Morgunblaðið - 07.11.2020, Síða 2

Morgunblaðið - 07.11.2020, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. www.kofaroghus.is - sími 553 1545 359.000 kr. Tilboðsverð 518.000 kr. Tilboðsverð 416.500 kr. Tilboðsverð 34mm 34mm44mm Ítarlegar upplýsingar og teikningar ásamt ýmsum öðrum fróðleik má finna á vef okkar Afar einfalt er að reisa húsin okka r Uppsetning teku r aðeins einn da g BREKKA 34 - 9 fm STAPI - 14,98 fm NAUST - 14,44 fm 25% afsláttur 25% afsláttur 30% afsláttur TILBOÐ Á GARÐHÚSUM! (SÍÐUSTU HÚSIN 2020) VANTAR ÞIGPLÁSS? Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Barnaverndarnefndum bárust 1.550 tilkynningar um vanrækslu barna þar sem foreldrar voru í áfengis- og/ eða fíkniefnaneyslu á fyrstu níu mánuðum þessa árs. Þetta eru mun fleiri tilkynningar en í sömu mán- uðum árin á undan. Alls bárust barnaverndarnefndum 634 tilkynningar frá áramótum til loka septembermánaðar um líkam- legt ofbeldi gagnvart börnum eða þegar grunur vaknar um slíkt og eru það 31,8% fleiri tilkynningar en bár- ust fyrstu níu mánuði seinasta árs. Þetta kemur fram í nýju yfirliti Barnaverndarstofu yfir sískráningu á tilkynningum sem nefndirnar hafa fengið. Eins og fram kom nýlega í Morgunblaðinu fjölgaði tilkynning- um til barnaverndarnefnda í ágúst og september en Barnaverndarstofa hefur nú birt sundurliðað heildar- yfirlit yfir fyrstu níu mánuði ársins. Þar kemur fram að á því tímabili bárust nefndunum samtals 9.570 til- kynningar og fjölgaði þeim um 14,3% frá sama tíma í fyrra. Alls vörðuðu þær 7.552 börn. Skýrslutökum í Barnahúsi hefur fjölgað verulega Einnig kemur í ljós að skýrslutök- um í Barnahúsi hefur fjölgað. Rann- sóknarviðtölum fyrstu níu mánuði ársins fjölgaði um tæp 40% frá sama tíma í fyrra og voru 228 í ár. „Má skýra stóran hluta þessarar aukningar vegna aukins fjölda skýrslutaka en skýrslutökur fyrir dómi voru 149 á fyrstu níu mánuðum ársins 2020. Er það fjölgun frá ár- unum á undan þegar þær voru rétt um 90 hvort ár fyrir sig. Fjöldi barna sem fóru í greiningar- og meðferð- arviðtöl í Barnahúsi á fyrstu níu mánuðum ársins 2020 var 99 börn. Er það fjölgun frá árunum á undan,“ segir í umfjöllun Barnaverndar- stofu. 2.175 tilkynningar bárust um van- rækslu drengja á fyrstu níu mánuð- um ársins sem er umtalsverð fjölgun frá í fyrra þegar þær voru 1.733. Til- kynningum um vanrækslu stúlkna hefur einnig fjölgað frá í fyrra, voru þá 1.808 talsins en 1.975 á þessu ári. Heldur fleiri tilkynningar bárust um ofbeldi gagnvart stúlkum en drengjum eða alls 1.389 vegna stúlkna og 1.356 vegna drengja. Tilkynningar um kynferðislegt of- beldi gagnvart drengjum voru 99 á fyrstu níu mánuðum ársins og fækk- aði lítið eitt frá í fyrra en tilkynn- ingar vegna kynferðislegs ofbeldis gagnvart stúlkum voru miklu fleiri eða alls 283 á þessu ári og fjölgaði verulega frá sama tímabili í fyrra og árinu þar á undan. Þær voru 220 í fyrra og 213 á sama tíma 2018. Tilkynningum um áhættuhegðun barna fækkaði lítið eitt á þessu ári og voru alls 2.549. Fram kemur að umsóknum um meðferðarúrræði á vegum Barna- verndarstofu hefur fjölgað á þessu ári og voru alls 117 talsins. Nágrannar tilkynna oftar Langflestar tilkynningar til barnaverndarnefnda koma frá lög- reglu eða alls 3.717 á fyrstu níu mán- uðum ársins en tilkynningum ná- granna hefur fjölgað mikið á þessu ári. Nágrannar sendu barnavernd- arnefndunum 802 tilkynningar á fyrstu níu mánuðum ársins en þær voru 574 á sama tíma í fyrra. Fleiri tilkynntu vanrækslu barna  Tilkynningum til barnaverndarnefnda vegna kynferðislegs ofbeldis gagnvart stúlkum fjölgaði á fyrstu níu mánuðum ársins  31,8% fleiri tilkynningar um líkamlegt ofbeldi á börnum en í fyrra Ástæður tilkynninga til barnaverndarnefnda Fjöldi tilkynninga fyrstu 9 mán. 2018-2020 Tilkynningar vegna kyn- ferðislegs ofbeldis fyrstu 9 mánuði 2018-2020 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 0 300 250 200 150 100 50 Drengir Stúlkur H ei m ild : B ar na - ve rn da rs to fa 2018 2019 2020 2018 2019 2020 2.578 2.185 2.393 1.838 7.505 8.370 9.570 213 220 283 116 105 99 3.185 3.541 2.549 2.745 4.151 Vanræksla Ofbeldi Áhættuhegðun barna Heilsa eða líf ófædds barns í hættu Logi Már Einarsson var í gær endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar með 96,45% atkvæða. Hann var einn í framboði en kjörið fór fram á rafrænum landsfundi flokksins sem var settur síðdegis í gær. Landsfundur Samfylkingar stendur yfir í tvo daga og eru yfir eitt þúsund fulltrúar skráðir á hann. Mesta spennan er vegna kjörs varaformanns en í framboði eru Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og núverandi varaformaður, og Helga Vala Helgadóttir alþingismaður. Úrslit í kjörinu verða kynnt fyrir hádegi í dag. „Ég lofa ykkur því að rísa undir þeirri ábyrgð sem mér er falin – að leiða flokkinn inn í mikilvægar kosningar eft- ir tæpt ár,“ sagði Logi Einarsson í ræðu eftir að nið- urstöðurnar í formannskjöri voru ljósar. „Á dauða mínum átti ég frekar von fyrir nokkrum ár- um en að standa hér í dag. En hér er ég og er ótrúlega glaður yfir því að lífið hafið borið mig hingað, kynnt mig fyrir ykkur og í starf fyrir stjórnmálahreyfingu sem ég brenn fyrir,“ bætti hann við. Logi var endurkjörinn  Landsfundur Samfylkingar settur í gær  Logi Einarsson endurkjörinn formaður  Spenna í varaformannskjöri í dag Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Endurkjörinn Logi Einarsson var ánægður með örugga kosningu sína í embætti formanns Samfylkingarinnar. Karl og kona á þrítugsaldri liggja á sjúkrahúsinu á Akureyri eftir að bíll fór út af veginum við bæinn Ytri- Bægisá í Hörgárdal á þriðja tím- anum í gær. Bíllinn valt inn á nær- liggjandi tún þar sem kviknaði í hon- um. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd var talsverður viðbúnaður á staðnum. Slökkvistarf gekk vel en nokkur ummerki voru eftir slysið. Varðstjóri hjá lögreglunni á Norð- urlandi eystra sagðist í gærkvöld ekki hafa frekari upplýsingar um líð- an fólksins en bíllinn er ónýtur. Manninum tókst að komast út úr bílnum af sjálfsdáðum en konan vankaðist og þurfti að hjálpa henni út. Bílnum var ekið í norðurátt þegar hann fór út af veginum. Veginum var lokað vegna vettvangsrannsóknar en hann var opnaður aftur í gær- kvöldi. Lögregla gat í gær ekki veitt neinar upplýsingar um orsakir slyss- ins en sagði rétt að fram kæmi að ekki hefði verið hálka á vettvangi. freyr@mbl.is Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Tvennt er slasað eft- ir bílslys

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.