Morgunblaðið - 07.11.2020, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2020
Margrét Þóra Þórsdóttir
Akureyri
Það varð algjör sprenging um
helgina, við létum vita af því á
föstudagskvöldið að hjá okkur væri
hægt að kaupa andlitsgrímur og það
bókstaflega rigndi inn pöntunum,“
segja þær Anna Guðný Helgadóttir
og Svava Daðadóttir sem eiga og
reka Litlu saumastofuna við
Brekkugötu 9 á Akureyri. Þær hafa
rekið fyrirtækið undanfarin sex ár
og hafa í nógu að snúast alla daga.
„Við höfum aðeins þurft að van-
rækja okkar föstu viðskiptavini
þessa viku og þeir hafa sýnt því
skilning. Við settum grímusauminn
í forgang enda fengum við alveg
óskaplega mikið af pöntunum, eig-
inlega miklu fleiri en við áttum von
á þegar við ákváðum að fara út í
þetta. Viðtökurnar fóru fram úr
björtustu vonum,“ segja þær stöll-
ur.
Áður höfðu þær saumað grímur
fyrir sig sjálfar, ættingja og vini.
Þegar hertar sóttvarnareglur vegna
kórónuveirunnar tóku gildi um liðna
helgi var sett á öflugri grímuskylda
sem m.a. náði til barna og ung-
menna í grunnskólum.
Sauma frá sjö til sjö
Þær Anna og Svava nýttu laugar-
daginn síðasta í að leita að og út-
vega efni sem hentaði í grímur og
segja það hafa tekist vonum framar
að finna viðurkennt efni. Það kom
m.a. af höfuðborgarsvæðinu og víð-
ar. Á sunnudeginum settust þær við
saumaskapinn og unnu af kappi við
grímusauminn og hið sama má
segja um alla vikuna; unnið var á
Litlu saumastofunni frá klukkan sjö
á morgnana til 19 á kvöldin. Ætt-
ingjar og vinir hafa lagt hönd á plóg
og tekið að sér afgreiðslu pantana,
svarað í síma og sinnt tilfallandi
verkefnum svo þær geti einbeitt sér
að saumaskapnum. „Það er ómetan-
legt að fá slíka aðstoð,“ segja þær.
„Þetta hefur verið mikil törn, en
við erum um það bil að ná utan um
þetta, afgreiðslutíminn er ekki lang-
ur. Við náum samt enn ekki að
sauma neitt á lager, erum bara enn
á fullu við að vinna upp í pantanir,“
segja Anna og Svava. Þær benda á
að það sé meira mál en margir halda
að sauma eina grímu. „Þetta er heil-
mikið púsl og mörg handtökin við
hverja grímu.“
Fólk víða að af landinu hefur
pantað sér grímu hjá Litlu sauma-
stofunni, bæði frá nágrannasveitar-
félögum og líka höfuðborgar-
svæðinu.
Þær bjóða upp á grímur í ýmsum
litum en segja að svartar njóti af
einhverjum ástæðum mestra vin-
sælda, einkum meðal ungmenna.
„Krökkum þykir mikið sport að eiga
grímu og jafnvel þau yngri, sem
ekki ber skylda til að vera með
grímu, vilja eignast eina eins og
eldri krakkarnir.“
Fjölbreytt starfsemi
Anna er handmenntakennari og
lærði í Skals á Jótlandi í Danmörku,
Svava starfaði um 17 ára skeið á
saumastofu JMJ á Akureyri og hef-
ur miklar reynslu af fatasaumi og
-breytingum. Báðar hafa þær mik-
inn áhuga fyrir saumaskap og hand-
verki. Í hópi viðskiptavina eru ein-
staklingar sem láta gera við fatnað
sinn eða breyta honum, þá sinna
þær fatabreytingum fyrir verslanir
á Akureyri og lagfæra fatnað fyrir
mörg fyrirtæki í bænum, m.a. þar
sem starfsfólk gengur í einkenn-
isfatnaði eða er í sérstökum fatnaði
við störf sín.
Boðið er upp á gluggatjaldasaum,
milliverk sett í rúmföt og þá sjá þær
um frágang á margs konar handa-
vinnu. „Þetta er mjög fjölbreytt hjá
okkur og margir fastir og góðir við-
skiptavinir. Það er gaman hjá okkur
í vinnunni alla daga,“ segja þær.
Sauma grímur frá
morgni til kvölds
Litla saumastofan á Akureyri hefur vart undan að sauma
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Saumastofa Anna Guðný Helgadóttir og Svava Daðadóttir reka Litlu
saumastofuna við Brekkugötu á Akureyri. Þær hafa verið önnum kafnar við
að sauma grímur eftir að sóttvarnaaðgerðir voru hertar hér á landi.
Jóhann Ólafsson
johann@mbl.is
„Við getum verið ánægð með árang-
urinn en megum ekki gleyma okkur
í einhverri sigurgleði. Þetta er alls
ekki búið,“ sagði Þórólfur Guðnason
sóttvarnalæknir við mbl.is í gær.
Nítján greindust með kórón-
uveiruna í fyrradag og hafa jákvæð
sýni ekki verið jafn fá frá 16. sept-
ember; um það leyti er þriðja bylgja
hófst.
Þórólfur segir að kúrfan yfir ný-
greinda hafi þokast hægt og bítandi
niður á við, líkt og spáð hafi verið.
„Ég held að það sé út af öllum þess-
um aðgerðum sem hafa verið í
gangi í svolítinn tíma,“ segir sótt-
varnalæknir. „Það er langt í land og
við megum ekkert slaka á, þá fáum
við þetta bara aftur í bakið.“
Átta sjúklingar voru lagðir inn á
Landspítala í fyrradag vegna Co-
vid-19 en alls voru 78 inniliggjandi á
sjúkrahúsi vegna veirunnar, sam-
kvæmt covid.is. Þung staða á spít-
alanum kom Þórólfi ekki á óvart.
„Við vitum að alvarleg veikindi
koma svona viku til tveimur eftir að
þau byrja. Það kemur ekkert á
óvart að við sjáum fleiri innlagnir á
spítala þótt nýsmitum fækki,“ segir
hann og bætir við að eldra fólk, sem
líklegra er til að veikjast, hafi smit-
ast upp á síðkastið.
Þórólfur segist vissulega hafa
áhyggjur af því að fólk fari að slaka
á þegar það heyri að málin séu að
þokast í rétta átt.
„Sterkustu skilaboðin sem ég get
sent er að fólk á að vera ánægt með
þær aðgerðir sem það hefur tekið
þátt í að móta en það þýðir ekki að
hætta núna því þá fáum við aftur
bakslag og þurfum aftur að taka
okkur á. Þetta er langhlaup og það
þarf hver og einn að líta í eigin
barm og passa sig,“ segir Þórólfur
og ítrekar áhættuna af hópamynd-
un, til að mynda í gleðskap og hjá
fjölskyldum og vinahópum.
Kórónuveirusmit á Íslandi
Staðfest smit frá 30. júní
5.039 staðfest smit
Heimild: covid.is
Nýgengi innanlands 5. nóvember:
177,8 nýtt smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa
Nýgengi, landamæri:
18,0 14 daga nýgengi
78 einstaklingur er á sjúkrahúsi,
þar af 4 á gjörgæslu
19 ný inn an lands smit greindust 5. nóvember
1.060
í skimunarsóttkví
100
80
60
40
20
0
1.414 einstaklingar eru í sóttkví
735 eru með virkt smit og í einangrun
júlí ágúst september október
Fjöldi smita
innanlands
Fjöldi smita á
landamærum18 einstaklingar eru látnir
Ekki enn tíma-
bært að slaka á
Lítið þarf til að faraldurinn fari á flug
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt
Fé hefur verið skorið niður á búun-
um Hofi og Stóru-Ökrum vegna
riðuveiki sem kom upp í Skagafirði.
Fyrirskipað hefur verið að skorið
verði niður á fjórum búum alls, einn-
ig á Syðri-Hofdölum og Grænumýri.
Að því er kom fram í tilkynningu frá
Matvælalstofnun í gær er unnið að
því í landbúnaðarráðuneytinu í sam-
starfi við Landssamtök sauðfjár-
bænda að útfæra fjárhagslegan
stuðning til bænda sem lenda í nið-
urskurði fjár vegna riðunnar.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson,
umhverfis- og auðlindaráðherra,
hefur veitt undanþágu fyrir urðun í
Skarðsmóum, aflögðum urðunarstað
í Skagafirði, vegna þessa. Í tilkynn-
ingu á vef Stjórnarráðsins kemur
fram að skilyrði laga um almanna-
heill hafi verið uppfyllt og umsögn
fengin frá Skipulagsstofnun.
Undanþágan gildir um 100 tonn af
sauðfé úr Tröllaskagahólfi og ein-
göngu um hræ sem ekki er unnt að
koma í brennslu.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sauðfé Alls þarf að skera niður um 2.500 gripi í Skagafirði vegna riðuveiki.
Hafa skorið niður
fé á tveimur bæjum
Fengu undanþágu fyrir urðun í gær