfir okkur og hefur haft lamandi áhrif á starfið í sóknunum. Gegn þessu hef ég barist og nái það fram að ganga verður mér varla stætt á því að starfa áfram hér í kerfi sem ég hef hafnað.“ Getur ekki starfað lengur – Ertu að segja að þú munir láta af prestskap? „Já, ég er að segja það. Ég get ekki starfað lengur í kirkjunni, eins og fyrir henni er komið, og verði ekki breytingar á næstu tveimur árum verð ég að hætta og gefa þannig upp á bátinn köllun mína og starfið sem mig hefur alla tíð dreymt um. Ég ákvað fjögurra ára gamall að ég ætlaði að verða prestur. Þetta er auðvitað ekki léttvæg ákvörðun, ekkert frekar en að koma í þetta viðtal. En ég ber hag kirkjunnar minnar fyrir brjósti og þess vegna stíg ég fram.“ – Hvað þarf að breytast til að þér snúist hug- ur? „Vinnubrögðin og afstaða kirkjustjórn- arinnar til safnaða. Fara þarf að lögum og reglum og uppræta myrkur og ómenningu. Láta þarf af einræðistilburðum og hætta að tala um þegna og annað þaðan af verra. Mikilvægt er að lyfta grasrótinni upp og láta hana skipta máli að nýju. Kirkjustjórnin á að gera prestum og söfnuðum starfið auðveldara en ekki vinna á móti þeim. Haldi fram sem horfir verður ekki mikið eftir af kirkjunni á Íslandi.“ Óskar Ingi kveðst hafa gert allt sem í hans valdi stendur til að knýja á um breytingar innan frá en nú hafi hann gefist upp. „Þess vegna legg ég þetta núna í hendur almenns safnaðarfólks og íslensku þjóðarinnar allrar. Þetta er okkar kirkja. Endurheimtum hana!“ Morgunblaðið/Ómar að fara í uppskurð. Hann notaði tækifærið til að ræða við lækni um heilsu sína almennt og sam- skiptin við yfirstjórn kirkjunnar. Niðurstaða læknisins var sú að maður með sjúkrasögu Ósk- ars Inga – hann hefur lengi verið með Crohns- sjúkdóminn, auk þess sem hann greindist með fiskiberkla seinasta vetur – mætti alls ekki búa í húsi með myglu. Hann fékk því læknisvottorð um það í febrúar síðastliðnum að hann gæti ekki búið þar. Eftir að hafa sent vottorðið inn fékk Óskar Ingi símtal frá Agnesi M. Sigurðardóttur biskupi, þar sem hún harmaði stöðu mála og sagði að grípa þyrfti til aðgerða. „Loksins voru hjólin farin að snúast.“ Næstu skref voru þó ekki augljós. „Ég lét nokkra daga líða en fékk engin svör við því hvert ég ætti að fara. Ég gat ekki lengur hunsað tilmæli læknisins og sendi Biskupsstofu því bréf þess efnis að ég túlkaði þögn þeirra á þann veg að ég mætti bóka íbúð. Fékk svar um hæl þess efnis að það væri ekki samþykkt og ekki yrði greitt fyrir þá íbúð.“ Nokkrum dögum síðar átti Óskar Ingi bókað- an fund með fulltrúum kirkjustjórnarinnar um sín mál og bað um að geta fengið gistingu þar þá frekar, en var þá bent á fjarfundabúnað. Að sögn Óskars Inga höfðu þau ekkert fram að færa, hlýddu bara á mál hans. „Þegar ég fór út af þessum fundi vissi ég ekki um minn næt- urstað. Ég átti sum sé bara að vera áfram í hús- inu. Þar sem ekki er mikið um laust húsnæði hér í Ólafsvík sá ég mér þann kost vænstan að flytja til foreldra minna í Mosfellsbæ. Guðrún og yngsti sonur okkar urðu áfram í húsinu. Það var auðvitað ekki gott fyrir þau en þau létu sig hafa það í einhverja daga í viðbót.“ Biskup las ekki bréfin Nokkrum dögum seinna kom biskup og vísi- teraði í Ólafsvík, heimsókn sem var löngu ákveðin og Óskar Ingi kveið nokkuð í ljósi að- stæðna. Í aðdraganda heimsóknarinnar fékk hann símtal frá biskupsritara, þar sem hann var spurður hvort hann vissi um gistiheimili fyrir þau biskup á staðnum. „Það þótti mér býsna öfugsnúið; ég átti að benda þeim á gist- ingu þegar ég hafði engan næturstað. Ég gerði þetta þó og á endanum kaus ég að leigja mér nótt á gistiheimili þó að það kæmi úr eigin vasa.“ Hann viðurkennir að vísitasían hafi verið erf- ið og margt komið í ljós. „Ég hafði opnað mig fyrir sóknarnefndunum tveimur hérna á svæð- inu og hafði fullan stuðning þeirra. Biskup fundaði með nefndunum og þegar hún var spurð hvers vegna ég hefði ítrekað verið hunsaður með þessum hætti gekkst hún við því að það hefði verið vandamál en unnið væri að úrbótum og ekki lengur vandamál. Þegar spurt var hve- nær biskup hefði fengið fyrst að vita um ástand prestssetursins svaraði hún því til að það hefði verið nokkrum dögum áður. Spurð hvers vegna hún hefði ekki svarað bréfum mínum sagðist hún ekki hafa lesið þau, en framsent þau á fast- eignasvið vegna þess að þau sneru að fasteigna- málum. Hún sendi sum sé kvartanir mínar í garð fasteignasviðs á fasteignasvið og ætlaðist til þess að málið yrði leyst á þeim vettvangi! Þetta er lýsandi fyrir vinnubrögð kirkjustjórn- arinnar. Biskup las aldrei bréf mín en ég veit satt best að segja ekki hvort er verra – að lesa þau ekki eða framsenda þau beint á aðilann sem kvartað var undan og hunsa mig algerlega. Í öllu falli er augljóst hvers vegna ég fékk ekkert svar. Við þetta má bæta að nokkrum dögum fyr- ir þennan fund höfðu biskup og framkvæmda- stjóri kirkjuráðs, þrátt fyrir orð hennar um að hunsun væri ekki lengur vandamál, komið í veg fyrir að málið yrði tekið upp á vettvangi kirkju- ráðs. Það gera þau enn þrátt fyrir mótmæli mín.“ Biskup fundaði einnig með bæjarstjórninni í Ólafsvík og þar kom meðal annars fram að prestum og prestssetrum yrði ekki fækkað meðan hún sæti á biskupsstóli en kirkjuráð réði því þó á endanum. Boðið að losa skylduna Daginn eftir að biskup yfirgaf Ólafsvík hringdi framkvæmdastjóri fasteignasviðs kirkjunnar í Óskar Inga og bauð honum að losa prestsset- ursskylduna, það er leggja af prestssetur í prestakallinu. „Yfirlýsing biskups var því aðeins gild í sólarhring, þótt hún sé enn á biskupsstóli. Það er enn eitt dæmið um óstjórnina. Hverju á það að bjarga? Þá þarf ég að útvega mér hús- næði sjálfur og eins og ég hef getið um er ekki mikið um laust húsnæði hér á staðnum. Eflaust væri betra fyrir mig að vera í eigin húsnæði en þetta snýst ekki um mig persónulega, heldur embætti sóknarprests. Hvaða heimild hef ég til að láta leggja af prestssetrið og koma þannig í veg fyrir að næsti prestur hér í Ólafsvík fái prestssetur og þurfi jafnvel að búa í Reykjavík. Varla þjónar það hagsmunum sóknarinnar.“ Hann kaus að dveljast áfram á gistiheimilinu í Ólafsvík á eigin kostnað en fáeinum dögum síð- ar var fallist á beiðni hans um að taka myglu- sýni í húsinu og að útvegað yrði leiguhúsnæði til þriggja mánaða meðan gert yrði við prests- setrið. Umfangsmiklar endurbætur Tvær úttektir voru gerðar á húsinu og leiddu þær í ljós myglu á nokkrum stöðum, auk þess sem margt annað þurfti að laga. Ákveðið var að ráðast í að skipta um parket, flísar, eldhús- innréttingu, glugga og fleira, auk þess sem brjóta þurfti upp veggi og gólf vegna myglu. Óskar Ingi og Guðrún höfðu þó ekkert um það mál að segja. „Ég bað um að fá að sjá eldhús- innréttinguna og flísarnar en fékk ekki. Það var eins og mér kæmi þetta ekki við. Uppröðun í eldhúsi var breytt og báðar hurðirnar teknar. Það var þvert á minn vilja en mér skilst að ég fái hurð í annað gatið, ekki hitt. Þau tala um að opið eldhús sé heppilegra, en opið eldhús er eitt, hurðalaust eldhús annað. Ég efast um að það standist lög að breyta húsnæði gegn vilja manns á miðju leigutímabili.“ Hann er ósáttur við ákvarðanir varðandi framkvæmdirnar. „Ekki misskilja mig. Ég er mjög þakklátur fyrir það sem gert hefur verið fyrir húsið; það er í mun betra ástandi núna en fyrir framkvæmdir. Hitt er annað mál að ekki var allt klárað og mygla er enn í húsinu. Annars vegar kom upp mygla undir línóleumdúk í svefnherbergjaálmu hússins en slíkir dúkar þola illa kulda og raka. Í stað þess að fjarlægja dúkinn var hann hreinsaður og parket lagt yfir. Ekki er víst að það dugi. Hins vegar var brotið upp úr vegg í herbergi og kom þá í ljós ryðgað járn sem bendir afdráttarlaust til raka í veggn- um. Ekkert var aðhafst í því máli. Alvarlegast er að þegar sýni voru tekin var mat Verkís að nauðsynlegar væru aðgerðir á tveimur stöðum sem voru svo skildir eftir og er því mygla enn í húsinu og ég skyldaður til að búa í því. Þrátt fyrir fjögur bréf til fasteignasviðs og fram- kvæmdastjóra, þar sem beðið er um skýringar á því hvers vegna myglan var skilin eftir, hafa engin svör borist né munu berast.“ Ekki klætt, bara málað Óskar Ingi nefnir ennfremur að æskilegt væri að klæða húsið að utan til að koma í veg fyrir kuldaleiðni sem er orsök myglunnar á sumum stöðum, en hefur fengið þau svör að aðeins standi til að mála. Það yrði þá í fyrsta skipti á þessari öld en skylt er samkvæmt húsa- leigulögum að hús séu máluð á sjö til tíu ára fresti, sérstaklega þar sem stutt er til sjávar, eins og í Ólafsvík. Að þremur mánuðum liðnum var fram- kvæmdum hvergi nærri lokið; parket var ekki komið á gólfin, engar hurðir í húsinu og ekki bú- ið að fjarlægja alla myglubletti, svo dæmi sé tekið. Eigi að síður fékk Óskar Ingi símtal frá framkvæmdastjóra kirkjuráðs þess efnis að hann yrði að flytja aftur inn í húsið. Of dýrt væri að framlengja leiguna. „Það var ekki fyrr en verktakinn lét vita af því að hann gæti ekki fengið okkur með búslóðina inn í húsið á þeim tímapunkti að fallist var á að framlengja leiguna um einn mánuð. Enn og aftur var ekkert hlust- að á okkur. Ekki er hægt að segja að kirkju- stjórnin sýni mér og fjölskyldunni kærleika.“ Fjölskyldan flutti aftur inn 1. júlí síðastliðinn en framkvæmdum er ekki enn að fullu lokið. Að vonum er húsnæðið í mun betra ástandi en áður en þar sem enn er mygla veit Óskar Ingi ekki hvort hann treystir sér til að búa þar áfram gegn læknisráði. „Þessu máli er ekki lokið.“ ’Biskup las aldrei bréf mín enég veit satt best að segja ekkihvort er verra – að lesa þau ekkieða framsenda þau beint á að- ilann sem kvartað var undan og hunsa mig algerlega.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.