Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2020, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2020, Blaðsíða 17
lokasprettinum. En þá má ekki gleyma því, sem fyrr sagði, að fjöldi atkvæða er þegar „kominn í hús“ og þau breytast ekki, þótt sveifla verði núna. Þannig að enginn veit neitt með öruggri vissu fyrr en eftir rúma viku. Þeir sem allra síst skyldu Svo er eitt fyrirbærið enn sem er mög skrítið og jafn- vel skrítnara en flest á þessum skrítnu tímum. Síð- ustu mánuði hafa demókratar og fjölmiðlagerið sem þeim fylgir sjósett þá hugmynd að Trump forseti muni ekki sætta sig við það, tapi hann kosningunum, og muni neita að láta völd sín af hendi! Það var fyrrverandi forsetaframbjóðandi, Hillary Clinton, sem varpaði kenningunni út til almennings. Hún sagði þar að þótt Joe Biden tapaði kosningunum í nóvember mætti hann alls ekki játa sig sigraðan! Hafa þægir fréttamenn hvað eftir annað varpað á forsetann spurningum um þessar nýstárlegu kenn- ingar. Með öðrum orðum þá er alvöru fólk á alvöru fjöl- miðlum að ýta undir það að Trump muni hugsanlega skipuleggja valdarán, tapi hann kosningunum! Það má segja að hvernig sem á málatilbúnaðinn sé litið sé hann óneitanlega bæði einkennilegur og ósvífinn. Ef horft er til síðustu kosninga og nokkurra kosn- inga þar á undan blasir við mynd sem demókratar ættu ekki að kalla eftir að sé rifjuð upp. Þola illa ljós sögunnar Forsetakosningarnar 1960 á milli Johns Kennedys og Nixons eru gott dæmi, en þar var mjög mjótt á mun- um. Frægt er að Lyndon Johnson varaforsetaefni tryggði þá að í kosningum í Texas „kysu“ tugir þús- unda látinna manna forsetaefni sitt. Það er að segja að kosið var í þeirra nafni. Meirihluti demókrata í Texas þá var þó svo afgerandi að hinn mikli kosn- ingaáhugi að handan breytti ekki úrslitunum. Úrslit- in hefðu orðið þau sömu á landsvísu þótt þeir dánu hefðu ekki snúið sér við í gröfunum. Öðru máli gegndi með Illinois. Daley borgarstjóri, alráður í höfuðborg ríkisins, Sí- kakó, um langt árabil (Járn-Daley) og óskoraður leið- togi demókrata þar og í fylkinu öllu „tryggði“ Ken- nedy nauman sigur í fylkinu. (Daley contributed to John F. Kennedy’s narrow, 8,000 vote victory in Ill- inois in 1960. A PBS documentary entitled „Daley“ explained that Mayor Daley and JFK potentially hel- ped steal the 1960 election by stuffing ballot boxes and rigging the vote in Chicago.) Stuðningsmenn Nixons skoruðu á hann að kæra kosninguna í Illinois. Hann hafnaði því. „Hvers vegna í ósköpunum?“ spurðu þeir. „Trúir þú því ekki sem æpir framan í alla, að fylkinu var stolið frá þér?“ „Að sjálfsögðu geri ég mér fulla grein fyrir því,“ svaraði Nixon. „En það verður hræðilegt áfall fyrir Banda- ríkin um heim allan verði það gert lýðum ljóst.“ Og enn eitt Í kosningalok í nóvember 2000 hringdi Al Gore vara- forseti í keppinaut sinn, George W. Bush, játaði sig sigraðan og óskaði forsetanum tilvonandi og fjöl- skyldu hans velfarnaðar í forsetaembættinu. Hálfri klukkustund síðar hringdi síminn aftur og Al Gore tók til baka fyrri yfirlýsingu sína um úrslitin og ham- ingjuóskirnar til „nýja“ forsetans. Þá hófst einhver mesti skrípaleikur sem sést hefur í lýðræðisríki við að ná fram „réttum“ úrslitum í kosn- ingum. Haldið var áfram talningu þar sem mjótt var á munum í kjördeildum og hallaði á demókrata, en ekki annars staðar í Flórida, vikum saman. Var þessi skrípaleikur mjög dapurlegur fyrir lýð- ræðislega ásýnd Bandaríkjanna. Eftir að þetta hafði gengið svo í margar vikur var málinu vísað til Hæsta- réttar Bandaríkjanna. Hann samþykkti með 5 at- kvæðum gegn 4 að taka málið fyrir. En það var auð- vitað efnisúrskurðurinn sem skipti máli. Hæstiréttur samþykkti með 7 atkvæðum af 9 að ljóst væri að Bush hefði unnið kosningarnar í Flórida og þar með í Bandaríkjunum. En versta framkoman er eftir En mest sláandi eru kosningarnar seinustu. Demó- kratar hafa allt kjörtímabilið, sem frá þeim leið, reynt með öllum tiltækum ráðum að bola nýjum forseta burt úr embætti! Fjöldi þingmanna þeirra mætti ekki við innsetningarathöfnina. Alríkislögreglan undir stjórn Comeys forstjóra og þéttriðinnar klíku hans innan FBI leiddi öryggisfull- trúa hins nýja forseta í gildru. FBI og yfirmenn leyniþjónustunnar CIA notuðu skýrslu sem kosn- ingastjórn Hillary hafði látið sjóða saman til að kalla eftir rannsókn á samvinnu Pútíns og Trumps í að- draganda kosninganna. Rannsóknin stóð í tvö ár, kostaði morð fjár og reyndir saksóknarar úr röðum demókrata sáu um hana undir stjórn fóstbróður Comey í FBI. Og samt kom ekkert út úr þessu ótrú- lega bralli öllu. Demókratar höfðu heitið því allan þann tíma að skýrslan myndi réttlæta að þingið gæti sett forsetann af! Þegar það rann eins og hvert annað rugl út í sand- inn þá gripu þeir símtal við forseta Úkraínu á lofti og settu í gang upphaf réttarhalda yfir Trump út af því!! Það gufaði líka upp. Og nú tveimur mánuðum fyrir kosningar kemur Hillary með þessa óvæntu yfirlýsingu um að þótt Joe Biden tapi kosningunum þá megi hann alls ekki viðurkenna það opinberlega! Á þeirri stundu sögðu kannanir að hann hefði 10- 12% meira fylgi en Donald Trump. Er ekki allt í lagi? Morgunblaðið/Árni Sæberg 25.10. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.