Morgunblaðið - 07.11.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2020
er bæði spennandi
og ógnvekjandi
Bókin fæst í Eymundsson
UNGMENNABÓKIN
Birta – landssamtök foreldra/forráðamanna sem misst
hafa börn/ungmenni skyndilega, verða með fræðslu-
erindi þriðjudaginn 10. nóvember nk. kl. 20:00.
Hrannar Már Ásgeirs Sigrúnarson fjallar af eigin reynslu um skyndilegan
barnsmissi og þann styrk sem hægt er að finna eftir slíkt áfall. Hrannar
ætlar að leiða okkur inn í komandi jólahátíð og velta upp áskorunum
sem foreldrar geta staðið frammi fyrir.
Erindinu verður streymt á netinu.
Nánari upplýsingar á facebook-síðu
og vefsíðu samtakanna www.birtalandssamtok.is
Neyðarsími samtakanna er 832 3400.
Hefur þú
misst barn?
Vinnueftirlitið rannsakar nú tildrög
þess að byggingarkrani féll á bygg-
ingu við Mosagötu í Urriðaholti.
Óhappið varð síðdegis í fyrradag
en frekari upplýsingar verða ekki
veittar um málið að svo stöddu.
Þrír kranar og pallalyfta voru not-
uð til að tryggja svæðið eftir að
kraninn féll saman á þak hússins og
yfir bílastæði á fjærhlið þess, eins og
myndin hér til hliðar sýnir.
Vindasamt var á höfuðborgar-
svæðinu þegar óhappið varð.
Álíka slys varð í Urriðaholti ný-
verið en hverfið er í uppbyggingu.
Þannig féll krani á einbýlishús við
Hraungötu 4. janúar síðastliðinn.
Við það urðu meðal annars skemmd-
ir á þaki hússins.
Féll saman í hvassviðri
Fram kom í frétt á mbl.is að vont
veður hefði verið víða um land þegar
slysið varð og náði það hámarki um
hádegisbilið. En kraninn var sagður
hafa fallið á húsið rétt fyrir hádegi.
Þá kom fram í Morgunblaðinu 18.
apríl 2017 að legið hafi við stórslysi
er byggingarkrani féll á hús í Ásholti
í lok árs 2015 en þá var vonskuveður.
Snemma sama ár féll byggingar-
krani við Lyngás 1 í Garðabæ við
sambærilegar aðstæður, að því er
fram kom í sömu frétt.
Af öðrum dæmum má nefna að
byggingarkrani féll yfir nýbyggingu
í Hafnarstræti, rétt við pylsuvagn-
inn Bæjarins bestu, í lok september
2016. Fram kom á mbl.is að tildrög
slyssins hefðu verið þau að stór stafli
af timbri féll úr krananum skömmu
áður en hann hrundi niður.
Sýnt þótti að átt hefði verið við
öryggisbúnað sem átti að varna því
að kraninn lyfti of þungu hlassi og
félli niður. baldura@mbl.is
Morgunblaðið/SES
Féll saman í hvassviðri Mildi þykir að ekki urðu slys á fólki þegar kraninn féll saman í Urriðaholti í fyrradag.
Enn eitt kranaslys í hvassviðri
Vinnueftirlitið rannsakar hrun byggingarkrana við Mosagötu í Urriðaholti
Nokkur sambærileg slys hafa orðið á höfuðborgarsvæðinu á síðustu árum
Siguður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Fyrir íbúa, vegfarendur og okkur
sem störfum í framlínu sveitarfé-
lagsins eru aðstæður nú hálfgerður
höfuðverkur. Lausaganga hrossa er
ekki vandamál
hér í sveit nema í
undantekningar-
tilfellum,“ segir
Kristófer Tómas-
son, sveitarstjóri
í Skeiða- og
Gnúpverja-
hreppi. Sveitar-
stjórn þar lýsti á
síðasta fundi sín-
um þungum
áhyggjum af lausagönguhrossum
sem undanfarið hafa gjarna verið á
og við Þjórsárdaldsveg, á móts við
afleggjarann að bæjunum Minna-
Núpi og Stóra-Núpi.
Hrossin hafa sloppið úr girðing-
um ítrekað og ekki hefur tekist að
hafa upp á meintum eigenda þeirra,
en hans skylda væri að gera úrbæt-
ur. „Beitiland er í knappara lagi og
girðingar lélegar. Hrossin eru ekki í
það slæmu ástandi að Matvæla-
stofnun skipti sér af þeim. Girðing-
arnar eru lélegar en ekki svo að
Vegagerðin hafi afskipti af málinu.
Það er hálftíma akstur fyrir lög-
reglu að koma á staðinn. Þetta veit
fólk og því hafa vegfarendur og ná-
grannar oftar en ekki lagt sig í
hættu við að koma hrossunum af
veginum. Fram til þessa hefur ekki
verið ástæða til að banna lausa-
göngu búfjár í sveitarfélaginu en nú
virðist þörf á því,“ segir Kristófer.
Á veginum í skammdegi
Mikil slysahætta stafar af hrossa-
stóðinu, að sögn Kristófers. Málum
er þannig háttað að þegar ekið er til
suðurs og vesturs fram umræddan
veg innan úr Þjórsárdal er komið að
blindhæð rétt áður en komið er að
fyrrgreindum afleggjara að Núps-
bæjunum. Séu hrossin á veginum
hafi ökumenn lítinn sem engan fyr-
irvara til að bregðast við, beygja frá
eða stöðva bílinn. Ekki er þá gert
lítið úr hættunni sem er til staðar
þegar ekið er úr hinni áttinni „Sér-
staklega er þetta bagalegt núna
þegar svartasta skammdegið með
öllum sínum veðrabrigðum hellist
yfir,“ segir sveitarstjórinn. Hefur
sveitarstjórn falið honum og Björg-
vin Skapta Björgvinssyni oddvita
að hafa upp á eigandanum og koma
skikki á málið.
„Oft fylgja svona málum laga-
flækjur og leiðin að markinu er alls
ekki einföld sé ekki vilji eigenda bú-
penings til staðar,“ segir Kristófer.
Vandi í Rangárþingi eystra
Mál af svipuðum toga og í
Skeiða- og Gnúpverjahreppi eru í
deiglu í Rangárþingi eystra. Þar
telur samgöngu- og umferðarnefnd
að vegna aukins umferðarþunga og
hættu verði ekki hjá því komist að
setja á bann við lausagöngu í sveit-
arfélaginu, sem nær m.a. yfir
Fljótshlíð, Landeyjar og Eyjafjöll.
Er skorað á sveitarstjórn að koma
þessu banni á, en jafnframt leysa úr
álitaefnum um bótaskyldu og við-
hald girðinga.
Ástæða er til að banna lausagöngu
Hrossastóð eru til vandræða við Þjórsárdalsveg Mikil slysahætta við blindhæðina Höfuðverkur,
segir sveitarstjóri Vegfarendur og grannar leggja sig oft í hættu Úrbætur hlutverk eigenda
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Klárar Sprett úr spori á þjóðveginum sem skapar bæði vandamál og hættu.
Kristófer
Tómasson
„Þetta er illa
gert gömlum
manni,“ segir
Árni Bergmann,
rithöfundur og
fv. ritstjóri Þjóð-
viljans. Um vika
er síðan Árni
varð þess var að
reiðhjól hans var
horfið frá
Hulduhólum í Mosfellsbæ, hvar
hans annað heimili er. – Þetta er
um margt kyndugt; líkt því að
handbolta væri stolið frá Guðjóni
Val Sigurðssyni! Árni hefur í ára-
tugi farið flestra sinna ferða á
reiðhjóli og aldrei tekið bílpróf. Er
í raun merkisberi samgöngumáta
sem æ fleiri tileinka sér.
„Stýrið er ryðgað,“ segir Árni
um hjólið góða sem hann væntir
þess að endurheimta. Lögreglan á
höfuðborgarsvæðinu lét fyrr í vik-
unni þau boð út ganga að verið
væri að koma í réttar hendur
munum sem lagt var hald á við
húsleit í Mosfellsbæ. „Ég þarf að
komast í samband við lögregluna
og athuga hvort hjólið leynist
þar.“
Sitt fyrsta reiðhjól eignaðist
Árni tólf ára í Keflavík. Þegar
hann kom heim frá námi í Rúss-
landi 25 ára gamall byrjaði hann
aftur að hjóla. Hefur síðan þá – í
60 ár – notað reiðhjólið til þess að
komast milli staða og oft haft
vindinn í fangið, í tvöfaldri merk-
ingu. „Ég þakka hjólreiðunum það
að vera enn við ágæta heilsu, 85
ára gamall,“ segir Árni. sbs@mbl.is
Farskjóta stolið frá
frægum hjólamanni
Árni Bergmann
Heilbrigðisráðuneytið hefur óskað
eftir fjárveitingu á fjáraukalögum
til að koma til móts við hjúkrunar-
heimilin vegna aukins kostnaðar
vegna kórónuveirufaraldursins.
Samtök fyrirtækja í velferðarþjón-
ustu hafa haldið því fram að stjórn-
völd ætli ekki að bæta þennan
kostnað þótt stjórnvöld hafi gefið
yfirlýsingar um annað, að sögn
ráðuneytisins.
Sjúkratryggingar hafa óskað eft-
ir gögnum um þennan kostnað frá
hjúkrunarheimilunum. Stefnt er að
uppgjöri þegar rekstrarniður-
stöður ársins liggja betur fyrir.
Þegar fullnægjandi upplýsingar
liggja fyrir munu Sjúkratryggingar
Íslands meta gögnin og afgreiða.
Bæta auka-
kostnað
Hjúkrunarheimili
beðin um gögn
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hjúkrunarheimili Aukinn kostn-
aður kom til vegna faraldursins.