Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2020, Blaðsíða 10
VIÐTAL 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.10. 2020 lögum um þjóðkirkju sem færir, að hans mati, kirkjustjórn í reynd öll tök í kirkjunni og allt sjálfstæði safnaða og boðunar í landinu í mikilli hættu og verði háð kirkjustjórn enn frekar. „Þetta er allt gert án þess að það hafi verið kynnt söfnuðum landsins, vígðum starfs- mönnum og öðrum eða þeim gefinn kostur á að veita umsögn. Sama hátt hafði kirkjuþing á þeg- ar samið var við ríkið vegna kirkjujarða- samkomulags. Enginn hafði séð samkomulagið áður en það var samþykkt af kirkjuþingi og söfnuðir landsins og prestar aldrei upplýstir um hvað væri í pakkanum. Nú er sama á ferðinni og þetta eru greinilega orðnar hefðbundnar starfs- aðferðir kirkjuþings og kirkjustjórnar.“ Það er af sem áður var, segir hann. „Hér áður var lýðræði innan kirkjunnar, þannig að öll stór mál voru send til safnaða og presta til að gefa þeim kost á að gefa umsögn. Réttast væri að Al- þingi neitaði að gera breytingar á lögum þangað til söfnuðir og starfsmenn kirkjunnar hafa feng- ið tækifæri til að tjá sig um jafn mikilvægt mál og tryggja þannig að hagsmunir kirkjustjórn- arinnar einir séu ekki ráðandi og mótandi og aðrir fái ekki að tjá sig. Það er á ábyrgð Alþingis að tryggja lýðræði innan kirkjunnar. Þannig verndar það hana samkvæmt stjórnarskrá Ís- lands,“ segir Óskar Ingi. Vald iðkað á óábyrgan hátt Biskupafundi ber að gera tillögur til kirkjuþings um breytingar á sóknarskipan, prestakallaskip- an og prófastsdæmaskipan. „Þetta á biskupa- fundur að kynna í héraði og kalla eftir umsögn en mörg dæmi eru um að menn sinni því ekki; leiti hvorki til heimamanna né presta og stöðvi tillögur heimamanna. Fyrir vikið hefði, þannig lagað, verið hægt að leggja niður prestaköll hér á Snæfellsnesi án þess að við hér á svæðinu viss- um af því. Ég þekki dæmi um prest sem frétti eftir kirkjuþing að hann væri kominn með nýja sókn. Sjálfur var hann aldrei hafður með í ráð- um. Biskupi var bent á að reglur voru ekki upp- fylltar í þessu máli, en það breytir engu. Kirkju- stjórn telur sig ekki þurfa að fara að eigin reglum eða lögum. Þarna er biskupafundur að iðka sitt vald á óábyrgan hátt og koma málum í gegn þrátt fyrir mikla andstöðu heimamanna. Enn eitt dæmið um valdníðsluna.“ Annað dæmi er sameiningadraumur bisk- upanna. „Sameina á öll prestaköll í landinu og búa til stærðar prestaköll með marga presta. Snæfellsnes á að verða eitt prestakall með fjór- um prestum og jafnmörgum prestssetrum. Samt segir í tillögunni að hver prestur eigi að þjóna tvö til fimm þúsund manns. Því ættu að vera einn til tveir prestar á svæðinu. Eins sam- þykkti kirkjuþing fasteignastefnu biskups Ís- lands, að þar sem prestakall er með fleiri en 1.500 íbúa þurfi ekki að vera prestssetur. Því ætti ekkert prestssetur að vera á Snæfellsnesi eftir sameiningu. Rökstuðningur fyrir samein- ingum var að þær eigi að auka val á presti, auka sérhæfingu, bæta þjónustu og spara. Þetta hef- ur allt verið hrakið og kostar mörg hundruð þúsund á mánuði í aukinn akstur og sextíu tíma aukalega í bíl hjá prestum á Snæfellsnesi. Því minnkar þjónustan og ekkert sparast. Eini rök- stuðningurinn er að þetta sé tilraunastarfsemi og ekki er vitað hvað gerist. Til hvers að stokka upp alla prestsþjónustu á landinu án þess að hafa hugmynd um hvað kemur út úr því? Það er ábyrgðarleysi biskupafundar að leggja slíkt fram gegn heimamönnum.“ Héraðsfundur Vesturlandsprófastsdæmis 2019 vísaði ólögmætri niðurlagningu Saurbæj- arprestakalls á Hvalfjarðarströnd til dóms- málaráðuneytis, sem á að sjá til þess að kirkjan fari að lögum. „Sú aðför að Saurbæjarpresta- kalli og sóknarpresti er skelfileg saga sem er kirkjustjórninni allri til mikillar minnkunar og ljótur blettur á kirkjunni. Málið er nú þannig statt að ekki þarf að koma neinum á óvart, bisk- upsstofa hefur ekki svarað erindi dóms- málaráðuneytisins um athugasemdir við erindi héraðsfundar til ráðuneytisins.“ Ef nýjar starfsreglur kirkjuþings verða sam- þykktar hafa prófastar heimild til að setja sókn- arnefndir af fari þær ekki að reglum kirkju- þings, þótt þær eigi að vera sjálfstæðar. Það þykir Óskari Inga skjóta skökku við á meðan kirkjustjórnin sjálf brjóti óáreitt lög og reglur á bæði borð. „Væri ekki nær fyrir kirkjustjórnina að líta sér nær?“ Þegar Oddi Einarssyni, framkvæmdastjóra kirkjuþings, var vikið frá störfum fyrir ári hafði kirkjustjórnin orð á því að engin þolinmæði væri gagnvart slæmum samskiptum. „Hér er einfaldlega gerð krafa um uppbyggileg og góð samskipti. Kirkjan gerir þessa kröfu og hefur í raun og veru enga þolinmæði fyrir öðru. Og þá er þetta niðurstaðan. Ég hermi þessi orð upp á þau. Virkar þetta bara í aðra áttina?“ Fréttum allt gegnum blöðin Óskar Ingi segir mikið um leynifundi innan kirkjunnar og lengi vel hafi ekki verið streymt frá kirkjuþingi. Það sé nú gert en komi við- kvæm mál til umfjöllunar sé streymið rofið. Hann nefnir afsökunarbeiðni til handa hin- segin fólki vegna misréttis og fordóma af hálfu kirkjunnar sem dæmi um mál, þar sem ekkert samráð hafi verið haft við þjónandi presta í landinu. „Hvort sem við viljum það eða ekki þá fáum við bara ekki að vera með. Það var enginn prestur eða söfnuður spurður hvort hann hann vildi vera með í afsökunarbeiðninni. Við lesum bara um allt í blöðunum eða sjáum það í sjón- varpinu. Eins sýnir trans-Jesú-málið hvað kirkjustjórnin er langt frá grasrótinni í kirkj- unni. Það var heldur enginn prestur spurður þegar ákveðið var að fella niður allar guðsþjón- ustur í vor og október vegna kórónuveiru- faraldursins og það auglýst. Samt er það á valdi prestanna einna.“ Kirkjuráð er, að sögn Óskars Inga, skóli í því hvernig ekki á að starfa. Hann nefnir fundar- gerðir ráðsins í því sambandi en þær séu sumar hverjar mjög undarlegar og skili sér seint. Þannig séu dæmi um að fundarmenn hafi ekki skrifað undir fundargerð en samt sé hún birt undirrituð á vef kirkjunnar. Einnig að fund- Frá prestastefnu. Sr. Óskar Ingi segir vinnubrögðin og afstöðu kirkjustjórn- arinnar til safnaða þurfa að breytast eigi hann að starfa áfram innan kirkjunnar. Fara þurfi að lögum og reglum og upp- ræta myrkur og ómenningu. ’Réttast væri að Alþingi neitaði að gera breytingar álögum þangað til söfnuðir ogstarfsmenn kirkjunnar hafa fengið tækifæri til að tjá sig um jafn mikilvægt mál. Séra Óskar Ingi kveðst hafa komistsnemma að því að stjórnsýslan væri ekk-ert sérstaklega góð innan kirkjunnar. Það sé þó hátíð hjá því sem nú tíðkast. Skoðum þá sögu. Óskar Ingi vígðist til prests 1995 og tók þá til starfa í Hjarðarholtsprestakalli í Dölum. Skömmu áður hafði prestssetrasjóður sam- þykkt að skipta um eldhúsinnréttingu á prests- setrinu í Búðardal en forveri Óskars Inga vildi ekki velja hana enda á förum. Nær væri að hinn nýi prestur gerði það. Þegar Óskar Ingi hermdi þetta upp á prestssetrasjóð fékk hann á móti þá fyrirspurn frá starfsmanni sjóðsins hvort hann væri ekki einhleypur. Jú, það var hann á þeim tíma. „Já, þá færð þú enga eldhúsinnréttingu,“ var svarið. „Mér brá að sjálfsögðu en þar sem ég var ungur og óreyndur lét ég þetta yfir mig ganga,“ segir Óskar Ingi. Fór aftast í röðina Nokkrum árum síðar hóf Óskar Ingi sambúð með Guðrúnu Kristinsdóttur og flutti hún til hans í Dalina ásamt börnum sínum þremur. Þau urðu skömmu síðar hjón. Það varð til þess að hann grennslaðist aftur fyrir um nýju eldhús- innréttinguna. „Þá fékk ég þau svör að aðeins væru tvær nýjar eldhúsinnréttingar settar upp á ári og að tuttugu beiðnir lægju fyrir. Ég færi aftast í þá röð. Þetta segir sína sögu og þarna áttaði ég mig á því að kirkjustjórnin vill gera sem minnst fyrir prestsbústaðina og kosta sem minnstu til.“ Fleiru var ábótavant í prestsbústaðnum í Búðardal, meðal annars höfðu fundist þar silf- urskottur. Þess utan var húsið óheppilegt sem prestssetur og fara þurfti í kostnaðarsamar framkvæmdir sem samt dygðu ekki til. „Húsið var varla íbúðarhæft en samt þurfti ég að hafa mikið fyrir því að skipta um hús. Það fékkst þó samþykkt á endanum og kirkjan festi kaup á öðru húsi í Búðardal.“ Fljótlega kom í ljós að steypt skólprör hafði brotnað vegna hitaveitu sem hafði verið tengd í frárennsli þess húss, með þeim afleiðingum að skólpið fór undir allt. Óskar Ingi segir það varla tilviljun að börn þeirra Guðrúnar, sem fæddust 2003 og 2005, hafi meira og minna verið veik fyrstu tvö árin. Árið 2012 færði Óskar Ingi sig um set frá Búðardal til Ólafsvíkur og segir sama sleif- arlagið hafa tekið við í sambandi við húsnæðis- mál hans þar. „Fyrir það fyrsta er ég ekki einu sinni með leigusamning; þrátt fyrir að hafa margbent á það hafa mér ekki einu sinni verið sýnd drög að samningi. Hvað þá meira. Fyrir vikið fell ég undir almenn húsaleigulög en ekki starfsreglur um prestssetrasjóð. Þrátt fyrir að vera skylt að búa í prestsbústað að lögum búum við við skert réttindi miðað við aðra leigjendur – sem er mjög öfugsnúið og ólöglegt.“ Gafst upp á samskiptum Óskar Ingi áttaði sig fljótt á því að þörf var á talsverðu viðhaldi á prestssetrinu í Ólafsvík og lét hann fasteignasvið þjóðkirkjunnar vita af því. Fyrstu viðbrögð voru á þann veg að málinu yrði sinnt. „Svo leið og beið og ekkert gerðist. Þegar ég var búinn að bíða í fimm ár, 2017, þraut þolinmæðin og ég ritaði yfirmanni fast- eignasviðs kirkjunnar bréf og afrit fór til bisk- ups. Efnislega var það á þá leið að ég hefði gef- ist upp á samskiptum við fasteignasvið og óskaði um leið eftir því að húsaleiga yrði ekki lengur dregin af launum mínum og ákvörðuð einhliða af kirkjustjórninni. Ég lét þau einnig vita að samkvæmt húsaleigulögum gæti ég látið laga húsið á þeirra kostnað að undangenginni úttekt óháðs aðila. Þessu bréfi var ekki svarað.“ Eftir þetta fékk Óskar Ingi óháðan aðila til að taka húsið út og komst hann að þeirri nið- urstöðu að margt þyrfti að laga, meðal annars væri myglu þar að finna. Hann skilaði þó aldrei fomlegri skýrslu. „Ég kann enga skýringu á því,“ segir Óskar Ingi. Í febrúar 2018 ítrekaði Óskar Ingi fyrra bréf til fasteignasviðs og biskups um að ástand prestssetursins væri ekki viðunandi og að hann gæti fyrir vikið ekki fallist á hækkun leigu milli ára. Því bréfi var heldur ekki svarað. Í apríl 2019 var Óskari Inga nóg boðið og rit- aði hann þá kirkjuráði bréf þar sem hann ítrek- aði fyrri umkvartanir og gaf frest til 1. júní 2019 að svara og hætta að skammta sér leigu af laun- um sínum. Eftir nokkra bið barst honum svar frá skjalaverði Biskupsstofu, þar sem hann var beðinn velvirðingar á seinu svari en bréf hans hefði lent í ruslpósti. Í svarinu lofaði skjalavörð- urinn að taka málið upp við þar til bæra aðila enda ber kirkjuráði að taka upp öll erindi sem því berast. „Ég hef engar efasemdir um að skjalvörðurinn kom erindinu áleiðis og hef ekk- ert upp á hann að klaga en biskup og fram- kvæmdastjóri kirkjuráðs komu hins vegar í veg fyrir að málið yrði tekið upp á þessum vett- vangi. Það frétti ég síðar því almennir kirkju- ráðsmenn vissu aldrei af því.“ Farið að bitna á heilsunni Þegar hér er komið sögu var Óskar Ingi orðinn mjög ósáttur við gang mála og tregðu kerfisins til að svara honum, hvað þá meira. „Ég var gjör- samlega virtur að vettugi og málið farið að hafa djúpstæð áhrif á mig, bæði andlega og líkamlega heilsu, og ég kominn með augljós kulnunar- einkenni. Sem dæmi má nefna að í þrjú til fjögur ár hafði ég þurft að sofa með opinn glugga vegna myglu, annars fékk ég höfuðverk.“ Í desember 2019 veiktist Óskar Ingi og þurfti Gjörsamlega virtur að vettugi Morgunblaðið/Alfons Finnsson Séra Óskar Ingi hefur reynt vinnubrögðin, sem hann lýsir hér að framan, á eigin skinni en hann hefur lengi staðið í stappi við kirkjustjórnina vegna viðhalds á prestssetrinu í Ólafsvík. Sr. Óskar Ingi hefur staðið í margra ára þrefi við kirkjustjórn- ina vegna nauðsynlegs viðhalds á prestsbústaðnum í Ólafsvík.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.