Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2020, Blaðsíða 6
VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.10. 2020 Ég dáist oft að fólki sem hefur sannfær-ingu. Fólk sem veit hvað það vill og eralgjörlega með það á hreinu að það er að gera rétt. Fullt af sjálfstrausti og með yfirbragð þess sem veit að hann er að fara í rétta átt og langar svo mikið að taka þig með. Soltið eins og Kári Stefánsson nema hann myndi aldrei nenna að taka neinn með sér. En svona fólk getur líka verið óþolandi. Ekki vegna þess að það hefur einhverjar sér- stakar skoðanir, heldur vegna þess að það trúir því svo sterkt að aðrar skoðanir séu rangar. Þá getur þetta krúttlega sjálfstraust breyst í yfirlæti og hroka. Og þá er svona fólk allt í einu ekkert sérstaklega sjarm- erandi. Aðalatriðið hvernig maður kemur fram við sjónarmið annarra og að maður hafi ekki of- urtrú á að maður sjálfur hafi rétt fyrir sér og þar með séu allir aðrir á rangri skoðun. Þetta verður sérstaklega áberandi þegar kemur að íþróttum og einkum þegar menn hafa tekið sér stöðu með einhverju sérstöku fótboltaliði. Gjarnan í Englandi. Þá er eins og fólk yfirgefi rökræna hugsun og sjái allt út frá búningum liða en ekki raunverulegum at- burðum. Einu sinni átti ég í merkilegum rökræðum við vin minn um það hvort rétt hefði verið að dæma víti í fótboltaleik. Ég reyni venjulega að forðast svona samræður í ljósi þess að þær geta ekki endað vel. Ég held að aldrei í fót- boltaumræðusögunni hafi það gerst að ein- hver hafi sagt: „Já, ég sé það núna. Þú hefur rétt fyrir þér og þetta hefur verið einhver misskilningur hjá mér.“ Nema í þessu máli þá er dæmt víti sem vinur minn var ekki sáttur við. Þetta var fyrir tíma VAR, sem er á góðri leið með að eyði- leggja fótboltann með því að breyta öllum leikjum í furðulegar hugleiðslustundir dómara úti á miðjum velli á meðan leikmenn reyna að gera það upp við sig hvort þeir megi fagna. Það gerist sem sagt að maður sparkar í mann. Dómarinn flautar og allt verður vit- laust enda svo sem ekki gott að sjá á hvað var flautað. En það sést greinilega þegar at- vikið er endursýnt. Aftur og aftur. Myndavél- arnar sýna atvikið frá fimm sjónarhornum. Málið er dautt. En ekki alveg. Þessi vinur minn neitar að taka þessari niðurstöðu vegna þess að frá einu af þessum sjónarhornum sést þetta ekki! Sem sagt, til að gera langa sögu stutta (sem er sennilega of seint) þá afneitaði hann þessu broti því það sást ekki nógu vel frá einu sjón- arhorni af fimm! Þegar hingað er komið þá er ekki annað hægt en að gefast upp. Ég á engra hagsmuna að gæta í þessu, þetta eru ekki einu sinni lið sem ég hef sér- stakan áhuga á og útkoman skiptir mig engu máli. Frekari umræður munu augljóslega ekki skila neinum ár- angri og maður hættir bara. Sem er samt óþolandi því að fyrir þessa tegund af fólki jafngildir það sigri ef and- stæðingurinn hættir að nenna að tala við það. Mér datt þetta mögulega í hug þegar um- ræður um nýju stjórnarskrána stóðu sem hæst. Ég er ekkert að hlaupa út á náttföt- unum yfir henni. Ég er búinn að kynna mér hana og lesa mér til en næ samt ekki að sjá ljósið. Er í raun þörf á nýrri stjórnarskrá? Hefur ekki ýmislegt breyst frá því að við vor- um á barmi taugaáfalls eftir hrunið? Er stjórnarskrá ekki einmitt plagg sem á að breytast hægt og með málamiðlunum? Getur ekki verið að allar þessar athugasemdir lög- fróðra eigi bara rétt á sér? En mér finnst soltið pirrandi að fólk, sem ég þekki ekki neitt, skuli þá sjálfkrafa gefa sér að ég sé að taka mér stöðu með forrétt- indahópum og sérhagsmunum og sé bara gamalt afturhald. Sem verður til þess að ég ætla bara að leyfa einhverjum öðrum að tala um þetta. ’Ég held að aldrei í fótbolta-umræðusögunni hafi þaðgerst að einhver hafi sagt: „Já, égsé það núna. Þú hefur rétt fyrir þér og þetta hefur verið einhver misskilningur hjá mér.“ Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Handhafar sannleikans Fyrir ekki ýkja löngu sótti égtónleika hjá tónlistarskól-anum Allegro. Þetta voru fá- mennir tónleikar, enda ýtrustu var- úðarreglur viðhafðar á veirutímum. Músíkantarnir voru fáir, allir á leik- skóla- og barnaskólaaldri. Áhorf- endur voru einnig fáir. Með öðrum orðum, nánast stofutónleikar nema að húsakynnin voru engin smástofa heldur stór salur. En viti menn, þessi stóri salur varð í vitund okkar gestanna langt frá því að vera tómlegur, svo fullur varð hann af væntumþykju og virð- ingu fyrir því sem þarna fór fram. „Þið eruð að læra að leika á hljóð- færi til að geta betur notið tón- listar og þar með auðgað líf ykkar,“ var börnunum sagt, „en þið eruð líka að læra að gera vel, þjálfa ykkur til hugar og handar.“ Áhorfendur klöppuðu og fannst þarna vel mælt. Í huga mínum sat boðskapur Allegro eftir, að læra að bera virð- ingu fyrir verkefnum sínum, að læra að vanda sig. Mér varð hugsað aftur í tímann, til ýmissa starfa sem ég hef gegnt um dagana, en þau eru ófá, flest á uppvaxtar- og námsárum. Þá var víða komið við í sumarstörfum. Stundum var maður þreyttur að loknum starfsdegi. Þreytan var þó ekki endilega í réttu hlutfalli við áreynslu. Þreyttastur var maður nefnilega eftir letidaga, þá einmitt oft aðframkominn. Einhverju sinni ræddi ég þetta við félaga minn og skólabróður í háskól- anum í Edinborg þar sem ég stund- aði nám. Skotar tíðkuðu það margir að ráða sig í ýmis störf í fríum sum- arlangt. Og þessi vinur minn hafði fengið starf í bókabúð. Og hann sagði farir sínar ekki sléttar. Lengi vel framan af sumri hefði hann verið leiður í vinnunni, latur og hyskinn og síðan örmagna eftir dag sem gengið hefði út á að gera sem minnst. Þá hefði það borið við einn daginn að verslunarstjórinn hefði komið að máli við sig og spurt sig hreint út hvort væri, sem sér virtist, að hann væri óánægður í vinnunni, leiddist hún. Vinur minn kvaðst hafa játt þessu. „Þá vil ég spyrja þig um eitt,“ hefði verslunarstjórinn haldið áfram, „telur þú skipta máli að hafa aðgang að góðum bókabúðum?“ Undir það gat félagi minn tekið og það heilshugar, bókabéusinn sem hann var. „Og finnst þér skipta máli að þar sé starfandi fólk sem getur gefið viðskiptavininum góða leið- sögn?“ Vinur minn taldi það tví- mælalaust vera svo. „Þannig að þú telur starf þitt skipta máli og vera verðugt?“ Enn játti vinur minn og gerðist nú forvitinn. „Þá skulum við gera samning,“ sagði nú verslunarstjórinn. „Í eina viku frá morgundeginum að telja skaltu koma til starfa með því hug- arfari að í hverju einasta viðviki sem þú þarft að sinna leggir þú þig allan fram um að vinna verkið eins vel og nokkur kostur er. Þegar þú þarft að pakka inn bók þá gerir þú það óaðfinn- anlega. Getir þú ekki svarað spurningu við- skiptavinar, leit- ir þú svarsins og gefist ekki upp fyrr en allt er fullreynt. Auðar stundir fyllir þú með verkefnum sem þú telur að gagnist okkur hér í versluninni. Að vikunni liðinni hittumst við aftur og ræðum málin.“ Á þetta féllst vinur minn. Nú brá svo við að viðhorfið til vinnunnar gerbreyttist og samfara því líðan í starfi. Og viti menn, að loknum starfs- degi vottaði ekki fyrir þreytu og leiða heldur ánægju og endurnýj- uðum krafti þegar hann slakaði á til að öðlast verðskuldaða hvíld. Mér þótti þetta merkileg saga og fyrir mér hefur hún orðið að dæmi- sögu um það hve miklu máli það skiptir hver afstaða okkar er til þeirra verkefna sem við höfum tekið að okkur að sinna. Með jákvæðu við- horfi verður allt bjartara og skemmtilegra. Það gladdi okkur foreldra, afa og ömmur og aðra aðstandendur að fylgjast með börnunum leika á hljóð- færi á tónleikunum hjá Allegro og skynja af hve mikilli næmni og vel- vild þau voru leidd áfram. Það er ekki lítils virði í lífinu að hafa lært að bera virðingu fyrir við- fangsefnum sínum, í stóru og í smáu, að hafa lært að vanda sig og gera vel. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Að læra að gera vel Úr ólíkum áttum Ögmundur Jónasson ogmundur@ogmundur.is ’Það gladdi okkur for-eldra, afa og ömmurog aðra aðstandendur aðfylgjast með börnunum leika á hljóðfæri á tón- leikunum hjá Allegro og skynja af hve mikilli næmni og velvild þau voru leidd áfram. Viðhorfið til vinnunnar gerbreyttist þegar henni var sinnt af alúð.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.